Nýja dagblaðið - 13.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.12.1933, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 1. ár. Tdag Sólaruppkoma kl. 10.18. Sólarlag kl. ?.26. Háílóð árdegii'. kl. 1.30. Háflóð síðdegis kl. 2.05. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3.00 e. m. til 9.S 5 árd. Veðurspá: Hfeg sunuauátt og úr- komulaust. Söfn, sl .rifstotrr o. fL: Landsbókasaf oið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalasafaið ....... opið 14 Alþýðubókas afnið . .Ty. .opið 1010 Landsbanki’ m ......... opinn 10 3 Búnaðarbai .kinn ...... cpinn 10-3 ÚtvegsbanlJnn .. opinn kl. lf>4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 10 12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. cpin 10-6 Bögglapóststofan .... ojún 10-5 Landsíminn ............. opion 8-9 Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnuféln;;a opið kl. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opio 9-12 og 1-6 Sðlusamband ísl. fiskframleiðendu 10-12 os; 1-6 Kimskipafél. íslands .... opið 9-6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. iögmanns opin lt) 12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin l')-12ogl-4 Hafnarskrifstofan opin 912 v)g 1-6 Stjórnarráðsskrifstofumn r opnar 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 1012 og 1-5. Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 cg 1-6 Hsestiréttur kl. 10. Heimsóknartími sjákrahúsa: Landsspítalinn ........... k). 8-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ..... kl. 12%-2 Vííilstaðahælið . - 12%-2 og 3%-4% Kleppur .................. kl. 1-5 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Hragi Ólafsson Ljósvallagötu 10. Sími 2274. Skemmtanir og samkomnr: Nýja Bíó: Ræningjahreiðrið kl. 9. Gamla Bíó: Riddaralið í bænum kl. 9. pýzkur gamanleikur. Málverkusýning Höskuldar Björns- sonar í Oddfellowhúsinu, opin kl. 10--7. Málverkisýning Ólafs Túbals í Goodtemplarahúsinu, opin 10-8. Samgðngnr og póstforðir: Hermóður fer til ísafjarðar kl. 12 í kvöid. Reykjavík, miðvikudaginn 13. desbr. 1933. 40. blað DagskrA útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. Tónleikar. 19,35 Tón- listarfræðsla (Emil Thoroddsen). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi. pættir úr náttúrufræði: .röklamæiingar (Jón Eyþórsson). 21,00 Tónleikar: Fiðlusóló (J>ór. Guðmundsson). — Grammófón. Grieg: Per Gynt Suites, nr. 1. og 2. Sálmur. Hvað er að gerast í Al|)ýðnflokknum? F j ó r u m núverandi bæj arf ulltrúum flokksins sparkað úr bæjarsfjórninni. Sex efstu sæti listans eru skipuð þessum mönnum: 1. Stefán Jóhann Stefáns- son hæstar.málaflm. 2. Jón Pétursson hafnsögu- maður. 3. Kristinus Amdal. 4. Sigurður ólafsson. ■>. Jóhanna Egilsdóttir. 6. Pétur Halldórsson. Lengra hirðir blaðið ekki að te’ja. I fyrrakvöld var haldinn fundur í fulltrúaráði - Alþýðu- flokksfélaganna hér í bænum og stóð fram á nótt. Þar fór fram einskonar prófkosning frambjóðenda á lista flokksins við bæj arstj órnarkosningamar, sem í hönd fara. Það, sem mesta athygli má vekja, er, að flokkurinn virðist ætla að sparka út úr bæjar- stjóminni öllum fulltrúunum sem þar eiga nú sæti af hans hálfu nema Stefáni Jóh. Stef- ánssyni. Þeir Ágúst Jósefsson, ól- afur Friðriksson, Sigurður Jónasson og Kjartan ólafsson eiga að fara út úr bæjar- stjóminni. Þetta mun þó ekki vera endanleg ákvörðun, enda í mesta máta furðuleg. Skipstrand og manntjón. Eoskur botnvðrpungur strandar nálægt Svfnafellsós. Bátur frá þýzkum botnvörpung, sem sendur var til hjálpar, skolast upp I brimgarðinn. Þrír menn farast. Síðastliðið sunnudagskvöld strandaði enskur togari Marga- ret Clark írá Aberdeen, við Svínafellsós um 6 km. vestan við Ingólfshöiða. Á skipinu voru 12 manns og björguðust allir heilir í land um kl. 3 síðd. á mánudag me.