Nýja dagblaðið - 15.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 15.12.1933, Blaðsíða 2
2 If Ý J A DAGBLABIB V erðlækkun! Hveiti kg’. á 36 og 38 aura. Do. í 10 lbs. pokum á 1.75. Bökunaregg á 12 aura stk. Suðuegg ísl. á 17 aura stk. Kartöflumjöl á 50 aura kg. Ger pr. x/2 kg. 1.50. Nýir ávextir: Epli delicious fancy kg. á 1.50 — Do. extra faney kg. 1.70 ódýrara í heilum kössum. Appelsínur: stórar og góðar á 20, 25 og 30 aura. Góðar vörur. - | V í n b e r I . stór og góð. | Sýróp í dósum kg. og 1 kg. Spil, margar tegundir. i Hillupappír (enskur) í rúllum. | Ilmvötn og hárvötn. | ' Hreinlætisvörur, mikið úrval. Munið eftir Brauðgerð kaupfélagsins. Sanngjarnt verð. Eanpfélag Reyktavíknr Bankastræti 2. Sími 1245. Er þetta sattP Já, það er vissulega satt, að frá okkar lága verði geíum við 10°/0 til jóla (af öllu nema tóbaki). Við teljum ekkert upp og stillum litlu út, en lítið bara inn fyrir hurðina, þá munuð þið verða ánægð. Komið. Símið. Sent. Verzlnnin G-eislinn Laugavegi 81 Sími 2988 EIEKENNISHÚFUR tyrir bæjarfógeta, sýslumenn, hreppstjóra, lögregluþjóaa, hafnsögumenn, bílstjóra höfum við fyrirliggjandi. Sendið okkur mál og verður húfan yður send gegn póstkröfu. Allt tilheyrandi einkennisfatnaði. Andersen & Lanth Austurstræti 6 — Box 543 Jólatrés- skemmtuu Nokkrar Framsóknarflokkskonur hafa unnið að því og undirbúið að haldin verður jólatrésskemmtun fyrir böm í húsi Oddfellowfélagsins þriðjudaginn 2. janúar næstkomandi. Væntanlegir þátttakendur — fyrir börn sín eða annara — geri svo vel að skrifa nöfn sín á lista er liggja á afgr. Nýja dagblaðsins í Austurstræti 12 og í Kaupfélagi Reykjavíkur, Bankastræti 2, fyrir 20. þ. m., — og tilfæri tölu bama, Gert er ráð fyrir þátttöku fullorðins fólks síðari hluta kvöldsins. Síðar verður auglýst verð og afhending aðgöngu- miða, o. fl. Framkvæmdanefndin. Útvarpið i þiónnstu nazismaus. Þeir, sem hlustuðu á ræðu- stúf Jóhanns Jósefssonar 10. þ. m. og- ekki eru kunnugir póli- tísku hugarfari í hans flokki yfirleitt, hefir sennilega rekið allmjög í rogastanz. Þeir hafa efalítið búizt við dálítið öðru úr þeirri átt. Flokkur Jóhanns hefir sem sé haldið því fram — raunar ekki mjög sannfær- andi — en af þrálátri elju og stöðugum tilburðum, að hann einn, íhaldsflokkurinn, berðist hér fyrir hinu sanna þingræði og víðfeðmu pólitísku stjóm- frelsi. Og þótt aðrar skoðanir hafi eigi ósjaldan gægst fram í greinum hinna fákænni og óklárari manna flokksins, hef- ir a. m. k. verið reynt að dylja þær ofbeldisskoðanir fyrir kjós- endunum út um land. En svo allt í einu hefir sig upp í útvarpinu rödd harðstjómar- dýrkandans, einvaldssinnans, nazistans, og ætlar að telja landsins lýð trú um ágæti ein- veldisins, einveldis, sem brýtur hverja frjálslynda hugsjón á bak, treður á helgustu réttind- um allra siðaðra manna, bann- ar skoðanafrelsi, rit- og prent- írelsi, tortímir í hlakkandi heimsku snjöllum andans verð- mætum mestu vitmanna Þýzka- lands, flæmir þá sjálfa í út- legð eða á höggstokkinn og- hverfur í einu orði sagf til réttarfars, sem á sér engin dæmi í siðaðra manna sögu síðustu 200 