Nýja dagblaðið - 14.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 14.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLA ÐIÐ AnnálL 0 Skipafregnir. Gullfoss er í Rvík. Goðafoss er á leið til Vestmanna- eyja frá Hull. Brúarfoss kemur til Leith i dag. Dettifoss fór i gœr- kvöldi frá Akureyri á leið til Húsavíkur. Lagarfoss kom til Leith í gær kl. 2. Selfoss er í Reykjavík. Úr Mýrasýslu er skrifað að mik- il veikindi hafi verið í fé þar í haust. Nokkur áhugi er þar um að auka mjólkurframleiðslu. En ýmsa örðugleika telja menn á þessu sökum slæmra samgangna. ísfisksalan. Karlsefni 661(1?*í gær hátafisk að vestan í Grimsby fyrir 953 sterlingspund. Tryggvi gamli kom af veiðum í i gær og fór af stað til Englands síðari hluta dags. Útflutningur á ísfiski. Til nóv- embermánaðarloka var búið að flytja út tæp 11 þús. kit af ís- fiski á þessu ári fyrir kr. 2.788. 290. — Verð á ísfiskí hefir verið mjög lágt upp á síðkastið, og hef- ir salan hjá togurunum verið mjög slæm. þeir togarar sem verst hafa selt, hafa ekki fengið nema rúm 300 sterlingspund fyr- ir afla sinn. Strandferðimar. Áætlun fyrir strandferðaskip ríkisins er ný- komin út. Sú nýbreytni hefir ver- ið gerð, að hraðferðir til Aust- fjarða hafa verið teknar upp. Eins og kunnugt er, hafa Austfirðir verið mjög afskiptir af samgöng- um við Reykjavík, en nú verður mikið bætt úr þessu á næsta ári, með hraðferðum sem Skipaútgerð rikisins tekur upp. Verða 3 hrað- ferðir til Austfjarðanna, snúið við á Seyðisfirði og Vopnafirði. prjár hraðferðir verða næsta sumar austur um land til Siglufjarðar og til baka. Verða samgöngur við Austfirði og Norðausturland þá mikið betri en áður. Viðkomur á þórshöfn verða t. d. 27 og á Seyð- isfirði 33. Freðkjöt. Útflutningur á freð- kjöti var í nóvembermánuði kg. fyrir 6800 kr. Alls er búið að flytja út af freðkjöti á þessu ári 1.040 þús. kg. fyrir 612.940 kr. SUdarútflutningurinn. 8138 tn. af af síld voru fluttar út í nóvem- ber fyrir kr. 188.280. Útllutningur saltkjöts i nóvem- ber hefir verið 1013 tn. fyrir kr. 71.360. Kapphlaupið um A-listann. — í Verklýðsblaðinu síðasta birta hin- ir „ótækifærissinnuðu" kommún- istar eða það flokksbrotið, sem Brynjólfur Bjamason veitir for- stöðu, lista sinn við næstu bæjar- st j ómarkosningar. Alþýðuf lokkur- inn, sem jafr.an hingað til hefir keppst við að hafa sinn lista sem fyrst búinn, svo hann geti hlotið A-listanafnið, hefir enn ekki lokið því verki og er víst ósamkomulag því valdandi, þó dult fari. Er mikill hugur í kommúnistunum að ná frá þeim A-lista-nafninu og er það með meiri áhyggjuefnum Alþýðuflokksforingjanna um þess- 'ar mundir. Hafnarijarðarfréttir tvo síðustu daga. Lögreglan í Hafnari. fann i fyrradag, eftir tilvisun, í helli nokkrum í hrauninu 2 tunnur fuilar af vatni og ýms bruggunar- tæki, svo sem brúsa, rör og fleira. Ókunnugt er um eiganda. — Drengur, sonur Bjarna Árnasonar sjómanns Reykjavíkurveg varð fyrir vörubifreið í fyrradag og meiddist nokkuð á höfði og fæti. Iionuin leið sæmilega í gær. —• Skarlatssótt gengur i Hafnarfirði en fer hægt yfir og er talin væg. Héraðslæknir hefir þó ákveðið, að börn frá sýkt.um heimilum skuli ekki sækja skóla meðan veikin er á