Nýja dagblaðið - 15.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Annáll. Skipafregnir. Gullfoss er í Rvík. Goðafoss fór frá Hull 12. þ.m. á leið til Vestruannaeyja. Brúarfoss kom til Leith í gærmorgun. Dettifoss \ár í Hrísey í gær. Lagarfoss fór frá Leith í fyrrakvöld á leið til Kaupmannahafnar. Selfoss er í Reykjavík. Kjörskrá til bæjarstjórnarkosn- inganna, sem fram eiga að fara í janúar liggur frammi á skrifstofu bæjarins frá 15.—28. þ. m. kl. ,10— 12 og 1—5. Fiskitökuskipið Lyngstad kom liingað i gær til þess að taka fisk hjá Fisksölusamlaginu. Alden, línuveiðarinn frá Stykk- ishólmi, fór til Bx-eiðafjarðar í gæikvöldi, með flutning og póst. ísland kom í gærkvöldi frá Ak- ureyri og Ísaíirði, og fer áleiðis til Kaupm.hafnar á laugardaginn. Mun það vei’a hentugasta ferðin til þess að koma pósti fyi-ir jól til útlanda. Togararnir. Geir kom írá Eng- landi í gær. Otur kom af veið- um og fór til Englands i gæi'. Jónas Sveinsson læknir, sem áð- ur var héraðslæknir á Hvamms- tanga, er nýfluttur hingað til bæjarins. Hefir hann um skeið verið í Austurriki og Póllandi og heíir þar sérstaklega kynnt sér kven- og þvagfærasjúkdóma. Kviknar í. í fyrrinótt kviknaði í hálmi í portinu bak við hús Ólaís Magnússonai' ljósmyndara i Templarasundi. Varð þar töluvert bál, en siökkviliðinu tókst strax að slökkva eldixm. Freymóður Jóhannsson málari hefir stóra jólasýixingu á mál- vei’kum sínum í Braunsverzlun uppi, þar sem kaffihúsið Vífil) var áður. Innanílokkskeppni Glimufélags- ins Ármann í glímu um verð- launapening fyrir fegurðarglímu íór fram í fyrrakvöld. Glímt er um þennan pening einu sixmi í mánuði. Hlutskarpastur varð Sig- urjón Hallbjörnsson 16 ára, 2. Ki’istján Guðmundsson og 3. Sig- ui’ður Hallbjörnsson. íslenzk-sænska félagið „Svíþjóð“ hélt skemmtifund að Hótel Skjald- breið i fyrrakvöld. Er það orðinn siður hjá félaginu að halda há- tiðlegan Luciadaginn, sem er 13. des. Luciadagurinn er haldinn hátíðlegur í Svíþjóð og byrja há- tíðahöldin með þeim hætti, að stúlka klædd hvitum kirtli með ljósakranz á höfðinu, kemur með kaffi til heimilisfólksins. — Með degi þessum er talið í Svíþjóð að jóiin byi’ji. Á fundinum hélt frú Brekkan stuttan fyrirlestur, lesin voru upp nokkur kvæði á sænsku, dregið um málverk eftir frú Gretu Bjöi’nsson, danz o. fl. Jólatrésskemmtun. Nokkrai’ kon- ur í Framsóknarflokknum gang- ast fyrir jólatrésskemmtun fyi’ir börn, er haldirx verður í Oddfel- low-húsinu 2. janúai’. Er þess vænst að þeir, sem vilja taka þátt í þessari skemmtun, gefi sig fram sem allra fyrst, og ekki siðar én þann 20. þ. m. á afgr. Nýja dag- blaðsins eða Kaupfélagi Reykja- víkur i Bankasti’æti Má búast við mikilli aðsókn. Síðar verður nánar auglýst urn verð, en eklci mun það þó verða svo hátt, að það standi i vegi fyrir nokkrum um að sækja skemmtunina. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman aí lögmanni ungfr. Jóhanna Björnsdóttir frá Fagui’eyri við Fáski’úðsfjörð og þorsteinn Pét- ursson fjölritari, Reykjavík. Bnska verzlunarmálaráðuneytið hefir gefið út skýi’slur um inn- flutning og útflutning Englend- inga í nóvembermánuði. Samkv. þessurn skýislum hefir hvort- tveggja aukizt í mánuðinum, i'rá því sem var í október, og enn- íremur frá þvi sem var á sama tíma 'síðastliðið ár. í skýrslunni segir ennfremur, að þeesar tölur megi taka sem fullgilda sönnun þess, að ástandið í viðskiptalifinu sé að batna, því að þetta sé fimmti mánuðurinn í röð sem batinn haldi áfram í viðskipta- málum Englands. — þrátt fyrir það, þótt allshei’jarútkoma verzl- unarskýrslnanna sé sífellt að batna kvarta ýmsar enskar