Nýja dagblaðið - 07.12.1933, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
s
Barnablað Sjálfstæðismanna
og innflutBingshttftin.
V átryggingarfél.
LONDON og FHOENEZ
Eignir yfir 853 miljónir króna.
Eldsvoðaábyrgð — Sjóvátrygging — Sjó- og stríðsvátryggingar
Líftryggingar — Slysatryggingar og Ellistyrkstryggingar.
Barnatryggingar.
HÁR BÓNUS. — LÁG IÐGJÖLD.
Félög þessi hafa útibú á íslandi. Stjórn útibúsins og að-
alumboð hefir
Þorvaldur Pálsson
læknir.
Umboðsmenn óskast.
Eignir þessara félaga eingöngu eru meiri heldur en það,
sem önnur vátryggingafélög hér auglýsa að þau hafi í vá-
tryggingarupphæðir. — Eignir þessar eru þó að eins sáralít-
ill hluti af tryggingarupphæð félaganna, London og Phoenex.
NYJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: „BlaBaútgófan h/f“
Ritstjóri:
Di’. phil. þorkell Jóhannesson.
Ritstjómarskrifstofur:
I augav. 10. Símar: 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftagj. kr. 2,00 ó mónuði.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiðjan Acta.
Á réttri leíd.
Neðri deild Alþingis af-
greiddi í gær til efri deildar
svohljóðandi þingsályktunartil-
lögu um launamálin:
„Alþingi ályktar að kjósa
nefnd, skipaða 5 mönnum, er
rannsaki, eftir því sem við
verður komið, og geri till. um:
1. Hvernig draga megi úr út-
gjöldum til embættis- og
starfsmanna ríkis og ríkis-
stofnana, með hliðsjón af fjár-
hagsgetu almennings í landinu.
Sérstaklega skal nefndin taka
til athugunar fækkun starfs-
manna ríkis og ríkisstofnana,
samræming á launum þeirra,
og að sú venja sé afnumin, að
embættis- og starfsmenn þess-
ir fái aukaborgun umfram föst
laun fyrir vinnu, sem ætti að
vera þáttur í embættis- eða
sýslunarstarfi þeirra.
2. Hvernig fyrir skuli koma
löggjöf um launagreiðslur
banka og þeirra stofnana, sem
ríkið styrkir með fjárframlög-
um, enda verði laimagreiðslur
þessara stofnana með löggjöf-
inni samræmdar launagi-eiðsl-
um ríkisins.
3. Hvort og hversu draga
megi að öðru leyti úr beinum
útgjöldum ríkissjóðs og rekstr-
arkostnaði ríkisstofnana.
4. Hvernig samræma megi
með atbeina löggjöfar launa-
greiðslur einkafyrirtækja, sem
ekki falla undir 2. tölulið,
launagreiðslum ríkisins.
Skal nefndin hafa lokið
störfum sínum svo snemma, að
ríkisstjóminni vinnist tími til
að leggja málið fyrir næsta
reglulegt Alþingi“.
Þeir liðir tillögunar (2. og
4.), sem prentaðir eru hér með
feitu letri, voru bomir fram
af Eysteini Jónssyni, og eru í
samræmi við það, sem Fram-
sóknarmenn hafa haldið fram
um þessi mál.
Er með samþykkt þessara
liða tillögurnar fengin viður-
kenning a. m. k. fjölmennari
deildar þingsins á því, að svo
framarlega sem hugsanlegt
megi verða að koma fram end-
urbótum á launagreiðslum rík-
isins, þá verði lika að vera
hægt að hafa hönd í bagga um
launagreiðslur bankanna og
stofnana, sem ríkið styrkir og
ennfremur með launagreiðslum
einkafyrirtækja, sem fá starfk-
fé sitt frá lánstofnunum ríkis-
ins og keppa síðan við það í
hálaunagreiðslum.
Afgreiðsla efri deildar á
þessu máli er stórmikilsvert
atriði, og ber vott um almenn-
ara skilning á kjama þessara
mála en áður hefir fram kom-
ið.
Barnablað Sjálfstæðismanna,
Heimdallur*), hefir gerzt svo
djaí’ft að væna Nýja dagblaðið
um „falsrök um höftin“, og
vill svo sanna það með því að
fara með vísvitandi blekking-
ar sjálft.
