Nýja dagblaðið - 24.11.1933, Síða 3
U T J A
DAGBLABIB
s
NYJA DAGBLAÐIÐ
Út;íefandi: „BlaÖaútgáfan h/f“
Ritstjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson.
Ritsljórnarsk rifstofur:
L augav. 10. Símai: 4373 og 2353.
Afgf’. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Iiaudhelg'is-
gæzlan.
Blaðinu hafa borizt fréttir
um að nokkuð mundi vera
ábótavant um landhelgisgæzl-
una í Garðsjónum. Símaði blað-
ið því suður í Garð og náði
einnig tali af mönnum þaðan,
sem staddir eru hér í bænum
og spurðist fyrir um þetta, og
fékk eftirfarandi upplýsingar:
Það hefir mikið borið á
skemmdum á veiðarfærum í
Garðsjónum í haust, 2 bátar
misstu alveg net sín á Sandin-
um og veiðarfæri fjöldamargra
annara báta hafa orðið fyrir
meiri og minni skemmdum af
völdum togaranna. Nú geta
bátar ekki stundað veiðar ann- 1
arsstaðar en vestur á Ilrauni,
en þar er lítt mögulegt að
leggja veiðarfæri í sjó sökum
þess hvað botninn er ósléttur,
svo veiðarfærin slitna þar í
sundur. Á venjulegum slóðum
og þar sem vel hefir fiskazt er
alveg þýðingarlaust að leggja
sökum þess að þar eyðileggj-
ast veiðarfærin strax af völd-
um togaranna. Fyrir þá báta,
sem eru við dragnótaveiðar, og
eru úti alla nóttina, er það
stórhættulegt, því togararnir
eru þama stundum* ljóslausir.
Kvartað mun hafa verið yf
ir þessu við stjórnarráðið, en
ekki hefir árangur orðið mikill
svo kunnugt sé.
Er það hörmulegt að sjó-
menn skuli ekki geta stundað
atvinnu sína í friði fyrir lög-
brjótum hér á næstu grösum
og verða að þola það bótalaust,
að veiðitæki þeirra séu algjör-
lega eyðilögð.
Þess verður að krefjast af
ríkisstjórninni að þvílíku fram-
ferði togaranna verði eftir-
minnilega hnekkt.
En ekki virðist ætla að batna
mikið. Fyrir skömmu lágu tvö
stærri varðskipin inni á höfn
hér í Reykjavík og Þór með
9 manna áhöfn samdægurs suð-
ur í Skerjafirði.
Það er ekki aðeins í Garð-
sjónum sem togaramir gerast
aðgangfrekir. Frá sjómönnun-
um á Austfjörðum, hafa bor-
izt sárustu kvartanir yfir tog-
urunum, eins og lesa má 1 síð-
asta blaði Ægis.
En duglegasta varðskips-
stjóranum er ennþá haldið að-
gerðalausum í landi á fullum
launum. Útgerðarmenn og sjó-
menn heimta tugum og hundr-
uðum saman, að honum sé
fengið starf sitt aftur í hend-
ur.
En dómsmálaráðherrann dauf-
heyrist.
Islenzkur iðnaður.
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík stefnir
að því; „Að efla og auka iðnaðinn í bænum
og að bæjarstjórnin hlutist til um það við
Alþingi, að tóllalöggjöf ríkisins verði end-
urskoðuð með tilliti til iðnaðarins.
Að hraðað verði virkjun Sogsins11.
(Stefnuskrá Framsóknarflokksins í
bæjarmálum Reukjavíkur).
íslenzka þjóðin vex að mann-
: fjölda rúmlega um eitt þúsund
manns á ári hverju. Síðasta
1 fjórðung fyrri aldar leitaði
í þessi árlega viðbót þjóðarinn-
| ar sér lífsskilyrða og verk-
j efna fyrir vestan haf. Fyrsta
i þriðjung þessarar aldar hefir
vöxtur þjóðarinnar allur verið
í smábæjunum við ströndina,
þar sem nýgræðingur þjóðar-
inar leitaði sér lífsskilyrða við
verzlun og sjávarútveg. Ann-
an þriðjung aldarinnar á hann
að leita sér lífsskilyrða við
aukna og bætta ræktun lands-
ins og í íslenzkum iðnaði.
i Skilyrði til iðnaðar eru um
margt hin ákjósanlegustu hér
á landi. Island hefir yfir að
mða allt að því óþrjótandi
orku í fallvötnum sínum. Við
sum fallvötnin, eins og t. d.
