Nýja dagblaðið - 06.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 06.12.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaOaútgáfan h/f' Ritstjóri: Di-. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsgon. Áskriítagj. kr. 2,00 á mánuði. f lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Iðnaður og hBft. Það er vitanlegt, að á síð- ari árum hafa ýmsir víðsýnir og þjóðhollir menn lagt fé og starfsorku í það að efla ís- lenzkan iðnað, og orðið vel á- gengt, eins og t. d. iðnsýning- arlslenzku vikunnar hafa bor- ið vitni um. En hér eins og annarsstaðar þar sem iðnaður er á byrjunarstigi hefir hin nýja framleiðsla átt örðugt með að ryðja sér til rúms. Sumpart af vanafestu fólks- ins, sumpart vegna erlendrar samkeppni gegnum verzlunar- sambönd. verksmiðjanna við hérlenda kaupmenn og sjálf- sagt stundum vegna misbrests á vöndun vörunnar. Þó hefir það sýnt sig, að vöndun ís- lenzku framleiðslunnar hefir jafnan átt fyrir sér að batna með aukinni reynzlu og tækni. Hver sem kynnir sér t. d. rit ÍSlenzku vikunnar, getur ekki annað fundið en að hér sé af alvöru og áhuga stefnt að settu marki. Og almenningur hefir skilið það, að stefnan var rétt og léð henni lið sitt. Löggjaf- arvaldið og fjárveitingarvaldið hefir líka gert sitt. Og þótt lögin um innflutningshöft sé ekki eingöngu sett með hag iðnrekandans fyrir augum, þá hafa þau þó beinlínis orðið honum til verndar. Það skýtur því skökku við, þegar sjálft iðnráðið lætur liafa sig til þess af blindu fylgi við íhaldið að höggva á þessa höf- uðstoð íslenzkrar iðnfram- leiðslu. Það er blöskranlegt athæfi hjá íhaldsmönnum, þótt kunn- ugt sé, að flokkur þeirra á mikinn styrk hjá verzlunar- stéttinni, að þeir vilja nú fóma hagsmunum þjóðarinnar íheild fyrir að ýmsu leyti ímynd- aða sérhagsmuni og njóta til þess hjálpar manna, sem eink- um eiga að gæta hagsmuna iðnaðarins! Fórna iðnaðinum og hagsmunum iðnaðarstéttar- innar. Hagsmunum vinnandi manna í landinu fyrir hags- muni erlendra verkamanna og iðnhölda. Hverjir eiga nú að trúa á ein- lægnina, þegar hrópað er: Not- ið íslenzkar vörur og verið Islendingar! I munni þeirra manna, sem fallast á háttalag íhaldsmanna á þessu þingi, eru öll slík orð viðbjóðsleg hræsni, svo ófeilin að furðu gegnir, að annað eins blygðun- arleysi skuli vera til, jafnvel hjá foringjum íhaldsmanna. Á hvað bendir það, þegar úlfurinn þykist ekki þurfa gær- unnar við? Kröfur Austfirðinga til Fisksölusambandsins. Hingað er nýkominn til bæj- arins Sigurður Vilhjálmsson útvegsbóndi frá Seyðisfirði, í þeim erindum, fyrir hönd fisk- framleiðenda á Austurlandi, að eiga tal við stjórn fisksölu- sambandsins hér og bera fram kröfur þeirra um afstöðu Austfirðinga til samlagsins. Það mun láta nærri, að saltfisksframleiðslan á Aust- fjörðum nemi 25—80 þús. skip- pundum árlega. Skipulagning sölunnar og innkaup salts og veiðarfæra er nú víðast nokk- uð á veg komin. I því skyni hafa verið mynduð samvinnu- félög á Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Þann 15. nóv. sl. mættu á fundi í Neskaupstað fulltrúar frá fisksölufélögunum og ein- stökum fiskframleiðendum á Austfjörðum. Verkefni fundar- ins var eftir því sem í fund- argerðinni stendur, „að ræða um ýms málefni fiskframleið- enda í Austfirðingafjórðungi“. Þessir fulltrúar voru mætt- ir á fundinum: Frá Fáskrúðsfirði: Marteinn Þorsteinsson kaup- maður. Kristinn Bjarnason kaup- maður. Frá Eskifirði: Ólafur H. Sveinsson kaup- maður. Sigurður Magnússon for- maður. Frá Norðfirði: Kristján Sigtrvggsson kaup- maður. ölver Guðmundsson útgerð- armaður. Sigurður Hinriksson útgerð- armaður. Páll G. Þormar kaupmaður. Gísli Kristjánsson útgerðar- maður. Sveinn Sigfússon verzlunar- maður. Frá Seyðisfirði: Sigurður Vilhjálmsson út- vegsbóndi. Sigurður 1. Guðmundsson framkvæmdastjóri. Svohljóðandi fundarályktanir voru gerðar: „I. Fundurinn leggur til, að fiskframleiðendur