heimilunum. — Botnvörpungur- inn Sviði kom frá Englandi í gær- morgun og fór á veiðar i gær- kveldi. Jón Engilberts listmálari sýnir margar snotrar og ódýrar teikn- ingar eftir sig í glugga Jóns Björnssonar kaupmanns í Banka- stræti. Hermóðnr fór í gærkvöldi vestur á ísafjörð með póst og farþega. Á skipið að ganga frá ísafirði sem flóabátur fram i febrúar. Tailfélög Húsavíkur og Siglu- fjarðar háðu kappskák á mánu- dagsnótt. Húsvíkingar höfðu 7 vinninga á móti 5. Á laugardag fóru þeir Lúðvíg Kemp og Rögnvaldur Jónsson vegaverkstjóri á bíl frá Sauðár- krók yfir Kolungafjall að Jtverá í Norðurárdal. Bílstjóri var Sigurð- ur Björnsson. Ferðin gekk greið- lega. Bíll hefir áður farið frá pverá til Blönduóss. sunnudag. Athöfnina framkvæmdi síra Friðrik Raínar. Aðrir ræðu- menn voru: Arthur Gook trúboði, Andreasen forstöðumaður Hjálp- ræðishersins, síra Sig. Stefánsson á Möðruvöllum og Jóhannes Sig- urðsson. Hún þetta er 18 sinnum 12 álnir að stærð, gjört úr stein- steypu og hið prýðilegasta sam- komuhús. Yfirsmíðí hafði á hendi Guðmundur Ólafsson og gjörði það kauplaust. Forstöðukona fé- lagsins er Jóhanna pór. Hátt á 4. hundrað manns var viðstatt at- höfnina og margir urðu frá að hverfa. — F.Ú. Kristniboðsfélag kvenna á Akur- 8503 ! eyri lét vígja hús sitt kl. 4 sd. á RAUÐA HttSIÐ. Hörkufrost eru ennþá víða i mið- og suður-Evrópu, og einnig í Noregi. par er kominn allmikill is á marga firði suður eftir landi. Á Drammensfirði er svo mikill ís, að ísbrjótur hefir verið sendur þangað til að halda op- inni siglingaleið. Veðurfregnir þær, sem útvarpað er nú í ná- grannalöndunum, segja að ,engar horfur séu á því, að veðurfar breytist mikið til batnaðar fyrst um sinn, eða að hitni í veðri. FÚ. í Landssambandi norskra út- gerðarmanna var haldinn aðal- fundur í Bergen í fyrrad. Formaður- inn, Matthiessen aðalræðismaður, flutti ræðu, um útgerð Norð- nianna á liðnu ári, og horfur hennar. Han sagði, að mesta hætt- an, sem nú steðjaði að norskum útgerðarmáium væru sívaxandi rikisstyrkir til ýmsra útgerðarfé- laga samkeppnisþjóðana, og taldi hann að frjálsum siglinum væri hætta búin af þessu. Einnig taldi ! liann að norsk útgerðarfélög ættu ! þó að sumu leyti við ol þungar skattaálögur að búa, og yrði að stilla slíku í hóf. þrátt fyrir ailt taldi hann, að líta mætti björtum augum fram á við. — F.Ú. Pýzka rikisþingið kom saman i fyrradag. pað varð stytzt þingseta, sem sögur fara af i pýzkalandi, því að þingið sat aðeins í tæpar 10 mínútur, og var síðan frestað þangað til í janúar. Göhring var endurkosinn forseti þingsins. Hit- ler var ekki á þessum þingfundi, því hann var staddur 1 Wilhelms- hafen, til þess að taka á móti beitiskipinu Köln, sem var að koma úr ársferðalagi umhverfis ! hnöttinn. — F.