Nýja dagblaðið - 25.11.1933, Blaðsíða 1
í DAG
Sólaruppkoma kl. 9.31.
Sólarlag kl. 2.57.
Uáflóð árdogis kl. 11,45.
Ljósatími liljóla og bifreiða kl. 3.35
e. m. til 8.50 árd.
Höfunduv hóianabvéfanna,
Thovavensen, handsamaðuv
Hinvik
i
Veðurspá: Suðvestau kaldi og
skúrir.
Söfu, skritstoíur o. 1L:
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
Jijóðskjalasafnið ....... opíð 1-4
pjóóminjasaí'niö lokað.
Náttúrugripasafnið lokað.
Alþýðubókasafnið .... opið 10-10
Listasafn Einars Jónssonar lokað.
Landsbankinn ......... opinn 10-1
Búnaðarbankinn ....... opinn 10-1
Utvegsbankinn ........ opinn 10-1
Utibú Landsbankans á Klappai--
stíg ................... opið 2-7
Sparisjóður Rvikur og nágrennis
opinn kl. 10-12 og 5-7
Pósthúsið: Brófapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan .... opin 10-5
Landsíminn ............ opinn 8-9
Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4
Fiskifél....Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samband ísl. samvinnufélaga
opið . . ........... 9-12 og 1-6
Sölusamband ísl. fiskframleiðenda
opið ............... 10-12 og 1-4
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipafél. íslands .... opið 9-6
Skrifst. bæjarins .... opnar 9-12
Skrifst. lögreglustj... opin 10-12
Skrifst. lögmanns .... opin 10-12
Skrifst. tollstjóra .... opin 10-12
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
Stjómarráðsskrifstofumar
opnar 10-12 og 1-4
Tryggingarstoínanir rikisins
opnar kl. 10-12 og 1-5.
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspitalinn ............ kl. 3-4
Landakotsspítalinn ............ 3-5
Laugarnesspitali ...... kl. 12*4-2
Vífilstaðahælið 12^-1% og 3^2-4%
Kleppur .................... kl. 1-5
Næturvörður í Reykjavíkurapóteki
og lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Bjöm Gunnlaugs-
son, Tjarnarg. 10, sími 2232.
Samgöngur og póstferðlr:
Póstbíll til Grindavíkur.
Skemmtanir og samkomur:
Nýja Bíó: þættir úr lífi fegurðtir-
drottningar, kl. 9.
Gamla Bíó: Götustrákar. Aðal-
hlutverk leikur Buster Keaton.
Alþingi: Fundur í báðum deildum
kl. 1..
Dagskrá útvarpsins.
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
Endurtekning frétta o. fl. þing-
i'réttir. 18,45 Barnatími. (Margrét
Jónsdóttir). 19,10 Veðurfregnir.
19,20 Tilkynningar. Tónleikar.
Dagskrá næstu viku. Jóhann Jós-
efsson alþingismaður. Erindi: Við-
skiptamál íslendinga og þjóðverja.
20,00 Klukkusl. Fréttir. 20,30 Erindi:
Á tímamótum. Arnór Sigurjónsson.
21,00 Tónleikar. Fiðlusólu (E. Sig-
fússon). •— Grammófónkórsöngur:
Rússnesk þjóðlög. Varlamoff:
Rússn. Barcarolle. (Leðurblöku-
kórinn). Danslög til kl. 24,00.
Manndráp á þýsku
landamærunum.
Berlín kl. 11,45 24/11 FÚ.
Austurrískir landmæraverðir
skutu í morgun á þrjá þýzka
hermenn, er voru hinu megin
við landamærin, og beið einn
þeirra bana. Ekki er enn kunn
ugt um ástæðurnar til árásar
þessarar, en málið var undir
eins tekið í rannsókn. Sagt er
að hermennirnir haf verið um
80—100 metra innan landa-
mæra Þýzkalands, og hafi enga
tilraun gert til þess að nálgast
austurrísku landamærin.
Franska stjórnin
fellur.
Berlín kl. 11,45 24/11 FÚ.