á Austurlandi feli Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda í Reykja- vík einkaumboð til sölu fiskjar þeirra fyrir næsta ár, með eftirfarandi skilyrðum: 1. Að fiskframleiðendur á Austurlandi kjósi fulltrúa fyrir sig í fisksölunefndina, sem starfi að sölu á austfirzkum fiski og hafi atkvæðisrétt í nefndinni um allt sem lýtur að sölu á honum. Fulltrúi þessi sé launaður af Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda. 2. Að fiskur Austfirðinga fái að njóta eðlilegs verð- munar framvegis borið saman við sunnlenzkan fisk og að útflutningur fiskjar frá Austfjörðum fari fram sem reglulegast og hagkvæmast fyrir framleiðendur. 3. Að fiskurinn sé greiddur við útskipun. 4. Að Fisksölunefndin sendi frá sér sem oftast skýrslur um markaðshorfur og starfsemi sína. II. Fulltrúi Austfirðinga í Fisksölunefndinni sé valinn af fulltrúafundi fisksölufélagann a á Austurlandi til eins árs í senn. III. Fundurinn æskir eftir að Fisksölunefndin boði til al- menns fulltrúafundar um allt land og fundur þessi verði haldinn í Reykjavík í janúarmánuði n. k„ til þess að ræða um skipulag fisksölumála í landinu." Ályktanir þessar náðu, seg- ir í fundargerð, „samhljóða samþykki fundarmanna". Og nú er Sigurður Vilhjálmsson hingað kominn til að ræða þær við samlagsstjórnina eða „Fisksölunefndina“, eins og hún líka er kölluð St j ómarf yrirkomulag fisk- sölusamlagsins er ákveðið svo í 8. gr. „bráðabirgðafyrirmæla um starfsemi Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda" frá 2. ágúst 1932. En sú grein , ,bráðabirgðaf yrirmælanna" hljóðar svo: „Stjóm félagsins er skipuð 5 mönnum og eiga þessir sæti í henni: Formaður: Richard Thors, framk væmdarstj óri. | Meðstjómendur: Kristján Ein- arsson, framkvæmdarstjóri, Ól- afur Proppé, framkvæmdar- stjóri og bankastjórarnir Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmundsson. Hinir 3 fyrst- nefndu annast allar daglegar framkvæmdir félagsins, en æðsta vald í öllum málefnum þess er hjá stjórninni í heild sinni. Stjórnarfundur er álykt- unarfær ef 3 stjómendur em mættir og ræðúr afl atkvæða úrslitum. Ef atkvæði eru jöfn, ræður atkvæði formanns." En , í 4. gr. áðurnefndra „bráðabirgðasamþykkta" eru taldar skyldur fiskframleið- enda gagnvart samlaginu: „1) að gefa stjóm félagsins ótakmarkað einkaumboð til að selja allan fisk, er þeir eiga eða eignast kunna á ári þessu, og er ætlaður til útflutnings. 2) að hlíta reglum og sam- þykktum, er félagsstjómin setur um rekstur félagsins.” Það sem í „bráðabirgðasam- þykktunum" frá 2. ágúst 1932 er nefnd „félagsstjórnin“, er það, sem í ályktunum Aust- firðinga er kölluð „fisksölu- nefndin“. I þessari „félagsstjóm" eða fisksölunefnd h afa Austfirð- ingar aldrei átt neinn fulltrúa, enda er það lagaákvæði lijá samlaginu, hvaða menn í stjórninni skuli vera. Þegar Ámi Jónsson frá Múla fékk atvinnu hjá „Sölusam- bandi ísl. fiskframleiðenda* ‘ í % fyrra, var Austfirðingum hins- vegar gefinn kostur á því, að hann yrði skoðaður sem full- trúi Austurlands við fisksöl- una. En nú fara Austfirðingar fram á það meðal annars að mega velja þann mann sjálfir sem á að gæta hagsmuna þeirra í sambandi við fisksöl- una. Og þeir vilja að fulltrúi þeirra fái aðstöðu til að ráða einhverju, og að hann þá eigi sæti í stjórn Sölusambándsins. Af hálfu Austfirðinga eru þetta eðlilegar kröfur. Um það er ómögulegt að deila. Og yíirleitt mælir öll sann- girni með því að fyrirkomulagi fisksölusambandsins sé breytt og- fært til frjálslegra horfs en nú er. AnnáJLl. Skipaíréttlr. Dettiíoss kom í gœrkveldi fré útlöndum. Goðafoss er í Hull. Brúarfoss var á leið til Önundarfjarðar frá þingeyri í gœrmorgun. Lagarfoss var á Ak- ureyri í gœr. Gullfoss fór í gær frá Leith áleiðis hingað. Selfoss er hér. Félag ungra Framsóknarmanna lieldur fund i Sambandshúsinu kl. 9 i kvöld. Mikilsvarðandi mál til umræðu. Sóleyjar í HrútaiirSi. Á