Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DACrBLAÐIÐ Anuall. Lögreglan finnnr slóð mann- anna, sem teknir voru í gœr. Lög- reglan fór í gœrmorgun upp að sumarbústað frú Jacobsen, þarsem Tryggvi Einarsson varð var við mennina aðfaranótt iniðvikudags. Fann lögreglan slóð mannanna og rakti hana frá húsinu og upp i holtið, þar sem þeir staðnœmd- ust og skutu. í leirflagi á þessari ieið sáust spor þeirra mjög greini- lega og voru þau mæld. Við sam- anburð kom í ljós, að spor þessi stemdu við skó þá, er þeir Kemph og Bush höfðu, er þeir voru tekn- ir fastir. Svo böndin berast nú mjög að þeim. Sitja þeir báðir í gæzluvarðhaldi. Símtelli. Nýlega voru 12 sím- skákir tefldar milli taflfélags J£sk- íirðinga og Hafnfirðinga. Úrslit urðu þannig, að Eskfirðingar unnu 5 skákir, gerðu 6 jafnteili og töp- uðu 1. Einnig má geta þess, að þeir hafa áður teflt við Húsvik- inga, Akureyringa og Siglfirðinga og haft yfirhöndina við þá. Ágóðinn af dansleiknum, sem verður í kvöld í Oddfellowhúsinu gengur allur til fátækrar ekkju. Bátafisk til útfl itnings taka Há- varðm’ ísfirðingur og Sviði á ísa- firði og Egill Skalla-grímsson á Austfjörðum. Úr Hrútafirði 6. des er skrifað: Tíðarfar er með afbrigðum gott, jörð auð og þíð upp til fjalla, og mjög óvíða farið að hýsa sauðfé. Bráðapest hefir allvfða gjört vart við sig, einkum í lömbum, þrátt fyrir bólusetningu. Borið hefir all- mikið á doða í kúm og hefir sum- um þeirra ekki orðið bjargað. — Allmikil hreyfing er nú fyrir auk- inni fjölbreytni í framleiðslunni. Garðrækt hefir aukizt stórkostlega á síðustu árum, og fullnægir nú orðið fullkomlega neyzluþörf heimilanna. — í fyrra keyptu nokkrir menn í Staðarhreppi 2 pör silfurrefa, og i haust var stofnað „Loðdýðaræktarfélag" í Bæjarhreppi, eru félagsmenn um 20 og stofnfé kr. 5000,00. Hefir fó- lagið þegar keypt 4 kvendýr og 2 karldýr, af silfurefakyni og 1 par af blárefum. Refabúið er í Bæ. Ennfremur var byrjað á gæsa- rækt á einum bæ hér í firðinum í fyrra, með sæmilegum árangri og í haust hafa nokkrir fleiri fengið sér gæsir. Vonir manna um af- komumöguleikana hafa allmikið glæðzt við hið hækkaða verð af- urðanna, þótt enn sé langt undan að um öryggi sé að ræða í þeim efnum. Annir í „hreyfingunni". Alþýðu- blaðið segir frá því í gær, að form. í F. U. J., Pétur Halldórsson, hafi beðizt undan endurkosningu „sök- uin anna í þágu hreyfmgarinnar". Á að skilja þetta þannig, að fyrv. íormaður F. U. J. sé genginn í „lireylinguna" og hafi miklar ann- ir þar? Óhentugar samgöngur. Mikium óþægindum veldur það flestum hlutaðeigendum, hve samgöngur vorar eru óreglulegar. Oft líða heiiar vikur milli skipaferða og stundum koina mörg skip í einu. Eru litlar líkur til að bót verði á þess ráðin íyrr en íslendingar verða þess megnugir að ráða einir yíir siglingunum til og frá land- inu og opinberri ihlutun um allar skipaáætlanir verður komið á. Nú sjá eriendu skipafélögin sér mest- an hag í því að elta skip Eim- skipafélagsins og ná frá þeim sem mestu af vöru- og fólksflutning- um. Fisksala. Arinbjörn hersir hefir selt um 55 smál. af bátafisk að vestan fyrir 1013 stpd. Salan fór fram i