ð aðstoð aðkomipna byggðamanna. — Björgun tókst þann veg, að skipverjar sendu flotholt með línu í land og björguðust síðan á skipsbátnum, sem dreginn var milli skips og lands. Skip- verjar dvelja nú í öræfum, og er óvíst um brottför þeirra þaðan. Skipið hefir nú rekið mjög nærri landi, en allt er í óvissu um björgunartilraunir. Talið er að í skipinu sé lítils- háttar af fiski. í gærmorgun voru 6 menn sendir á báti frá þýzka botn- vörpungnum Consul Dobbers frá Nordenham til hjálpar enska botnvörpungnum. Álitið er að bátur þessi hafi verið tengdur við þýzka botnvörp- unginn með línu, sem slitnað hafi, og að bátinn hafi þá rekið upp í brimgarðinn. Laust eftir kl. 16 í gær komu þrír bátverja heim að Fagurhóls- mýri í öræfum, allþjakaðir og illa til reika, og hafði þeim skolað á land af bátnum, en er þeir sáu síðast til bátsins var hann á hvolfi. Höfðu hinir þrír félagar þeirra ekki losnað við hann, en menn eru orðnir mjög hræddir um að þeir hafi farist. Samkvæmt ósk þýzka konsú- latsins í Reykjavík, sem hefir skýrt frá þessum atburðum, fóru menn úr öræfum snemma í morgun niður á sandana til þess að svipast eftir mönnum þessum og bát. Magnús Gudmundsson „náðar(( ritstjöra Vísis og Morgunblaðsins. Dómsmálaráduneytið bannar opinbera rannsókn á rógmælgi ritstjóra Visis og Morgunblaösins um Nýja dagblaöiö. í gærdag barst setudómar- anum í rógsmálinu svolátandi bréf dags. 11. þ. m. frá dóms- málaráðuneytinu: „Dóms- og kirkjumála- ráðuneytið. Reykjavík, 11. desbr. 1933. Þér hafið, herra setulög- reglustjóri, dags. 4. þ. m. sent hingað bréf h.f. Blaðaútgáfan, dags. 27. og 29. f. m., þar sem ritstjóri dagsblaðsins Vísis, Páll Steingrímsson svo og rit- stjórar Morgunblaðsins, þeir Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson, eru kærðir fyrir atvinnuróg. Fylgdu eintök þau af blöðunum Morgunblaðið og Vísir, sem kært er yfir, með bréfi yðar. 1 tilefni af þessu er yður hérmeð tilkyimt, til birtingar fyrir þeim, er hlut eiga að máli, að það, sem kært er yfir, telur ráðuneytið ekki ganga út fyrir svið meiðyrðalöggjafar- innar. Fyrir því verður að fara eftir reglum meiðyrðalöggjaf- arinnar, ef kærendur óska málssóknar. M. Guðmundsson. Gissur Bergsteinsson. Til herra setulögreglustjóra Kristjáns Kristjánssonar“. Það þarf vitanlega ekki að eyða orðum að því að rógmælgi ritstjóranna er atvinnurógur á hæsta stigi og refsiverður sam- kvæmt 11. gr. laganna nr. 84/1933. — 1 þeirri grein seg- ir, að það sé atvinnurógur er varði allt að 6000 króna sekt Framh. á 8. síðu. Byrd heímskautsfarí fór frá Ástrafíu í gær á leíð til Suð- urheimskautslandanna. London kl. 17. 12/12. FÚ. Byrd fór frá Wellington í Nýja Sjálandi í dag, í suður- heimskautsför sína. Aðaltil- gangur fararinnar er sá, að gera úr flugvélum mælingar að nýju korti yfir Suðurheim- skautslönd. EldsYoði á Sigluíirði Hús Gunnars Jóhannssonar brennur til kaldra kola Engu bjargað úreldinum. í fyrrakv. brann til kaldra kola húsið Hlíðarvegur 23 B á Siglufirði, eign Gunnars Jó- hannssonar formanns Verka- mannafélagsins. Eldsins varð vart um 10-leytið og magnað- ist hann svo fljótt, að á svip- stundu var húsið alelda. — Slökkviliðið kom á vettvang, en engu varð bjargað. Enginn var heima í húsinu, er eldurinn brauzt út, húsmóðirin var ný- gengin í næsta hús með yngsta barnið, en húsbóndinn hafði farið á fund kl. 8.45. I húsinu bjó eigandinn, kona hans og fimm börn þeirra, 3 uppkomin, og Lúter Einarsson, einhleypur maður. Missti hann allt sitt, óvátryggt, nema föt- in sem hann stóð í. Auk þess brann með húsinu dót tveggja manna, sem geymt var þar. Húsið sjálft var vátryggt hjá Brunabótafélaginu á 17 þús. kr., og innbú Gunnars í Nye Danske fyrir fimm þús. kr. Tjónið er þó tilfinnanlegt, því margt brann sem ekki verður bætt, þar á meðal mikilsvarð- andi plögg viðkomandi Verka- mannafélaginu. Ennfremur á- vísanir á útistandandi kaup- gjald, reikningar bókasafns Siglufjarðarkaupstaðar og nokkur hundruð krónur í pen- ingum. Rannsókn er ekki byrj- uð. Byrd, hinn ameríski flug- garpur, er heimskunnúr af ferð þeirri er hann fór til Suðurpólsins 1929. Lagði hann upp í þá för með miklum viðbúnaði og var fjöldi vís- indamanna í förinni. En mest- um tíðindum þótti það sæta, að Byrd hafði með sér flugvéí og hugðist að fljúga frá ís- röndinni þar sem þeir leiðang- ursmenn höfðu höfuð-aðsetur sitt og alla leið til pólsins og svo til baka, 1600 mílna veg. 28. nóv. lagði Byrd af stað í flugferðina kl. 19,29 síðd.(New York tími). Voru þeir 4 sam- an. Þeir komu til baka 29. nóv. kl. 5,10 síðd. eftir mjög æfin- týralegt ferðalag. Höfðu þeir haft hið bezta sýni yfir hið stórkostlega meginland, er liggur umhverfis Suðurpól. — Ferð þessi hefir síðan haft stórkostlega þýðingu fyrir rannsóknir á heimskautalönd- um, því kalla má, að upp það- an hefjist nýtt tímabil í rann- sóknum þessum, með notkun flugvéla og ljósmynda við kort- lagningu og mælingu stórra landsvæða með lítilli fyrirhöfn og á stuttum tíma. í hinni nýju ferð mun Byrd halda áfram að kortleggja og rannsaka Suðurskautslöndin, þar sem hann hætti 1929,

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.