Barnablaðið segir, að Nýja
dagblaðið leggi „sérstaklega á-
herzlu á“ að sanna að Sjó-
klæðagerðin og mjólkurniðu-
suðan hafi náð furðumiklum
þroska í skjóli innflutnings-
haftanna. Þetta er rangt. Nýja
dagblaðið nefndi þar til ullar-
iðnað og húsgagna. Hinsvegar
tók það Sjóklæðagerðina og
mjólkurniðusuðuna til dæmis
um framför iðnaðarins síðari ár.
árum.
En mjólkuriðnaðurinn hefir
notið verndar innflutningshaft-
anna og á þeim þroska sinn
að þakka að mjög miklu leyti.
Um Sjóklæðagerðina er hins-
vegar öðru máli að gegna.
Það er rétt hjá bamablaðinu,
að erlend sjóklæði hafa ekki
verið bannvara samkvæmt
reglugerðinni frá 23. okt. 1931.
En þar sem Sjóklæðagerðin
bar sig upp undan þessu við
innflutningsnefnd, og af því
að sú umkvörtun þótti rétt-
mæt, var það ráð tekið, að
gjaldeyrisneínd synjaði jafnan
um gjaldeyri til kaupa á er-
lendum sjóklæðum. En auðvit-
að er auðveldara að komast
fram hjá gjaldeyrishömlunum
en innflutningshöftunum. Það
sýnir því nauðsyn innflutn-
ingshaftanna, ef það er rétt,
sem barnablaðið hefir eftir h/f.
Sjóklæðagerðin: „að innflutt er
um eða yfir þriðjungur þeirra
sjóklæða, sem notuð er í land-
inu“.
Nýja dagblaðið skal fúslega
taka til greina rök, sem færð
eru fyrir því, að það hafi gert
ofmikið úr því, að innflutning-
ur sjóklæða sé að heita má
horfinn. Nýja dagblaðið fór
þar eftir upplýsingum fyrv.
formanns innflutningsnefndar,
sem kunnugt var um afstöðu
gjáldeyrisnefndar um þessi
mál. Enn eru engar skýrslur
til — og verða aldrei fullnægj-
andi skýrslur til — um það,
hversu mjög mönnum hefir
tekizt að smjúga framhjá eft-
irliti gjaldeyrisnefndar. En
Sjóklæðagerðin segir, að all-
mikið sé af nýjum erlendum
sjóklæðum á íslenzkum mark-
aði, og er það vitanlega til þess
að svifta íslenzka menn vinnu.
Þetta mál er því fyrst og
fremst þeim mönnum til at-
hugunar, sem halda því fram,
að nægilegt sé að hafa gjald-
eyrishömlur án innflutnings-
hafta. • A.
*) Barnablaðið, sem samkvæmt
„liísvenju" Sjálfstæðismanna þorir
ckki að nefna Nýja dagblaðið,
snýr orðum sinum til Tímans af
því að hann hefir tekið upp grein
úr Nýja dagbi.
Guðspjallamaðurinn
Á hverjum sunnudeg’i slcrif-
ar Magnús docent greinasyrpu
í Mbl., andlegt sorp, sem safn-
ast hefir saman í hugskoti
mannsins yfir vikuna. Þetta
„guðspjall“ sitt kallar hann
Pveyk j avíkurbréf.
Eimskipafélagið. í fyrradag
kemst Magnús svo að orði, að
„eitt með óskiljanlegustu
fantabrögðum „Hriflunga“ eru
ofsóknir þeirra í garð Eim-
skipafélagsins". Ástæðan til
þessa rógmælis er það, að Ey-
steinn Jónsson og Bergur Jóns-
son fluttu frumvarp í n.d.
Alþingis, sem tryggði Eim-
skipafélaginu og skipum ríkis-
sjóðs farþega- og vöruflutn-
inga með ströndum fram. —
íhaldsmennirnir í deildinni
drápu þetta frumvarp. Dettur
manni í hug, að þetta kunni að
standa í sambandi við það, að
sumir áhrifamestu íhaldsmenn-
irnir, — meðal þeirra sumir
stjórnendur Eimskipafélagsins
—, eru byrjaðir að koma upp
skipastól til samkeppni við
Eimskipafélagið.
Morgunbl. hefir ekki farið
dult með þa, að það telji kaup-
félögin og S. í. S. pólitískar
stofnanir og flesta ráðandi
menn þeirra stofnana Hrifl-
unga (þ. e. Framsóknarmenn).
Eftir sömu kenningu ættu
þessar stofnanir að ofsækja
Eimskipafélagið. Ofsóknir sam-
vinnufélaganna á hendur Eim-
skipafélaginu eru þá helzt í
því fólgnar, að S. í. S. eitt
hefir á undanfömum árum
borgað í flutningsgjöld til
Eimskipafélagsins fimm til sex
hundruð þúsund krónur á ári.
