Nýja dagblaðið - 07.12.1933, Page 2

Nýja dagblaðið - 07.12.1933, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ FLÖRA SMJÖRLÍKI er búið til í fullkomnustu smjörlíkisgerðarvólum af tyrsta flokks fagmönnum * og' úr beztu táanlegum hráefnum. / Þess vegna er F L O R A bezta, drýgsta og ljúf- fengasta smjörlíkið. Hyggnar húsmæður nota eingöngu Flóra smjörlíki. Allir sem þarta ad gera stærri kaup á smförliki, ættu sfális sín vegna að leita tilhoða Kaupfélagi Eyfirðinga. Atlandshafsílug Lindbergs. London kl. 17,00 6/12 FÚ. Lindbergh flugmaður og kona hans lentu heilu og höldnu í Port Natal í Brasilíu um fimmleytið í dag. Þau lögðu af stað frá Bathurst á vesturströnd Afríku í morgun. Vegalengdin, sem þau flugu yfir Atlantshafið er 1900 mílur enskar, og gekk flugið slysa- laust. Vetrarríki. Normandie kl. 0,15 6/12 FÚ. Blöðunum verður nú tíð- ræddara um veðrið en jafnvel um stjómmál. Vetrarhörkur ríkja nú svo að segja um alla Evrópu nema Island og suður Grænland, og eru sumstaðar þær mestu í manna minnum. í Frakklandi er meira frost en menn vita til áður, og Parísar- búar skemmta sér nú á skaut- um. Sumstaðar er 25 gráða frost á Celcius. Víða fylgir mikil snjókoma þessum kulda. Bannlögin numín úr gildi. London kl. 17,00 6/12 FÚ. Bannlögin í Bandaríkjunum hafa nú verið formlega afnum- in. Roosevelt Bandaríkjaforseti gaf í gærkvöldi út opinbera til- kynningu þess efnis, að 18. breytingin á stjómarskránni væri úr gildi felld. Jafnframt skoraði hann á alla borgara að vinna einlæglega að því, að efla virðingu fyrir landslögum og rétti. Frá Alþingi í gær. Jónas Jónsson flytur í ed. svohljóðandi þingsályktunar- ’ tillögu um háskólann: „Efri deild Alþingis skorar . á ríkisstjómina að undirbúa og leggja fyrir næsta þing frv. 1 mn sparnað og skipulagsbreyt- ! ingu við Háskóla íslands: 1. Að rektor háskólans verði ráðinn til 8 ára í senn af kennslumálastjórninni. — Að hann hafi rúmgóðan embættis- bústað við stúdentagarðinn, sómasamlegt fé til risnu og nauðsynlegs skrifstofuhalds. Honum sé ætluð framkvæmd- arstjórn háskólans, en lítil eða engin kennsla. 2. Að lögð verði niður allt að því helmingur af hinum föstu kennaraembættum við háskólann, svo og embætti há- skólaritara. 1 stað þeirra kenn- ara, sem hætta að starfa við háskólann, verði ráðnir auka- kennarar við háskólann, og sé þeim goldið fyrir hverja kennslustund tvöfalt. kaup stundakennara við hinn al- menna menntaskóla“. Fundir hófust í deildum í gær kl. 1 og var fundi í neðri deild frestað kl. 4. Kl. 5 var settur fundur í sameinuðu þingi og stóð hann aðeins fá- ar mínútur, en að honum lokn- um hélt áfram fundur neðri deildar og hélt sá fundur enn áfram eftir kl. 9 í gærkveldi. 1 efri deild voru 21 mál á dagskrá. Meðal þeirra var þingsályktunartillagan um kaup á húsi og lóð góðtempl- ara og húsbyggingarstyrk, og var tillagan felld með jöfnum atkvæðum og er þarmeð úr sögunni á þessu þingi. í neðri deild voru 9 mál á dagskrá. Meðal þeirra var þál.- till. um framlag til Sundhallar- inar, komið frá efri deild og til fyrri umr. í nd. og var til- lagan samþykkt, og þá aðeins eftir um hana ein umræða. Samþykkt 'var einnig og send til efri deildar tillaga um skip- un milliþinganefndar í launa- málum, og er hennar nánar getið á öðrum stað í blaðinu. En mestur hluti fundartím- ans fór í að ræða kosninga- lagafrumvarpið, sem nú hefir verið endursent frá ed. til einnar umr. í nd. Prentvilla var hér í blaðinu fyrir nokkru, þar sem sagt var frá flutningi breytingartillög- unnar um tvo kjördaga í sveit- um. 1 neðri deild var þessi til- laga flutt af Framsóknarmönn- unum Bergi Jónssyni, Bern- harð Stefánssyni og Eysteini Jónssyni, og í efri deild af Framsóknarmönnunum Birni Kristjánssyni og Ingvari Pálmasyni. Allir Framsóknar- menn í þinginu greiddu þessari tillögu atkvæði nema þeir Hannes Jónsson og Jón Jóns- son. En Alþýðuflokksmenn og Sjálfstæðismenn greiddu at- kvæði á móti, og féll tillagan í báðum deildum. Tillaga Vilmundar Jónsson- ar um úthlutun uppbótar- sætanna. <33ófra£mitit - tþróttir - íistir Þóruun Magnúsdóttir: Dætur Reykjavíkur. Þetta eru sex smásögur sagðar af einni fósturdóttur Reykjavíkur, 28 ára gamalli stúlku. Fósturdóttur Reykjavíkur! Sveitastúlkan segir sögumar. Hún kom að vísu barnung til Reykjavíkur. En fólkið hennar sterkt, heilbrigt alþýðufólk, kom með henni, og með því voru svo máttugar fylgjur úr sveitinni, að þessi næma unga stúlka hélt áfram að vera sveitastúlka