Nýja dagblaðið - 17.11.1933, Síða 3

Nýja dagblaðið - 17.11.1933, Síða 3
!t Ý J A D AGBLA9I9 3 NÝJA DAGHLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h/f“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jólmnnesson. Ritstjórnarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriítagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Óreiða Fyrir tæpum 25 árum gerð- ust þau tíðindi hér í Reykja- vík, að gæzlustjórn Lands- bankans var vikið frá fyrir- varalaust og bankastjórinn Tryggvi Gunnarsson settur frá um stundarsakir. Nefnd var skipuð til þess að rannsaka hag bankans og mikið veður af þvi gert, að ýms af lánum hans væri miður tryggð en skyldi. Rannsóknin var víst í strangasta lagi og niðurstaða hennar var sú, að um 400 þús. kr. í sjálfskuldarábyrgðum og víxlum væri ekki fulltryggt, jafnvel vonlaust um greiðslu. Þess er hér að gæta, að bank- inn hafði, er hér var komið, starfað nærri aldarfjórðung, undir stjórn sama manns, Tryggva Gunnarssonar, frá því hann byrjaði fyrst 1886, og mjög litlu eða sem engu tapað á lánum sínum allan þaxm tíma. Nú kom bankarannsókn- in eins og þruma úr heiðskýru lofti. Og á því herrans ári 1909 þótti hér koma í ljós svo megn óreiða, að ekki hlýddi annað en setja nýja stjórn yfir bank- ann. Þess er rétt að geta, að það var þegar dregið í efa, að tap bankans væri nokkuð nærri 400 þús. kr., enda mun sú upp- hæð hvergi nærri hafa tapazt öll, kannske ekki nema sárlít- ill hluti af henni. Tuttugu árum síðar en þetta gerðist varð mikið þjark um það á Alþingi hvort Islands- banki skyldi gerður upp eða ekki, eftir að hafa tapað um 25 millj. kr. Heill stjómmála- flokkur gerði það þá að sínu máli, að sú bankastjóm, sem bar eigi lítinn hluta af ábyrgð þessarar fjárstjómar, fengi að halda áfram rekstri banka- stofnunarinnar upp á ábyrgð ríkisins. Að vísu lánaðist að koma í veg fyrir það. En exm hefir ekki fengizt réttaxrann- sókn í þessu afskaplega fjár- sukksmáli og fæst sennilega aldrei. Jafnframt þessu hefir Lands- bankinn orðið að afskrifa og gefa eftir af sínu lánafé alls um 12 millj. króna og þykir varla umtalsvert. Þetta hefir viðhorfið breyzt síðan 1909. En á því leikur enginn efi, að mest þessi fjár- málaói-eiða hefir síazt gegnum óheilbi’igða lánastarfsemi bank- anna og sjúkan atvinnu- og verzlunarx-ekstur manna, er urðu þessara lána aðnjótandi. Með eftirgjöfum lána og svik- samlegum gjaldþrotum hefir viðskiptasiðferði þjóðarinnar stórlega spillzt. Frá Alþingi í gær. Framh. af 2. síðu. 4260 atkv. meiri liluti með af- náminu. — — 1 þessu máli hefir þjóðai’- viljinn komið alveg skýrt fi’am, og telja flutningsmenn þessa frv. skylt að hlíta honum þeg- ar í stað. Um efni frv. þarf ekki að fjölyrða. Það miðar að því að nema úr gildi bann það, sem á- fengislöggjöfin leggur við iim- tlutningi vissra tegunda á- fengra drykkja. — Hinsvegar er ætlazt til, að allar þær hömlur, sem lagðar hafa verið á innflutning, sölu og veitingu hinna svokölluðu „léttu“ vína, gildi og uin hina stei’kari di’ykki. Flm. frv. er fullljóst, að nú- gildandi áfengislöggjöf er á ýmsan hátt gölluð og þarf því endiu’skoðunar við. Munu þeir síðar á þessu þingí bera fram tillögur um, að hafizt y verði banda um þá endurskoðun.“ — Breyting á ábúð- arlögum. Eysteinn Jónsson flytur frv. um svohljóðandi breyting á á- búðarlögum frá síðasta þingi: Aftan við 1. málsgr. 9. gr. laganna bætist: Þetta á þó ekki við um jarðir banka og annara lánsstofnana, enda þótt þær séu til sölu. í gi’einai’gerð segir svo: „Al- menna reglan í ábúðarlögunum er sú, að jarðir skuli byggðar til lífstíðar. 