Sogið og Laxá í Þingeyjar-
sýslu, er aðstaða til rafvirkjun-
ar eins og hún getur bezt ver-
ið. En rafmagnið er sú ctrka,
sem bezt er fallin til alls iðnað-
ar, vegna þess hve auðvelt er
að dreifa því og ráða yfir því
á allan hátt, auk þess sem því
fylgir engin óhollusta eins og
t. d. kolunum.
Landið er einnig' auðugt af
hráefnum, og á undanförnum
árurn hefir þjóðin skilað af sér
miklu af hálfunninni fram-
leiðslu. Hér skal lauslega bent
á eitt atriði í þessu efni, sem
er harðla athyglisvert. Öldum
saman hefir þjóðin sjálf gert
sér klæði og skæði úr ull og
skinnum, sem framleidd voru
og framleidd eru í landinu.
Sú framleiðsla hefir oftast ver-
ið meiri en. til þess að full-
nægja þörfinni. Stundum hefir
vaðmál, prjónles eða skinn
(feldir) verið aöalútflutnings-
: vara þjóðarinnar. Það var
byggt á heimilisiðnaði í sveit-
um atvinnugrein, sem ekki
var tekið eftir sem sérstakri
atvinnugrein, heldui' var skoð-
uð sem þáttur í íslenzkum
landbúnaði. Árið 1929 flutti
íslenzka þjóðin út óunna ull
og skinnavöru fyrir rúmlega 6
millj. króna, en flutti inn
vefnaðarvöru, fatnað, skinna-
vöru, skófatnað úr gúmmí,
garn og kaðla fyrir meira en
21 millj. króna. Árið 1930
I nam útflutningur sömu vöru
I IV2 millj. kr. en innflutning-
ur 151/2 milljón.
14—15 miljónir króna árlega lyrir
erlenda vinnu árin 1929—1930.
1929 og 1930 greiddi þjóðin
því á ári 14—15 millj. króna
fyrir vinnu, sem áður var unn-
in í landinu sjálfu — í íslenzk-
um sveitum — og enn mætti
auðveldlega vinna í landinu
sjálfu við ný og betri skilyrði.
Sú vinna er fullnægjandi lífs-
skilyrði fyrir 4—5 þúsund
fjölskyldur eða 20—25 þús.
! manns eftir þeim kröfum, sem
þjóðin gerir nú til lífsins.
En það er hvorttveggja, að
á þessu þarf að gerast mikil
og gagngerð breyting og er að
gei'ast mikil breyting. Sú
breyting hefir orðið miklu
meiri og örari þrjú síðustu
I árin en menn almennt grunar.
Margvíslegur iðnaður hefir náð
furðu miklum þroska í skjóli
innflutningshaftanna, og þó
að margur sá iðnaður sé ekki
| enn sem komið er samkeppnis-
! fær við erlendan iðnað, gefur
hann þó börnum landsins
brauð, sem þau væru án að
1 öðrum kosti. Þannig má á það
benda, að ullariðnaðurinn hef-
ir notið góðs af innflutnings-
höftunum. Klæðaverksmiðj-
urnar Gefjun og Álafoss hafa
mjög færzt í aukana, og ullar-
i verksmiðjan Framtíðin, sem
aðaláherzlu leggur á fram-
leiðslu prjónavöru og bands,
hefir risið á legginn til fui'ðu-
mikils þroska á stuttum tíma.
I skjóli innflutningshaft-
anna hefir húsgagnaiðnaður-
inn líka mjög færst í aukana.
Þessi iðngrein hefir nú náð
hér í Reykjavík hinum prýði-
legasta þroska á stuttum tíma.
