Nýja dagblaðið - 10.12.1933, Síða 2

Nýja dagblaðið - 10.12.1933, Síða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIB jpa Kveðjuathöfn sonar okkar, Arna Norðfjörð, sem andaðist á Vífilstöðum 22. nóv., fer fram á heimili okkar, Njarðargötu 49, mánudaginn 11. þ. m. og byrjar kl. 2 e. h. Ása og Jóhannes Norðfjörð. / Stærð 11X14 cm. Innbundin í döklt- brúnt mjúkt al- skinn, gylt í sniði að ofan. 120 bls. Verð kr. 8,00. .. .....-..—1\ Nýkomið í bókaverzlanir: Jónas Hallgrímsson: Úrvalsljóð (íslenzk úrvalssjóð I.). Bókin inniheldur ílest fegurstu og þekkt- ustu kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Henni er ætlað að verða fyrsta bindið í samstæðri útgáfu á sígildum ljóðum islenzkra skálda. Bókin er mjög vönd- uð að öllum ytra frágaugi, og sérstak- lega hentug til tækifærisgjafa. — Aðalútsala: Heiðvindav eftir Jakob Thorarensen fæst í öllum bókaverzl- unum, bæði heft og bnndin. Jólagjöfin sem öllum er kærkomin, er Heiðvindar og aðr- ar bækur Jakobs Thorarensen. Gísli Ólafsson írá Eiríksstöðum skemmtir í kvöld í Varðarhúsinu klukkan 8V2. Fjölbreytt skemmtnn. Freymóður Jóhannsson opnar jólasýningu á málverkum nú í vikunni í Braunsverzl- un (uppi: Cafy Vífill). Nánar auglýst síðar. Tilkynníng Af því að við höfum nú fjölgað bílum að mun, verð- ur stöðin framvegis opin allan sólarhringinn. 5 og 7 manna bílar ávalt til leigu. Bifreiðastöð íslands Sími 1540. Hafnarstræti 21. ' Sími 1540. Övæxit happ má það telja öllum, er nota vilja, að Raftækj averzlun Eiríks Hjartarsonar gefur til jóla 20°/0 af öllum borðlömpum, stórt og fallegt úrval. Viðskiptavinirnir eru beðnir að tilkynna sem allra fyrst, ef þeir KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR vilja fá verulega falleg jólatré. Bankastræti 2. Sími 1245. tummmmmmmi^mmmmmm^m Jólatré ísland og Norðurlönd Framh. af 1. síðu. - xþróttir - íietir mörgum stórhuga mönnum, er maður kynnist hjá þessari fá- mennu bræðraþjóð, og sem getur verið oss til hvatningar og upplyftingar, segir prófes- sor Nordal að lokum. — Hvernig féll yður sam- veran við sambandsþjóð vora Dani? Danir gera sér mikið íar um að kynnast íslending- um. — Dvölin í Danmörku var nú stutt að þessu sinni. En þó ég dveldi í Kaupmannahöfn svo að segja samfleytt í 10 ár, þá finnst mér ég kynnast Dönum meir og betur við hverja heimsókn. Eins og kunnugt er, hafa íslenzkir stúdentar jafnan einangrað sig mjög í Kaupmannahöfn, og mun svo vera ennþá. Veit ég ekki hverjum aðilanum það er að kenna, íslendingum eða Dönum, en hitt er víst, að ég tel það mikið tjón fyrir okk- ur íslendinga, að okkur geng- ur svo erfiðlega að kynnast sambandsþjóð vorri, sem hik- laust má telja eina mestu menningarþjóð heimsins. Það eru viss einkenni í fari Dana, t. d. gamansemi þeirra, sem erfitt er fyrir aðrar þjóð- ir að fella sig við. Það er þó trúa mín, segir prófessor Nor- dal, að ef báðir aðiiar reyna að komast yfir þessa lítilfjör- legu örðugleika, þá eigi þeir miklu betur skap saman en þá grunar. Áhugi á því að kynnast ís- lendingum og skilja þá, hefir mjög farið vaxandi í Dan- mörku síðustu 15 árin. Ég vil að lokum geta þess, að sendi- herrar og konsúlar Dana gera sér, eftir minnu reynzlu, mikið far um að aðstoða íslendinga og sýna þeim gestrisni. Starf Norræna félagsins þýð- ingarmikið. — Hittuð þér nokkra af stjórnendum Norræna félags- ins? — Já, ég hitti marga þeirra, en hafði því miður ekki tíma til þess að fara til Helsing- fors á fulltrúafundinn þar. Starf Norræna félagsins hefir þegar gert mjög mikið gagn, og hefir íslenzka vikan, sem Norræna félagið gekkst fyrir í fyrrahaust haft mikla þýðingu, til þess að kynna