Nýja dagblaðið - 25.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.11.1933, Blaðsíða 2
2 N Ý J A D A G B L A Ð I Ð Saga Hafnarfjarðar I eínstök hetti og öll í heild, eru nú komin í bókaverzlanir. Stórmerkt rit með ógrynni fróðleiks um hagi lands og þjóðar á liðnum tímum. Fjöldi ágætra mynda prýðir bókina. Aðalumboðsmaður Valdimar liong- Hatnarfirði Frá Alþingi I efri deild voru í gær 10 mál á dagskrá og 13 í neðri deild. 1 efri deild voru kosninga- lögin til 1. umræðu. Gerði dómsmálaráðherra stutta grein fyrir hvernig frv. væri upp- haflega til orðið. En það var þannig, að tilnefndir voru í sumar, eftir ósk M. G., 3 menn, sinn af hverjum flókki, til að semja frv., en síðar breytti M. G. frv. eins og honum þótti henta og var það borið fram sem stjórnarírumvarp, en ekki af hálfu nefndarinnar. Þá gat M. G. þess, að á frv. hefðu verið gerðar ýmsar breytingar í neðri deild. Þá talaði Jón Baldvinsson og taldi frv. hinn mesta ó- skapnað eins og það nú væri orðið, og sagði að það væri til þess fallið að gera hina nýju stjórnarskrá óvinsæla hjá al- menningi. Jón í Stóradal talaði þá og mælti með þeim breytingum, er gerðar hefðu verið í neðri deild. Gat hann þess um leið, að hann myndi tæplega hafa verið á móti stjórnarskrárfrv. á sl. vori, ef hann hefði þá vitað, að kosningalögin yrðu þannig úr garði gerð sem nú væri frá þeim gengið af neðri deild. Guðrún Lárusdóttir mót- mælti því, að kosning væri á- kveðin á sunnudegi og taldi það vera brot á helgidagalög- gjöfinni. Kvaðst hún myndi bera fram breytingartillögu um þetta efni. Jón Þorláksson andmælti þeirri skoðun, að ekki mætti raða mönnum fyrirfram á land- lista, og sagði, að landskjörnu þingmennirnir, sem boðnir hefðu verið fram af flokks- stjórnum, væru sízt lakari en aðrir þingmenn. Allsnörp orðasenna varð á milli þeirra Jóns í Stóradal og Jóns Baldvinssonar, og töluðu báðir sig dauða. En þau atriði frv., sem þarna var helzt vikið að, er annarsvegar ákv. um að fram- bjóðendurnir í kjördæmunum skuli allir vera á landlista og hinsvegar, að yfirlýsing fram- í gær. bjóðanda og 12 manna annara nægi til þess, að frambjóðand- inn sé talinn til ákveðins flokks, þótt ekki sé viðurkennt af flokknum sjálfum. Landhelgisgæzl- an viö Austurland Ingvar Pálmason, Páll Her- mannsson og Bjöm Kristjáns- son flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjómina að hlutast til um, að haldið verði uppi fullkomnari landhelgis- gæzlu við austur- og norðaust- urströnd landsins en verið hef- ir hin síðustu missiri“. Viðurkenning til Einars M. Einars- sonar skipherra. Jónas Jónsson flytur svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar í sameinuðu Alþingi: „Sameinað Alþingi þakkar Einari M. Einarssyni sýndan afburðadugnað við að verja landhelgi íslands og við björg- un skipa og manna, og ályktar að skora á landsstjórnina að láta hann halda áfram starfi sínu, meðan heilsa hans og þrek leyfir“. Tillögunni fylgja þrjú fylgi- skjöl: Áskorun útgerðarmanna og sjómanna í Vestmannaeyj- um, sem er samhljóða síð- ara hluta þingsályktunartillög- unnar, ummæli frá erlendu vá- tryggingarfélagi, skipstjóra og útgerðarmönnum, um björgun- arstarf Einars M. Einarssonar og umsögn Friðriks Steinsson- ar erindreka Fiskifélagsins um landhelgisgæzluna á Austfjörð- um. Sildarverksmiöja á Baufarhöfn^ Björn Kristjánsson flytur til- lögu um, að ríkið kaupi og starfræki síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn. Er till. flutt sem viðaukatillaga við frv. um síld- arverksmiðju á Norðurlandi. Verksmiðja þessi er eign norskra manna, og hefir starf- semi hennar legið niðri öðru hverju. Blindravinafélag