Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Qupperneq 3
N Ý J A
ÐAGBLA9I9
3
NtJA DAGBLABIÐ
Útgefandi: „Blaðaútgéfan h/f“
Bitstjóri: ,
Dr. phll. þórkell Jóliannesson.
Bitstjórnarskrifstofur:
Laugav. 10. Simar: 4373 og 2353.
Afgr. og augiýsingaskrifstofa:
Austurstræti 12. Simi 2323.
Framkv.stjóri.
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Tyrkneska lýðveldið
10 ára.
29. okt. voru 10 ár liðin frá
því, að hin nýju stjórnai’lög-
Tyrkjaveldis gengu í gildi.
Samkvæmt þeim stjórnarlög-
um telst Tyrkland lýðveldi, en
forsetinn, Mustafa Kemal,
stýrir landinu sem einvaldur.
Hann bjargaði leyfum tyrk-
neska ríkisins eftir ófriðinn
mikla, rak Grikki úr Litlu-
Asíu eftir harða styrjöld upp
á líf og dauða tyrknesks ríkis
og Tyrkja sem þjóðar. Síðan
er álit hans og vald með þjóð-
inni svo mikið, að hún lýtur
boði hans og banni. Hann hef-
ir skapað hinu nýja Tyrkja-
veldi virðingu út á við, hann
hefir skapað því nýja höfuð-
borg inni á hásléttu Litluasíu,
inni í hjarta landsins, hann er
að umskapa þjóðina til þess að
vera Evrópuþjóð að allri
menningu. Atvinnuvegirnir eru
að fá nýtt snið, samgöngumar
örvast, skólar rísa, fólkið býr
sig nýjum búningi, hús eru
reist í nýjum stíl, stíl hinnar
nýjustu tízku.
En um leið og Mustafa
Kemal lætur þjóð sína snúa
baki við aldafomri menningu,
treystir hann hana við rótina
þjóðernislega. Milli Tyrklands
og nágrannaríkjanna fara fram
miklir og eftirtektaverðir fólks-
flutningar. Grísku kaupmenn-
irnir, sem áður áttu sér aðset-
ur um alla strönd Litluasíu,
hafa orðið að hypja sig þaðan,
aftur hafa tyrkneskir bændur
úr Þrakíu og Makedóníu flutt
austur í Tyrkjalönd. Þvílíkir
fólksflutningar hafa orðið milli
Tyrklands og allra nágranna-
landanna. Innan Tyrklands
hins nýja á að verða ein þjóð,
ein menning og ein trú. 1 stað
þess að Tyrkland var áður
stórt ríki og veikt, er það nú
að vísu ekki mjög stórt, en
furðusterkt.
Ef nokkurt einveldi á rétt á
sér, þá er það einveldi Mustafa
Kemals. Þjóð hans er enn ekki
lýðræðinu vaxin. en að því
marki er stefnt, að svo megi
verða á stuttum tíma og öll
formin til, hvenær sem þjóðin
er fær um að fylla þau út.
íbúar Tyrkjaveldis eru um
15 millj., hraust, óspillt bænda-
þjóð, sem hefir verið haldið
niðri í fáfræði og kunnáttu-
leysi, en er úr góðu efni gerð.
Landið er álíka stórt og Frakk-
land og Þýzkaland til saman
og landkostir ágætir, ef kunn-
áttan er til að nytja þá.
Þrotabú eða
Greiðslujöfnuður
við útlönd.
Nú er bráðum ljóst orðið,
hvernig greiðslujöfnuður við
útlönd verður á þessu ári. 1
lok septembermánaðar nam
verð útfluttrar vöru tæplega
321/}, milj. króna, en innfluttr-
ar vöru rúml. 33 þt milj. kr.
Enn eru ekki komnar skýrslur
um verðmæti innfluttu vörunn-
ar í októbermánuði, en verð
útfluttrar vöru telur gengis-
nefnd 6,9 milj., eða lítið eitt
meira en verð útfluttrar vöru í
sama mánuði síðastliðið ár (þá
6,4 milj.). Eru það svipuð hlut-
föll og milli áranna í heild,
því að verðmæti útfluttrar
vöru er allmiklu meira en í
fyrra. Birgðir af óseldri fram-
leiðsluvöru landsins voru álíka
miklar í októberlok og um
sama leyti í fyrra.
Eftir því sem nú horfir, er
varla unnt að gera sér bjartari
vonir um verzlunarjöfnuðinn
en að verðmæti útfluttrar vöru
og innfluttrar standist á, og í
bezta falli verður verðmæti út-
fluttu vörunnar lítið eitt meira.