iðn- greinar mjög um erfiða sam- keppni, einkum aí hendi Japana. Til dæmis hafa enskir leirkera- smiðir nýlega látið það í ljós, að í þeirra iðngrein sé samkeppni Japana mjög tilfinnanleg. þeir nefna það t. d., að í Ástralíu selji Japanar nú tylftina af tepottum á einn shilling í heiidsölu, en það er ekki nema brot af því, sem Englendingar segist þurfa að fá fyrir sömu vöru. — FU. Lebrun, forseti Frakklands, opn- aði- sl. föstudag nýtt Hjálpi’æðis- hersskýli í París, og hefir bygg- ingin kostað hálfa níundu xnilljón franka, og er talin fullkomnust af sinni tegund í heimi. Skýlið á að geta hýst rúml. 400 næturgesti. FÚ. Frá Siam. Óeirðum þeim, sem í Siam hófust í októbermánuði, vii’ðist nú vera lokið að fullu, og komu konungar og drottning til Bangkok í dag, en þaðan höfðu þau farið litlu áður en óeirðirnar brutust út. — Á sunnudaginn var í Síam haldinn hátíðlegur afmæl- isdagur stjórnarskrárinnar, og þing landsins sett sett af konungi. Sjálf þingsetningai’stundin hefir verið ákveðin af stjörnuspeking konungs. — F.Ú. Sæiiska samvinnusambandið hcf- ir nýlega gert samning við Pól- land um vöruskipti. Sambandið selúr iðnaðarvömr sínar eins og Lunaperur, skóhlífar, bílagúmmí, peningakassa o. fl. og fær í stað- inn hrávörur frá Póllandi eins og t. d. olíur, kol, salt, áburð, zink- livítu o. fl. Gert er ráð íyrir að viðskipti þessi , vei’ði mikil, séx'staklega þar sem töluverö sam- tök eru um það í Póllandi, að kaupa ekki þýzkar vhrur. þetta er alveg nýr markaður sem Svíþjóð fær þarna og vafalaust ekki svo lítill, þur sem Pólverjar ei’u nú um 32 milljónir að tölu. í Kobe á Japan réðust Fascistar í fyrradag á bókasafn verkalýðs- félaganna og eyðilögðu þar mikið af bókunx unx þjóðfélagsmál, en iielztu jafnaðarmannaritin brenndu þeir opinbei’lega á báli, sem kynt var á toi'gi einu. Dönsk útgerð er nú nokkuð að glæðast, að því er skýxslur segja, og skipum þeim fækkar nú í hveri-i viku, sem liggja aðgerðar- laus í höfnum. Tuttugu og sex dönskum skipum er þó ennþá lagt upp. Danska herskipið Herluf Ti’olle lieíir nú verið tekið úr flot- anunx, og verður selt til niðui’- rifs. Skipið var byggt 1895, og fór síðustu ferð sína 1930 undir stjórn Gyldenkrone baróns. — F.Ú. Sendiherra Belgíu í París hafði fund með franska utanríkisráð- hei-ranum síðastl. föstudag, og segja frönsk blöð, að þeir haíi rætt unx víggirðningar á austur- landamærum Belgíu. — Er búizt við, að Frakkar og Belgir geri með sér samninga um að víggirð- ingar á belgisku landamærunum skuli vera framhald af víggirðing- um Frakka á austurlandamærun- um. — F.Ú. Skúlablaðið heitir færeyskt skólablað, gefið út af kennarafé- laginu í Færeyjum. það skrifar alllangt mál um skólaferð ísl. drengjanna. til Færeyja i sumai’. Höfðu di-engirnir með sér ýmsa rnuni er þeir höfðu gert hér í skólanum og sýndu þá þar. Lætur blaðið mjög af því hve smekklegir þessir munir hafi verið, og óskar eftir að slík vinna verði einnig tekin upp i færeyskum skólum. — þá talar blaðið um spjaldskrá, sem drengirnir hafi gert yfir ýmsa hluti, sem þeim hafi þótt sérkennilegir. Hrósar það nxjög þessai’i lifandi kennsluaðferð Að- alsteins Signxundssonar kennara, Jólatrén eru kotnín. Bera aí öðrutn að skrauti og íegurð. Gunnl. Stefánsson Haínarfiröi. Simi 9260 að láta börnin sjálf vinna svo nxikið sjálfstætt. Sjöburar. I danska blaðinu „Politiken" er sagt frá því ekki alls fyrir löngu, að kona ein i George Town á Guyana lxa.fi fætt sjöbui-a og lifðu þeir allir og eins inóðirin, oftir fæðinguna. Allt voru þetta drengir. í sambandi við þessa frétt rifjar blaðið ýmislegt upp um fleirburafæðingar. Er