Grimsby. Fjórðungsþing Fiskideilda Norð- lendingafjórðungs var nýlega haldið á Akureyri. Ellefu fulitrú- ar voru mættir, irá jafnmörgum deildum, en auk þess sóttu margir bæjarbúar íundina. Helztu sam- þykktir voru: um lækkun á út- flutningsgjaldi sjávarafurða, upp- sögn norsku samningftnna þegar frá 1. des.; efling fisksölusam- lagsins með nánara sambandi þess yið Norðurland; um sildar- verksmiðju á norðurlandi, og mæit með Skagaströnd, ,ef viðunandi liafnarbætur fáist á næstu tveim- ur árum, en Eyjafirði ella; um mat þurra fiskbeina til mjölfram- leiöslu; um að ríkisstjórnin leiti samninga við Svíastjórn, um að Svíar kaupi enga síld veidda við ísland fyrir 25. júli, og að bönnuð verði með lögum sildarsöltun þar fyrir þann tíma, ef þessir samn- ingar náist; um að reist verði hús eða þrær fyrir næstu síldarver- tíð fyrir léttsaltaða sild á veiði- stöðvunum, með hagkvæmum lán- um gegnum Fiskifélagið; um að síldarmat verði ekki lögleitt; og um lánsstofnun fyrir smábátaút- veg. þá var samþykkt að lýsis- mat verði framkvæmt á sem flestum útflutningshöfnum. Full- trúar til næstu fjögra ára voru kosnir: Guðmundur Pétursson og Páll Halldórsson. Forseti fjórð- ungsdeildar var kosinn Guð- mundur Pétursson, ritari og fé- hirðir Jóhannes Jónasson og vara- forseti Stefán Jónasson. — FÚ. Falsaðir happdrættlsmiðar. Mað- ur hefir verið handtekinn, sem grunaður er um að liafa falsað milljón-króna happdrættismiða í Rikishappdrættinu franska, fyrir skemmstu. — FÚ. Gestamót ungmennaféiaganna verður þennan vetur haldið í Iðnó í kvöld. Verður þar talað, lesið, spilað, sungið, dansaðir hringdansar og vikivalcar. Gesta- mót ungmennafélaganna hafa undanfarið verið einhver allra ánægjulegasta samkoma vetrarins og mun svo enn verða. Frá Norðíirði; Síðustu daga hef- ir verið mokafli inni á firðinum á t'lotlínu og handfæri. Til dæmis l'engu tveir menn 4% skippund á í'immtudaginn. Allmikii síld er þar einnig á djúpsökku síldarlóð, en snurpinótaskipin liafa þó ekki gert veiðitilraunir vegna markaðs- vandræða. — Togarinn Egill Skallagrímsson hefir keypt báta- fisk i ís á Norðfirði. Gesttr í bænum: Magnús Jalcobs- son, bóndi Snældubeinsstöðum; Árni Helgason, vcrzlunarmaður og bóndi, Borgarnesi. Skipatréttlr. Goðaíoss er i Ham- borg. Guilfoss kom til Vestmanna- eyja á hádegi í gær. Brúarfoss fer til Leith og Kaupinannahafnar annað kvöld. Dettifoss fer vestur og norður í kvöld. Lagarfoss var á leið til Seyðisfjarðar frá Húsa- vík í gær. Lindbcrgh fagnað. Fulltrúar rík- isstjórnarinnar í Brazilíu, ásamt fjölda Bandaríkjamanna sem þar búa, voru til taks að i'agna Lind- bergh og konu hans er þau lentu í Port Natal í Brazilíu, eftir flug sitt frá Vestur-Afríku. þau höfðu verið 16 klukkustundir á leiðinni, og þvi flogið með 138 kílómetra meðalhraða á kl.st. Lindbergh sagði að vélin hefði unnið ágæt- lega, og loftskeytatækin verið í bezta lagi, og fiugið því gengið eins vel og hægt var að hugsa sér. — FÚ. 13 stiga frost. Veður í Englandi er nú með því leiðinlegasta sem komið hefir á vetrinum. Úrfelli er og frost í Lundúnum, þoka víð- asthvar á suður-Englandi, ásamt frosti, og vegir mjög hálir. Vegna hálku