Nýja dagblaðið - 13.12.1933, Side 3

Nýja dagblaðið - 13.12.1933, Side 3
N Ý J A DAGBLAÖIÐ 3 NYJA DAGBLAÐIÐ Útsefandi: „Blaðaútgáfan h/f‘ Ritstjóri: Di'. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: laugav. 10. Símai : 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjúri: Vigfús Guðmuudsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 atira eint. Prentsmiðjan Acta. Jén þingmaður ng Jón borgarstjéri Þegar Jón Þorláksson situr á Alþingi sem formaður íhalds- flókksins þar og landskjörinn þingmaður, þykist hann vera mikill sparnaðarmaður og sér- staklega á móti háum launum úr ríkissjóði — það er að segja þegar hann og flokkur hans fara ekki með völdin í landinu. En þegar sami Jón stendur upp við borgarstjórapúltið niðri í Kaupþingssal og er að verja fjármálastjómina í Reykjavíkurbæ, þar sem íhald- ið ræður öllu og getur sparað rétt eins og það vill — þá kemur nokkuð annað hljóð í strokkinn. Þá er það ekki nema rétt og sjálfsagt, að borgar- stjórinn í Reykjavíkurbæ hafi 16800 kr., hafnarstjórinn 18 þús. kr. og rafmagnsstjórinn 22 þús. kr. í árslaun — og að Knud Zimsen fái 10 þús. kr. árlega í eftirlaun frá bænum, ofan á allt annað, sem honum hefir áskotnast frá íbúum þessa bSejar fyr og síðar. Á Alþingi hefir íhaldsflokk- urinn — á meðan aðrir en hann fóru með stjórn — heimtað að ríkisstjórnin léti fylgja hinu árlega fjárlaga- frumvarpi skrá um starfsmenn við allar stofnanir ríkisins og launakjör þeirra, til þess að Alþingi geti gert nánari ráð- stafanir um slíka hluti. Ekki gerði J. Þ. þetta þó á meðan hann var sjálfur fjármálaráð- herra. En aldrei hefir heyrst um það — í stjórnartíð íhaldsins hér í bænum — að þesskonar skrá yfir starfsmenn Reykja- vdkurbæjar hafi nokkurntíma verið látnir fylgja fjárhags- áætluninni, þegar hún var lögð fyrir bæjarstjórnina. Ilvað kemur til, að íhalds- flokkurinn skuli ekki halda betur en þetta sínar eigin fjármálareglur hér í bænum, þar sem hann ræður öllu? Finnst íhaldinu kannske óþarfi að láta bæjarsjóð Reykjavíkur spara? Finnst því óþarfi. að borgarar þessa bæjar geti fylgst með launa- greiðslum til opinberra starfs- manna? Eða er það kannske hin margumtalaða „vinátta" við Reykjavík, sem fram kem- ur í þessari tvöföldu fram- komu í bæjarstjórninni og á Alþingi! Heilsuvernd í III. Ljósböð. Máttur sólarljóssins. ; Frá ómunatíð hefir sólar- j ljósið verið notað til lækninga * 1 t. d. í Kína í Egyptalándi og meðal Indíána í Suður-Amer- 1 i íku. Vísindin hafa aftur á móti , ekki tekið það í þjónustu sína fyr en nýlega, og var íslend- 1 ingurinn Niels Finsen, svo sem kunnugt er, frömuður þess. Sá j maður, sem einna mest hefir unnið að því að sannfæra mannkynið um töframátt ljóss- ' ins til lækninga, er dr. Rollier ( í Leysin í Sviss. Margar af ljóslækningum hans eru taldar ganga kraftaverkum næst. En sólarljósið er ekki emungis áhrifamikið til lækninga, held- ur einig til varnar gegn sýk- ingu. Sólböðin auka mótstöðu- kraft líkamans gegn ýmsum bakteríum. Þau geta og aukið calcunn-, phosphor- og járn- magn blóðsins. 1 stuttu máli verða menn hraustari, lífsglað- ari og þróttmeiri fyrir áhrif sólarljóssins. Skammdegismyrkrið og börnin. í norðlægum löndum er að jafnaði meira um' kvef og ýmsa aðra kvilla 8—4 vetrar- 1 mánuðina en að sumrinu til. i i Hið langa skammdegismyrkur, sólarleysið, er talin aðalástæð- an. Einna mest áhrif hefir skammdegið á börnin, sem eru ! að vaxa. Þeirra áhrifa verður greinilega vart í skólunum. Þegar fram í skamdegið sækir verður venjulega nokkur hluti harnanna slappari við námið og veikindaforföll aukast. barnaskólum bæjarins. Hægt að ljósbaða skóla- börnin með litlum til- kostnaði. Eins og kunnugt er, þá eru það hinir ultra-fj ólubláu geislar sólarlj óssins, sem valda efna- breytingum, gera menn t. d. brúnni á hörund, hraustari, ónæmari fyrir sjúkdómum