Nýja dagblaðið - 06.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 06.12.1933, Blaðsíða 1
NyJA DAGBIAÐIÐ 1- ár. Reykjavík, miðvikudaginn 6. des. 1934. 34. blað. I brezka parlamentinu i gærdag kunngerði nýlendumálaráðherrann brétaviðskipti brezku stjórnarinnar og írsku trírikisstjórnarinnar — De Valera heimtar að Irland veröi algerlega óháð, frjálst og íullvalda ríki. Ráðuneyti írlands. í fremri röð sitja (séð frá vinstri): Aiken hermálaráðherra, Rutfedge fiskiveiðaráðherra, de Va- lera ráðuneytisforseti, Dr. Ryan landbúnaðarráðherra, Derrig kennslumálaráðherra, Geobegan dómsmálaráðherra. ÍDAG Sólaruppkoma kl 10,02. Sólarlag kl. 14,35. Hálflóð árdegis kl. 7,55. Háflóö síðdegis kl. 8,15. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3,20 e. m. til 9,10 árd. Veðurspá: Austan kaldi. Úrkomu- laust að mestu. Söfn, skrifstofur o. fL: Landsbókasaínið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 pjóðminjasafnið lokað. Náttúrugripasafnið lokað. Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Listasafn Einara Jónssonar opið 1-3 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ....... opinn 10-3 l Jtvegsbankinn ...... opinn 10-1 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10-12 og 5-7Vi Pósthúsið: Brófapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið kl. 9-12 og 1-G Sölusamband ísl. fiskframleiðenda 10-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. iögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 ogl-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir rikisins opnar. kl. 10-12 og 1-5. Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8 Lögregluvarðstofan opin allan sól- arhringinn. Alþingi: Fundur i báðum deildum kl. 1. Heimsóknartiml s]úkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 34 Landakotsspítalinn ............ 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12V4-2 Vífilstaðahælið .. 12y2-2 og 3Vi-4y2 Kleppur .................... kl. 1-5 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Grænland lcallar, kl. 9. Gamla Bió: Konungur ljónanna, kl. 9. Samgöngux og póstlerðix: ísland væntanlegt i kvöld frá Færeyjum og Kaupmannahöfn. Póstferð til Reynivalla. DagskxA útvarpslns. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 llá- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. þing- fréttir. 19,00 Tónloikar. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Tilkynningar Tón- leikar. 19,35 Tónlistai'fræðsla, VÍT. (Emil Thoroddsen). 20,30 Erindi. þættir úr náttúrufræði: 'Samræm- ið i náttúrunni. (Arni Friðriks- son). 21,00 Ópera. Gounod: Faust. London kl. 17,00 5/12 FÚ. í neðri málstofu brezka þingsins las samveldismálaráð- herrann í dag bréf þau er stjórn írska fríríkisins og stjórn Bretlands hafa farið á milli undanfarna daga, um samband þessara tveggja ríkja. Segir stjórnarforseti frírík- isins, De Valera, í bréfi sínu, að fríríkisstjórnin óski að skýra til fullnustu afstöðu írsku þjóðarinnar. Hún hafi aldrei leitað sambands við brezka ríkið; hún hafi aldrei af frjálsum vilja verið í neinu slíku sambandi; hver kynslóo- in á fætur annari haíi barizt fyrir því, að varðveita réttinn til þess að vera sjálfstæð þjóð; og hvenær sem að írska þjóð- in hafi beygt sig fyrir Bretum hafi hún gert það nauðug. Við- víkjandi samningunum 1921 óski hann að taka það fram, að írar hafi því aðeins gengið að þeim, að hótað var ófriði ella, en írska þjóðin hafi aldrei litið á þá, sem fullnaðarráð- stöfun, viðvíkjandi sambandi sínu við Englánd, og því síður sem viðurkenningu á rétti Eng- lands til þess að vera þrándur í götu þjóðfélagslegrar þróun- ar írsku þjóðarinnar. Hann segir, að aldrei verði varanleg vinátta milli ríkjanna á grund- velli núverandi sanminga. Þá víkur De Valera að yfir- lýsingu Thomas frá 14. nóv. s. 1. um það, að brezka þjóðin óski að reka stjórnarstefnu vinsamlega við fríríkið, og fullvissar hann brezku stjórn- ina um það, að írska þjóðin óski þess sama sem fullvalda þjóð, og að slík yfirlýsing brezku stjórnarinnar til full- valda þjóðar mundi jafnan verða kærkomin sem fyrsta skref til vinsamlegrar sam- vinnu. Svar brezku st j órnarinnar var sent í dag. Það hefst á því, að segja að stjórnin geti ekki fallizt á lýsingar De Valera á sambandinu milli landanna eins og þær komi fram í bréfi hans. Með samningunum 1921 hefði brezka stjórnin óskað að binda enda á langa deilu milli beggja þjóðanna. Brezka stjórnin vilji benda á það, að samningarnir hafi verið formlega samþykkt- ir af kjörnum fulltrúum írsku þjóðarinnar, og síðan staðfest- ir af þjóðinni sjálfri að lokn- um nýjum kosningum. Tíma- bilið 1921 til 1932 hafi verið tímabil vaxandi framfara og vinsamlegrar samvinnu beggja