Islands. Naumast er það íslenzkri þjóð vansalaust, hversu lítið hún hefir gert fyrir sína blindu menn. Hið opinbera eða félög hafa ekki látið mál þeirra til sín taka þar til allra síð- ustu árin, að nokkur hreyfing hefir risið til styrktar þessu mikla nauðsynjamáli. Sá maður, sem mestan á- huga og alúð hefir sýnt mál- efnum blindu mannanna, er Þórsteinn Bjarnason, iðnaðar- maður hér í bænum. Vorið 1927 byrjaði Þórsteinn að kenna nokkrum blindum mönnum körfugerð, og nokkru síðar bættist burstagerð við. Mennirnir unnu að þessu heima hjá sér og voru mun- irnir síðán seldir í einni verzl- un bæjarins. Þessi frumstæða byrjun, sem borin var uppi af áhuga eins manns vakti fleiri til umhugsunar um málið og varð upphaf frekari fram- kvæmda. Veturinn 1931 hefja þau Þorsteinn og Margrét Ras- mus, forstöðukona málleys- ingjaskólans máls á því, að stofna félag til hjálpar blind- um. Fyrir beiðni þeirra hóf séra Þorsteinn Briem máls á þessu á safnaðarfundi hér í bænum þá um haustið. 1 jan- úarmánuði um veturinn var síðan stofnað „Blindravina- félag Islands". Fyrsta verk félagsins var að afla sér sem nákvæmastra upplýsinga um blinda menn, hvar sem var á landinu, hvern- ig högum þeirra væri háttað, og hvað unnt væri fyrir þá að gei-a. Skóli fyrir blinda menn var stærsta og bráðasta verkefni félagsins. Var ungfrú Ragp- heiður Kjartansdóttir kennslu- kona ráðin til utanfarar til þess að kynna sér allt, er að kennslu blindra lýtur. Snemma í síðastliðnum mán- uði var svo fyrsti blindraskóli íslands settur. Húsnæði hefir skólinn á Elliheimilinu, en kennsluna annast ungfrú Ragn- heiður, sem hefir nú kynnt sér rækilega rekstur samskonar stofnana erlendis. Vinnustofa er þegar stofnsett í sambandi við skólann. Þar vinna nú blindu mennirnir að iðn sinni — einkum körfu og burstagerð — við stórum bætta aðstöðu í góðum húsakynnum. Enda er árangurinn af starfi þeirra þar- eftir. T. d. afkastar einn þeirra tvöfalt meiru en áður. Skólastofnunin er gæfusam- legt starf Blindravinafélagsins. En framundan eru mörg merk verkefni. Skólinn þarfnast full- kominna áhalda, og bækur þarf að prenta fyrir blinda menn. Þetta kostar mikið fé. Það ætti að vera metnaðarmál hvers góðs íslendings að rétta blind- um manni hjálparhönd. En það verður bezt gert með því að efla Blindravinafélag Is- lands. Margir stanza við sýn- ingarglugga Körfugerðarirmar í Bankastræti og undrast smíðisgripi blindu mannanna. QSófmcuntxr - íþróttir - íiötir Svar til Freymóðs Jóhannssonar. Ég hefi nú um skeið skrifað dóma um listsýningar í Morg- unblaðið. - Mér ef það fyllilega ljóst, að það er mikið vanda- verk að skrifa um listir, sér- staklega án þess að geta sýnt um leið myndir til skýringar því sem sagt er. Ég gerði mér þegar grein fyrir, að gera yrði glöggan mun á því, sem gott er og gagnlegt, og hinu, sem lélegt er og beint menn- ingarspillandi. Því í því er ég sammála Freymóði, að listin á að vinna að menningu þjóðar- innar 1 heild. Eins og mörgum mun nú vera ljóst, hefir ríkt hér háskalegt dómgreindarleysi á þessu sviði. Blöð og tímarit hafa flutt langar skjallgreinar um algert fusk. Greinar þess- ar hafa sýnilega sumar verið eftir alómenntaða menn á þessu sviði sem öðru, en aðrar eftir menn sem eiga að teljast með menntuðustu mönnum þjóðarinnar, þó grein- ar þeirra hafi flestar borið með sér, að lítið var um þekk- ingu og skilning. Svo hefir vanalega verið smeygt inn í greinar þessar einhverjum dylgjum eða óhróðri um okkar beztu málara, þetta þó líklega frekar af þekkingar- og skiln- ingsleysi, en illvilja eða löngun til að hefja upp meðalmennsk- una eða annað, sem er enn lak- ara, til