Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Blaðsíða 1
NVJA DAGBLAÐIÐ 1. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 14. nóv. 1933. 15. blað ÍDAG Sólaruppkoma kl. 8.55. Sólarlag kl. 3.29. Háflóð árdegis kl. 2.25. Háflóð síðdegis kl. 14.50. Ljósatími hjóla og bifreiða 4.20 e. m. til 8.05 árd. Söín, skrifstoíur o. fL: Lundsbókasainið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ........ opið 1*4 þjóðminjasafnið .......... kl. 1-3 Néttúrugripasafnið ........ kl. 2-3 Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Landsbankinn .... opinn kl. 10-3 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3 Utvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibu Landsbankans á Klappai-- stíg ................... opið 2-7 iparisjóður Rvikur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn .............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskiféi.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband isl. samvinnufélaga opið ............... 9-12 og 1-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. rikisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bœjtírins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. iögmanns opin 10-12 og 14 Skrifst. toilstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5. Baðhús Reykjavíkur opið kl- 8-8 Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Lgpdsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspitalinn ............ 3-5 Laugarnesspítaii ...... kl. 12%-2 Vífilst'aðaliselið 121/2-H/a og 3i/2-4y2 Kleppur ................... kl. 1-5 Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Nœturiæknir: Kjartan Ólafsson Lækjargötu 6B.* Simi 2614. Næturvöi’ður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Samyöngur og póstferOir: Póstbíll til Grindavíkur. Skemmtanir og samkomnr: (jamla bíó: Nótt eftir nótt kl. 9. Amerísk talmynd. Nýja bíó: Útlaginn kl. 9. Iðnó: Bjarni Björnsson leikari skemmtir kl. 9. Heimatrúbpð leikmanna Vatnsstíg 3: Almenn samlcoma kl. 8. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Kndurtekning frétta 0. fl. þing- fréttir. 19.00 tónleikar. 19.10 veð- itrfregnir. 19.20 tilkynningar, tón- leikar. 19,35 Erindi Iðnsambands- ins: Lýsing liúsa, II. (Steingr. lónsson rafmstj.). 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Al- býðufræðsla Rauðakrossins, IV. Iléilbrigðismál skólabarna. Kaffi, lóbak ög vín (Dr. Gunnlaugur < laessen). 21,05 Tónleikar: Pianó- sóló (Emil Thoroddsen). Grammó íón: Beethoven: Kvartett í C-dúr. Danslög. Kosningaúrslitin í Þýzkalsndi landinu þar sem menn þora ekki að sitja heima. Berlín kl. 11,45 13/11 FÚ. Þátttaka í þýzku kosningun- um í gær var meiri en nokkru sinni fyr, og greiddu um 43 miljónir átkvæði í Ríkisþings- kosningunum og 43 y± miljón þjóðaratkvæði um úrsögn j Þjóðverja úr Þjóðabandalaginu og afvopnunai’ráðstefnunni. Af atkvæðufn þessum féllu 91,1% á lista National-Social- istá í Ríkisþingskosningunum, en aðrir seðlar voru auðir eða ógildir. Þjóðaratkvæðið fór þannig, að 93,5% sögðu já við utanríkisstefnu stj órnarinnar. Úrslitin vekja mikinn fögn- uð í Þýzkalandi. Verður flagg- að á öllum opinberum bygging- um í dag, en klukkum hringt frá kl. 18.00 til 18.15 í þakkar- skyni. Hitler fór á fund Hinden- burgs í morgun, og tilkynnti honum lokaúrslit kosninganna. Þakkaði Hindenburg kanzlar- anum fyrir hve vel honum hefði tekizst á stuttum tíma að skapa pólitíska einingu í Þýzkalandi, og kvaðst vona að starf hans yrði ekki síðra framvegis. Þegar úrslit kosninganna voru tilkynnt í nótt, hélt Göbbels ræðu í útvarpið, þar sem hann þakkaði þýzku þjóðinni fyrir það, hve vel hún hefði brugðizt við að sýna viðurkenningu sína á Hitler- stjórninni. Erlendum blöðum er tíðrætt um úrslit kosninganna, og telja flest blöðin, að úrslitin kunni að hafa mikla þýðingu fyrir framtíðai’pólitík í Evrópu. Enska jafnaðarmannablaðið, Daily Herald, segir meðal ann- ars, að nú geti Hitler hætt að fiska eftir atkvæðum, og kom- ið fram sem heimsstjórnmála- maður. Austurrísku blöðin eru þó nokkuð vafagjöm út af kosningunum, og segja að þær hafi ekki farið löglega fram, heldur hafi verið beitt mis- Hindenburg forseti, sem í gær þakkaði Hitler „hve vel honum hefði tekizt — — að skapa pólitíska einingu í Þýzkalandi“. Þann 10. apríl 1932 kepptu þeir Hindenburg og Hitler um forsetatignina. Þá fékk Hindenburg 19 milj. 360 þús. atkv., Hitler 13 milj. 417 þús. atkv. og kommúnist- inn Thálmann 3 milj. 706 þús. atkv. Nú er Hindenburg orðinn 86 ára gamall. réttu og nauðung. Segja þau, að ef frjálsar kosningar hefðu farið fram, hefði Hitler ekki fengið 50% af atkvæðunum. Eins og kunnugt er, eru all- ir flokkar, aðrir en