1 9. gr. laganna er þó allvíðtæk undantekning frá þessu. Verður eigi annað séð en að samkv. henni sé m. Frá bæjarstjórnarfundi Framh. af 1. síðu. í sambandi við það var bent á, að eignir bæjarins væru á efnahagsreikningi víða metnar algerlega út í hött og færðar með sama verði ár eftir ár, án þess, að tekið væri tillit til fyrningar, og þannig gefnar villandi hugmyndir um efna- hag bæjarins. Þessar færslur á efnahags- reikningi voru m. a. nefndar: Götur 1 milj. 275 þús. Pólarnir 150 þús. (fasteigna- mat i’úml. 94 þús.). Réttur bæjarins til erfða- festulanda 600 þús. kr. Vatnsréttindi í Soginu hjá Bíldsfelli 30 þús. kr. Þvottalaugamar 166 þús. íþróttavölluxinn 56 þús. Heybirgðir bæjarins 6 þús. (sama ár eftir ár!) o. fl. Arðbærum og óarðbærum eignum blandað saman og fæi’ðar upp og ofan með kostnaðar- eða kaupverði. Þá var og vakin athygli á því, að skuldir bæjarsjóðs hefðu á árinu 1932 aukizt um 425 þús. kr. eða 15%. Borgarstjóri viðurkenndi, að reikningsfærslunni væxi í ýmsu ábótavant, en það væri þeirra sök, sem stjómað hefðu á undan sér, en Pétur Halldórs- son sagði, að breytingar á reikningsfæralunni væru dýrar a. lánsstofnunum heimilt að leigja jarðir sínar til skamms tíma. Svo sem kunnugt er, hefir verið allmikið að gert af hálfu Alþingis til þess að létta skuldabyrði bænda og gera þeim kleift að búa áfram á jörðum sínum þrátt fyrir verð- fall afui’ða þeixra. Hinsvegar er það og vitað, að jafnframt því, að byi-jað er að fram- kvæma ráðstafanir Alþingis til stoðar bændimum, hefir að sumum þeiri-a verið gengið af lánsstofnunum og jarðir af þeim teknar upp í skuldir. A. m. k. sumar lánsstofnanir hafa haft þá reglu, að leigja jarðir, sem þær taka upp í skuldir, til I 1 árs í senn, vegna þess að j jarðirnar eru haíðar á boðstól- ! um. Oft er það að vísu svo, að ! þeir, sem jarðirnar eru teknar af, fá þær leigðar. En öllum hlýtur að vera ljóst, að með þeirn ábúðai’skilmálum, sem á heíir vei’ið drepið, er öryggi þessara manna lítið, og auk þess eru þessir ábúðarskilmál- ar jörðunum sjálfum skaðleg- ir. Sýnist ekki úr vegi, að lánsstofnanirnar séu skyldaðar til að leigja jarðir sínar eftir almennri reglu ábúðarlaganna. Verður að gera ráð fyrir því, að þeir, sem átt hafa jarðira- ar, sitji fyrir ábúðinni“. Sundhöllin í Reykjavík. Jónas Jónsson flytur þáltill. um að ríkið leggi fram áður ákveðnar 100 þús. kr. til sund- hallarinnar í Reykjavík, enda sé henni lokið fyrir 1. okt. næstkomanda. Verður þeixrar till. getið sérstaklega síðar. og vafasamt að þær borguðu sig, þótt til bóta kynnu að vera. Einn bæjarfulltrúanna vakti athygli á því, að álagningin á rafmagnið hér í bænum væri 100%, miðað við kostnaðar- verð, og þóttu þau tíðindi furðu sæta. Kl. 8 var fundi frestað til kl. 9i/2. Þá var m. a. eftir kosning niðurjöfnunarnefndar, 2. umr. um varalögreglu og „tilkynning og tillögur út af setningu lögregluþjóna á fundi bæjarstjórnar 28. okt.“ (þann- ig orðað í dagskrá). Þetta gerðist á fund- inum ettir kl. 9 V,: Kosnir voru í niðurjöfnunar- nef nd: Af A-lista: Sigurður Jónas- son og Ingimar Jónsson. Af B-lista: Sigurbjörn Þor- kellsson og Gunnar Viðar. | Tillaga borgarstjóra um stofnun allt að 100 manna varalögreglu var endanlega samþykkt með 8:6 atkv. Borgarstjóri las upp kafia úr bréfi Hermanns Jónassonar lögreglustjóra, viðvíkjandi setning-u manna 1 hinar nýju lögregluþjónastöður. I sam- Framh. á 4. síðu. Skuggamynd úr bæjarlífinu. Framh. af 1. síðu. inn fari að hátta. Þegar sjó- maðurinn hefir legið góða stund í rúminu fer hann að hafa orð á því við húsráðanda hvað muni hafa orðið um stúlkuna, Eru þeir þá orðnir