landa, og verði því að mót- mæla, að ekki geti orðið um varanlega vináttu þjóðanna að ræða á grundvelli gildandi samninga. Brezka stjórnin kveðst ekki geta trúað því, að það sé yfir- vegaður ásetningur írsku frí- ríkisstjórnarinnar að afneita sanmingunum, og kveðst því ekki finna sig knúða til þess að gera grein fyrir því, hver myndi vera afstaða Breta- stjórnar ef til slíks kæmi. Irska fríríkið hefir fullvissu um fullkomið leyfi af hálfu Breta til þess að ráða sér sjálft innan samveldisins brezka, segir orðsendingin. Lansbury, forseti verkamanna- flokksins, spurðist fyrir um það, hvort brezka stjórnin hefði í hyggju að ræða þetta mál við stjórnir annara sam- veldislanda, og svaraði Thomas á þá leið, að málið varðaði að- eins StóraBretland og írland, sem samningsaðila. „Við höf- um aldrei, og munum aldrei loka leiðinni til vinsamlegra samninga við írska fríríkið“, sagði hann að lokum. Fullnaðarúrslit spönsku kosning- anna. London kl. 17,00 5/12 FÚ. Fullnaðarniðurstöður spænsku kosninganna eru, að hægri flokkarnir hafa fengið 207 þingsæti, miðflokkarnir 150 og vinstri flokkarnir 116 þing- sæti. Kosningu varð að endurtaka í helmingi kjördæmanna vegna þess, að þar fengu frambjóð- endur ekki áskilinn atkvæða- fjölda. Þetta eru úrslit síðari kosningarinnar. Á Spáni eru nú hvarvetna í landinu viðsjár miklar, en hvergi hefir þó enn komið til alvarlegra óeirða. Sumstaðar hafa verið hafin allsherjar- verkföll, og víða hafa talsíma- og ritsímaþræðir verið slitnir sundur. Aðallega óttast menn að til óeirða komi í Bareelona. Af ótta við óeirðir hefir stjórnin lýst yfir því að her- lög séu gengin í gildi, og allar borgir í umsátúrsástandi. Yfir- völdin í Barcelona hafa tekið að sér stjórn á öllum samgöngu- tækjum, og hafa tilkvnnt flutningaverkamönnum, sem gert höfðu verkfall, að þeir skuli hafa tekið upp vinnu sína í kvöld, en muni annars verða sviftir atvinnu. Sjálfstæði Ira „innan brezka heimsveldisins“ var viðurkennt 6. des. 1922. En „írska frírík- ið“, sem svo er kallað nær ekki yfir allt Irland. Ulster, sá landshlutinn, þar sem flest- ir enskumælandi menn búa, hefir þing og stjóm út af fyr- ir sig í beinu sambandi við Breta. De Valera hefir verið ráöu- neytisforseti írlands (fríríkis- ins) síðan 9. marz 1932, og 19. maí sama ár samþykkti írska þingið að afnema hollustueið- inn til Bretakonungs, sem írsk- ir þingmenn áður höfðu orðið að vinna. Um þessa ákvörðun írska þingsins hafa síðan stað- ið harðar deilur milli Breta og íra og sömuleiðis skuldaskipti landanna. Lögðu Bretar í refs- ingarskyni háan toll á allar írskar vörur. Fríríkið hefir um 3 milj. íbúa, (en Ulster 1% milj.). Höfuðborgin Dublin hefir rúml. 300 þús. íbúa. Öll þorp og bæir í landinu 500 íb. og stærri fá rafmagn frá hinni risavöxnu af lstöð við Shannon-f lj ótið, sem tekin var í notkun 1929. Bannið í Banda- ríkjunum var ekki afnumið í gær. London kl. 17,00 5/12 FÚ. I Bandaríkjunum höfðu menn vænst þess, að vínbann- ið yrði úr gildi numið í dag, en af ástæðum, sem ekki er kunnugt um, hefir stjórnin í Utah frestað því að staðfesta kosningaúrslitin um bannið í ríkinu, en þar sem Utah var 36. ríkið, sem samþykkti afnám ■ bannsins, var þessi staðfesting nauðsynleg áður en bannið yrði afnumið. I höfnum Bandaríkanna ligga í dag útlend skip hlaðin víni, sem ekki mátti skipa í land, og andbanningar urðu að fresta drykkj uveizlum sín- um, sem víðsvegar höfðu ver- ið áformaðar. 60 þúsund flóttamenn. London kl. 17,00 5/12 FÚ. Nefnd sú, sem skipuð var að tilhlutun Þjóðabandalagsins til hjálpar þýzkum flóttamönnum erlendis, hélt fyrsta fund sinn í Genf í morgun, og var Cecil lávarður kjörinn forseti fund- arins. I nefndinni eiga sæti fulltrúar 15 þjóða. Á fundinum kom það í ljós, að 60 þúsundir þýzka flóttamanna dvelja nú erlendis, en af þeim eru 51 þúsund Gyðingar. I Frakk- landi eru 25 þúsund flótta- menn, í Sviss 2500, og í Eng- landi 3000. Úlfar herja á bæi í Búlgaríu. Kalundborg kl. 17,00 5/12 FÚ. Kuldabylgjan, sem undanfar- ið hefir gengið yfir Evrópu er nú komin til Balkan. I Búlg- aríu er sumstaðar 32 stiga frost á Celsíus í dag og hafa úlfar víða leitað til bæja og gert mikinn usla. Siglingar á Svartahafi búast menn við að teppist alvai’Iega, ef þessu heldur áfram. Þýzkur spíritus. Kalundborg kl. 17,00 5/12 FÚ. Tollgæzlumenn á Sjálandi stöðvuðu í nótt sem leið flutn- ingsbifreið, sem var á leið ffá Kóge til Kaupmannahafnar, og þeim þótti grunsamleg. I bif- reiðinni reyndist að vera 1500 lítrar af smygluðum þýzkum spíritus. I bifreiðinni voru 2 menn, Morian Hansen, sem er frægur hraðaksturskappi í Danmörku og Lars Pedersen, alkunnur smyglari í Danmörku.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.