Nýja dagblaðið - 06.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 06.12.1933, Blaðsíða 2
N Ý J A DAGBLAÐIÐ s ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu kl. 8(4 í kvöld. — Umræðuefni: Framsóknarflokkurinn fyr og nú. Aiþingi. Mál aígreidd á Alþingi. Málshefjandi: Gísli Guðmundsson. Félagar sýni skírteini við innganginn. Mætið stund- víslega. Félagsstjórnin. Annáll. Fiskiþing Sunnlendingafjórð- ungs hefir nýlega verið lialdið A Akranesi. Á því mættu þrír full- trúar. Fréttir írá pórshöfn. Laugar- dagsmorguninn 25. fyrra mánaðar kom upp eldur í dúnhreinsunar- vél á Syðra-I.óni á. Langanesi. Var vélin í hesthúsi, sem er áfast við fjós bóndans. Læsti eldurinn fljótt um sig og komst í timburskilrúm, sem er á milli fjóssins og hest- hússins og þegar menn komu að voru tvær kýr dauðar í fjósinu, en eldurinn varð brótt slökktur. Tjón bóndans Guðmundar Vil- hjólmssonar fyrv. kaupfélags- stjóra, er þó tilfinnanlegt, þar sem hann missti þarna 2 kýrnar af þremur, dúnhreinsunarvélina og húsin eru fyrir skemmd- um. — í sumar og haust fiefir verið einmunagóð tíð og hlý. Heyfengur bæði mikill. og góður. Aftur var sauðfé í haust með rýrasta móti til frólags. — Fisk- afli á Langanesi var nokkuð mis- jaín í sumar. Var mjög rýr á Skálum, en á þóráhöfn fengu trillubátar 80—210 skippund yfir sumarvertíðina. Eru því hæstu bátarnir með góðan afla og betri en í meðallagi. Nú er dágóður fiskafli (skrifað seint í nóvember) þegar á sjó gefur, en flestir bátar liættir róðrum fyrir nokkru. (Fréttaritari Nýja dagbl.). Jólapóstarnir. Margir munu hafa í hyggju að senda frændfólki og kunningjunum út á landi gjafir, kort o. fl. fyrir jólin. Ferðir héð- an úr bænum fyrir jól verða þessar: 7. des. Norðan og vestanpóstur. 8. — Dettifoss til ísafj., Siglu- fjarðar og Akureyrar. 8. — Suðurlandspóstur. 11. — Esja austur um land i hringferð. 14. — Dettifoss til Hull og Hamborgar. 20. — Suðurland til Borgarn. 20. — Norðan og vestanpóstur. 22. — Suðurlandspóstur. Fyrir þá, sem senda þurfa til staða, er illa liggja við samgöng- um, skal vakin athygli á þvi, að öruggara er að nota póstferðina norður og vestur um, sem verður þann 7., heldur erv hina, sem verð- ur 20. þ. m., því vafalaust mun margt af því, sem sent verður þann 20. des., ekki komið til við- takenda fyrir jól. Verðlag á útge'rðarvörum. Á fjórðungsþingi fiskdeilda Vest- fjarða var samþykkt m. a. svo- hljóðandi tillaga: „Fjórðungsþing- uð skorar á stjórn Fiskifélagsins að birta i tímariti félagsins skýrslu með samanburði á verð- lagi á útgerðarvörum hér og í Noregi og öðrum nógrannalönd- um, svo sem olíu, koli, saiti, ben- zíni og véiðarfærum". Kigningar í október voru' all- miklar, 36% umfram meðallag, eða 1* 1 2/-j sinnuin meðalúrkoma á öllu landinu. Tiltölulega mest var hún á Akureyri, 137% umfram meðallag eða ‘l1/* sinnum meðal- fu'koma. Úrkomudagar voru 4 ílciri en venjulega. Mest mónaðar- úrkoma mældist í Vík í Mýrdal, 283.6 mm. og mest sólarhringsúr- koma á sama stað, 74,4 mm. Sólskin i Reykjavík. í október- mánuði var sólskin töluvert skem- ur en verið hefir undanfarin ár og ekki nema 24% - af því, sem mest gæti verið. Alls naut sólar við yfir októbermánuð í 73.2 st., en meðaltai 10 undanfarinna ára er 98.3 st. Stjörnuhröp. 