Ú. Skrímsli i Skotlandi. Miklar ; sögur hafa gengið undanfarið um skrímsli, sem menn þykjast hafa orðið varir við í Loch Ness í Skotlandi, og nú í vikunni varð þetta skrimsli að umræðuefni i enska þinginu, þingmönmnn til mikillar skemmtunar. pingmaður einn, skozkur, lagði það til, að stjórnin gerði út vísindalegan leið- angur til þess að rannsaka skrímslið. Umboðsmaður stjórnar- innar taldi svo, að slikar rann- sóknir yrði að gera fyrir framtak einstakiingsins, en hið opinbera ! sæi ekki ástæðu til að skifta sér : af þeim. pingmaðurinn stakk þá I upp á því, að fiugmálastjómin j sendi flugvél á staðinn, en full- | trúi flugmálaráðherrans sagðist ■ vilja fá meiri upplýsingar um skepnuna áður en slíkur leiðang- ur yrði gerður út. — FÚ. Milli Bolivíu og Paraguay eru viðsjár nú eins og undanfarið ár. í fyrradag bjuggust menn við þvi, Frá leiðangri Byrds Þrir menn stalust um borð i Astralin i íyrradag. Berlín kl. 11.45 13/12. FÚ. Nokkru eftir að skip Byrds admíráls var komið frá Wel- lington í gær, fundust þrír menn um borð, sem höfðu falið sig í skipinu áður en það lagði af stað. Það voru þrír piltar frá Wellington, sem langaði til að vera með í Suðurheim- skautsleiðangrinum. Byrd mun líklegast ekki snúa aftur með mennina, og verður þeim þá að ósk sinni. Frakkar enn treg- ir að borga. Berlin kl. 11.45 13/12. FÚ. Enda þótt engin opinber til- kynning hafi borist til Was- hington um það, hvort Frakk- ar ætluðu sér að greiða þann hluta stríðsskuldanna sem fell- ur í gjalddaga 15. desember, þá er það talið víst, að þeir muni ekki gera það, enda hafa þeir ekki greitt síðustu afborg- anirnar, sem námu um 60 milljónum dollara. Afborgunin að þessu sinni nemur 22.2 milljónum. að skærunum milli þeirra mundi vera lokið, með því að mikill hluti aí her Bolivíumanna hefði gefist upp fyrir Paraguaymönn- um. Nú segja fréttir frá Bolivíu í gær, að þar muni bylting vera yfirvofandi. — pjóðabandalagið hefir skipað sérstaka nefnd, til þess að rannsaka þessi mál, og er hún nú stödd í SuðunAme- ríku. — FÚ. í Paris er byrjað að koma út nýtt þýzkt blað, sem heitir Par- iser Tageblatt, og er ritstjóri þess Georg Bernhard, fyrrum ritstjóri þýzka stórblaðsins Vossischer Zeitung í Berlín. Hann segir, að blaðið eigi að verða málgagn þess írjálslyndis og lýðræðis, sem út- lægt sé nú úr pýzkalandi. — F.Ú. Kínverskir bændur hafa undan- íarið beðið mikið tjón vegna verð- falls á silki, og er nú í ráði aö gera tilraun til þess að framleiða pappír úr laufi mórberjafrésins. Verður verksmiðja sett á stofn í þessu skyni, og er henni ætlað að talca 4000 smálestir af mórberja- laufi til vinnslu á dag. — F.Ú. • Ódýru 0 auclýsingarnar. Kaup og’ sala Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Til sölu þrír fyrstu árgangar Spegilsins og fjórir fyrstu ár- gangar Fálkans. Tilboð sendist afgreiðslu þessa blaðs merkt Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkiu-. Sími 1245. Hillupappír, mislitan og hvítan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Sími 1245. Saumastofan Tízkan selur fallegar blússur og pils fyrir jólin. Pantið í síma 4940. Aust- urstræti 12. Tryggið yður bökunaregg í tíma. Kjötbúð Reykjavíkur, Vesturgötu 16. Sími 4769. Húsnæði Sólríkt herbergi til leigu á Bergstaðastræti 82. Bílskúr til lejgu. Uppl. í síma 1895. Tilkynningar Linguaphone enskunámskeið óskast leigt. Tilboð merkt „11“ sendist á afgreiðslu Nýja dag- blaðsins. „Verkstæðið Brýnsla* Hverfisgötu 4 (hús Garðars Gíslasonar) Brýnir öll eggjárn. Sími 1987. Atvinna Tveir vanir bílstjórar óska eftir atvinnu við bifreiðaakst- ur yfir hátíðina. Tilboð sendist á afgreiðslu Nýja dagblaðsins fyrir laugardag