hnekkingar hinum kjarnmeira gróðri. Ég vissi fyrir að fúskararnir myndu hervæðast gegn þessum skrif- um mínum. Enda hefir ekki staðið á því. Svo að segja öll- um mínum listdómum, sem ekki hafa verið beint hrós, hefir verið andmælt, oft á mið- ur siðsaman hátt, af mönn- unum sjálfum eða þeirra vin- um. Jafnvel hefir kveðið svo rammt að, að mér hefir verið hótað, að vakinn skyldi upp draugur mér og mínu fólki til bana, þetta hefir þó ekki birzt á prenti. En hvað sem öðru líður hefi ég jafnan hlynnt að öllum þeim listamönnum, sem ég hefi fundið að sóktu fram á við til eflingar íslenzkri list. Og með- an ég skrifa um list, mun ég einungis segja það, sem ég álít sannast og réttast, og ekkert tillit taka til, hvað einum eða öðrum þykir ver í þann og þann svipinn. Ég reyni í ritdómum mínum að tilfæra rök fyrir skoðun minni á manninum sem mál- ara og listaverkunum sem slíkum. Freymóður ætlar sér víst að afsanna dóm minn um Krist- ján Magnússon, með því að staðhæfa, að Kristján hafi byrjað hér að mála vetrar- myndir, og að hann máli beint eftir náttúrunni. En sannleik- urinn er sá, að flestir íslenzkir málarar hafa málað einhverjai' vetrarmyndir og sumir löngu áður en Kristján fór að mála, og allir hafa þeir málað eftir náttúrunni. En það hefir sýnilega meiri áhrif á suma menn að sjá 10— 20 slæmar myndir en 1 eða 2 góðar. Annars hefir það minni þýðingu hvað málað er, heldur en hitt, hvernig það er gert. Lítið kvæði eða jafnvel staka eftir Jónas Hallgrímsson hefir meira menningargildi, heldur en langar rímur með miklu tilfinningaglamri um kónga og riddara eftir Símon Dalaskáld. Freymóður segir ennfremur: „Nú er kominn tími til að hér komi til sögunar listdómari, sem er víðsýnn gáfumaður með hæfileika og vilja til þess að skilja listamennina — ekki einn heldur alla“. Allir geta tekið undir þetta. En Frey- móður kemur þama inn á hugsun, sem hann og hans lík- ar hafa viljað koma inn hjá fólki, að þeirra verk væru af- sprengi þeirra skóla eða stefna, sem við hinir vildum ekki viðurkenna eða skildum hreint ekki. Én sannleikurinn er sá, að slíkir væmnir glanz- myndamálarar, sem Freymóð ur, Kristján og fl. eru til með öllum þjóðum og í kringum alla skóla og stefnur. Þeir vaða uppi jafnt í Frakklandi sem í Ameríku, Þýzkalandi sem Englandi, og þeir hafa verið til á öllum tímum, sem nokk- urskonar snýkjudýr á listinni. Þeir hafa litla, ef nokkra list ræna tilfinningu, sjá flest með annara augum og líkja eftir leiknustu málurum sinna tíma eða fortíðarinnar, en nais- skilja þó það góða, sem í þess- ara manna verkum er. Fyrir þessum fúskurum er leiknin öllu ofar. Þeir ná því ekki öðru, eða sjá kannske heldur ekki annað en þynnsta yfir- borðsgljáann, sem lítið eða ekkert minnir þann á náttúr- una, sem hefir opin augun fyr- ir dýrð hennar og mikilfeng- leik. Eða heldur Freymóður, að þetta litaða „Marsipan" i Island, sem hann sýnir í mynd t um sínum, sé nokkur ímynd i hins sanna íslands. Þó þessir 1 menn setji sjaldan ljós sitt undir mæliker, ber ekki mikið á þeim.meðal góðmálara menn- ingarþjóðanna, þó trana þeir sér alstaðar fram, þar sem þeir geta, því sjaldan vantar ein- urðina. Jón Þorleifsson. Þeir eru svo vel gerðir, að ekki yrði betur gert af sjá- andi mönnum. Kaupum muni blindu mann- anna framar öðru. Með því styðjum • við göfugt málefni um leið og við eflum íslenzk- an iðnað. I stjórn Blindravinafélagsins eru nú: Próf. séra Sigurður Sívertsen formaður, Þórsteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri, Margrét Th. Rasmus, Halldóra Bjarnadóttir og Sigurður Thor- lacius, skólastjóri.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.