Eins og búizt var við í gær,
féll franska stjórnin við at-
kvæðagreiðslu um fjárlögin í
gærkvöldi. Meirihluti sá, sem
atkvæði greiddi móti stjórn-
inni, var af öllum flokkum,
bæði kommúnistar, jafnaðar-
menn, ný-jafnaðannenn, mið-
flokksmenn og hægriflokks-
menn.
í París búast menn við vand-
ræðum út af stjórnarskiptun-
um, því að í myndun nýrrar
stjórnar er ekki hægt að fara
eftir atkvæðagreiðslu þessari,
og munu þeir nú orðnir fáir í
Frakklandi, sem vilja taka að
sér forsætisráðherrastöðuna.
London kl. 17,00 24/11 FÚ.
Það hefir komið til tals að
formaður vinstra miðflokksins
í Frakklandi myndi stjóm, og
hefir hann í dag skorað á alla
miðflokkana eða flokksbrotin,
að sameinast um stjórnar-
myndun, í þeim tilgangi að
endurreisa fjárhag ríkisins.
Skýrslur um
bannið í Banda
ríkjunum,
London kl. 17,00 24/11 FÚ.
1 Bandaríkjunum hafa nú
verið birtar skýrslur um fram-
kvæmd bannlaganna, þau 18
ár, sem lögin voru í gildi.
Samkvæmt skýrslum þessum
hafa 100 löggæzlumenn verið
drepnir á þessum tíma, meðan
þeir unnu að bannlagagæzlu,
en meira en 600 hafa verið
særðir. Alls voru á þessum 13
árum teknir fastir fyrir bann-
lagabrot 800.000 menn,. og
gerðar upptækar eignir og ým-
iskonar áfengi fyrir ca. 910
miljónir króna.
Hann jáiaði fyriv lögvegluvétii seini í gævkvöldi
að hafa seni sex bvéf en neitaði að veva höf*
unduv fleivi bvéfa og að aðviv vævu meðsekiv.
Nokkur af hótanabréfum
þeim, er borizt hafa auglýsend-
um Nýja dagblaðsins, voru
birt í blaðinu fyrir nokkru.
Síðan hefir orðið vart við bréf
af þessu tægi öðru bverju.
Flest þeirra hafa verið til
verzlunarfyrirtækja, með yfir-
lýsingu um það, að „Sjálfstæð-
ismenn“ myndu hætta að
skipta við viðkomandi fyrir-
tæki, ef það héldi áfram að
auglýsa, eða að beitt myndi
verða við þau sömu aðferð og
beitt væri gegn „Gyðingum í
Þýzkalandi" af Nazistum þar.
Sum bréfin virtust hinsvegar
hafa verið send til „Sjálfstæð-
ismanna“ með áskorunum um
að framkvæma það, sem í hót-
unum fólst gegn viðkomandi
verzlunarf yrirtækj um.
öll voru bréfin nafnlaus og
vélrituð, en við samanburð
leyndi það sér ekki, að þau
myndu komin úr einum eða
tveimur stöðum.
Ýmsir þeirra, sem hótana-
bréfin fengu, kvörtuðu þegar
við lögreglustjóra, og óskuðu
eftir
Að rannsakaður yrði
uppruni bréfanna.
Lögreglan tók þvinæst málið
til rannsóknar. Var höfð gát á
þeim, sem lögðu grunsamleg
bréf í póst, og í gærdag hafð-
ist upp á manninum.
Það var milli kl. 2 og 3 eft-
ir hádegi í gær, að maður
kom inn í bréfapóststofuna og
keypti frímerki fyrir 2 krónur.
Jafnframt frímerkti hann eitt
bréf á póstborðinu. Það sást
þá, að þetta bréf, sem maður-
inn var að frímerkja, leit út
alveg eins og hótanabréfin.
Þetta bréf var lagt í póst-
bréfakassann inni á afgreiðsl-
unni.
Maðurinn fór svo út úr af-
greiðslustofunni og inn í gang-
inn fyrir handan hjá pósthólf-
unum. Þar tók hann upp sex
bréf og frímerkti og lét þau í
póstkassann þar. Hann var
þarna aleinn inni og mun hafa
haldið, að enginn sæi til sín.
En maðurinn sást og þekkt-
ist,
Það var Hinrik Ihor'
arensen læknir.
