Nýja dagblaðið - 17.11.1933, Blaðsíða 4
4
!» Ý J A
DAGBLAÐIB
Annáll.
Atvinnubœtur á Akureyri. Verka-
lýðsfélögin á Akureyri haia sent
áskoranir til bæjarstjórnar um að
hefja uú þegar atvinnubótavinnu,
því lítið er nú um atvinnu í bæn-
um, og litið úr sjó að hafa. Verka-
mannafélag Akureyrar hefir skor-
að á bæjarstjórnina, að láta smíða
ÖO þús. síldartunnur í atvimiu-
bótaskyni, en Verkalýðsíélag Ak-
ureyrar vill láta byggja smábáta-
kví við höfnina. Einnig bendir fé-
lagið á uppfyllingu við höfnina,
uppfyllingu síkja á Oddeyrinni,
iyrirhleðslu Glerár, framhalds-
byggingu Leirugarðsins og grjót-
sprengingu og grjótmulning tii
liúsa- og gatnagerðar, sem ákjósan-
lega og gagnlega atvinnubótavinnu
þegar fréttabréf þetta var ritað, 6.
þ. m. höfðu engar ákvarðanir verið I
teknar i þessum málum. Samning i
fjárhagsáætiunar bæjarins stóð þá '
yfir. (F.Ú.).
Áttræðisafmæli. þann 30. okt. s. i
1. átti hreppsstjóri Mosvaliab.repps,
Guðmundur Ásgeir Eiriksson á
þorfinnsstöðum, 80 ára afmæli, og
heiðruðu hreppsbúar hann þann
dag með samsæti og gjöfum. Guð-
mundur hefir verið hreppsstjóri í
48 ár, hreppsnefnd í 30 ár, sýslu-
nefnd i 18 ár og formaður Bún-
aðarfélags Mosvaliahrepps í 26 ár.
Hann byrjaði búskap á þorfinns-
stöðum 1882, og er nýlega hættui
búskap. Guðihundur er ennþá ern
og gefur sig að almennum mál-
um. (F.Ú.).
Hótanabréfin. Nafnlausu hót-
anabréfunum heldur stöðugt á-
fram að rigna yfir auglýsendur
Nýja dagbiaðsins. En ekki munu
þeir margir, sem verða mjög ótta-
slegnir við að fá þá pappira.
Fisksalan. Kópur seldi i fyrra-
clag í Grimsby 70 tonn af báta-
fiski aí Vestfjörðum fyrir 950
sterlingspund. Haukanesið seldi
einnig bátafisk af Austfjörðum,
aðallega frá Nesi . i Norðfirði,
fyrir 892 sterlingspund.
Ritstjórí Vesturíands er nú orð-
inn Arngrimur Fr. Bjarnason
fyrv. póstafgreiðslumaður í Boi-
ungarvík, og fyrverandi frambjóð-
andi jafnaðarmanna í Norður-ísa-
Ijarðarsýslu. Mun Arngrímur nú
vera búinn að vera í flestum
flokkum á landinu, en ekki mun
hann hafa haft hæfileika til þess
að komast til metorða í öðrum
flokki en þeim, sem hann nú hef-
ir gengið í, íhaldsflokknum.
Áheit á Happakrossinn 2 kr. frá
G. R.
Sjóhrakningar. í ofviðrinu, sem
geysaði fyrir Norðurlandi um
næstsíðústu helgi, lentu hjón
nokkur frá Ólafsfirði i slæmum
hrakningum. þau voru á ferð
milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í
litlum trillubát, þegar ofviðrið
skall á. þegar þau voru stödd
undan Langanesi — utan Dalvík-
ur, bilaði vélin í bátnum, og
hrakti hann undan veðri og sjó,
norðaustur yfir fjörðinn, og upp í
stórgrýtta fjöru utan við Látur.
