Nýja dagblaðið - 13.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 13.12.1933, Blaðsíða 2
2 fff Ý J A DAGBLASIÐ Parcival Síðasti musterisriddarinn Söguleg skáldsaga. Nýútkomin í þýðingu Frið- riks T. Rafnar. Öll sagan byggist á sannsögulegum viðburðum. — Aðalpersónan, Parcival riddari, lifði á þeim tima, sem sagan seg- ir. — þetta er bókmennta- listaverk, sem notið liefir vinsesldar um allan lieim. — Góðar riddarasögur liafa jafnan stytt íslendingum skammdegiskvöldin — og svo mun enn vreða. Fæst hjá bóksölum um land allt í góðu bandi Parcival l er tilvalin tækifærisgjöf ungum sem eldri. — Athugasemd Herra ritstjóri! I tilefni af grein, er birtist í blaði yðar 5. þ. m. og nefnd er „Innflutningshöftin", leyfir Iðnráðið sér að biðja um rúm fyrir eftirfarandi athugasemd. Það virðist svo, sem að greinarhöfundi komi kynlega fyrir sjónir, að Iðnráðið skuli vera því meðmælt, að lög nr. 1 frá 8. marz 1920 verði úr gildi numin og talar hann um, að af því muni leiða, að ! „steypiflóð" af erlendum mat- vælum, svo sem tólg, mjólk, rjóma, smjöri, eggjum og svo frv., mundi veltast yfir landið. Iðnráðið hefir ekki verið spurt um það hvort leyfa ætti innflutning á þessum eða öðr- um slíkum vörum, það hefir því ekkert álit látið uppi um það atriði. Bréf hæstvirtrar allsherjar- nefndar, sem því hefir borizt, ' hljóðar svo: „16. nóv. 1933. Vér leyfum oss hérmeð að senda yður til j umsagnar hjálagt frumvarp ! um afnám laga nr. 1 frá 1920 um heimild fyrir landsstjórn- ina til að takmarka eða banna innflutning á óþarfa varningi“. Það eru þessi lög, sem um var spurt og eins og í bréfi allsherjarnefndar segir, eru þau aðeins um óþarfa varning en ekki nauðsynjavörur eða matvæli. Eins og tekið er fram í bréf- inu til allsherjarnefndar, er Iðnráðinu ekki kunnugt um nema tvennskonar atvinnu- rekstur, þar sem framleiddur er varningur sem undir lög þessi getur heyrt. Og þó af- nám laganna gæti að vísu þrengt sölumarkað þessara fyrirtækja, er ólíklegt að það valdi tilfinnanlegu tjóni, þar sem tollar á slíkum vörum (leikföngum og sælgæti) eru nú orðnir allháir, svo að auk- inn innflutningur mundi gefa ríkissjóði hlutfallslega háar tekjur og e. t. v. greiða fyrir, að löggjafarnir sæu sér fært að létta tolli og innflutnings- gjöldum af þeim óunnu efnum, sem óumflýjanlegt er að fá til innanlandsframleiðslu á ýms- um nauðsynjavörum. Vér vonum nú, að háttvirt- ur greinarhöfundur sjái, að svar Iðnráðsins við þeirri spui-ningu, sem fyrir lá, gat ekki öðruvísi verið en það var, því naumast hefir hann ætlað oss að svara jafn virðulegri stofnun og Alþingi er, út í hött, en það hlaut sérhvert annað svar við umi*æddri spurningu að vera. Við þá spurningu, sem höf. varpar fram til iðnaðarmanna í grein sinni, hvort þeir telji sig því vaxna, „að inn á íslenzkan markað berist steypiflóð af erlendum iðnaðarvörum, sem seldar eru undir kostnaðar- verði til að losna við þær“, er þetta að athuga. Oss virðist líkurnar ekki miklar fyrir því, að viðskipta- þjóðir vorar fari að gefa mik- inn eða lítinn hluta af fram- leiðslukostnaði iðnaðarvöru sinnar til þess að geta keppt á íslenzkum markaði, þar sem sölumöguleikarnir eru ekki meiri en í einum fremur litlum bæ sérhverrar þeirra þjóða. En auk þess virðist oss Al- þingi hafa það í hendi sér að jafna þann leik með tollalög- gjöf, hvað sem áðurnefndum lögum líður, ef þess gerist þörf. Annars hafa iðnaðarmanna-. stéttirnar í landinu undanfarið aðallega krafizt þess, að þeim væri fyrst og fremst gert jafn hátt undir höfði og útlendum framleiðendum, þannig, að hrá- efnum og efnivið til fram- leiðslu innanlands sé ekki í- þyngt með allskonar sköttum og tollum, ef samskonar út- lendur varningur