Bréf þau, er hér um ræðir,
bæði inni á bréfapóststofunni '
og frammi voru gerð upptæk
með úrskurði lögreglustjóra, 1
opnuð og rannsökuð.
sóknina, að í sex af umslög-
unum voru bréf samskonar
efnis og hótanabréfin, sem bor-
izt hafa undanfarna daga,
en í einu umslaginu j
því, sem afhent hafði
verið inni d bréfa-
póststofunni, var bréf
til firma hér í bæn-
um, undirskrifað af
Hinrik Thorarensen.
Hinrik Thorarensen var þá ,
tekinn fastur og yfirheyrður.
Hann játaði að hafa sent bréf- |
ið til firmans, sem hann hafði í
undirskrifað og lagt inn á ,
póststofuna,
ákveðið að vera nokkuð riðinn
við ritun eða útsendingu
þeirra hótanabréfa, sem áður
hafa borizt.
En ekki gat hann gert
grein fyrir, hvernig á því
stæði
Að bréfin eru í samskonar
umslögum, rituð á alveg sams-
konar papír, afrituð með sams-
konar kalkipappír, rituð með
samskonar ritvél og að í þeim
er samskonar orðbragð og
samskonar ritvillur.
Sum bréfin eru skrifuð ým-
ist með rauðu eða svörtu, og
þegar ritvél Thorarensens
fannst, sýndi það sig, að hún
er með rauðu og svörtu bandi.
Aðspurður í réttmum þrætti
Hinrik Thorarensen fyrir það,
að nokkrir hefðu verið
í vitorði með honum
við bréfaskriftirnar.
en neitaði að hafa
sent hiri~'sex bréfin.
og sagði, að maðurinn, sem
teldi sig hafa séð hann leggja
bréfin í póstkassann hlyti að
segja ósatt.
Þá var gerð húsrannsókn á
heimili hans. Ritvél, sem þar
átti að vera, fyrirfannst þá
ekki.
Þessa ritvél sagðist Hinrik
Thorarensen hafa keypt hjá
Gustav Sveinssyni lögfræðingi,
fyrv. fonnanni Varðarfélags-
ins.
En í bréfakörfu við skrif-
borð hans fundust um 100 ör-
litlar pappírstætlur, sem lög-
reglan tók í sínar vörslur.
Lögreglan vann þvínæst að
því hálfan annan klukkutíma
að setja pappírstætlurnar sam-
an og tókst það.
Þá kom í Hós að á
þessum pappírstætl-
um var frumritið af
þeim sex hótanabréf-
um, sem lögð höfðu
verið í póstkassann
þá um daginn-
Þá loksins játaði Hinrik
Thorarensen, að hann hefði
skrifað bréfin og lagt þau í
póstkassann.
En hann neitaði því alveg
Réttarhöldunum var lokið
seint í gærkvöldi, og var Hin-
rik Thorarensen þá látinn laus.
Laust fyrir miðnætti hringdi
blaðið til lögreglustjóra og
spurði hann, hvort réttarhöld
myndu halda áfram á morgun.
Lögreglustjóri g'af þau svör,1
að hann myndi snemma í dag
senda útskrift úr réttarprófun-
um til dómsmálaráðuneytisins
til frekari aðgerða og jafn-
framt úrskurða sig úr málinu,
þar sem hann er í útgáfufélagi
Nýja dagblaðsins og teldi því
sjálfsagt, að annar væri skip-
aður til að annast.
framhaldsrannsókn
málsjns og dóms-
álagning.
Við afbroti eins og því sem
hér um ræðir, liggur allt að
sex mánaða fangelsi samkvæmt
lögum nr. 84, 1933. — Auk
þess getur slíkur verknaður
valdið þeim, er fremur, skyldu
til hárrar skaðabótagreiðslu.
Utanáskrift þeirra sex bréfa,
sem tekin voru í póstkassan-
um, var til Morgunblaðsins,
Storms, íslenzkrar Endurreisn-
ar, Áfengisverzlunar ríkisins,
Sigurðar Jónassonar forstjóra
— og loks eitt afrit til Nýja
dagblaðsins, og er það í fyrsta
sinn, sem því hefir verið sýnd
slík kurteisi!