Nazista- flokkurinn, bannaðir í Þýzka- landi, enda var aðeins einn listi í kjöri listi Nazista, og var Hitler þar efstur á blaði. Nýju þingmennirnir hafa í raun og veru ekkert verkefni, því að þýzka ríkisþingið afsalaði sér sl. vor löggjafarvaldinu í hend- ur stjórninni um næstu fjögur ár. Bilun við rafmagnsstððina í gærkvbldi. Aldimmt í bænum i hálfa þriðiu klukkustund. Kl. 7 í gærkvöldi tók skyndi- lega fyrir strauminn frá Rafveitunni við Elliðaámar. Var rafmagnslaust í bænum frá kl. 7—9Va og myrkur á götum, enda dimmt yfir. En í húsum inni björguðust menn við kertaljós. Sú var ástæðan til þessa, að loka bilaði í vatns- stokk þeim hinum mikla, sem liggur frá uppistöðunni við stífluna, ofan við rafmagns- stöðina, og veitir ratni að hinum nýju rafmagnuvélum. Stokknum var lokað að ofan og voru tveir menn að vinnu niðri í honum neðan til, er vatns- flóðið beljaði niður stokkinn. Gátu mennirnir naumlega bjargað sér upp úr áður en vatnið skall á þá, en annars var þeim háski búinn. Varð að hleypa úr lóninu við stífluna til þess að hægt yrði að loka fyrir vatnsveitustokkinn á ný, en við það stöðvuðust raf- magnsvélarnar, þangað til hækkað var í lóninu aftur. Hövmulegi slys. Tveir menn villasi á »fjallinu« og lenda í hvakningum. Annar þeirra bíður bana. Sá, sem eftir lifði, lá úti alla nóttina, en komst til bæja austur í Selvogi i gærmorgun. Á sunnudagsmorguninn kl. 8V2 fóru tveir menn héðan úr Reykjavík, þeir Þóroddur Jóns- son heildsali og Sigurjón Guð- mundsson skrifstofumaður hjó honum, á rjúpnaveiðar. Fóru þeir í bíl upp á Sandskeið, skildu hann þar eftir og fóru þaðan upp í Bláfjöll. Höfðu þeir gert ráð fyrir að koma aftur til Reykjavíkur síðari hluta dags á sunnudaginn. Á sunnudagskvöld var fólk þeirra farið að undrast um þá félaga. Voru menn sendir til þess að leita þeirra upp á heiði, en þeir urðu einkis vís- ari. í gærmorgun héldu svo nokkrir varalögreglumenn á- fram leitinni, en sú leit varð árangurslaus. En kl. um tíu í gærmorgun fékk Jón Jónsson faðir Þór- odds svohljóðandi skeyti: „Er í Selvogi. Vellíðan. Þóroddur." Var það fyrsta fréttin sem af þessu ferðalagi barst hing- að til bæjarins. En síðar í gær var það full- yrt um bæinn, að þeir félagar hefðu báðir komizt til byggða heilu og höldnu. En sú fregn reyndist því miður ekki rétt. Þóroddur einn hafði komizt af. Lát Sigurjóns spurðist hingað seint í gærdag. Hann hafði orðið úti, undir fjöllunum, ofan við Selvog. ViÖtal við Jón fónsson föður Þórodds. Nýja dagblaðið hitti föður Þórodds, Jón Jónsson, seint í gærkvöldi. Hann á heima í Fischerssundi 3. — Það sem ég hefi frétt er það, segir Jón, að þeir Þór- oddur og Sigurjón hafi áður en þeir yfirgáfu bifreiðina, skilið eftir eitthvað af fötum, til þess að vera léttari á sér. Fóru þeir síðan austur á heiðarnar og munu hafa fundið rjúpur og dvalizt lengur en þeir ætl- uðu og farið lengra austur en til stóð. — Höfðu þeir mat með sér? — Já, þeir höfðu nógan mat en ég veit ekki hvort þeir hafa borið hann með sér eða skilið hann aftir í bílnum. Annara veit ég mjög lítið um þetta, segir hann. Nánari fregnir. Eftirfarandi fregnir hefir blaðið fengið til viðbótar, af þessum sorglega atburði: Þegar þeir félagar voru komnir upp í fjöllin, gerði dimmviðri, svo að þeir sáu ekkert hvar þeir voru og hafa þá orðið áttavilltir, enda er þar mjög vandratað, allt eitt mosahraun með einlægum hraunsprungum og gjótum, sumum mjóum en djúpum og öðrum afarbreiðum og brött- um. Er það venja þeirra, sem á rjúpnaveiðum eru, að flýta sér út úr þessum hraunfláka fyrir myrkur. Þegar þeir koma á eystri brún fjallgarðsins, uppi yfir Selvogi, sem var kl. um 4 á sunnudag, sjá þeir vatn, sem hefir verið Hlíðarvatn í Selvogi og halda þá að þeir sjái Hafn- arfjörð. Þarna er mjög bratt og gekk þeim illa að komast niður og voru mjög lengi að því. Loks komast þeir þó nið- urfyrir klettana og setjast þar og hvíla sig, þá mun hafa verið komið langt fram á kvöld. Var Sigurjón þá orðinn al- gerlega örmagna af þreytu, vosbúð og kulda og andaðist hann þarna undir klettunum kl. 10 um kvöldið. Þóroddur var þama yfir líkinu alla nóttina. Hann vissi ekki, hvert hann skyldi halda, því hann sá ekki ljós á bæjun- um 1 Selvogi. En þeir eru þó mjög skammt frá þeim stað, þar sem þeir félagar höfðu sezt að. Þegar birti um morguninn sá hann loks til bæja og komst þá með illan leik heim að næsta bæ, Vogsósum í Selvogi. Þar fékk hann aðstoð til að sækja lík félaga síns. m Þóroddur var orðinn mjög þjakaður og kalt eftir útileg- una um nóttina, en hresstist fljótt, þegar hann var búinn að hita sér og borða. í gærkvöldi um ellefu-IeýtiÖ 1 Framh. á 4. liðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.