þegar báturinn kenndi grunns, og
maðurinn vatt sér upp úr stýris-
húsinu — en þar höfðust hjónin
við í hrakningunum — reið sjór
yfir bátinn, og kastaði manninum
upp í urðina, og þar lá hann með-
vitundarlaus, er konan, sem komst
við illan leik ómeidd í land kom
honum til hjálpar, og bjargaði
honum undan sjónum. Gekk hún
síðan heim í Látur og sótti mann-
hjálp. Hresstust þau 'ijónin furðu-
fljótt eftir volkið. — F.Ú.
Garðyrkja. Garðyrkja hefir far-
ið mjög í vöxt í Hrútafirði síðast-
liðin tvö ár, en áður var talið
liæpið, að kartöflurækt gæti svar-
að kostnaði þar úín slóðir. Garð-
ávaxtauppskera í Bæjarhreppi nú
í 3 síðastliðin ár hefir verið sem
hér segir: 1931 kartöflur 8 tunnur,
gulrófui- 33 tunnur, 1932 kartöflur
54 tunnur, gulrófur 50 tunnur.
1933 kartöflur 158 tunnur, gulróf-
ur 151 tunna. I hreppnum eru
rúmlega 300 manns og kemur þá
1 tunna garðávöxtur á hvern ibúa
samkv. uppskerunni i haust. —
F.Ú.
Brezkur útflutningur. Útflutn-
mgur Englands nam 34 milj.
sterlingspunda í októbmánuði síð-
astliðnum, og er það hið mesta
sem verið hefir síðan i apríl 1932.
í sama mánuði nam innflutning-
ur Bretlands 63 milj. sterlings-
punda, og er það einni miljón
sterlingspunda meira en í október-
mánuði s. 1. ár. — F.Ú.
Nemendurnir á Hólum. í gær
segir Morgunblaðið að þeim nem-
öndum, sem eru i Hólaskóla í
vetur iia.fi öllum að undantekn-
um 1 eða 2 mönnum, verið smal-
að í skólann i haust á eftir fundi
sem Framsóknarmenn hafi haldið
í liaust í Skagafirði. Á fundi þess-
um átti að hafa verið samþykkt
að smala mönnum í skólann og
hafi þessi smalaferð gengið svo
froklega, að menn hafi verið
vaktir upp á miðri nóttu til þess
að fá þá til þess að fara í skól-
ann. Bóndi úr Skagafirði, Pétur
Jónsson frá Brúnastöðum, sem
Fyrirspurn
til Sjáltstædisflokks-
ins og Þjóðernis-
hreyfíngarinnar.
„Hjer með tilkynnist yður, að
þeir, sem auglysa í „Kommun-
istablaði Jónasarflokksins“,
sæta sömu meðferð hjá Sjálf-
stæðismönnum og Þjóðemis-
sinnum og Gyðingar hjá Þjóð-
verjum.
Ef þjer á ny auglysið í
„Þorparablaðinu“ verða gerðar
ráðstafanir til að „boycotta“
verzlun yðar.“
Ofanritað bréf hefir mér
borizt í pósti og heyri ég
sagt að fjöldi annara manna
hér í Reykjavík fái lík bréf
þessa dagana.
Þar sem höfundar þessara
nafnlausu bréfa virðast tala í
umboði „Sjálfstæðismanna og
Þjóðemissinna“ vil ég spyrja
stjórnir þeirra flokka hvort
þær standi á bak við þessar
bréfasendingar.
En þessum nafnlausu bréf-
riturum, sem þora ekki annað
en vega úr myrkraskotum
sínum, segi ég það, að ég mun
auglýsa hvað sem þeir segja,
þar sem ég tel auglýsingar
beri mestan árangur, án hlið-
sjónar af því hvaða pólitískum
flokki blöðin fylgja að málum.
Ólafur Gunnlaugsson
kaupmaður,
Ránargötu 15.
staddur er hér i bænum, kom til
blaðsins i gær og bað blaðið að
geta þess, að um það leyti sem
Morgunblaðið segir að hafi verið
kominn einn eða tveir umsækj-
endur, hafi þeir verið milli 10 og
20, að fundur Framsóknarmanna
í Skagafirði hafi ekki gert neina
sainþykkt um að safna mönnum
í skólann, og loks sagði hann að
þeir nemendur sem væru í Hóla-
skóla í vetur, væru ekki nema
iáir úr Skagafirði. — Svona er
nú sannleikurinn i fréttabréfum
Morgunblaðsins.