Islenzk húsgögn eru að vísu
dýr, en þau hljóta líka að vera
það, af því að efnið er allt að-
flutt og dýrt hingað komið, og
vinnulaun mega teljast hér
fremur há. En öll þau vinnu-
laun eru bót í búi þjóðarinn-
ar. Og þess skal með ánægju
getið, að íslenzk húsgögn eru
yfirleitt bæði smekkleg og
vönduð að öllum frágangi og
iðnaðarmönnunum til sæmdar,
þegar á heildina er litið.
Til þess að gera ofurlitla
grein fyrir, hvað á hefir unn-
izt með auknum iðnaðU hin
síðustu ár, skulu hér að lok-
um neíndar tvær vörutegund-
ir. Árið 1929 var fluttur inn
olíufatnaður fyrir kr. 241.544.
00. Þessi innflutningur er nú
að heita má horfinn og má
það þakka h/f. Sjóklæðagerð
íslands, sem framleiðir sjó-
klæðnað, sem fyllilega stendur
jafnfætis samskonar erlendri
framleiðslu. Árið 1929 var
flutt inn í landið niðursoðin
mjólk fyrir kr. 346.827.00. Á
síðastliðnu ári var þessari þörf
landsmanna fullnægt með eigin
framleiðslu fi’á niðursuðuverk-
smiðj u Kaupf élags Borgfirð-
inga. Vörur verksmiðjunnar
hafa hlotið mikið lof, mjólkin
er hrein og ómenguð og því
fremri flestri erlendri dósa-
mjólk, sem oft er blönduð
öðrum óverðmætari efnum.
Hér hefir aðeins verið gerð
grein fyrir því verðmæti sem
framleiðsla tveggja iðnvara
hefir flutt inn í landið hin
síðustu ár. Þau verðmæti eru
að vísu ekki fullkomlega jafn-
mikil sem tölurnar éinar telja.
Þessar 600 þús. krónur, sem
voru greiddar árið 1929 fyrir
sjóklæði og dósamjólk, eru
ekki allar greiddar sem vinnu-
laun í landinu. Nokkuð af þeim
fer auðvitað í efni óg í vélar
(vexti, afborganir o. fl.). En
miklu af þessari upphæð liefir
verið bjargað inn í landið,
handa börnum þess. Og þvílík
eru fleiri dæmin.
Og sérstaklega eiga þau að
verða miklu fleiri. A.
Ræktun
Karakulfjár.
Þær vonir, sem bundnar eru
við ræktun Karakul-fjár hér á
landi, eru byggðar á verðmæti
unglamba-skinnanna. Er talið
nokkumveginn víst, að ein-
blöndun, með íslenzkum ám, og
hreinræktuðum Karakul-hrút,
1 gefi söluhæf og talsvert verð-
! mæt lambskinn. En verulega
! dýr unglambaskinn ■— „Persi-
j an“ — fást sennilega ekki að
■ jafnaði með einblöndun. En
j líklegt er að 1/2-blóðs Karakul-
1 ær, sem tímgast við hreinrækt-
aðan Karakul-hrút, gefi þegar
1 miklu fínni og verðmætari
! lambskinn en hægt er að
framleiða með einblöndun.
Karakul-ærstofn, jafnvel þótt
ekki sé nema i/j-blóðs, er því
dýrmætur, ekki aðeins til
„Persian ‘ ‘ skinnaframleiðslu,
, heldur einnig til sölu innan
lands og utan. Karakul-ær eru
j mjög dýrar og eftirsóttar.
Þess vegna eiga ekki að vera
í lögum nein ákvæði er leggja
nokkrar minnstu hömlur á
það, að menn geti komið upp
Karakul-ærstofni hér á landi.