á flugvöllum hafa póstflug- vélar ekki getað farið ferða sinna. Á fimmtudagsnótt varð mesti kuldi sem komið hefir á vetrin- um í Englandi, 13 stiga frost á Celcius, í Eccles. — FÚ. Leíðrétting. Vegna rangrar frásagnar í Vísi 6. þ. m., vil ég taka þetta íram: Við hr. Lárus Sigurbjörns- son o. fl. hefi ég látið í ljósi, að Framsóknarmenn hlytu að taka það sem hlutdrægni, sprottna af pólitískum ástæð- um, hjá þeim stofnunum eða fyrirtækjum almennings, sem neituðu Nýja dagblaðinu um allar auglýsingar (er snertu almenning, eins og t. d. leik- sýningar Leikfélagsins), en birtu þær ætíð í öllum hinum dagblöðunum. Það vita allir, að Nýja dag- blaðið er aðalblað okkar Fram- sóknarmanna hér í bænum. Og það er líklegt að þeir sem lesa aðeins Nýja dagbl., fái ekki vitneskju um auglýsingar — þó að þeir vildu og þyrftu, — sem einungis eru birtar í öðr- um dagblöðum. — Auk þess hljóta auglýsendur að sjá það sjálfir, að þeir eiga á hættu, að menn, sem þeir sýna slíka hlutdrægni, finni, hvað að þeim snýr og svari því eins og þeim þykir rétt. Að framansögðu leiddi ég athygli hr. L. S. í vinsamlegu samtali okkar, en hótanir hefi ég engar haft í frammi, hvorki við Leikfélagið (sem ég ólít að ætti að vera ópólitískt og sýningar þess jafnt fyrir menn af öllum flokkum) né aðra. — Slíkum meðulum mega aðr- ir hafa einkaleyfi á hér í bæ fyrir mér. V. G. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF. Útborganir alla virka daga frá 10—12. Hringið á Klötvorzl. Herðulbreid Fríkirkjuveg 7. Sími 4565. Mikið úrval af kaffisettum og skálum og allskonar jólagjöfum. HARALDUR HAGAN, Austurstræti 3. • Ódýru • auglýsinga rnar. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 'og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Góðar norskar kartöflur selj- um við á kr. 8,50 pokann. Barónsbúð, Hverfisgötu 98, sími 1851. Saumastofan Tízkan selur fallegar blússur og pils fyrir jólin. Pantið í síma 4940. Aust- urstræti 12. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkui-. Sími 1245. Nýkomið spikfeitt hangikjöt úr Mývatnssveit. Verzl. Rangá, Hverfisgötu 71, sími 3402. Ef yður vantar góð og ódýr húsgögn, þá munið Trésmiðj- una á Frakkastíg 10, sími 4378. immiwpw ii’mumr1 mmiveir v'■•vni'wr . - ?*■ ,**.•.• Notuð eldavél óskast keypt. Uppl. i síma 3649 eftir kl. 7. Ilillupappír, mislitan og hvítan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Sími 1245. Ódýrastar og beztar vörur á Vesturgötu 16. Sími 3749. VERZLUNIN BRÚARFOSS Tilkynningar Sauma peysuföt, upphluti, vendi fötum og fleira. Kögra einnig peysufatasjöl. Ódýr vinna. — Upplýsingar á Braga- götu 22 A III. hæð. „Verkstæðið Brýnsla* Hverfisgötu 4 (hús Garðars Gíslasonar) Brýnir öll eggjám. Sími 1987. í Tapað-Fundið || Gullhringur fundinn. Uppl. í síma 3821. RAUÐA HÚSBÐ. — Mér er sagt, að það hafi upphaflega verið jörð, sem einhver náungi Jolland að nafni átti, en nú er það ofurlítið hús, sem tilheyrir ekkju nokk- urri, mrs Norbury að nafni. Mark og Cayley fóru oft þangað ' í heimsókn, báðir saman. Miss Nor- bury — stúlkan — hefir komið hingað nokkrum sinnum og farið í tennis. Mér sýndist hún hallast einna helzt að