Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 17.11.1933, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 17.11.1933, Qupperneq 2
i N Ý J A DÁ GBLA9XB Frá Alþingi í gær. Yantraustið í sameinuðu þingi Stjórnarskráin 1 efri deild. Kosningalögin í neðri deild. Fundur í sameinuðu þingi var boðaður kl. 10 mín. fyrir eitt e. h. Fundarefnið var að- eins það, að ákveða um eina þingsályktunartillögu „hvernig ræða skuli“. Það var tillaga Alþýðuflokksins um að lýsa vantrausti á dómsmálaráð- herra. Þeirri afgreiðslu, sem hér var um að ræða, er venjulega lokið á nokkrum augnablikum. Forseti stingur upp á einni eða tveimur umræðum um tillög- una, eftir atvikum, og upp- ástunga hans er samþykkt án atkvæðagreiðslu. En nú fór öðruvísi. Þegar forseti þings- ins, Jón Baldvinsson, var kom- inn út í miðja setningu: Ég legg til, að um tillöguna verði höfð — — —, barði Magnús Jónsson í borðið. Hann fékk orðið og heimtaði, að gengið yrði til atkvæða um, hvort til- lagan skyldi yfirleitt nokkuð rædd. Sagðist hann hafa séð það í blöðum, að stjómin væri búin að biðjast lausnar og þá væri umræður um tillöguna „skrípaleikur". Þegar þetta gerðist, var enginn ráðherranna mættur í fundarsalnum. Bað Héðinn Valdimarsson um orðið og kvaðst ekki vita til þess, að nein tilkynning hefði borizt til Alþingis um, að stjómin væri búin að segja af sér. Forseti kvað það rétt vera, að sér hefði engin tilkynning um þetta borizt frá stjóminni. En í þessu komu tveir af ráðherrunum á fundinn, þeir Magnús Guðmundsson og Þor- steinn Briem. Staðfesti þá M. G. að fregnin um afsögn stjórnarinar væri rétt, og var þá málið tekið út af dagskrá og dagskráin þar með tæmd. Að þessum fundi loknum, hófust fundir í báðum deild- um. í efri deild stóð fundur stutta stund, og voru 4 mál á dagskrá, þ. á m. Stjómarskrá- in til 1. umræðu. í neðri deild voru 10 mál á dagskrá. Var fyrst ákveðið um þrjár þál. till. „hvemig ræða skuíi“, en þvínæst voru kosn- ingalögin tekin til 2. umr. Stjórnarskrárnefnd hefir orðið sammála um 46 breytingartil- lögur við frv. og gerðu þeir Eysteinn Jónsson og Thor Thors grein fyrir þeim af hálfu nefndarinnar. Stóðu ræð- ur þessara tveggja framsögu- manna nokkuð á aðra klukku- stund samtals, en enginn tók til máls á eftir þeim, og voru allar brtt. nefndarinnar sam- þykktar, en aðrar brtt. lágu ekki fyrir. En í nefndinni eru nokkuð skiptar skoðanir um sum atriði, og var sam- komulag um, að iáta þann ágreining bíða 3. umræðu. Hér skulu nefndar nokkrar breytingar, sem gerðar voru á frumvarpinu í gær: Með framboðslista 1 Reykja- vík skulu vera fæst 100 mest 200 meðmælendur (i frv. 50 og 100). Ef ílokkur ber ekki fram sér- stakan landlista, skulu fram- bjóðendur hans í kjördæmun- um taldir hafa verið á land- lista í þeirri röð er fer eftir atkvæðatölu hvers þeirra hlut- fallslega við atkvæðatölu ann- ara frambjóðenda í sama kjördæmi (í frumv. var miðað við atkvæðatölu, ekki hlutfalls- lega). í kaupstöðum skal setja kjörfund kl. 10 árdegis, annar- staðar kl. 12 (í frv. 12—1, nema í Reykjavík kl. 10). Ritblý við kosningar skulu vera „venjuleg, dökk“ (ekki tekið fram í frv.). Aðstoð má veita kjósanda, ,sakir sjónleysis eða þess, að honum sé höndin ónothæf“ (í frv. stóð ,,handarvana“). Oddviti kjörstjórnar sé ekki skyldur til að taka sjálfur at- kvæðamiðana úr