merkt „Bíl- stjóri“. Er hann þannig settur, að við getum talazt þar við í næði. — Áreiðanlega. Það er fyrirtaks staður. Nú skalt þú sjá. Þeir fóru út um aðaldyrnar og héldu svo til vinstri handar. Þegar Antony kom frá Woodham, hafði hann nálgast húsið hinummegin frá. Vegur sá, er þeir gengu nú, lá út á þjóðveginn til Stanton. Annars vegar við trjágarðinn Stanton var lítill bær svo sem hálfrar mílu veg þaðan. Þeir fóru gegnum hlið og framhjá garðyrkumannshúsi, og nú blasti garðurinn við þeim. — Ert þú nú viss um, að við höfum ekki farið framhjá? sagði Antony. Garðurinn var baðaður í tunglsljósi og veginn greindu þeir fyrir fótum sér jafnharðan og þeir gengu eftir honum. — Skrítið, finnst þér ekki? sagði Bill. Einkenni- legur staður fyrir leikvöll, en hér hefir hann víst verið frá því fyrsta. Nú voru þeir komnir alla leið. Hér beygði veg- urinn til hægri, en þeir héldu áfram í beinni stefnu nálægt 10 metra eftir grasi grónum gang- stíg og allt í einu kom völlurinn í ljós.. Þur skurð- ur, tíu feta breiður og sex feta djúpur lá umhverf- is völlinn á allar hliðar, nema þar sem gangstíg- urinn lá yfir díkið. Grasigrónar tröppur láu niður að leikvellinum, en til hliðar á honum stóð tré- bekkur handa áhorfendum að hvílast á. — Já, sá er vel falinn, sagði Antony. Hvar eru klótin geymd? — í einhverju lystihúsinu þarna. Þeir gengu eft- ir jaðrinum á grasbalanum, þangað til þeir komu að lágreistu timburskýli, sem byggt var inn í skurð- bakkann. — Þetta er einkennilegt! Bill hló. — Hér er aldrei neinn. Þetta skýli er aðeins til að geyma í leikáhöldin þegar rignir. Þeir gengu kringum völlinn, til þess að sjá ef einhver lægi niðri í díkinu — sagði Antony — og svo settust þeir á bekkinn. — Jæja þá, sagði Bill. Nú erum við í næði. Hvað segirðu þá? Antony reykti um stund, þungt hugsandi. Svo tók hann út úr sér pípuna og leit á vin sinn. — Ert þú við því búinn að leika hlutverk Wat- sons? spurði hann. — Watsons? — Já, hans, sem alltaf er spurður: Skilurðu hvað ég á við, Watson? Einmitt hlutverk hans. Ert þú við því búinn að láta útlista fyrir þér alveg aug- ljós mál, spyrja gagnslausra spuminga, gefa mér tækifæri til þess að kveða þig gjörsamlega í kút- inn, gera sniðugar uppgötvanir alveg hjálparlaust, nokkrum dögum eftir að ég hefi gjört þær sjálfur — og fleira þessu líkt, því að það myndi geta orðið mér til mikillar hjálpar. — Drottinn minn dýri, Tony, sagði Bill stórhrif- inn, þarftu að spyrja að slíku? Antony þagði og Bill hélt áfram himinlifandi: Ég get séð það á jarð- arberjablettinum á skyrtunni þinni, að þú hefir fengið jarðarber í eftimiat. Iiolmes, ég óttast þig. Þú þekkir aðferðir mínar. Hvar er tóbakið? Tó- bakið liggur i persnesku töfflunni. Get ég verið frá störfum mínum heila viku? Það held ég vissulega að ég geti. Antony brosti og hélt áfram að reykja. Bill beið með eftirvæntingu nokkrar mínútur. Svo mælti hann með stöðugri rödd: — Jæja, Holmes, þá finn ég mig knúinn til þess að spyrja, hvort þú grunir nokkurn? Antony mælti: — Manst þú, sagði hann, eftir einni glettni Holmes við Watson? Þetta var út af tröppunum upp í íbúð þeirra í Baker Street. Watson vesaling-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.