túninu á Reykjum i Hrútafirði sást í gær- morgun nýútsprungin sóley. —FU. Kærumar. Mbl. ,er tvisar sinn- um búið að ala á því, að atvinnu- rógskærurnar frá útgáfustjórn Nýja dagblaðsins séu enn ekki komnar í dómsmálaráðuneytið. Út af þessu getur Mbl. snúið sér til Kristjáns Kristjánssonar full- trúa, sem af M. G. var skipaður setudómari í hótanabréfamálinu, því að kærumar voru honum sendar 27. nóv. s. 1. Frá Sigluiirði í gær. Kappskák hefir staðið yfir undanfarið milli Siglfirðinga og Akureyringa. Ur- slit urðu þau að Siglfirðingar unnu með 8% gegn 5%. — Bæjai’- stjómarfundur hófst í fyrradag á Siglufirði kl. 4% síðd. og stóð til ! kl. 4 um nótt. Fundurinn hófst að nýju kl. 10 í gærmorgun og stóð enn yfir kl. tæplega 6 siðd. í gœr. Fjárhagsáætlun bæjarins var aðal- mál á dagskrá. — F.Ú. Frá Álasundi í Noregi kom í gær sú fregn, að stórar síldargöng- ur séu nú að hefjast þar fyrir al- vöru og muni mikið af sild vera þar útifyrir. — F.Ú. Mikill eldur kom upp.í fyrrinótt í Istambul, og brunnu dómhallir borgarinnar til kaldra kola, og glataðist þar mikið af skjölum. Eitt blað metur skaðann á eina miljón sterlingspunda. — F.TJ. { Óeirðimar í Fu-Kíeu héraðinu ■ í Kína fara í vöxt og búizt er við ‘ 'að þá og þegar brjótist þar út styrjöld. Bretar og Bandaríkja- menn hafa sent þangað herskip til aðstoðar borguruin sínum, og Japanar hafa herskip á leiðinni. — FÚ. Danskur skurðlæknir látlan. Víð- kunnur skurðiæknir, próf. Schal- demose andaðist í fyrrinótt. Var talinn afreksmaður í sinni grein. Umferðin í bænum. 12. ökumenn og bifreiðastjórar. Munið jafnan að farartækj- um er óheimil staða á götun- um nema á meðan verið er að ferma þau og afferma. Reynsl- an hefir sýnt, að farartæki sem standa kyrr, loka útsýni fyrir vegfarendum bæði framundan og til hliðanna, og eins fyrir þeim sem koma frá húsum eða úr húsasundum og ætla um þvera götu. Dauðaslys hafa hlotizt af þeim sökum. 13. ökumenn. Það er bannað að aka fram- fyrir hest eða ökutæki, sem á undan fer á gatnamótum eða fast við þau, slíkur akstur er hættulegur vegna þeirra sem koma frá hliðargötunum. 14. Bifreiðastjórar. Hjólreiðamenn. Það er hvorutveggja ógæti- legt og ósiðlegt, að aka að þarflausu um götur og svæði þar sem fólk hefir safnast til skemmtigöngu eða af öðrum1 á- stæðum. Það er bannað að aka eða ríða um götur, þar sem fólk hefir safnast saman til að hlusta á hljóðfæraslátt eða þessháttar. Ræningjaflokkum útrýmt í Astraiíu. Sambandsþingið í Ástralíu hefir fyrir nokkru sett lög- gjöf, sem til þess var ætluð að útrýma ræningjaflokkum, sem voru farnir að vaða uppi í landinu og sífellt fór fjölgandi. Lagaákvæðin eru um það, að dæmdum glæpamönnum, sem búnir eru að sitja í fangelsi, sé óheimilt að hittast, og er lög- reglunni skylt að taka þá fasta og varpa í fangelsi á ný, hve- nær sem tveir eða fleiri fyrir- finnast saman. Hefir þetta þau áhrif, að glæpamenn, sem koma út úr fangelsum, skirrast við að leita á fund fyrri félaga1 sinna. Hefir þannig tekizt að eyða félagsstarfsemi glæpa- mannanna, a. m. k. í borgun- um, og hafa þær leyfar ræn- ingjaflokka, sem eftir eru, hörfað út á eyðimerkur eða aðra fáfarna staði. Við vesturströnd Portúgals fórst í fyrradag portúgalst eimskip, sem hét Contential, meö 12 manna áhöfn. — F.Ú. Lögreglustjórinn í Vin hefir skip- að svo fyrir að aliar eignir Naz- flokksins í Vín skuli gerðar upptækar. — FÚ. Enga Gyðinga á hrossasýning- um. Seinustu ráðstafanir þýzku stjórnarinnar gegn þýzkum þegn- um, sem ekki eru af arísku kyni, eru þær, að Göring gaf út tilskip- un í dag, sem bannar hestaeigen- um, sem ekki eru af ariskum kyn- stofni, að taka þátt í hestasýning- um, og ó-ariskum knöpum að taka þátt í opinberum veðreiðum. —FÚ. Mannfjöldi í Danmörku. Sani- kvæmt dönskum manntalsskýrsl- um voru íbúar landsins 1. júlí s. 1. ca. 3 milj. 323 þús. — FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.