Skipafregnir. Súðin var á Akur*
eyri í gær. Esja er í Reykjavílc
og fer vestur um land á morgun.
Gullfoss kom að vestan og norðan
í fyrrinótt. Goðafoss fer vestur og
norður á inorgun kl. 6 (aukahöfn
Patreksfjörður). Brúarfoss fór frá
Frá bæjarstjórnarfuncli
Framh. af 3. síðu.
bandi við það kom fram til-
laga um
Að fela borgarstjóra að
setja upp námsskeið fyrir lög-
regluþjóna o. fl. (frá meira-
hluta bæjarráðs).
Að bæjarstjómin leiti úr-
skurðar dómstólanna um,
hvort setning þeirra 7 manna,
sem ágreiningur er um, hafi
verið lögleg. (Frá Jakob
Möller).
Að bærinn greiði þessum 7
mönnum fullt kaup meðan á
málinu stendur — 1—2 ár ?
(Frá Jakob Möller).
Að einnig verði fenginn, úr-
skurður dómstólanna um það,
hvort lögreglustjóri hafi haft
heimild til að veita nefndum
7 mönnum lausn. (Viðbótartil-
laga frá Hermanni Jónassyni).
Tillögumar komu ekki til at-
kvæða, því að fundi var slitið
kl. 12.
Kosningaerjur
á Spáni.
London kí. 17 16/11. FÚ.
Allmiklar viðsjár eru nú á
Spáni út af kosningunum sem
fram eiga að fara þar á sunnu
daginn kemur. Hundruð Eng-
lendinga, sem heima eiga í
Andalúsíu, eru nú að flytjast
til Gibraltar, af því að þeir
óttast upphlaup og óeirðir í
sambandi við kosningarnar.
Aukalögreglulið hefir verið
sent til Andalúsiu til vonar og
vara.
I Barcelona halda áfram
deilurnar út af búðalokuninni,
en þær deilur standa einnig í
sambandi við kosningaundir-
búninginn. 77 manns hafa ver-
ið teknir fastir í borginni. I
Minorca eru einnig róstur, og
jafnvel búizt við allsherjar-
verkfalli þar á morgun.
London í fyrradag áleiðis til
Kaupmannahafnar. Dettifoss var á
pórshöfn í gær. Lagarfoss fór frá
Leith á miðvikudaginn áleiðis til
Austfjarða. Selfoss er á leið til
Vostmannaeyja frá Leith.
Guðspekifélagíð.
Afmælisfundur, sameiginlegur
kl. 8%. — Efni: stutt ávarp, upp-
lestur o. fl.
• Ódýrn • auglýsin ga rnar.
Keiilíslö
Tek að mér kennslu barna og unglinga. Hagkvæmii' borg- unarskilmálar. A.v.á.
Þýzku kenni ég. Axel Guð- mundsson, Skálholtsstíg 2. — Sími 1848.
Ksmp og sala 1
Til sölu kvenkápur frá 25 krónum. Saumsstoían Tízkaa Austurstræti 12.
Munið lága vöruverðið á TtSGÖTU 3 (þar sem áður var Efnalaugin)
SALTFISKSBÚÐIN er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098.
Islenzkt smjör. Ný ísl. egg, Sauðatólg. Kjötbúð Reykjavíkur Vesturgata 16. Sími 4769.
Rúllugardinur alltaf til úr bezta efni. Skóla- brú 2 (hús Ólafs Þorsteins- sonar læknis).
Munið síma Herðubreiðar 4565, Fríkirkjuvegi 7. Þar fæst allt í matinn.
Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur?
ÓDÝRASTAR vörur fáið þið aðeins á Vest- urgötu 16. Verzlunin Brúartoss Sími 3749.
| Tilkynningar |
„Verkstæðið Brýnsla*
Hverfisgötu 4
(hús Garðars Gíslasonar)
Brýnir öll eggjárn.
Sími 1987.
RAUÐA HÚSIÐ.
