Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 14.12.1933, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 14.12.1933, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLABIÐ 3 NYJÁ DAGBLAÐIÐ Útgefanrii: „Blaðpútgáfan h/f‘ Ritstjóri: Dr. phil. Jtorkell Jóhanneason. Rit stj ómarsk rifstofur: I augav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stj óri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Nfád! Ritstjórar Morgunblaðsins eru ákaflega fegnir og hróðug- ir yfir því að vera sloppnir við rannsókn út af rógmælgi sinni um Nýja dagblaðið. Það virðist vera í samningunum við M. G. að Mbl. reyni að telja fólki trú um, að rógsmálið sé venju- legt meiðyrðamál, og M. G. hafi þessvegna ekki framið réttarfarslegt hneyksli í þetta sinn. En náttúrlega vita það allir, sem kunnuger eru rekstri mála, að með lögum nr. 84 frá 1933 „um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum" var máls- meðferð, út af rógmælgi um atvinnufyrirtæki, breytt úr einkamálameðferð í opinbera málsmeðferð. í þessu taldi verzlunarráðið, sem undirbjó þessa löggjöf, atvinnufyrirtæki hafa fengið miklu öruggari vernd en áður var, því þessi málsmeðferð er miklu hraðari og áhrifameiri. Meiðyrði um einstaklinga voru hinsvegar látin fara eftir hinum eldri reglum meiðyrða- málalöggj af arinnar. Annars virðist Nýja dag- blaðinu ekki ástæða fyrir rit- stjóra Mbl. að vera sérstaklega hróðuga yfir þessari „náðun“. Það var svo sem vitanlegt, að maður eins og M. G. sem „náð- aði“ sakamann eins og Björn Gíslason og felldi niður rann- sókn í stærsta fjársvikamáli aldarinnar, íslandsbankamál- inu*, mundi ekki neita hinum bágstöddu ritstjórum Mbl. um náðun, er þeir koma til hans í öngum sínum. Ritstjóramir hafa varið of dyggilega hvert einasta hneykslismál M. G. til þess að til mála kæmi, að slíkri bæn af þeirra hálfu yrði neitað. Nýja dagbl. kemur það ekkert á óvart, þó að slíkur úr- skurðui' hafi komið frá Magn- úsi Guðmundssyni. Hann er ekkert annað en staðfesting á því, að málið hafi verið of hættulegt fyrir þá kærðu til þess að vogandi væri að láta það komá fyrir dómstólana. Það er hægt að mælast til of mikils af hæstarétti. Nýja dagblaðið óskar rit- stjórunum til hamingju í hin- um nýja féagsskap, — banka- stjóranna í íslandsbanka og Björns Gíslasonar. * Eggert Claessen á nú að fram- kvæma hin nýju kosningalög. - Hann var kosinn af íhaldsmönn- um í landkjörstjórn. Eiga útsvörin enn að hækka? Við hverju er að búast? Eftir Eystein Jónsson alþm. I 4.—6. tbl. Nýja dagblaðs- ins ritaði ég nokkuð um af- komu bæjarsjóðs Reykjavíkur undanfarin ár. Var þar gerð grein fyrir eftirfarandi stað- reyndum um fjármálastjórn í- haldsins hér í bænum: 1. Bein útgjöld bæjarsjóðs hafa farið hækkandi ár frá ári og eru samkv. áætlun fyrir yf- irstandandi ár um 3.2 millj. kr. og hálaunagreiðslur bæjarins og fyrirtækja hans eru frek- legri en hjá nokkrum öðrum opinberum stofnunum. 