kjörkassanum einn og einn. En til þess er hann skyldur í gildandi lögum, þótt ekki sé svo „praktiserað“. Um gildi kjörseðla skal kjör- stjóm úrskurða þegar í stað, en ekki geyma unz talningu er. lokið. Þó að írambjóðandi flokka fjölgi við sig atkvæðum við uppkosningar (ef kosning er ógilt af Alþingi) miðast upp- bót flokksins aldrei við hærri atkvæðatölu en honum var reiknuð eftir aðalkosninguna. Flokkur, sem við aðalkosning- una hefir ekki náð þingsæti í kjördæmi, en nær því við upp- kosningar, fær ekki við það rétt til uppbótarþingsætis. Sektir fyrir brot gegn ákvæðum laganna eru nokkuð lækkaðar í breytingatillögu nendarinnar. Ný áfengislög- gjöf. Pétur Magnússon og Magn- ús Jónsson flytja frv. um „rýmkun undanþágu frá áfeng- islöggjöfinni. Frv. hljóðar svo: „1. gr. Undanþága sú frá lögum um aðflutningsbann á áfengi, er um ræðir í lögum nr. 3 4. apríl 1923, sbr. 45. gr. áfengislaga, skal frá 1. jan. 1934 ná tfl allra tegunda áfengra drykkja, án tillits til styrkleika þeirra. 2. gr. Þær reglur, er settar hafa verið til varnar misbrúk- un við sölu og veitingu vína, ná með sömu verkunum til þeirra tegunda áfengis, sem eftirleiðis verða fluttar inn samkv. heimild laga þessara. Ef ástæða þykir til, getur dómsmálaráðuneytið o g sett sérreglur um meðferð þeirra drykkja, sem meiri vínandi er í en 21% að rúmmáli, og má. í reglugerð setja ákvæði um refsingar fyrir brot á henni. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð segir svo: „Á síðasta Alþingi var ríkisstjóm- inni með þingsályktun falið að láta fara fram þj óðaratkvæði um það, „hvort afnema skuli bann það gegn innflutningi á- fengra drykkja, er felst í gild- andi áfengislöggjöf". Atkvæða- greiðslan fór fram 1. dag vetr- ar, hinn 21. f. m., og eru úrslit hennar nú kunn orðin. Urðu 1 þau á þann veg, að 15884 atkv. [ voru greidd með afnámi, en 11624 á móti, og er þannig ! Framh. á 8. síðu. QSóf’memitit - íþróttir - íiötxr Nýjar bækur. Isak Jónsson: Hljóð- myndir. Hjálpartæki | við móðurmálskennslu. ísak Jónsson er tvímælalaust meðal áhugasömustu og dug- legustu kennara hér í bæ. En hann hefir orðið að hafa sinn einkaskóla, af því að hann vill fara sínar leiðir. Líklega hefir mest verið tekið eftir vorskól- anum hans, bæði af því, að iiann hefur bætt úr brýnni nauðsyn, og hann hefir verið mikið auglýstur. Þessar hljóðmynctir, sem hér er um að ræða, eru ein af nýj- ungum Isaks við kennslu. Þær eru gerðar til þess að sýna | hljóðmyndun í íslenzku máli, [ sýna það hvernig hljóðin j myndast í munninum. Reyndar á ég erfitt með að trúa því, að auðvelt sé að gera börnum þær skiljanlegar, svo að þeim verði gagn að með að laga eig- | in talanda. En sá veit gerst, ' sem reynir. Og ísak telur góð- | an árangur- af sinni reynslu. Annars gæti ég trúað, að þessar myndir yrðu ekki síður kæi-konmai' unglingakennuruin en barnakennurum. Það er furðu erfitt að gera ungling- um grein íyrir jafn einföldu ; máli og því, hver er munur samhljóða og sérhljóða, með- fram vegna þess, að þeir blanda alltaf saman heiti samhjóðand- | ans (stafsins) og samhljóðinu, | sem hann á að tákna. Jafnvel eftir það, að endurtekin æfing hefir farið fram um að láta þá mynda hljóðin og gera sér grein fyrir myndun þeirra um leið, brestur oft á, að þeir hafi skilið svo, að nokkurt gagn geti að orðið. En mál- fræði