Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.11.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DA GBLAS19 1 NtJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. þorkell Jóhannesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús íluðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Alvörumál. Á einum stað hérna 1 bænum á heima lítill drengur, sem lengi hefir verið heilsuveill og er einkennilegur í framkomu. Auðvitað eru til ýms fleiri börn, sem svipað er ástatt um. Þessi drengur á áreiðanlega enga ósk eins heita og þá, að fá að leika sér með öðrum börnum. Það er ekki til mikils mælst. En allir aðrir drengir virðast gera sér það að skyldu að stjaka við þessum veik- byggða jafnaldra sínum og hæðast að einkennilegu lát- bragði hans. Afleiðingin er sú, að hann verður að sitja heima, þegar önnur börn fara út í góða veðrið. Leikir barna eru oft eitt af fegurstu og glæsilegustu fyrir- brigðum mannlegs lífs. En oft eru þeir líka andstyggilegir á að horfa, jafnvel reyndum mönnum, sem ýmislegt mis- jafnt hafa séð um dagana. Hérna á götunum getur oft að líta stóra stráka um ferming- araldur neyta á klúran og ljót- an hátt aflsmunar við yngri leikbræður sína. Fullorðið fólk, sem framhjá gengur, lætur þetta oftast afskiptalaust, og má segja, að það sé vorkunn- armál, þó að óviðkomandi menn veigri sér við að sletta sér fram í það, sem þeim „kemur ekki við“. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir fullorðnu fólki, sér- staklega foreldrum og kennur- um, að gefa góðan gaum að leikjum barnanna. Stóru og sterku leikbræðurnir hafa ekk- ert gott af því síðarmeir að venja sig á að níðast á þeim, sem minna máttar eru. Og ríkra manna börn í fallegum fötum hafa heldur ekkert gott af því í framtíðinni, að gera gys að fátæku bömunum, sem þau hitta í skólanum eða á leikvellinum með föl andlit og í slitnum klæðum. Ruddaleg og ónærgætnisleg framkoma barna í leikjum stafar sjaldnast af vondu upp- lagi, heldur öllu fremur af ó- gætni og gálausri glaðværð. Slík börn koma oft vel og prúðmannlega fram í um- gengni við fullorðna. En upp- eldið kemur í ljós, þegar barn- ið kemur fram við hlið jafn- oka sinna eða yngri barna. Og 'jftir framkomu bamsins á ’eikvellinum, fer sambúðin við samborgarana á fullorðinsár- unum og manndómur í sam- eiginlegum félagsmálum. * Nýja yatnsveitan. Yatnið er tekið úr Eiliðaánum, og borgarstjórinn þarf að kaupa skólp- síu fyrir 150 þús. kr. til að hreinsa það. Flestir bæjarbúar munu hafa eitthvert veður af því, að nú eigi að fara að auka vatns- veituna hérna í Reykjavík. Menn hafa a. m. k. fengið átakanlega að kenna á því, að vatnsveitan er orðin alltof lít- il. Nú síðustu tvö árin hefir allur suðausturhiuti bæjarins verið svo settur að vatnið, a. m. k. talsverðan hluta úr ár- inu, hverfur gersamlega úr íbúðunum þann hluta sólar- hringsins, sem vatn er mest notað. Verður fólk því um há- daginn að kjótla vatninu í blikkfötum eða bölum, neðan úr kjallara upp á aðra og þriðju hæð, ef það þá er fáan- legt í kjallaranum. Af þessu leiðir óhjákvæmilega, eins og hús eru byggð nú, hinn mesta sóðaskap, því að nú er vatns- salerni víðast í miðri íbúð, og þarf ekki að taka fram, hvaða áhrif það hefir á loftslagið í íbúðinni, þegar vatnið hverfur mikinn hluta dagsins. Þegar vatnsveitan var gerð í upphafi, átti hún að endast von úr viti. En framsýnin var lítil þar eins og annarsstaðar hjá stjórn bæjarfélagsins. 