2. Útsvörin hafa á sama tíma farið stöðugt hækkandi og það gífurlega. Til saman- burðar er það, að ef reka hefði átt samskonar skattapólitík fyrir ríkissjóð, hefði þurft að hækka alla skatta og tolla um ca. 68% miðað við árið 1930 og tekjuáætlun yfirstandandi árs. 3. Þrátt fyrir hina gífur- legu skattahækkun heíir bæjarsjóður verið rek- inn með halla undaníarin 5 ár, og er afleiðinyin af því sú. að skuldir bæjar- sjóðs hafa aukist um 113% á þessum árum, eða rúm- lega tvöfaldast. Eru hér einungis þær skuld- ir teknar með, sem bæjarbúar verða að standa straum af með útsvörum sínum, m. ö. o. skuldir vegna eyðslu og ó- arðgæfra framkvæmda. Almennt er nú beðið með ó- þreyju eftir fjárhagsáætlun fyrir 1934. Gjaldendur spyrja: Hækka útsvörin enn ? Al- mennt er búizt við hinu versta. Mönnum er það ljóst, að af- leiðingar fjármálastjórnar í- haldsins undanfarið hljóta að koma fram í auknum byrðum á gjaldendum. Spurningin er aðeins hvort sú leið verður tekin að létta af bæjarsjóði beinum útgjöldum með sparn- aði og öðrum ráðstöfunum, t. d. til aukningar atvinnu í bæn- um. Loksins munu augu manna vera að opnast fyrir því, að af íhaldinu er ekki við góðu að búast í þessu efni og margt bendir til þess að ráðsmennska íhaldsins í fjármálum bæjarins eiyi þó eftir að koma enn greinilegar fram en orðið er. Skuldasöfnun undanfarinna , ára hefir í för með sér stöðugt hækkandi vaxta- og afborg- anagreiðslur. Lögreglukostnaðurinn fer , stöðugt í vöxt og nú hefir í- baldið í hyggju að stofna til j varalögreglu, sem að áliti þeirra, er bezt þekkja til, mun kosta í reyndinni um 300 þús. kr. á ári. ! Fátækraframfærið mun vera meira nú í ár en áður og er ekki við öðru að búast en framhaldi í sömu átt á meðan ekkert er gert af hálfu bæjar- stjórnar til þess að auka framleiðslustarfsemi þá, sem allt annað í þessum bæ byggist á. Þær einu fréttir, sem menn hafa af launamálum bæjarins nýlega, eru þær, að fyrverandi borgarstjóri Knud Zimsen fái 10 þús. kr. eftirlaun á ári. Sýnast því eigi stefnuhvörf í launamálunum hjá bæjar- st j órnaríhaldinu. Öll þessi atriði benda í þá átt, að búast megi við hækk- un útsvara. Með fullum rétti geta íbúar Reykjavíkur hinsvegar heimt- að skattalækkun. Hvernig gengur íhaldinu að verða við slíkri kröfu? íhaldsmenn heimta skatta- lækkanir af þeim, sem með fjármál ríkisins fara. Hlýtur þessi krafa því að vera mjög sanngjörn frá þeirra sjónar- miði. Bráðum sézt einu sinni enn hvemig bæjarstjórnarí- haldinu tekst(!) að uppfylla þær kröfur, sem það gerir sjálft til annara. Það er nú fullljóst og er að verða almennt viðurkennt, að skattakækkunar- og eyðslu- stefna íhaldsins eyðileggur bæinn fyr en varir. Bæjarstjórnin í Reykjavík verður að hafa forgöngu í því, að stofnað verði til aukn- ingar framleiðslu og iðnaðar í bænum á samvinnugrundvelli og létta útgjöldum af bænum og auka gjaldgetu manna með þeim ráðstöfunum. Allir þeir, sem sjá þá hættu, sem yfir bænum vofir undir stjórn íhaldsins, og vilja vinna að viðreisn bæjarins á sam- vinnugrundvelli, kjósa lista Framsóknarflokksins við bæj- arst j órnarkosningarnar. Hangikjöt til jólanna Sauðakjöt af Hólsfjöllum. Dilkakjöt úr Dölum, at Ströndum og irá Kópaskeri. Fyrirliggjandi hjá Samb. ísl. samvinnufélaga Sími 1080. Dömsmálaráðherrann þagði. Jón á Akri tók Jakob Möller alyarlega og kom íhaldinu í bobba. Þegar Jakob Möller komst í vandræði á dögunum út af um- ræðunum um lögregluna og óeirðirnar 9. nóv. í fyrra lýsti hann því yfir í gremju sinni á Alþingi, að lögreglustjórinn í Reykjavík hefði, að yfirlögðu ráði staðið í sambandi við kommúnista og hjálpað þeim til að koma óeirðunum