Þessar stofnanir (samvinnufé-
lögin) standa þó mjög vel að
vígi með að annast vöruflutn-
inga sína sjálf og það með
lægri flutningsgjöldum. Og-
það er eingöngu að þakka
félagslegum þroska samvinnu-
manna, að þeir hlynna eftir
föngum að Eimskipafélaginu
þrátt fyrir það, að Morgunbl.
og nazistasprauturnar hafa
gert Eimskipafélaginu þá bölv-
un, að látast bera hag þess
fyrir brjósti, og svívirða
helztu og beztu stuðnings-
menn þess, samvinnumennina.
Morgunbl. og nazistarnir lof-
dýrðast yfir Eimskipafélaginu
svo við borð liggur, að þeir
hafi gert það hlægilegt. Þeir
vita sem er, að þeir eru illa
þokkaðir af almenningi og vilja
því nota vinsældir Eimskipa-
félagsins sem einskonar póli-
tíska mittisskýlu til að hylja
með dálítið af vesaldómi sínum
og nekt. — Samvinnumenn
hafa ekki látið blekkjast af
þessu. Þeir vita, að Eimskipa-
félagið er þjóðþrifastofnun og
hafa því stutt það með ráðum
og dáð, og munu gera svo
framvegis.
„Dettifoss“
fer á laugardagskvöld (9. des.)
í hraðferð vestur og norður,
og kemur hingað aftur.
Farseðlar óskast sóttir fyrir
hádegi.
„Brúarfoss “
fer á sunnudagskvöld kl. 12 á
miðnætti um Vestmannaeyjar
til Leith og Kaupmannahafnar.
Farseðlar óskast sóttir á
laugardag.
r /
Haframjöl (Lloyd) 15 aura V2 kg.
Hveiti (Suppers) 15 — — —
Hrísgrjón (Rangoon) 20 — — —
Sagó.......... 30 — — —
Kartöflumjöl .. .. 25 —-----
Hrísmjöl...... 35 —------
Hveiti i smápokum
irá 90 aurum pokinn.
Guðm. Guðjónsson,
Skólavörðustig 21.
Veðurspár. Ungverskur stjörnu-
fræðingur nokkur, sem heldur
þvi fram, að unnt ‘sé að segja
fyrir um veðrið svo tugum ára
skifti, af göngu himintunglanna,
hefir komið fram með veðurspá-
dóm sem nær allt til ársins 2000.
Ilann byrjar með því að segja, að
þangað til í miðjum þessum mán-
uði verði veður í Evrópu með
mildasta móti, en upp úr því
kólni. Næsta sumar á að vera
hitasumar, en sumarið 1935 aftur
á móti kalt. Arið 1943 á að ganga
ógurleg hitabylgja vfir alla jörð-
ina. Frá árinu 1945 á að fara
sföðugt kólnandi í veðri, ár frá
ári, þar tii árið 2000, veðráttan á
jörðinni verður orðin ógurlega
köld, miðað við það sem við eig-
um að venjast. — þessi spádóm-
ur er þegar farinn að verða sér
til skammar, því nú ganga óvenju-
legir kuldar um alla Mið-Evrópu.
— F.Ú.
Hringið á
Kjötverzl.
Herðubreið
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
hVA\JéVkLH4i.ni
RIMISINS
\T
ESJA
ter héðan austur um
land 11. þ. m. kl. 8 eíð-
degis. - Tekið verfur á
móti vörum á morgun.
Kafíivagnínn
við höfnina
er opinn daglega kl. 6—7
á sunnudögum — 8—6
Niels Jul
Foreldrar!
Klæðið bömin yðar íslenzk-
um fötum í vetrarkuldanum.
Fjölbreytt úrval af fataefnum
og káputauum.
GEFJUN
Laugaveg 10. Sími 2838.
Auglýsendur!
Ef þið viljið að auglýsingar
ykkar séu lesnar og tekið vel
eftir þeim í Reykjavík og ýms-
um öðrum bæjum og kauptún-
upi landsins, þá skuluð þið
helzt auglýsa í Nýja dagblað-
inu.
Reykvíkíngar!
Þið, sem eigið frændur og
vini úti um sveitir og kaup-
tún landsins, sendið þeim Nýja
dagblaðið. Fátt verður vinum
ykkar í fjarlægð jafnkærkomið
í skammdeginu.