^ — Kynblöndun með hreinrækt-
uðu Karakul-fé við önnur sauð-
I
íjárkyn, er að því leyti ábyggi-
legri og vissari, en flest önnur
kynblöndun, að Karakul-kindin
hefir svo stei’ka arfgengishæfi-
i leika, að við fyrstu blöndun
1 verður afkvæmið alltaf Kara-
kul. Það er því auðvelt og
fljótgert að koma upp Karakul-
fjárstofni með kynblöndun. Ef
menn aðeins hafa það hugfast
að ala aldrei upp nema undan
hreinræktuðum Karakul-hrút,
geta menn átt það víst, að fá
aldrei lamb, sem ekki er Kara-
kul. Þetta er margsönnuð stað-
reynd sem óhætt er að leggja
til grundvallar fyrir Karakul-
fjárræktinni. En ef menn
vilja fara út fyrir þetta af-
markaða svið, renna þeir blint
í sjöinn, t. d. ef látið er tímg-
ast saman 1/2-blóðs Karakul-
hrútur og íslenzk ær, getur
brugðið til beggja vona um
( hvort afkvæmið verður Kara-
kul eða íslenzkt. Þannig kyn-
blöndun gæti í mörgum tilfell-
! um aðeins orðið til skaða eins
( og allt sem menn ekki vita
fyrirfram um árangurinn af.
Fyrir Alþingi liggur nú
frumv. til laga um viðauka við
lög frá 1931 um innflutning
sauðfjár, sem felur í sér heim-
ild fyrir „ráðhei’ra, þegar Bún-
aðarfélag Islands mælir með,
að veita undanþágu frá ákvæð-
um þessara laga, um að lóga
skuli einblendingum, þegar
um Karakul-fjárkyn er að
ræða“. Greinargerð sú er fylg-
ir írumvarpinu ber það með
sér, að frumvarpið er aðallega
komið fram til þess að heimila
að menn geti fengið léyfi til
að ala upp og nota einblend-
ingshrúta af Karakul-fjárkyhi
til framhaldstímgunar, en hinu
virðist vera. gengið framhjá,
sem er þó aðalatriðið, að leyft
verði nú þegar að ala upp
innlendan Karakul-fjár-ærstofn,
á þann hátt er ég hefi hér að
framan gert grein fyrir. í
þeim viðaukalögum er væntan-
lega vei'ða sett á þessu þingi,
er mikilsverðasta atriðið, að
það verði skýrt og ákveðið
tekið fram, að leyfilegt sé, án
nokkurrar sérstakrar umsókn-
ar, að ala upp Karakulgimbr-
ar. Hitt skiftir miklu minna
rnáli, þótt einhverjar hömlur
séu á, að ala upp Karakul-
hrúta, en ég teldi samt heppi-
legast, að leyft verði uppeldi
Karakul-fjár yfirleitt, en ráð-
herra setti reglugerð um
hvernig kynblöndun skyldi
hagað, og ættartölubækur ætti
öllum að vera skylt að halda,
sem hafa Karakul-fjái’rækt
með höndum.
P. t. Landsspítalanum
16. nóv. 1933.
Þorbergur Þorleifsson.
m
Utgerðarmenn!
Munið eftir íslenzku öngul-
taumunum, þegar þið kaupið
veiðarfæri ykkar. 1. fl. efni.
V erðið samkeppnisfært. Sími
4156.
Foreldrar!
Klæðið börnin yðar íslenzkum
fötum í vetrarkuldunum.
Fjölbreytt úrval af fataefn-
um og káputauum.
6EFJUN
Laugaveg 10. Sími 2838.
A. S. V.
heldur kvöldskemmtun
í Iðnó á föstudag, 24. nóv., kl.
9 síðdegis.
SKEMMTISKRÁ:
1. Ræða: Iiaukur Þorleifsson.
2. Upplestur.
3. Ungherjar ASV sýna smá-
leik.
4. Einsöngur: Erling Ólafsson.
5. Ræða: Sigurður Halldórsson.
6. Karlakór verkamanna.
DANS á eftir.
(Hljómsveit Aage Lorange).
Aðgöngumiðar á kr. 2,00
verða seldir í Iðnó eftir kl. 5
á föstudag og við innganginn.
Ágóðinn rennur til allmennr-
ar styrktarstarfsemi félagsins.
Stjórnin.