ár. Og þessi litli „prédikant“ Hitlers hér úti á íslandi er einn af þingmönnum „Sjálfstæðisflokksins“, flokks- ins, sem þykist elska þingræði og frelsi (sbr. m. a. grein rit- stj. Mbl., er blaðið var 20 ára). Ég hafði aldrei gert mér sérlegar vonir uro þingræðis- ást Jóhanns, en að hann flytti í útvarpið svo einhliða, væmna rauprollu um ágæti og afrek þeirrar stjómar, sem hefir unnið sér til ódulinnar and- styggðar, jafnvel hjá hinum íhaldssömustu stjómmálamönn- um, það hefði ég svarið fyrir að óreyndu. Islendingar kann- ast við einveldi og harðstjórn. Saga þeirra er um sorglega langt bil saga smánaðrar, þjáðrar þjóðar milli dómara og böðuls. Það er fullkomið dóm- greindarleysi hjá þessum full- trúa ísl. íhaldsins á skoðunum landa sinna og slök ályktun- argáfa, ef hann heldur, að þeir gíni við ofbeldis-„agitation“, sem er þá flutt jafneinhliða og óklóklega og tala Jóhanns. öll þau merkustu blöð, sem hingað berast frá Norðurlönd- um og Vestur-Evrópu flytja hinar skelfilegustu lýsingar af þýzku stjómarfari. Þau ganga — án tillits til flokkafylgis — nær um allt gegn fullyrðingum nazistans íslenzka, fulltrúans í þingflokknum, sem segist elska frelsið og þingræðið um alla hluti fram. Og hvað gerir útvarpsráðið ? <35ófmetratir - íþróttir - íistit Leikfélagið. Svar til Mörtu Kalman irá Har. Björr ssyni (Daghlaðiö Vísir neitaði greinar- höf. nm birtingu þessarar grein- ar). Eins og kunnugt er, bar frú Guðrún Lárusdóttir fram í þing inu tillögu þess efnis, að Alþingi heimilaði að veita Leik- félagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Isa- fjarðar undanþágu frá að gréiða skemmtanaskatt svo lengi sem skattur þessi rynni í ríkissjóð en ekki í leikhús- sjóð. Af því sem ég hefi heyrt af umræðum um tillögu þessa í þinginu, skilst mér, að einn þingmaður hafi drepið á það, að ef þetta næði fram að ganga vildi hann að Alþingi gerði það að skilyrði fyrir undanþágu þessari, að maður sem hefði þekkingu á leikhúsmálum þessa lands og rekstri leikfélaganna, yrði settur sem eftirlitsmaður (Censor) á fjárhagslega og list- ræna starfsemi félaganna og hafi þá þingm. í þessu sam- bandi nefnt rnig og orðið það á, að láta falla einhver viður- kenningarorð um mig sem leikhússmann. Þessi ummæli hafa auðsjáanlega komið hart við hjartað á núverandi stjórn L. R. því skömmu síðar arkar Marta Kalman fram á ritvöll- inn í Vísi með reikning, er hún býr til yfir nokkurn hluta af viðskiptum L. R. síðustu 3 ár. (Og er frúin auðsjáanlega smeyk við það, að kritiskur eftirlitsmaður yrði settur á L. R.) til þess að sanna að þessi H. B. leikari og samverkamað- ur sé einskis góðs trausts mak- legur í þessu efni. Þetta skýrslubrot verður í framsetn- ingu frúarínnar vafasamt og mjög villandi, svo ekki séu notuð stærri orð. Má t. d. nefna, að frúin tilfærir ekki þær eignir, sem ábyrgðar- mannafélagið skilaði af sér s. I. sumar, og sem eru mikils virði fyrir starfandi félag (um 7000 kr. samkvæmt efnahags- reikningi félagsins). Sjóðsinni- stæðu nefnir hún heldur ekki, um 1000 kr. o. s. frv. Þegar L. R. leitaði sam- vinnu, og hreinnar og beinnar hjálpar hjá