Cayley. En það var nú auðséð, að hann hafði lítinn tíma til þess að gefa sig við þannig löguðu. — Hverju svo sem? — Að labba um með laglegri stúlku og spyrja, hvort hún hafi nýlega verið í leikhúsinu. Hann var alítaf eitthvað að sýsla. — Mark hélt honum að vinnu? — Já. Mark virtist aldrei vera ánægður, nema Cayley væri eitthvað að amla fyrir hann. Honum fannst hann alltaf vera í ráðaleysi og vandræðum án hans. Og þótt skrítið sé, sýndist Cayley vera einmana, ef Mark var ekki nærri staddur. — Þótti honum vænt um Mark? — Já, það hugsa ég. Fannst hann þurfa að halda hlífiskildi yfir honum. Auðvitað hafði hann séð, hvernig hann var, hégómlegur, mikill með sig, gutl- ari og þar fram eftir götunum — en hann hafði á- nægju af því að hlynna að honum. Og hann kunm á honum tökin. — Rétt er það ... Hvemig kom hann sér við gestina — þig og miss Norris og hina? — Hann var almennilegur og lét lítið á sér bera. Við höfðum lítið af honum að segja nema þegar borðað var. Við vorum hér í þeim tilgangi að skemmta okkur — en það var h a n n ekki. — Var hann ekki við þegar vofan birtist? — Nei. Ég heyrði Mark kalla á hann þegar hann fór aftur inn. Ég held að Cayley hafi reynt að þagga niður í honum og hafi sagt honum, að stúlk- ur væru nú allt af með svona tiltæki. ... Jæja, nú erum við komnir. Þeir komu nú í veitingahúsið, og á meðan Bill töfraði veitingakonuna gekk Antony upp í herbergi sitt. Kom nú í ljós, að hann þurfti engin ósköp að búa niður, þegar til kom. ITann stakk greiðu og bursta í töskuna, svipaðist um til að gá að því hvort nokkuð hefði gleymst og fór svo ofan aftur til þess að borga fyrir sig. Hann hafði ákveðið að halda herberginu nokkra daga, bæði til þess að hlífa veitingamanninum og konu hans við þeirri mæðu, að missa gest sinn svona skyndilega, og svo líka til þess að hafa að einhverju að hverfa, ef svo skyldi fara, áð honum þætti ekki æskilegt að dvelja lengur í Rauða húsinu. Því hann tók spæjarastarf sitt alvarlega eins og öll störf sem hann gaf sig við. Og það lagðist í hann, að ef til vill kynni að því að reka — t. d. þegar réttarrannsókninni væri lokið — að hann gæti ekki verið þekktur fyrir að gista lengur í Rauða húsinu og njóta gestrisni þeirra Marks og Cayleys, hvorn þeirra, sem telja ætti húsbóndann, án þess að hætta hlutleysi sínu í þessu máli. Eins og nú var ástatt, dvaldi hann í húsinu aðeins sem rétt og slétt vitni, og úr því að hann var þarna staddur, gat Cayley ekki bannað honum að horfa í kringum sig; og ef það kæmi í ljós eftir að réttarrannsóknin var búin, að hér væri enn þörf á athugun óvilhalls og skarpskyggns manns, þá varð hann að framkvæma rannsóknir sínar annaðhvort með samþykki Cayleys eða flytja frá honum, til dæmis- á gistihúsið „The George“, en gestgjafinn þar var ekki á nokkurn hátt riðinn við þetta mál. Því Antony var sannfærður um eitt: Cayley vissi meira en hann lét í veðri vaka. Það er að segja, hann vissi meira en hann vildi, að aðrir skyldi vita, að honum væri kunnugt um. Ant- ony var einn af þessum „öðrum“, og væri hann að fiska eftir því, hvað .Cayley vissi, gat hann tæp-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.