í ys og þys borg- arinnar, svo ör sem hún var, borgin, á auðinn sinn allan. En þó að hún Þóruiín yrði ekki ein af systrunum, dætrum Reykjavíkur, þá borðaði hún og drakk með þeim, og hún skildi þær, skildi þær fyrst eins og bam, síðar eins og ung stúlka, skildi þær með samúð sinni, fann skyldleikann, þó að hún væri ekki samborin systir. Hana langaði meira að segja stundum, já oft, til að samlagast hópnum alveg, en hún gat það ekki. Því fór hún að hugsa um þær, dreyma um þær, þessar frænkur sínar. Og draumarnir urðu að sögum um dætur Reykjavíkur. Stundum verða draumamir þó ekkert meira en draumar. Rithöfundur, sem með eldmóði sínum og ritsnilld getur náð valdi yfir allri þjóðinni, situr hjá 17 ára mey eina kvöld- stund og fer með minninguna um „meyna með sólargeislalit- inn á hárinu, bláma himinsins í augunum og birtu hins ný- fallna snævar á hörundinu. Á morgun legg ég af stað út á hafið — en hafið mun um síðir bei-a mig heim til ætt- landsins með tindana hvítu og eldinn í skauti sínu. Þá ætla ég að leita að yður um alla borgina og gefa yður rauða rós“. En sögumar — þær sem verða meira en draumur — eru um stúlkuna, sem af tryggð við sál sína rís gegn tízkunni og umhverfinu og sigrar — þrátt fyrir allt; um næmt og veikt og elskulegt bam, sem er svívirt og getur ekki lifað, um stúlkuna, sem aftur öðlast trú á lífið og fær þrek til að lifa því upp í sveitinni, þeg- ar jólasálmurinn er sunginn, farin er sleðaferð til kirkjunn- ar og börnin og faðir þeirra koma með trúnaðartraust sitt; um nýgiftu konuna, sem geng- ur á hólm við gamlan elskhuga; og að lokum um það, hvernig Reykjavíkurstúlkurnar taka biðlinum sínum — svona á mörkunum milli gamans og al- vöru. Þetta allt er a. n. 1. séð og skilið inn um gluggann á næsta húsi — þar sem allt er svo kunnugt — en um leið er farið í huganum inn á veg- ina, sem við blasa, með glöggri sjón og þó þyrstri forvitni um hvert þeir liggja. Hún Þórunn er ennþá nærri barnung. Hún er líklega ekki auðug af því sem oftast er átt við, þegar talað er um persónu- lega reynzlu, þá reynzlu, sem má fá í æfintýrum og ógöng- um og mannraunum. En hún á þá reynzlu, sem er fólgin í orðunum: heima — og þó ekki heima, systir — og þó ekki systir. Hún er einmana í hópnum, hún skilur þær allar hinar með samúð sinni — ein- mitt af > því að hún undrast þær. Allar eru sögumar höfundi sínum, 23 ára stúlku, til sóma. Og sú sagan er bezt, sem erf- iðast var að segja vel, sagan um hólmgöngu ungu konunnar, hennar Ernu, við sinn gamla unnusta. Sumum kann að þykja boðskapur sagnanna of lítill: Það er bara verið að segja frá dætrum Reykjavíkur. En þannig er frá þeim sagt, að okkur þykir vænna um þær á eftir. En fallegast vitni bera þær þó þessari gáfuðu fösturdótt- ur, henni sem vill reyndar vera ein af dætrum Reykjavík- ur, en er þó dóttir íslenzku sveitarinnar „með heiðarfaðm- inn víðan og breiðan“. A. Til þess að finna, hvernig uppbótarþingsætum ber að skipta á milli þingflokka, skal fara þannig að: Fyrst skal finna meðaltal atkvæða á hvem kjördæmiskjörinn þingmann þess þingflokks, er fæst hefir atkvæði á hvern þingmann, og er það hlutfallstala kosningar- innar. Síðan skal skrifa at- kvæðatölur hinna annara þing- flokka, hverja afturundan ann- ari í sömu línu, og deila í þær hverja um sig tölu þingmanna hlutaðeigandi flokks kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbætt- um 1, síðan 2, þá 3 o. s. frv. unz síðustu útkomur geta á 1 þennan hátt ekki orðið jafnari hlutfallstölunni. Útkomumar skal skrifa í röð niður undan atkvæðatölunum. Uppbótar- þingsætum skal úthluta til þingflokka eftir tölum þessum þannig, að fyrsta uppbótar- fellur til þess þingflokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess, sem á hana næsthæsta, og síðan áfram eftir hæð talnanna, unz eitt uppbótar- þingsæti hefir fallið á hverja þeirra, nema 11 uppbótarþing- sætum hafi verið úthlutað áð- ur. Þó skal því aðeins úthlutað uppbótarþingsæti á tölu lægri en hlutfallstalan, að enginn annar þingflokkur hefði fengið hærri atkvæðatölu á hvern þingmann, ef hann hefði bætt við sig því þingsæti. Símastúlkur. Jóhann Jósefsson, Haraldur Guðmundsson, Bemharð Stef- ánsson, Finnur Jónsson, Jakob Möller og Vilmundur Jónsson flytja tillögu um að heimila ríkisstjórninni að greiða tal- símakonum við langlínumið- stöðvar landssímans og aðstoð- armönnum við skeytaafgreiðslu launauppbót.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.