Ef við viljum svo gera upp
greiðslujöfnuðinn við útlönd,
bætast „duldu greiðslurnar“
við á þenna i’eikning. En duld-
ar gi'eiðslur eru kallaðar vaxta-
greiðsla á skuldum við útlönd,
fjáreyðsla Islendinga, er dvelja
erlendis og útlendra ferða-
manna hér á landi o. fl. Hall-
inn á duldu greiðslunum hefir
verið um og yfir 6 milj. króna
hin síðari ár.
Það má því búast við, að
greiðsluhallinn við útlöndverði
á þessu ári 4—6 millj. króna
að minnsta kosti.
Skuldir þjóðai’innar við út-
lönd komast þá upp í 82—85
miljónir króna við árslokin.
Og haldi þjóðin áfram í því
horfinu líða ekki mörg ár,
þangað til hún verður sett
undir eftirlit erlendra fjár-
málamanna. Og þá er lokið
sjálfstæðinu okkar.
Antæöur til ófarn-
aðarina.
Svo rnikið hefir verið um
kreppu talað á þessu ári, að
ætla mætti, að ástæðan til
ófarnaðarins væri illt árferði.
Svo er þó ekki. Þegar á heild-
ina er litið, er árið góðæri.
Landbúnaðurinn á að vísu erf-
itt, en verð landbúnaðarvör-
; unnar er stórum hækkandi frá
1 fyrra ári. Og afli er frábær
og fiskmarkaðurinn fremur
góður. Verðmæti útfluttu vör
unnar er mjög mikið hlutfalls-
lega, við það sem nú gerizt
á þessum tímum í milliríkja-
verzlun.
Þaö er innflutn-
ingurinn, sem hefir
gengið úr hófi
í fyrra gerði þjóðin allmikið
átak, til að takmarka innflutt-
an varning. Þrátt fyrir lágt
verð á íslenzkum afurðum á
útlendum markaði, sýndi yerzl-
viðrótting.
unarjöfnuðurinn 9—10 milj.
króna hag út á við og hagur
á greiðslujöfnuði hefir að lík-
indum verið um 3 miljónir
króna. Þó skorti enga hauð-
synjavöru í landinu, en birgðir
munu allmjög hafa þorrið af
miður nauðsynlegum erlendum
varningi.
Það er innflutn-
ingur á slíkum
varningi í ár, sem
ræður úrslitum um
hve hörmulegur
greiðslujötnuður-
inn verður.
Sá innflutningur verður að
vísu björg í búi nokkurs hluta
einnar stéttar, verzlunarstétt-
arinnar. En sú björg er í
reyndinni tekin af öllum hin-
um landslýðnum.
Það er þessi hluti verzlunar-
stétarinnar, sem lifir á kostn-
að allrar þjóðarinnar, sem nú
stendur bak við kröfuna um
afnám takmarkananna á inn-
flutningi á óþörfum varningi.
Það er þessi hluti verzlunar-
stéttarinnar, sem mestu ræður*
um pólitík „Sjálfstæðis“-flokks-
ins. Það er þessi hluti verzlun-
arstéttarinnar, sem hatar ;
Framsóknarflokkinn af öllu
hjarta, stendur á bak við aug-
lýsingastríðið gegn Nýja dag- j
blaðinu, og aðrar „ósjálfráðar !
hreifingar“ Sjálfstæðisflokks .
ins.
Ur ógöngunum.
Bjargráð þjóðarinnar hlýtur
að vera fólgið 1 tvennu — og
það getur ekki verið í öðru
fólgið:
1. Að íslenzka ríkið hafi
fullkomlega vald' á utanríkis-
verzluninni og beiti því valdi
skilyrðislaust með það fyrir
augum, að fá hagstæðan
greiðslujöfnuð við útlönd.
2. Að framleiðsla þjóðarinn-
ar og iðnaður verði efld og
tryggð af alefli.
Um fyrra atriðið skal það
tekið fram, að þar er unnt að
ná viðunandi árangri með- inn-
flutningshömlum og valdi yfir
gjaldeyrisverzluninni. En það’
er vonlaust, að sá árangur ná-
ist, meðan Sjálfstæðisflokkur-
inn, sem verzlunarstéttin ræð-
ur yfir, á hlutdeild í stjórn
þeirra mála. Það hefir komið
glögglega í ljós á þessu ári.
| Það skal ennfremur tekið
: fram, að reynist ekki unnt að
ná þessum árangri gegnum
gjaldeyrisverzlunina, verður að
taka til annara róttækari ráða,
þeirra að ríkið taki alla utan-
ríkisverzlunina í sínar hendur.
Um síðara atriðið skal að
þessu sinni aðeins það tekið
fram, að með auknum iðnaði í
landinu má fá fjölmörgum
þeim þörfum fullnægt, sem nú
er fullnægt með verzluninni
við útlönd.
Aukinn iðnaður í landinu er
því bæði „atvinnubætur“ og
raunverulegt sjálfstæðismál.
A.
Undirróðri nazista
hnekkt.