— Ég held það væri bezt, sagði majórinn lágt og
sneri sér að mrs Calladine, að þér sendið Betty til
Lundúna strax í kvöld.
— Ójú, ætli það ekki, sagði hún og féllst á þetta.
Þú kemur líklega með okkur, Ruth.
— Það er víst bezt að ég verði samferða og sjái
um, að allt gangi skikkanlega, sagði Bill og var nú
bljúgur. Hann skildi hvorki upp né niður í því, sem
var að gerast. En þar sem hann hafði ráðgert að
dvelja eina yiku enn í Rauða húsinu, átti hann
ekkert athvarf í Lundúnum eins og á stóð, en þang-
að virtist allt hitt fólkið ætla. En vafalaust myndi
Tony skýra allt fyrir honum strax og hann gæti
talað við hann undir fjögur augu.
— Cayley vill að þú verðir eftir, Bill. En þér
verðið víst í seinasta lagi að fara í fyrramálið héð-
an, major Rumbold?
— Já. Ég verð yður samferða, mrs Calladine.
— Mr Cayley bað mig að taka það fram enn einu
sinni við ykkur, að þið þurfið ekki að hlífast við að
nota ykkur bílinn. Hann brosti nú og bætti við: Ég
bið ykkur að afsaka, að svo lítur út sem ég sé að
blanda mér í þetta mál alveg að ástæðulausu, en
það vildi svo til, að ég var hér nsgi'staddur. Hann
hneigði sig og gekk inn í húsið.
— Noho! sagði miss Norris. Henni fannst hún
vera stödd á leiksviði.
Þegar Antony kom inn í forsalinn var lögreglu-
fulltrúinn frá Middleston í þann veginn að fara inn
í bókaherbergið, og Cayley með honum. Cayley nam
staðar og, kinkaði kolli til hans.
— Bíðið augnablik, herra lögreglustjóri. Hér
kemur mr Gillingham. Það er bezt að hann sé með
okkur. Svo bætti hann við og sneri sér að Antony:
Þetta er Birch lögreglufulltrúi.
Birch horfði á þá til skiptis spyrjandi augum.
— Við mr Gillingham fundum líkið, sagði Cayley
til skýringar.
— Einmitt það. Komið þér þá með, við skulum
reyna að komast til botns í þessu. Ég vil gjarnan
vita hvernig þetta atvikaðist, mr Gillingham.
— Það viljum við öll.
— Jæja. Hann horfði með athygli á Antony. Vitið
þér hvernig liggur í þessu máli?
— Ég veit hvernig fara mun.
— Hvernig þá.
— Ég verð þvældur til þess ítrasta af Birch lög-
reglufulltrúa, sagði Antony og brosti við.
Fulltrúinn hló hjartanlega.
— Ja, ég skal fara eins vægilega með yður og
mér er unnt. Komið þér nú. Þeir gengu inn í bóka-
herbergið. Lögreglufulltrúinn settist við skrifborð,
sem þar stóð og Cayley settist í stól þar við hlið-
ina. Antony lét fara vel um sig í hægindastól og
bjóst til að fylgja málinu með athygli.
— Við byrjum á þeim látna, sagði fulltrúinn.
Robert Ablett hét hann víst? Hanh tók upp vasa-
bók sína.
— Já, bróðir Mark Ablett, sem hér á heima.
— Einmitt það! Hann fór að reyna pennann. Og
átti hann heima hér í húsinu?
— Nei, alls ekki.
Antony hlýddi á með athygli meðan Cayley sagði
frá öllu, sem hann vissi um Robert. Hann hafði
aldrei heyrt það fyrr.
— Ég skil. Féll í ónáð og var sendur utan. Hvað
hafði hann brotið af sér?
— Það veit ég varla. Ég var tólf ára drengur,
þegar þetta var og á þeim aldri er manni sagt að
vera ekki með óviðeigandi spurningar.
— Óviðeigandi spurningar?
—Já, einmitt.
— Svo þér vitið þá eiginlega ekkert um það,
hvort þetta var fyrir slark og óreglu eða — hvort
hann var vondur maður.