9. okt. kl. 19—20.30 sáust óvenjulega mikil stjörnu- hröp i Vestmannaeyjum. Stjörnu- hröp þessi sáust einnig erlendis og eru slæðingur úr halastjörnu, s'em sást árið 1900 af þeim Gia- cobini og Zinner. Samskonar stjörnuhröp í minni stíl sóust 9. okt. 1926. — (Veðráttan). Austurríska stjórnin hefir gert upptækar allar eignir Nazista- flokksins þar í landi. Áður hefir flokkurinn verið úrskurðaður ó- löglegur og bann lagt við því, að bera merki hans. — FÚ. Vitnaleiðslum i mólinu út af þinghússbrunanuni verður lokið á miðvikudaginn. Verður þá hlé á réttarhöldunum um óákveðinn tíma, svo að verjendururnir fái næði til að undirbúa varnarræður sínar. -r FÚ. pýzka loítvamafólaglð hefir gef- ið .út áskorun til almennings um að láta byggja herbergi í hverju húsi, sem sé tryggt gegn loftó- rásum. Segir í óskoruninni, að þetta sé ekki aðeins nauðsynlegt til tryggingar gegn loftárásum, heldur mundi það og veita tug- um þúsunda manna atvinnu, ef það væri gert í öllum húsum þýzkalands, en þau erú tvær milj- ónir að tölu. — FÚ. Þessi mál hafa nú fengið fulinaðarafgreiðslu á þinginu: Stjórnarfrumvörp samþykkt: 1. Frv. til stjómarskipunar- laga um breyt. á stjórnarskrá konungsríkisins íslands, 18. maí 1920 — Samþ. sem lög 22/11. 2. Frv. til laga um samkomu- dag reglulegs Alþingis árið 1934. — Samþ. sem lög 24/11. 3. Frv. til laga um afnám laga nr. 81 19. júní 1933 og um framlenging á gildi eldri laga um verðtoll. — Samþ. sem lög 24/11. • 4. Frv. til laag um breyt. á lögum nr. 52 8. sept. 1931 og á lögum nr. 15 14. júní 1929 (Útflutningsgjald af síld o. fl.). — Samþ. sem lög 24/11. Þingmannafrumvörp felld: 1. Frv. til 1. um strandferðir. — Fellt í Nd. 23/11 frá 2. umr. Þingsályktunartillögur sam- þykkiar: 1. Till til þál. um rannsókn á húsnæði fyrir íornmenja- og málverkasafnið. — Samþ. sem ályktun efri deildar 21/11. 2. Till til þál. um húsnæði handa Tónlistarskóla Islands í Þjóðleikhúsinu. — Samþ. sem ályktun neðnri deildar 22/11. 3. Till. til þál. tmr endurskoð- un á lögum um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða. — Samþ. sem ályktun neðri deildar 22/11. 4. Till. til þál. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán handa rafveitu Austur-Húnavatnssýslu. Samþ. sem ályktun Alþingis 25/11. 5. Till til þál. um greiðslu- frest á fasteignaveðslánum bænda. — Samþ. sem ályktun Alþingis 25/11. Jónas Jónsson flytur fjórar svohljóðandi tillögur til þings- ályktunar í efri deild: 1. Verzlunarrekstur opln- berra stnrfsmnnna. Efri deild Alþingis ályktar að skora á stjómina að undir- búa fyrir næsta þing löggjöf, sem bannar og leggur við em- bættismissi, ef starfsmaður í opinberri þjónustu ríkis eða bæjarfélaga verzlar fyrir land- ið eða bæjarfélag við verzlun, sem starfsmaðurinn á sjálfur eða hefir eignarhlutdeild í. 2. Hámarkslaun og land- aurar. Ræktunarframfarir á Akranesi. Á þessu ári hafa Akurnesingar aukið túnrækt