1923 var vatnsveitan oröin allt of lítil og þá var varið V2 miljón króna til aukningar. Þá var áætlað, að aukningin myndi nægja bænum næsta manns- aldur, og Jóni Þorlákssyni voru greiddar 18 þús. kr. fyr- ir einhverskonar eftirlit, t. d. að skrifa upp á reikninga og þessháttar. En það versta var, að þessi aukning, sem fyrver- andi og núverandi borgarstjóri héldu að myndi endast í heil- an mannsaldur, entist ekki nema sjö ár! Og nú er eins og áður var sagt, verið að auka vatnsveit- una á ný. Sjálfsagt hlakka margir til að losna við vatns- burðinn og salemaþefinn. En vita menn hvernig þessi nýja aukning vatnsveitunnar er? Það eru víst ekki ennþá nærri allir, sem vita það, eða gera sér grein fyrir, hvað það þýðir, að nýja vatnið er ekki tekið úr Gvendarbrunnunum, heldur úr Elliðaánum nokkuð ofan við rafveituna. Uppsprettur þessarar nýju vatnsveitu eru þannig m. a. skólpræsin frá fuglabúinu í Gunnarshólma, frá Vatnsenda, Baldurshaga og yfirleitt af- rennslið frá þeim fénaðar- og mannabústöðum, sem þarna eru í grennd við ámar, sumir allt árið og sumir tíma úr ái- inu. Allt frárennsli frá þess- um stöðum er í Elliðaárnar og svo þaðan — innan skamms — eftir hinni nýju vatnsleiðslu Jóns Þorlákssonar inn í eldhús allra bæjarbúa niðri í Reykja- vík. Hingað til hefir því verið haidið fram, að Gvendarbrunn- arnir væri einhver bezta neyzluvatnsuppspretta, sem fáanleg er, og það er senni- lega rétt. Vatnið í Reykjavík hefir að vísu verið lítið nú síðustu árin, en það er betra nú en í flestum öðrum bæjum, þó leitað sé víða um lönd. En nú verður því ekki lengur að heilsa, þegar búið verður að blanda það með skólpinu úr Elliðaánum. Og þó að borgar- stjórinn ætli nú að kaupa skólpsíu, sem kostar 150 þús. kr., getur hann sjálfsagt ekki talið neinum manni trú um, að vatnið verði jafngott og áður. En nýja bragðið á vatninu í Reykjavík, kemur væntan- lega ýmsum til að skilja það, að það borgar sig ekki að hafa bæjarstjórn, sem er bæði íhaldssöm, óframsýn og kæru- laus, en sparar eyrinn til að kasta krónunni. fremur að stjórninni verði skift niður í stjórnardeildir, svipað því sem er í Frakklandi, til hægðarauka við stjórnar- störfin. Þýzku kosningunum, og öll- um atburðum í sambandi við þær hefir verið fylgt af mik- illi athygli í Austurriki. Búast sumir við, að kosningaúrslitin kunni að leiða til þess, að Nati- onal-Socialistar í Austurríki geri byltingartilraun. Ekki bar til neinna tíðinda þar í gær á 15 ára afmæli Austurríska lýð- veldisins, enda er landið enn í hernaðarástandi. í frönskum blöðum er mikið rætt um kosningarnar í Þýzka- landi, og því almennt haldið fram, að þær hafi farið fram með þeim hætti, að andstæð- ingar stjórnarinnar hafi haft mjög takmarkaða aðstöðu til þess að láta kenna á afli sínu. Viðurkenna þau að vísu, að Ilitler mundi samt sem áður hafa fengið meirahluta, en ekki eins mikinn og raun varð á. Eitt blað kemst svo að orði, að kosningarnar hafi ekki verið annað en duglega. framin sjónhverfing. í Genf virðast menn líta svo á, að þýzka stjórnin muni að afstöðnum kosningunum, verða samningafúsari, og