o. s. frv. Geislar þessir eru nú framleiddir með sérstökum lömpum, sem kosta nokkur hundruð króna liver. Það væri mjög æskilegt, að barnaskólar Reykjavíkur eignuðust þessi tæki. Stofnkostnaðurinn þyrfti naumast að fara fram úr 3—4 þús. kr. fyrir hvorn skóla, enda þótt miðað sé við beztu teg- und tækja og allmikla notkun. Reksturs- og viðhaldskostnað- ur yrði hverfandi lítill. Auk þess væri mjög æskilegt að skólarnir eignuðust röntgen- tæki til gegnlýsingar. Þau myndu kosta 3—5 þús. kr. og koma að hinum mestu not- um við rannsóknarstörf og heilbrigðiseftirlit skólalækn- anna. Það liggur í hlutarins eðli, að hvorttveggja þessi tæki ættu að tilheyra lækningastofu skólanna og yrðu að öllu leyti undir yfirráðum og ums j óp, skólalækna. Ljósböð eru eng- anveginn hætulaus, ef gáleysis- lega er með þau farið, en und- ir umsjón menntaðra skóla- lækna er áhættan engin. Fyrirfram er ekki hægt að segja hversu viítæk notkun ljósbaðanna yrði í skóiunum, eða að hve miklu leyti þau gerðu skólabörnunum veturinn skemmri líka. Tilraunir lækn- anna yrðu að skera úr því. En alveg víst má telja að þau kæmu að miklu gagni fyrir nokkurn hluta bamanna. Sigurður Thorlacius. Reikningshðfuðin í gær birti Morgunblaðið grein um fjármálastjórn sósí- alista á Isafirði. Segir blaðið að samkvæmt nýframlagðri fjárhagsáætlun bæjarins hafi útsvör átt að hækka um 37 þús. kr. frá síðustu áætlun sem var 193 þús. og hafi nú átt að vera 220 þús.! Móti þessu hafi svo blaðið ,,Vesturland“ risið og árangurinn hafi verið sá, að áætlunin var færð niður í 193 þús., eins og var síðast- liðið ár. Hér skeikar nú ekki nema um 10 þús. kr. og skyldi menn ætla að þetta væri prentvilla, ef blaðið klykkti ekki út með því að segja, að umræður Vesturlands um þessa fjár- hagsáætlun hafi sparað bænum 40 þús. kr.! Hér er hver silki- húfan upp af annari og erfitt að sjá hver slyngari er, Mogg- inn eða Arngrímur. Frægur vísindamaö- ur látinu. Frakkneski vísindamaðurinn, prófessor Albert Calmette lézt 29. okt. s .1., sextugur að aldri. Hann hafði síðan 1895, verið starfsmaður við Pasteur-stofn- unina frakknesku. Hann fann upp bólusetningarefni gegn slöngueitrun, en frægastur er hann fyrir bólusetningarefni það gegn berklum, er hann fann upp og fyrst var tekið til notkunar árið 1921. Bólu- setning Calmettes hefir aðal- lega verið notuð við nýfædd börn, og hlauzt af henni í Lúbeck fyrir nokkrum árum hroðalegt slys, sem orsakaðist við misgrip, og olli dauða fjölda barna, en ýmsir þekktir læknar, sem hlut áttu að máli, voru dæmdir til þungrar refs- ingar. það í tæka tíð að b e z t a jólagjötin er s a u m av e 1 Samband ísl. samvínnufél Egypiiaim ClGARETTES ©©LIID'TFIIIP’IFE© Magnús Guðmundsson „náðar“. Frh. af 1. síðu. eða allt að 6 mánaða fangelsi að „útbreiða um annað at- vinnuíyrirtæki rangar sögu- sagnir er miða til þess að hnekkja því fyrirtæki11 o. s. frv. Og í 16. gr. sömu laga er ákveðið að með þessi mál skuli farið „sem almenn lög- reglumál“ —. Það er sannanlegt, að rit- stjórar Mbl. hafa lagt sig mjög í framkróka til þess að koma í veg fyrir, að opinber rannsókn yrði hafin á atvinnu- rógi þeirra. Hversvegna ? Og hversvegna stöðvar Magnús Guðmundssonar rann- sóknina ? Er það gert af hlífð við Nýja dagblaðið ? Trúi þeir, sem trúa vilja! Með samskonar framkvæmd hL El 31 -J.VV M H :.U1 RIMISINS \ý Hermöður fer héðan kl. 12 í kvöld beint til Isafjarðar. Tekur vörur og póst. Reykvíkingar! Þið, sem eigið frændur og vini úti um sveitir og kaup- I tún landsins, sendið þeim Nýja ! dagblaðið. Fátt verður vinum ykkar í fjarlægð jafnkærkomið í skammdeginu. eru lög nr. 84 frá 19. júní 1933 raunverulega úr gildi numin. Þetta er vel af sér vikið af j ráðherra, sem situr við stjórn I af náð konungs án þess að j hafa stuðning í löggjafarþingi þjóðarinnar.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.