mér og mínum ný- stofnaða leikflokki 1930, var L. R. vegna ýmislegrar óstjórn- ar, mótgangs og óreglu á síð- ustu árum (ekki síðustu 30 árum eins og frúin segir) al- gjörlega óstarfhæft vegna sökkvandi skulda, sem lítil trygging var fyrir, svo ekki virtist liggja annað fyrír en Formaður þess lýsti van- þóknun sinni og þess á erindi H. K. Laxness, því, er hann flutti í rússneska útvarpið á sínum tíma. Skal sú yfirlýsing hvorki lofuð né löstuð. En hafi hlutleysi útvarpsins þá verið Framh. á S. síðu. gjaldþrot. Svona var ástandið, þrátt fyrir ágætt árferði og þann hæsta fjárstyrk, sem fél. hafði notið að þessu (12000 kr. árlega). Nú var okkur öll- um það ljóst, að skuld þessi varð ekki greidd með leikstarf- semi einni. Það varð því að fara aðra leið til að útvega peninga félaginu til viðreisnar. Þessar leiðir treystu þáver- andi forráðamenn L. R. sér ekki til að finna, enda þeim ófærar þær leiðir, sem fundnar urðu. Ef nokkur leið hefði verið. fyrir þessa menn að bjarga félaginu hefðu þeir áreiðanlega ekki leitað til mín og míns leikflokks. Jæja, — árangurinn af þessari bónorðs- för L. R. varð þó sá, að í sam- ráði við þann ráðherra (J. J.), sem þá hafði með leikhúsmálin að gera, voru fundar leiðir fyrir félagið út úr ógöngunum. Út í það skal ekki nánar farið í þetta sinn, en ástæður L. R. 1930 voru hrein undantekning í allri starfsemi þess. Leiðir þær, sem fara þurfti^ til að reisa það við, hlutu því líka verða undantekning frá því venjulega — hverjar þær voru hlýtur að verða minna atriði — en hitt skal tekið fram, að þegar rætt er um þetta mál, er það og hlýtur alltaf að verða aðalatriðið, að 1930 tók leikflokkur minn og ábyrgðar- mannafélagið við L. R. eftir öll góðærin með 23000 kr. skuld, en skilar því aftur eftir 3 kiæppuár með 10000 kr. skuld, og með miklum verð- mætum eignum auk nýtízku leiksviðsútbúnaðar. Auk þess var kostað miklu fé, bæði til að innrétta málarasal og geymslu í þjóðleikhúsinu auk annara framkvæmda, sem ættu að koma leikstarfseminni að liði í framtíðinni. Engiiin getur því í alvöru lagt það að jöfnu, að taka við Leikfélaginu í haust sem leið eða 1930. Þess má og geta, að ef L. R. hefði notið sama fjárstyrks og það hafði í góðærinu, þá mundi félagið hafa átt eignir sínar skuldlaus- ar síðastliðið vor. Hvernig sem samningar ábyi’gðarmannafélagsins við skuldheimtumenn L. R. voru, kemur ekki þessu máli við. En svo mikið vit ætti jafnvel Marta Kalman að hafa á fjár- málum, að þegar menn taka að sér að greiða skuldir ör- magna fyrirtækis, er það und- ir verzlunarviti og samninga- lipurð þeirra komið hve góð- um samningum þeir geta náð: afsláttum á skuldum, greiðslu- skilmálum o. s. frv. Svo það atriði ættu þeir sem til skuld- anna stofnuðu, sízt að nota sem ákæru á hjálparmenn sína. En það lítur óneitanlega dá- lítið skringilega út, þegar það fólk, sem stofnaði til þessarar óreiðu og vandræða fer að belgja sig upp, eftir á, þegar búið er að draga það upp úr díkinu og segir að þetta hafi enginn vandi verið. — En slík ummæli skipta auðvitað engu máli.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.