að þessi kosningaúrslit kunni að greiða fyrir samningunum um afvopn unarmálið. Mussolini hefir látið þess getið, að Ítalía geti ekki orðið aðili að neirium afvopnunar- samningi, sem Þýzkaland taki ekki þátt í. Frá Afghanistan Berlín kl. 11,45 13/11 FÚ. Nánari fregnir hafa nú bor- izt af morðinu á Nadir Shah í Kabul, og átti morðið sér stað meðan konungurinn var að út- býta verðlaunum til stúdenta, í höll sinni. Morðinginn heitir Guhli Nassi, og er gamall þjónn konungsins. Komið hefir í ljós við yfirheyrslur, að hann hefir lengi lagt hatur á hús- bónda sinn; hann skaut á hann þremur skotum og dó kon’ung- ur samstundis. Stúdentaf,' sem viðstaddir voru, ætluðu að taka morðingjánn af lífi án dóms og laga, en það tókst að vernda hann fyrir heift þeirra. Nú ríkir ró og spekt í landinu, og rnenn hafa svarið hinum nýja konungi hollustu. WuWmm^sW‘'^ Borg'ið ekki iyrir va,nskilamennina! Verzlun mín hefir í meira en áratug selt eingöngu gegn peningagreiðslu út í hönd. Þar af leiðandi sel- ur hún alltaf allra verzlana ódýrast. É Hveiti bezta tej Hrísgrjón.. Haframjöl. Kartöflumjöl Hrfsmjöl.. Sagogrjón. Molasykur Strausvkur Sýnishorn: 0,18 1/2 0,18 — 0,20 — 0,25 — 0,25 — 0,35 — 0,28 — Kaffipakkinn .. .. 90 aura — Export (L. D.) 65 aura stk. — Persil.......60 aura pk. Flik Flak .. .. 55 aura pk. Rinso. "......50 aura pk. — Gold Dust .. .. 35 aura pk. — Sólskinssápa 4 I - < < < Olafur Gntnnlaugsson „ 0,23-------- 175 aura pk. k Ránargata 15. Sími 3932. aÉ Þýzku kosningarnar og afleiðingar þeirra. London kl. 17 13/11. FÚ. i I I þýzku kosningunum höfðu 45 milljónir manna kosningar- j í'étt, og'< greiddu 95 af hundr- j, aði af þeir atkvæði. Þrjátíu og 1 níu og hálf milljón atkvæðanna j féll á lista nazista, og verður því tala þingmanna, semkvæmt atkvæðatölunni, 660. Yfir 314 milljón atkvæðaseðla voru ó- gildir. 1 þjóðaratkvæðinu um úr- sögn Þýzkalands úr Þjóða- bandalaginu, varð tala greiddra atkvæða nokkru hærri. Tvær milljónir atkvæða voru á móti úrsögninni, en miklu færri seðlar voru ógildir í þeirri at- kvæðagreiðslu. Hitler gaf út ávarp í dag, þar sem hann þakkar þýzku þjóðinni fyrir stuðning hennar, og kemst svo að orði, að með atkvæðagreiðslunni hafi hún fært sönnur á friðarhug sinn, sómatilfinningu og viljann til þess að krefjast jafnréttis við aðrar þjóðir. Almennt er talið líklegt, að af kosningum þessum leiði ýmsar breytingar í stjórnmál- um Þýzkalands. Meðal annars þykir sennilegt að pólitískúm áróðri gegn um útvarpið kunni nú að linna, og að eitthvað verði látið laust af pólitískum föngum. Líklegt þykir einnig, að af þessum kosningum leiði breytingar á stj órnskipulagi ríkisins, svo að sjálfstæði sambandsríkjanna verði af- numið, en landið sett undir eina aðalstjórn í Berlín. Enn- * jgrésmtöja * KRISTINS Á. GUÐMUNDSSONAR Frakkastíg 10 — Reykjavík Srníðar glugga, hurðir, eldhúsinnréttingar o. fl. Enn- fremur allskonar húsgögn. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Ódýrt. Munið Trósmiðjuna Frakkastíg 10. — Sírni 4378. Kvörtunum um rottuéang í húsum er veitt viðtaka í skrifstofu minni, Vega- mótastíg 4, dagana frá 13.—18. þ. m. kl. 10—12 og 2—7. Sími 3210. Munið að kvarta sem fyrst. ; - Heilbriéðisfulltrúinn

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.