tveir eftir í herberginu. Hús- ráðandi ráðleggur að hann at- hugi hvorf þau séu ekki utan við dyraar. Þau eru ekki þar. Þá er runnið það af sjómann- inum að hann fer að athuga veski sitt. Eru honum þá horfnar 185 krónur. Fer sjó- maður nú að spyrjast fyrir um þetta fólk. Fær hann * nú að vita nafn stúlkunnar og enn- fremur það, að hún eigi hvergi heimili, en sé oft með stall- systrum sínum, sem hafist við niður á Lindargötu. Karlmann inn kvaðst húsráðandi ekki þekkja. Klæða þeir sig nú báð- ir, sjómaður og húsráðandi og fara niður á Lindargötu. Þeg- ar þar kemur, hafa þeir gegn- um hurð tal af stúlkum nokkr- um, sem þar búa. Þær afsaka, að þær geti ekki opnað. Félag- ar þeirra séu að útvega áfengi og hafi lokað þær inni á með- an. Ekki höfðu þau sem að var leitað komið þangað. Hjá lögreglunni. Þýfinu skilað. Nú er haldið niður á lög- reglustöð. Skýrsla tekin og kveðst lögreglan mundu at- Jruga málið. En lögreglan hefir fengið að vita það, að sjómað- urinn muni ætla sér að gista hjá trésmiðnum um nóttina. Þegar nokkuð er liðið á nótt koma boð um það, að þeir komi niður á lögreglustöð. Þeir þangað. — Er þetta fólkið? Já, þetta er sama fólkið. En stúlkan og maðurinn kváðust aldrei hafa séð sjó- manninn fyr. Þó kemur þar, að karlmað- urinn játar á sig meðsekt um stuldinn. Finnst hjá hon- um 30 krónur. En stúlkan ját- aði ekki fyr en komið var upp í fangahús og að afstaðinni ítarlegri leit höfðu fundist hjá henni 120 krónur. Voru sjómanninum afhentar hvorutveggju fjárhæðirnar. Hjúin gengu í gildr- una. Lögreglan hafði brugðið við er hún fékk skýrslu um mál þetta, og leitað víðsvegar um bæinn þar sem stúlkunnar mundi helzt von, en árang- urslaust. En síðar um nóttina kemur fólk í bíl að lögreglustöðinni, sendir bílstjórann inn til að biðja um aðstoð lögreglunnar til þess að „dirka“ upp hurðar- læsingu á tilteknu húsi á Lindargötunni. Sá lögreglan að hér bar vel í veiði. — Fólkið var að koma ofan frá Geit- hálsi. (Samkvæmt heimild lögregl- unnar). Fyrír 1 krónu Alum. eggskerar...........1,00 Alum. smjördósir..........1,00 Teppabankarar ............1,00 Mjólkurmál, % ltr........1,00 Gler í hitaflöskur........1,00 Fataburstar, sterkir . . . . 1,00 3 klósettrúllur (1500 blöð) 1,00 4 eldspýtnabúnt (40 st.) 1,00 50 þvottaklemmur, goim . 1,00 Þvottasnúrur, 20 mtr. . . 1,00 2 kveikir í olíuvélar . . . . 1,00 3 góifklútar, góðir . . . . 1,00 Kökuform............ .. 1,00 Sápuþeytarar..............1,00 Flautukatlar, blikk . . . . 1,00 4 borðþurkur.............1,00 Diska- og könnu-bretti . . 1,00 Myndarammar...............1,00 4 vatnsglös...............1,00 Rafmagnsperur.............1,00 2 borðhnífar.............1,00 4 matskeiðar, alnn . . .. 1,00 3 vartappar..............1,00 2 matardiskar.............1,00 2 bollapör...............1,00 3 s.ápustykki •..........1,00 1 bóndós.................1,00 2 brúsar fægilög.........1,00 Niðursuðuglös.............1,00 Skaftpottar . . .... . . 1,00 Leirskálar................1,00 Emaill. skálar............1,00 Siguröur Kjartansson Laugavegi 41. Ooðafoss ter annað kvöld kl. 6 í hradierd vestur og norður, og kemur hingad aftur. Aukahötn: Fatrekstjörður. Oullloss fer annað kvöld kl. 8 um Vestm.- eyjar, beint til Kaupm.hatnar. Hafnarstræti 18 Slmar 3027 & 2127 Allur útbúnaður til gufuvéla og Kex, innl. og erl., margar teg. Vínber, Delicius epli, Appelsínur, Skápa- og hillupappír, í rúllum, Saltfiskur, vel þurkaður. Spaðsaltað kjöt úr Stranda- sýslu, mjög gott, í y2 og 1/! tn. örfáar tunnur óseldai’. Kaupféiag Reykjavikur Sími 1245.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.