af stað. Var ekki hægt að skilja um- mæli hans öðruvísi en svo, að hér hefði verið um byltingar- tilraun að ræða af hálfu lög- reglustjórans í Reykjavík! En það ótrúlega skeður, að slík óskapafregn virðist ekki hafa allra minnstu áhrif á hið háa Alþingi. Enginn fann ástæðu til að minnast á það einu orði, þó að þama væri verið að bera fram á sjálfu lög- gjafarþinginu, þá alvarlegustu ákæru, sem unnt er að bera fram gegn embættismanni, sem sérstaklega á að vaka yfir því, að vernda lög og reglur þjóð- félagsins. Dómsmálaráðherr- ann þagði og virtist ekki heyra þessi stórtíðindi. Hver var ástæða slíks fá- lætis? Ástæðan var sú, að Ja- kob Möller var ekki tekinn al- varlega. Meginhluti þingheims vissi, að þetta voru aðeins barnaleg ósannindi, og reynd- ir þingmenn fara ekki að gera veður út af því, þó að Jakob Möller segi ósatt. En meðal hinna nýkjörnu íhaldsmanna var a. m. k. ein einföld sál, sem tók Jakob al- varlega. Það var Jón á Akri. Hann hélt, að Jakob segði satt. Og Jóni ofbauð. Hann reis upp næst, þegar málið var til umræðu og sagði það skýrt og skorinort sem sína skoðun, að úr því að lögreglustjórinn hefði framið svona óskaplegan glæp, yrði að reka hann strax úr embætti. Og ef þetta væri ekki gert, þá yrði Magnús Guð- mundsson alveg tafarlaust, að fara úr ríkisstjórninni, því að það væri algerlega ósæmilegt gagnvart kjósendum í Austur- Húnavatnssýslu að láta þann mann vera dómsmálaráðherra, sem léti lögreglustjórann í Reykjavík gera byltingartil- raun svona alveg óátalið. Jón var sýnilega dauðhræddur um, að Jakob hlyti að hafa sagt M. G. frá þessari vitneskju strax, og eiginlega væri þá Magnús búinn að hilma yfir glæp undirmanns síns meira en ár! En Magnús- þagði enn, og íhaldið þagði allt nema Jón á Akri. | Þingmaður úr öðrum flokki reis þá upp og benti á það, að annaðhvort væri M. G. hér að hlífa lögreglustjóranum eða að hann og aðrir íhaldsmenn álitu Jakob Möller svo ómerkan, að ekki væri eyðandi fyrirhöfn í það að láta kalla liann fyrir rétt og staðfesta framburð sinn. En við þessu þagði M. G. einnig og allur íhaldsflokkur- inn þagði — og þá þagði Jón á Akri líka. Alstaðar erlendis myndi slík ákæra, sem Jakob Möller bar fram á slíkum stað gegn lög- reg'lustjóranum í Reykjavík, hafa vakið heimsathygli. En þingmenn Jakobs í þing- salnum — allir nema einn — látast ekki heyra þau. Flokks- maður hans, dómsmálaráðherr- ann, heyrir þau ekki! Frétta- ritarar íhaldsblaðanna í þing- inu þegja um þau í blöðunum. Er það af hlífð við Hermann Jónasson, að íhaldsþingmenn- irnir og íhaldsblöðin þegja? Eða er það til þess, að dóms- málaráðherrann geti frekar komizt hjá að láta Jakob gefa skýrslu fyrir dómstólunum? Jón á Akri skildi þetta ekki. Hann er nýr þingmaður. Hann þekkir ekki Jakob Möller. Hann er einföld sál. En hann á samt heimting á svari frá flokks- bróður sínum, dómsmálaráð- herranum af konungsnáð. Bökunareéé Verðið lækkað Matardeildin, Hafnarstræti 5. Matarbúðin, Laugavegi 42. Kjötbúðin, Týsgötu 1. Kjötbúðin, Hverfisgötu 74. Kjötbúðin, Ljósvallagötu 10. FREYMÓÐUR JÓHANNSSON p a 1ÓLASÝNINGU á málverkum í dag í Braunsverzlun (uppi, áður Café Vífill) kl. 10 árd. og verður sýningin opin daglega kl. 10 árdegis til kl. 9 síödegis.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.