verður seint lærð af skilningi, ef þetta undirstöðu- atriði hljóðfræðinnar, hvemig hljóðin myndast í munninum, er ekki skilið til hlítar. Myndii- ísaks ættu að geta hjálpað til þess skilnings. Menn skilja oftast betur það, sem þeir sjá, helddr en hitt, sem þeir finna og heyra. A. Parcival, síðasti muat- erisriddarinn, I. bindl, 331 blaðsíða. Bók þessa hefir bókaútgáfan Norðri á Akureyri gefið út, en séra Friðrik Rafnar þýtt. Höf- undurinn var Þjóðverji, fædd- ur fyrir rúmum 100 árum, Brachvogél að nafni. Um hann segir þýð. í formála bókarinn- ar: „Það sem sérstaklega ein- kennir Brachvogel sem rithöf- und er barnaleg einfeldni, sam- fara bjargföstu trausti og trú á eilífum kærleika og vizku, sem öllu standi að baki, hvem- ig sem lífið virðist“. Einkenh- andi fyrir þýðinguna: „óttinn við pestina verður fyrst og fremst vemd fyrir þetta hús“. Kápan er falleg. Meistaratign í hnetaleik Líklega er engin líkamsíþrótt , öllu tröllslegri og grófari en [ hnefaleikur. En þó er fáum . íþróttum meiri athygli veitt ; af fjöldanum erlendis. Alltaf i þykir það mjög miklu varða, í hver er heimsmeistari í list- [ inni, og safnast þangað múgur I og margmenni, sem þeir meist- arar sýna listir sínar. Sá, sem nú er meistari í þyngsta flokki, heitir Camera, og er ítali, jötunmenni að burðum, er unnið hefir tign sína með því að slá andstæð- inga sína í rot með höfuðhögg- um. Nýlega varð hann þó að verja tign sína fyrir Spán- verja, sem var svo harður í skallann, að hann varð ekki rotaður, en ítalinn gekk frá leiknum íneð lamaða hönd. Þó var honum dæmdur leikurinn, því að alltaf hafði á hinn hall- að, allt að lokum, en í síðus\u lotunum tókst Italanum að verja sig, svo að hann gat vell- inum haldið, þrátt fyrir það, þó að hægrí höndin væri löm- uð. 30. f. m. vann Ameríkumað- ur, Vince Dundee heimsmeist- aranafnbótina í mið-þyngdar- flokki. Aður hafði nafnbótina Lon Bronillard, en Dundee þótti hafa þvílíka yfirburði í bardaganum, að honum var sig- urinn dæmdur, og hafði þó andstæðingurinn aldrei verið „sleginn út“. En sumum þykir, að Amer- íkumenn séu stundum full- fljótir á sér að úrskurða um meistaratign í hnefaleik, og svo muni ef til vill enn hafa verið að þessu sinni. Þeir muni hafa gleymt því í hrifn- ingunni yfir þessum nýja meistara, að til er maður hinu megin Atlantshafsins, sem nokkurn rétt muni á þeirri tign eiga. Hann er Frakki og heitir Marcel Thil. Fyrir tveimur árum dæmdu Ameríkumenn svertingjanum Gorilla Jones, meistaratignina í þessum þyngdarflokki. En þá var því til leiðar komið, að þessi meistari, með því trölls- lega nafni var kallaður til París til að berjast við Marcel Thil. Gorillan tók áskoruninni digurbarkalega og lét mikið yf- ir, að Frakkinn skyldi fá fyrir ferðina og oflætið. En bardaginn fór á allt aðra lund en svertinginn lofaði lönd- um sínum vestra. Frakkinn barði hann eins og harðfisk, þangað til hann varð mjúkur eins og lunga. Og þegar hann kom vestur úrskurðaði hnefa- leikafélag Ameríkumanna, The National Boxing Association, að þetta væri allt misskilning- ur með Gorilla Jones, og að annar maður væri heimsmeist- ari hnefaleikamanna. Marcel Thil nennti þá ekki að sækja meistaratign sína til Ameríku. Nú er eftir að vita, hvort hann býður þessum nýja meist- ara heim.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.