er lægra toll- aður eða jafnvel tollfrjáls. En að þetta hafi verið svo til skammt tíma má sanna með ótal dæmum. Iðnaðarmenn munu yfirleitt líta svo á, að öruggastur grundvöllur fvrir framtíðariðn- að þjóðarinnar skapist við það, að þeir nái sömu leikni og læri jafnmikla vandvirkni í sérhverri grein, eins og af starfsbræðrum þeirra er kraf- izt úti í heimi. En leiðin til þess er ekki sú, að útiloka allt annað af íslenzkum markaði en íslenzka framleiðslu, með j banni. Sumir munu jafnvel hugsa svo hátt, að með tíman- um geti ýmiskonar innlendur iðnaður orðið útflutningsvara, j en skilyrði fyrir því er meðal | annars það, að þjóðin auki kröfur sínar til íslenzkrar iðn- aðarvöru og hafi ástæðu til að sækjast eftir henni, þó út- lend iðnaðarvara sé samtímis á boðstólum. Má benda á, að þetta á sér þegar stað bæði um ýmsar iðjuvörur, t. d. öl og smjörlíki, og iðnaðarvörur eins og húsgögn og fleira. Reykjavík 1. des. 1933. F. h. Iðnráðsstjórnarinnar. H. H. Eiríksson. Guttormur Andrésson. Ormaveiki í sauðfá Rannsóknir próf. N. Dungal. Ormaveiki í sauðfé, eða plága eins og það er kallað á Austurlandi, er að verða hrein landplága víða um sveitir. Fén- aður er víða arðlaus að kalla vegna plágunnar, og sumstað- ar hrynur hann svo niður, að ei-fiðlega gengur að halda við. Sjaldan eða aldrei hefir plág- unnar gætt meira en í ár, og er fénaður þegar víða altekinn ef henni á jólaföstu. Má þó búast við að hún verði miklu verri er fram á veturinn kem- ^ur og fénaðurinn verður að lifa á léttri útbeít og stór- skemmdum heyjum. Er því víða vá fyrir dyrum um sauð- fjárræktina, nema þær vamir finnist, er að verulegu gagni megi koma. Nú í haust hefir prófessor Niels Dungal eftir ósk atvinnu- málaráðherra gert rannsóknir á plágunni, sem að vísu eru enn á byrjunarstigi, en hafa þó leitt ýmislegt í ljós, er al- menning varðar. Hafa verið gerðar athuganir á innýflum úr rúmlega 170 kindum víðs- vegar af Suðurlandi. Plágunni valda ýmsar teg- undir orma, sem ýmist eru í lungum sauðfjárins eða melt- ingarvegi. I lungunum eru þráðormar 8—11 cm. langir, en grannir eins og fínt segl- garn, og lirfur, sem ekki sjást nema í smásjá. Lirfurnar eru miklu útbreiddari og virðast skaðlegri. Getur mergð þeirra verið svo mikil, að lungablöðr- urnar á stórum svæðum eru al- veg morandi. Af þeim kindum, | sem rannsakaðar voru, höfðu 94% þessar lirfur en 53% þráðorminn. Ormarnir í melt- j ingarveginum eru þráðormar ; og aðallega tvær tegundir. Er önnur þeirra aðallega í vinstr- inni en hin ofarlega í gömun- um og er það blóðsuga. Við lungnaormunum hefir prófessor Dungal engin meðöl, er hann getur mælt með enn sem komið er. En við garna- ormunum er til meðal sem ^Söfmcnntir - xþróttir - íistxr Viö ijöll og sæ. Konur hafa óvenju mikið fram að bjóða á íslenzkum bókamarkaði nú í ár. Ég hefi orðið var við a. m. k. einar fimm nýjar ljóðabækur eftir konur, auk sagnakvers, sem getið var um hér í blaðinu ný- lega. Ég hefi ekki lesið ennþá nema eina af þessum bókum, svo að ég veit ekki, hve mikill fengur í þeim kann að vera. En ef hinar eru eklíi lakari en „Við fjöll og sæ“, kvæða- bók Margrétar Jónsdóttur kennara, þá má kvenfólkið sannarlega una vel sínum hlut. í ljóðum Margrétar streyma að vísu engar lindir nýrra stefna, og þar er engin fossa- föll né geysiátök byltingahug- ar eða bardagahróðurs fyrir stórfeldum hugsjónum. En slíks gerist engin þörf, til þess að vel sé ort. Lengi má hlusta á léttan og sínýjan nið gamal- kunnra lækja, og í gömlum og kunnum hyljum verður lengi fólgin mergð af dýrlegum perl- um. Kvæði Margrétar eru fyrst og fremst ljóðræn, fögur og smekkleg, svo að hvergi skeik- ar. Hvergi leirburður — hann sést þó víða, jafnvel hjá góð- skáldum! — en heldur enginn tröllaukinn skáldskapur. Allar skáldkonur yrkja þul- ur, og Margrét kann vel að fara með það fagra brotasilfur. „Sá ég, live hún blakaði, bylti' sér og liió, faðmaði kaldan kteininn, fæddist og dó“ — báran í flæðarmálinu. Og í Jólaþulu stendur: „Hvergi sér á dökkan díl dimm er nóttin þó“. og „Sói fer seint á fætur, sofnar fyrir nón“. „Haustkvöld“ byrjar svo: „Horfinn er hann, sem ég unni, hljóðnar söngur í runni, húmljóð mér hvarfla á munni. Rn seg þá mér, stjarna blá, sástu ei vor?