Nýja dagblaðið - 24.11.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 24.11.1933, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 1. ár. Reykjavík, föstudaginn 24. nóv. 1933. 24. blað. í DAG Sólaruppkoma kl. í).28. Sólarlag kl. 3.00. Háflóð árdegis kl. 10,40. Háflóð síðdegis kl. 11.10. Ljósatími liljóla og bifreiða kl. 3.35 e. m. til 8.50 árd. Veöurspá: Stinningskaldi á sunn an, þíðviðri og dálítil rigning. Söfn, skrifstofur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ......... opið 1-4 þjóðminjasafnið iokuð. Náttúrugi'ipasafnið iokað. Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Listasafn Einars Jónssonar lokað. Landsbankinn .... opinn ki. 10-3 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3 Útvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg ................... opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn ki. 10-12 og 5-7y2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn .............. opinn 8-9 Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4 Fiskifél....Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið ................ 9-12 og 1-6 Söiusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipaféi. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 St j órnarráðsskrifstof umar opnar 10-12 og 1-4 Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Tryggingarstofnanir rikisins opnar kl. 10-12 og 1-5. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspitalinn ........... 3-5 Laugurnesspítali ..... ki. 12*4-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ................... kl. 1-5 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Valtýr Albertsson, Túngötu 3. Sími 3751. Samgöngur og póstferðir: Suðurland frá Borgamesi. Póstbílar til Garðsauka, og Eýrar- bakka og Stokkseyrar. Goðafoss væntanlegur fyrripartinn á morgun. Selfoss væntanlegur á morgun að vestan. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Drottningin og ég, þýzk mynd, kl. 9. Gamla Bió: Bláa ljósið, kl. 9. Alþingi: Fundur í báðum deildum kl. 1. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttiiv 19.00 tónleikar. 19.10 veð- urfregnir. 19.20 tilkynningar, tón- Ieikar. 19,35 Erindi Fiskifélagsins: Fiskmerkingar. —• (Dr. Bjarni Sæmundsson). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöldvaka, „Allt með ísleiizkum skipum“ segir Morgunblaðið og íslenzk endurreisn Þau eftirtektarverðu tíðindi gerðust í neðrí deild Alþing'is í gærdag, að frumv. Eysteins Jónssonar og Bergs Jónssonar um einkarétt íslenzkra skipa til strandferða hér við land var fellt við fyrstu umræðu í deildinni, og þar með neitað um, að málið fengi' að ganga til rannsóknar í nefnd og til 2. umræðu. Þessi einstaka málsmeðferð, að frumvarp fái ekki að ganga til 2. umræðu og að neitað sé um að rannsaka það í þing- nefnd, kemur svo að segja aldrei fyrir á Alþingi, og það jafnvel þótt um mál sé að ræða, sem mikill meirihluti Eu allur Sjálfstæðisíiokkurinn í neðri deild snerist í gær til yarnar fyrir erlendu skipafélögin og felldi frumyarp Eysteins Jónssonar og Bergs Jónssonar um ailliaiö U1U11U1 I1UÍ1 að veita íslenzkum skipum einkarétt til strandsiírlinga. þá er Napoieon mikii ° ° tók Mnskvíi hpvsli-ilrU 1«19 135 ára og man eítír Napoleon London 23/11 kl. 17,00 FÚ. Frá Moskva kemur sú fregn í dag, að þar hafi andast í borginni 135 ára gömul kona, og hafði hún því lifað stjórn- artímabil 4 keisara, bylting- una, og- ráðstjórnartímabilið. Meðal annars mundi hún þingsins er á móti. Alþingi tekur sér yfirleitt ekki sæm- andi að fella mál, án þess að athugun, sem a. m. k. þessu svarar, hafi áður farið fram. En í þetta sinn sameinuð- ust allir Sjálfstæðismennirnir í deildinni, 13 að tölu, um að drepa þetta frv., þegar í stað. 13 atkvæði eru að vísu minni- hluti í deildinni. En af tilvilj- un voru nokkrir þingmenn fjar- verandi, því að engum hafði komið til hugar, að Sjálfstæð- isflokknum þætti svona mikils við þurfa til að tryggja rétt erlendra útgerðarfélaga til að græða á strandferðunum við ísland. « Bíkið greiöir á flmm árum 2 miljónir og 750 þúsund kr. til islenzka skipaflotans. Þrátt fyrir styrkinn frá rík- inu varð á rekstri Eimskipa- félagsins árið 1930 ca. 270 þús. kr. rekst- urshalli. og á árinu 1931 57 þús. kr. reksturs- halli. Og þó er þess að gæta, að all- ar gjaldskrár hinna íslenzku ■ skipa eru enn að heita má óbreyttar frá því á stríðsárun- um, bæði að því er snertir farþega- og vöruflutninga. Hvernig fer, þegar þessar gjaldskrár lækka — ef sam- keppni hinna útlendu skipa á að halda áfram eins og áður — og ef „Sjálfstæðisflokkur- inn“ heldur áfram að stein- drepa við fyrstu umræður sér- hverja viðleitni íslenzku út- gerðarinnar til að hamla því, að útlendingar fleyti rjómann af strandferðunum