Normandie kl. 0,10 14/11. FÚ.
Innanríkisráðherra Banda-
ríkjanna hefir lagt fyrir stjórn-
ina tillögur í þá átt, að
stemma stigu fyrir nazisma í
Bandaríkj unum. Ekki er sagt í
hverju þær séu fólgnar, en það
fylgir fréttinni, að talsvert
hafi borið á undirróðursstarf-
semi nazista í 14 ríkjum.
Styrjöld í Síam.
Normandie kl. 0,10 14/11. FÚ.
t Síam eru áframhaldandi
óeirðir, þótt svo virtist á tíma-
bili, sem þeim væri lokið. Land-
ið er í hernaðarástandi, og
eftirlit hefir á ný verið sett
með fréttum sem sendar eru
út úr landinu. Það er tilkynnt,
að í fyrri óeirðunum hafi tjón
það er hlauzt af spellvirkjum
appreistarmanna numið einni
milljón sterlingspunda. — FÚ.
Sumarið 1932 var uppreist á
Síam, en henni lauk án blóðs-
úthellinga þannig, að konung-
yrinn Prajadhipok gekk að
kröfum uppreistarmanna, er
þótti hann heldur nýjunga-
gj arn.
Eg bið að heilsa
Mbl. segir svo frá „Kynn-
ingarkvöldi Heimdallar“:
„Næstur talaði Kári Sigur-
jónsson alþm. Lýsti hann A
ræðu sinni þeim þröngsýnis-
anda, sem hvíldi yfir sýslung-
um sínum mörgum og hvílík
viðbrigði það væri fyrir hann
að koma þangað, sem meiri
víðsýni og frjálslyndi ríkti“.
-----Nú andar suðrið sæla
vindum þíðum.
Atvinna.
Maður sern cr þaulæfður
í allskonar búðar.störfum,
hefir verið 5 ár sölumaður
úti á landi og í Reykjavík,
einnig alvanur öllum skrif-
stofustörfum. óskar eftii'
þesskonar atvinnu núþegar.
Tilboð sendist á afgreiðslu
Nýja dagblaðsins, merkt:
Atvinna.
Ath.
(Bragða ekki áfengi).
Hrossakjöt
nýtt í heilum skrokkum eða
pörtum, viljum við selja beint
til neytenda. Sömuleiðis reykt
sauðakjöt. Tökum við pöntun-
um í síma á Rauðalæk.
KAUPFÉLAG RANGÆINGA.
Nýjustu
bækurnar
frá Bókadeild
Menningarsjóðs:
Hákarlalegur
og hákarlamenn,
oftir Thoódór Friðríksson Með
mörgum mynduin. þessi • bók
\orður áreiðanlega mikið lesin,
okki sízt af s.jóinannastéttimii,
enda er liún mjög skemmtileg
aflestrár. Verð aðeins 4 kr.
Gallastríð
(Bellum Gallicum)
oftir Cajus Jul. Caesar; í þýð-
ingu eftir Pál Sveinsson. Marg-
ir þeirra, sem hafa lesið kalla
úr Gallastríðinu i skóla, munu
nú vilja kynnast hinni ágætu
þýðingu Páls Sveinssonar á
þessari merlcu liók, og lesa
hana í einni lieild. Bókin er
ódýr, einar 10 kr.
Land og lýður
pftir Jón Sigurðsson frá Yzta-
felli. Skemmtileg íslandslýsing,
einskonar ferðasaga um alll
landiö, prýdd mörgum mynd-
um af ísl. landslagi. Verð 8 kr.
Alþjóðamál
og málleysur
eítir þórbcrg þórðarson. Verð-
ur Esporantó alþjóðamál með
tímanum? Hvað líður útbreiðslu
þoss? Hvernig er þetta mál?
þórbergur svarar þessum
spurningum í bólunni. þeir,
sem vilja kynna sér Esperantó-
lireyfinguna fó okki betri bók.
Verð 0 kr. ób
Ofangreindar bækur fást hjá
bóksölum um land allt.
Aðalútsala hjá:
IS-HHIIKR
Austurstræti 1. Sími 2726.
Il Esji
fer héðan vestur og norður
um land laugard. 18. þ. m.
kl. 8 síðdegis. Tekið á móti
vörum á morgun og fram
til hádegis á föstudag.
Skipaútgerð
Ríkisins.
| Reykvíkingar!
i Þið, sem eigið frændur og
vini úti um sveitir og kaup-
tún landsins, sendið þeim Nýja
, dagbláðið. Fátt verður vinum
i ykkar í fjarlægð jafnkærkomið
1 í skammdeginu.
Spönsk ilmvötri
Höfum fengið sendingu af ilmvötnum frá
firmanu Myrurgia á Spáni. — Aðeins selt
verzlunum, rökurum og hárgreiðslustofum.
r
Áfengisverzlun ríkísíns