þjóð vora og menningu. Ráðamenn Nor- ræna félagsins á Norðurlönd- um hafa mikinn áhuga á því að halda uppi lifandi sambandi við okkur hér á Islandi. En nú verðum við sjálfir að fara að gera eitthvað. Við þurfum að halda áfram með skólaferð- irnar, sem svo vel hafa byrjað og fulltrúamót þurfum við að hafa hér-1935. Hingað til hafa íslenzku stjórnarvöldin verið ó- fáanleg til þess að gera nokk- uð fyrir félagið, og veltur það nú á þeim, hvort félagið getur haldið áfram að starfa svo að nokkru liði verði eða ekki. Saga Hafnarfjarðar Eftir Sigurð Skúlason. Hér er rakin saga Hafnar- fjarðar frá upphafi fram á þenna dag. Efni ritsins er raðað niður á þenna veg: Fyrst er gerð grein fyrir umhveríi Hafnar- fjarðar. Þá kemur söguleg lýs- ing hinna fornu bújarða í Hafnarfirði. Þar á eftir er sögð saga verzlunarstaðarins, og er sá þáttur bókarinnar miklu lengstur. Saga verzlun- arstaðarins hefst með sigl- ingu Englendinga hingað til lands, og lokið er henni þegar Hafnarfjörður verður kaup- íslenzks þjóðlífs á liðnum öld- um, og hversu bærinn hafi launað þjóðinni það, að hon- um voru veitt kaupstaðarrétt- indi fyrir 25 árum. Saga Hafn- arfjarðar er dómur þessa manns ásamt með þeim for- sendum, sem dómurinn er á byggður. En ])egar hinn ófróði lesandi les dóminn, þessa sögu Hafn- arfjarðar, hreytist hún smám saman, hulduborgin að baki Reykjavíkur, í íslenzkum kaup- stað og útgerðarbæ með lifandi mönnum mitt í baráttunni við að skapa íslenzku þjóð- inni menningarkjör. Þeirri bar- áttu verður naumast betur og Sigurður Skúlason meistari. staður 1908. Eftir að saga verzlunarstaðarins hefir verið rakin, er sagt frá upphafi kaupstaðarins, og þar á eftir er gerð sögulega grein fyrir málum hans og stjórn allri, og eru því helgaðir sex þættir bókarinnar. Loks er stutt yf- irlit —: aðallega yfir sögu kaupstaðarins. Ritið er milli 40 og 50 arkir í stóru broti. Er það með fjölda mynda, línurita og upp- drátta, sem hvorttveggja eru ritinu til prýði og bregða birtu yfir efni þess — sögu Hafnar- íjarðar. Hefir Hafnarfjörður gefið út rit þetta á 25 ára kaupstaðarafmæli sínu, og hef- ir hann með því sýnt mikla rausn við íslenzku þjóðina. Er hér um nýjan hátt að ræða um afmælisgjafir: það er af- mælisbarnið, sem gefur. í vitund mikils þorra þjóðar- innar er Hafnarfjörður í skugga Reykjavíkur. Víða um land hafa menn þá hugmynd helzt um Ilafnarfjörð, að sá bær sé einhversstaðar að baki Reykjavíkur, lílct og Björn að baki Kára. Nú hafa Hafnfirð- ingar lagt það undir dóm eins utanbæjarmanns, hvern hlut Hafnarfjörður hafi lagt til I einfaldar lýst 1 stuttu máli en með þessum orðum Sigurðar Skúlasönar (bls. 650): „Þær framkvæmdir, sem breytt hafa Hafnarfirði úr litlu óskipulegu og hálfdönsku fiskiþorpi í myndarlegan, ís- lenzkan stórútgerðarbæ, hafa undantekningarlítið gerzt á þessari öld, og að miklu leyti síðan Hafnarfjörður öðlaðist bæjarréttindi. Þessar fram- kvæmdir hafa breytt útliti byggðarinnar við fjörðinn svo gersamlega, að furðu gegnir. Svo hafá sagt mér gamlir Hafnfirðingar, sem ólust upp í kauptúninu fyrir aldamótin 1900, og fluttust síðan burt, að ekki sé nú orðið til neins að ætla sér að koma til Hafnar- fjarðar til þess að leita þar að bernskuslóðum sínum; þar sé allt orðið gerbreytt nema Ham- arinn austanverður. í stað ki’ókóttra gangstíga um hraun- ið eru komnar breiðar götur. Þar sem áður voru alla vega lagaðar hraungjótur, eru nú risin íbúðarhús með snotrum görðum við. f stað malarfjör- unnar og bátabryggjanna nið- ur af plássinu gamla blasa nú við hafnarbakkar og hafskipa- bryggjur”. A.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.