sína um: sáðslétt- ur 24,5 hektara, þaksléttur 0,45 hektara, framræsluskurði 3372 ten.m., loki'æsi 468 metra, girð- ingar 4858 metra, áburðarhús og safnþrær 554 dagsverk. Auk þess hefir verið hafinn undirbúningur á niikilli ræktunarviðbót ó næsta vori. Gestir í bænum: Ingþór Björns- son bóndi Óspaksstöðum, Hjálmar Vilhjólmsson bæjarstjóri Seyðis- firði, Sigurður Vilhjólmsson út- vegsbóndi Hánefsstöðum við Seyðisfjörð, Sæmundur Eggerts- son Akranesi. Frakkar og Danir semja um smjör og vín. Undanfarið hafa staðið yfir samningaumleitanir milli Fi’akka og Dana um aukna vöruskiptaverzlun. Segja nýkomn- ar fréttir, að þegar hafi náðst samkomulag um nokkur atriði og muni mega telja það sem undir- stöðu frekari samninga. það, sem náðst hefir samkomulag um, er, að auka verzlun milli landanna þannig, að Frakkar kaupi meira smjör af Dönum, eða um 400 tonn umfram það, sem áður hefir ver- ið leyft, en Danir kaupi af þeim í þess stað, járnbrautarteina og vín, sem samsvari aukningu smjörkaupanna. Efri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjómina: 1. Að flytja fyrir næsta þing frv. um hámarkslaun, þar sem hver einstakur skattþegn verði að greiða í ríkissjóð af persónulegum tekjum sínum 80% af þeirri upphæð, sem er fram yfir 8000 kr., þó að frá- dregnum sköttum til ríkis, bæjarsjóðs og þjóðkirkjunnar. 2. Að láta Hagstofu Islands finna undirstöðu að nýjum landaurareikningi, þar sem verð á afurðum landsins yrði grundvöllur undir öllum kaup- QSófraemxttr - íþróttir - íietir Jónas Rainar. Þegar hænui gala. Hunde bades. Utgefandi Þorst. M. Jónsson. — Ak. 1933. Jónas Raínar er einna kunn- astur af smásögum sínum. Hið fyrsta af því tagi frá hans hendi, sem eftirtekt vakti, var smásaga er birtist í tímaritinu Nýjar kvöldvökur og hét hún: í lestinni. Þessi litla smásaga hefir að geyma bráðskemmtilega lýsing á ferðalagi síldarkvenna og sjómanna heim til sín úr sum- arvinnunni — í lestinni á Botníu. Þessi saga sýndi að höf. kunni prýðilega að segja frá smávægilegum atburðum og lýsa hversdagslegum hlut- um, þannig, að eftir því yrði tekið. Síðar hefir höf. samið fleiri sögur af líku tæi, og tekizt það vel. Þær tvær sög- ur, sem hér ræðir um, eru sérprentaðar úr Nýjum kvöld- vökum. Þær eru stuttar, önn- ur 32, hin 39 bls., báðar vel læsilegar, látlaust ritaðai' og á góðu máli, og er yfirleitt allt gott um þær að segja. En annars gefa þessar tvær smásögur enganveginn full- komna hugmynd um höfund- inn, sem von er. Hann hefir með þeim ekki færzt í fang annað eða meira en það sem honum var mjög viðráðanlegt þótt hann hefði ekki náð nærri því eins miklum frásagnar- hæfileika og raun er á. Af sögum þeim er Jónas Rafnar hefir ritað, er bókin Stakstein- ar lang veigamest. Það er saga hversdagsmannsins algerlega látlaus frásögn um fábreytta æfi manns, sem af flestum myndi vera talinn lítilsigldur, jafnvel ómerkilegur. Það er nú svo, að æfikjör fátækra verka- manna og efnalausra bænda hér á landi hefir löngum verið næsta fábreytt og æfisaga þeirra viðburðasnauð, jafnvel ómerkileg. Að minnsta kosti í augum