hér við land, og það þótt allar aðrar þjóðir banni nú útlendingum að annast strandferðir. Van der Lubbe tekur til máls. London 23/11 kl. 17,00 FÚ. I réttarhöldunum út af Rík- isþingsbrunanum gerðist það tíðinda í dag, að van der Lubbe, sem aðeins einu sinni áður hefir borið sig nokkurn veginn djarfmannlega í réttin- um, hélt langa ræðu, þar sem hann lýst yfir því, að hann Frh. á 2. síðu. Eins og standa sakir annast 8 íslenzk skip strandferðir að meira eða minna leyti hér við landið. Það eru ríkisskipin tvö, Esja og Súðin. Og það eru sex skip Eim- skipafélags Islands, Gullfoss, Lagarfoss, Selfoss, Goðafoss, Brúarfoss og Dettifoss. Auk þessara skipa eru svo flóabátarnir, sem styrktir eru af ríkinu. Við þennan íslenzka skipa- flota keppa nú fimm erlend millilandaskip um strandflutn- ingana, tvö frá Bergenska fé- laginu og þrjú frá Sameinaða gufuskipafélaginu í Kaup- mannahöfn. Framlög ríkisins til íslenzka skipaflotans, reksturshalli og styrkur til ríkisskipanna og flóabátanna og styrkur til Eimskipafélagsins, hefir á ár- unum 1928—1932 numið þeim fjárupphæðum, sem hér segir, talið í krónuní: Ár Greitt alls þar af til Eimskip 1928 412 þús. 145 þús. 1929 434 — 145 — 1930 527 — 145 — 1931 738 — 145 — 1932 636 — 212 — Á þessum 5 árum hefir rík- ið þannig greitt til íslenzka skipaflotans kr.: 2 milj. 747 þús. Þar af til Eimskipafélags íslands kr.: 792 þús. í guðsþakkaskyni. G-ísli Sigurbjörnsson fær 700 kr. íerðastyrk at gjafafénu til þess að fara til útlanda. Eins og menn rekur sjálf- sagt minni til var oft í fyrra- vetur karp nokkurt um starf mötuneytis safnaðanna. I fyrrakvöld var fundur í þeirri 17 manna nefnd, sem hafði framkvæmd hjálparstarf- seminnar með höndum. Lágu þar fyrir reikningar um starf- semi mötuneytisins. Tekjur mötuneytisins hafa verið um 37 þús. Þar af eru 19 þús. úr bæjarsjóði og 7500 kr. úr ríkis- sjóði, en hitt gjafir frá ýms- um, annaðhvort peninga-, elds- neytis-, fata- eða matargjafir. Máltíðir sem afgreiddar voru frá mötuneytinu voru samkv. reikningnum 40279 og 8525 lítrar af mjólk voru gefnir. Starfsemi mötuneytisins virðist öll vera heldur losara- leg og allt óformlegt. Engin skrá er t. d. yfir keypta og gefna muni, sem mötuneytið hefir fengið og til eru í lok starfsársins. Efna- hagsreikningur var heldur eng- inn færður. Fylgiskjöl með gjöfunum vanta. Það sem upp- lýsist, er, að gjafir afhentar frá mötuneytinu hafi verið hérumbil 26 þúsund króna virði, en hvert allar þess- ar gjafir hafa faríð eða hverj- ir hafa fengið þær, er alveg ómögulegt að sjá, af reikn- ingsfærslunni. Reksturskostnaðurinn er nokkuð hár eða kr. 6312,78 Ekki skal þó hér farið út í að gagnrýna hann. Ekki voru fylgiskjölin í góðu lagi. Það getur vel verið, að kostnaður- inn sé yfirleitt mjög sann- gjarn, en ekki er þó hægt að telja það nauðsynlegt að greiða Gísla Sigurbjörnssyni 700 kr. í ferðastyrk til útlanda af þessu fé, sem gefið hefir verið til bjargar fátæklingum, sem ekki eiga málungi matar. í reikningnum stendur „ferðastyrkur til Gísla Sigur- björnssonar“, en samþykkt var á fundi 17 manna nefndarinn- ar að bæta við, „til að kynna sér fátækramál“! Skýrsla um þau fátækramál, sem Gísli hafði kynnt sér, lá ekki fyrir. Otullkomið bókkald. — Hverjir hata gefið — og hvað hefir veriö geflð. Annar endurskoðandi reikn- | mötuneyti safnaðanna, sem að inga mötuneytisins, P. J. Þ. Gunnarsson, bar fram svohljóð- andi tillögu á fundinum: „Haldin sé tvírituð bók, þar sem frumritið er í bréfformi, sem felur í sér viðurkenningu og þakklæti til gefanda, enda sé gefanda sent frumritið. Af- ritið sé síðan notað til útreikn- ings á verðmæti gjafarinnar og annara skýringa og aðal- upphæðin síðan færð í sérstaka tekjubók, sem svo verður einn liður í reikningshaldinu. Allar gjafir hverju nafni, sem nefn- ast, séu færðar í fyrnefnda tví- ritaða bók“. Tillaga þessi var samþykkt. Hingað til hafa gefendur eng- ar skvittanir fengið fyrir þeim vörum, sem þeir hafa gefið mötuneytinu. Það, sem verður að gera kröfu til með stofhun eins og mestu starfar með almennu fé, er fyrst og fremst að ein- hverrí reglu sé fylgt með út- hlutun gjafanna þannig að nokkur vissa sé að gjafirnar komi þar niður, sem þeirra er helzt þörf. I öðru lagi, að gef- endurnir viti, að það, sem þeir gefa, komi að tilætluðum not- um og hægt sé að sjá hverjir fá gjafirnar, svo mögulegt sé að vita til hvers allt gjafaféð hefir verið notað. Mest af fé mötuneytisins er tekið af al- mannafé og almenningur á heimtingu á að vita til hvers það er notað. Framtíðarstarf- inu þarf að verða allmikið öðruvísi háttað en hingað til hefir verið, til þess að viðun- andi sé. Skal hér ekki að sinni farið út í það, en mun verða rætt hér í blaðinu síðar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.