“ Margur hygg ég virði snort- inn fyrir sér myndir skáldsins úr hversdagslífinu. Af litlu stúlkunni, sem „ ... heyrði ei vorsins hljóm og hafði ekkert mál“. Af því, er „... einn í sorta gengur ... lítill, blindur drengur", meðan „brosir sólin bjarta“. Af Langa-Fúsa, og síð- ast en ekki sízt af vökukon- unni, en kvæðið um hana er eitt, það bezta í bókinni. A. Sigm. Karlakór Hreppamanna Það eru rúm 15 ár síðan að ég heyrði í fyrsta sinn æfðan söngflokk syngja. Það var karlakór úr Reykjavík, sem kom austur á Eyrarbakka og söng þar í kirkjunni. — Þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér síðastliðinn sunnudag (3. des.), er karlakór Hreppamanna kom hér niður eftir og söng á Eyr- arbakka og Skeggjastöðum. Hér er að vísu á margan hátt ólíku saman að jafna. Annarsvegar er lærður söng- stjóri, með vel æfða söngmenn, sem allir búa nálægt hver öðr- um og hafa því hina beztu að- stöðu til að iðka list sína. Hins- vegar er sjálfmenntaður söng- stjóri, sem hefir náð saman hóp manna, sem búa dreifðir um tvær stórar sveitir, oghafa því mjög slæma aðstöðu til þess að koma saman til æf- inga, og eru auk þess allir störfum hlaðnir við heimili sín. En þrátt fyrir þessa ósambær-i- legu aðstöðu var munurinn á söngnum ekki eins mikill og búast mátti við. Að vísu get ég ekki dæmt um söng, nema sem leikmaður í þeirri grein, en að mínum dómi var söngur þeirra Hreppamanna góður, og sum lögin ágæt. Var auðheyrt, að söngmennirnir skildu vel það, sem þeir voru að syngja og höfðu lagt sig fram að syngja eftir efninu. Á söng- skránni voru 11 lög, eftir ýmsa höfunda, en bezt tókst Vöggu- vísa eftir Mozart og Vársáng eftir Frieberg. En auk þess sungu fjórir úr kórnum nokk- ur aukalög. Sungu þeir létt og lipurt, og var auðheyrt, að þar voru kraftar, sem með góðri æfingu gætu orðið hlutgengir í hvaða kór, sem væri. Söngstjóri Hreppakórsins er Sigurður Ágústsson frá Birt- ingaholti. Er það í rauninni undravert hvað honum hefir tekizt að gera úr þessum dreifðu kröftum á tiltölulega stuttum tíma. Það eru um fimm ár síðan hann byrjaði að æfa söng þar uppfrá. Hefir hann auðsjáanlega lagt mikla vinnu í það, og er að ^upplagi mjög sönghneigður. Þessar línur ber ekki að skoða sem neinn dóm um söng þeirra Hreppamanna. Ég vildi aðeins benda á hve þarft verk þessir menn eru að vinna. Það er oft kvartað yfir því, að líf- ið í sveitunum sé tilbreyting- arlítið, og erfitt að halda uppi góðum og hollum skemmtun- um. Það starf, sem hér er unnið, miðar alveg sérstaklega að því, að auka holla gleði, og efla samstarf og félagsanda. Væri vel farið ef menn í öðr- um byggðarlögum tækju sér þennan flokk til fyrirmyndar. Og við Flóamenn þökkum Ilreppakórnum fyrir komuna, og vonum að við fáum að heyra til hans aftur áður en langt líður. I. Þ. virðist gefa góða raun. Heitir það Tetraklorholefni og er vökvi, sem gefinn er inn í hylkjum, er leysast sundur, þegar þau koma niður í vinstr- ina 1 sauðkindinni. Eru 5 hylki hæfilegur skammtur handa fullorðinni kind, en 4 hylki handa lambinu. Tetraklorholefnið geta menn pantað beint frá Rannsóknar- stofu háskólans. A.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.