skáldanna er hugðu á tíð viðíangsefni og glæsileg. Hér er ekki seilst eftir neinum slíkum atburðum. Frásögnin er alveg óvenjulega einföld og sönn. Raunsæ frásögn, laus við „rómantík“, en líka laus við ' flágjallandi ádeilu. I þessari bók er lífi hinns fátækarí hluta íslendinga lýst með af- bi'igðum vel. Og þótt Jónas Rafnar hefði ekki annað ritað, ætti hann veglegan sess meðal íslenzkra rithöfunda. Þessar tvær smásögur gera það hvorki af að taka né við að bæta. greiðslum úr ríkissjóði næsta ár á eftir. 3. Fjármálanefnd. Efri deild Alþingis ályktar að skipa þriggja manna nefnd, ólaunaða, til að gera tillögur um fjármál landsins fyrir næsta Alþingi. Skal hver af hinum þrem þingflokkum til- nefna einn fulltrúa í nefndina. 4. Um vegamál. Efri deild Alþingis skorar á landsstjórnina: 1. Að láta vegamálastjóra setja varnargrindur úr varan- legu efni á sérstaklega hættu- legum stöðum við brýr eða á fjölförnum þjóðvegum, þar sem annars kynni að vera hætt við bifreiðaslysum, svo sem austur við brú á Brúará í Ár- nessýslu, Gljúfurá í Borgar- firði og mörgum fleiri stöðum, þar sem lík er aðstaða. 2. Að gefa öllum sýslunefnd- um á landinu nú 1 vetur rétt á að skipa þriggja manna nefnd í hverri sýslu til að vera til aðstoðar og ráðuneytis vegamálastjóra og verkfræð- ingum hans, er þeir ákveða vega- og brúastæði í hlutaðeig- andi sýslu, og skeri atvinnu- málaráðherra jafnan úr, ef ágreiningur verður milli slíkra nefnda og starfsmanna vega- málaskrifstofunnar. 3. Að gangast fyrir því, að í hverri sýslu verði nú fyrir vorið skipuð þriggja manna nefnd til að ráða verkamenn fyrir næsta sumar í vega-, brúa- og símavinnu í því hér- aði. Sýslunefnd skal velja einn nefndarmanninn, kaupfélags- stjórar í sýslunni annan, og verkamannafélög í Alþýðusam- bandinu hinn þriðja. Ef ekki er verkamannafélag í einhverri sýslu, skipar stjórn Alþýðu- sambandsins mann í eitt sætið. Ráðningarnefndir þessar skulu, eftir því sem við verður kom- ið, láta innanhéraðsmenn sitja fyrir allt að % af vinnunni, og einkum þá einstaklinga og heimili, sem mest þarfnast vinnunnar. Landhelgisgæzlan. Frá Vestmannaeyjum er nú komin ný áskorun til Alþingis viðvíkjandi landhelgisgæzlunni, undirrituð af allmörgum þeirra manna, sem áður höfðu ritað undir áskorunina um að setja Einar M. Einarsson aftur í starf sitt. I þessu nýja skjali er það tekið fram, að ekki sé ætlast til þess, að Friðrik Ól- afsson verði sviftur atvinnu sinni og því bent á, að Einar fari Þór og annist á honum björgunarstarf við Eyjamar. Hér er þá athugasemd að gera, að Einar M. Einarsson var ráð- inn skipherra á Ægi til sex ára og að hann hefir verið sviftur starfi sínu þar með rangs- leitni um stundarsakir. Þó að Friðrik færi nú af Ægi, er ekki um það að ræða að svifta hann starfi, því að hann var áður á Þór og liggur beint við, að hann taki við því aftur. Mun Jóhann hafa blandað hér eitt- hvað máium heima fyrir, og hitt er líka skiljanlegt, að Vestmannaeyingar vilji hafa Einar hjá sér eftir fyrri yfir- lýsingum þeirra að dæma.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.