það talið vera nærri sanni, að á hverj- ar 80—90 fæðingar komi 1 tví- burafæðing. þríburafæðingar eru það miklu fátíðari, að talið er að ekki komi nema 1 á hver 8000. I Kaupmannahöfn héfir svo mun- að sé, ekki komið fyrir nema I þríburafæðing. Fjórburar og fimm- burar hufa aldrei þekkst þar á landi. — Svo lengi senx menn hafa sagnir af, er ekki vitað um nenxa 30 fimmburafæðing- ar í það lieila tekið. Ein sexbura- fæðing átti sér stað í þýzkalandi 1888 og sjöburarnir frá Hameln, sem fæddust 1834 hafa hingað til verið taldir einsdæmi. í hvorug- um síðastneíndu tilfellununx lifðu böi-nin. í tilefni af þessu birtir blaðið nxynd af íjórum ungum stúlkum, sem eru fjórburar. þæi' eru allar hraustlegar að sjá og blaðið segir, að þær standi jafn- öldrunx sínum fullkomlega jafn- fætis, bæði hvað snertir likams- og sálarþi’oska. Landilótta Gyöingar. Fyrir skömmu liéldu Gyðingar fund í London, þar sein mættir voi’u íull- trúar frá flestum þeim löndum, þar sem Gyðingar eru búsettir. þar var upplýst, að síðan Hitler komst til valda í þýzkalandi, vœru flúnir þaðan 65 þús. Gyðingar. Flestir þeirra hafa farið til Frakk- lands eða 25 þús. til Gyðinga- lands hafa farið 6500. þar næst eru Pólland og Tékkoslovakia í röðinni. Aí þessum mönnum er um 8 þús., sem ekkert hafa fyrir sig að leggja og margir hinna hafa yfir takmörkuðum fjármun- um að ráða. Víðtæk söfnunar- 9 Ódýrn 9 auglýsingarnar. KJARNABRAUÐIN Iiafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur? Tryggið yður bökunaregg í tírna. Kjötbúð Reykjavíkur, Vesturgötu 16. Sími 4769. Varanleg jólagjöf er stækk- uð ljósmynd. Ljósmyndastofa Alfreðs, Klapparstíg 37, sími 4539. [[ Húsnæði n Sólríkt herbergi til leigu Bergstaðastræti 82. á Bílskúr til leigu. Uppl. síma 1895. í n Atvinna II Tveir vanir bílstjórar óska eftir atvinnu við bifreiðaakst- ur yfir hátíðina. Tilboð sendist á afgreiðslu Nýja dagblaðsins fyrir laugardag merkt „Bíl- stjóri“. Tilkynningar Munið gullsmíðavinnustofuna Þingholtsstræti 8. Guðl. Magn- ússon. Munið að sími Herðubreiðar Fríkirkjuveg 7 er 4565. Þar fæst allt í matinn. Nýja dagblaðið birtir smáauglýsingar fyrir eina krónu. Þær þurfa að vera komnar á afgr. fyrir kl. 7 eða í Acta fyrir kl. 10 e. h. sstarfsemi til hjálpar landflótta- mönnunum hefir verið hafin víðs- vegar um lieim og hafa þegar safnast um 12 milj. kr. Hafa of- sóknir nasistanna á móti Gyðing- um hvarvetna mælzt illa fyrir og þótt sanna vel það siðleysisástand, sem nú er ríkjandi í þýzkalandi. RAUÐA HtJSIÐ. urinn hafði farið þar upp og ofan þúsund sinnum, en hann hafði aldrei látið sér til hugar koma að telja þær, en það hafði Holmes gert eins og það væri sjálfsagður hlutur og reiknaðist honum, að þær væri 17 talsins. Þetta töldu menn í þann tíð sýna athugunargáfu og skort á athugunargáfu. Watson fann enn einu sinni til vanmáttar síns, og honum fannst meira til um Holmes en nokkru sinni fyrr. Nú hefir mér alltaf fundizt, að í þessu tilfelli hafi Holmes verið asninn og Watson sá vitri maður. Því hvaða meining er eiginlega í því að minnast svo ómerkilegra staðreynda. Vilji maður vita, hvað margar tröppur sé upp til manns, þá er að hringja á húsmóðurina, sem maður leigir hjá og spyrja hana. Ég hefi gengið út og inn í klúbbnum ótal sinnum. En ef þú spyrðir mig að því núna, hvað tröppurnar væri margar, þá myndi ég ekki geta avarað því. Myndir þú geta það. — Nei, síður en svo, sagði Bill. — En ef þér væri annt um að vita það, sagði Antony og skipti nú allt í einu um málróm, þá myndi ég geta komizt eftir því án þess að ómaka mig til þess að .hringja á dyravörðinn. Bill var ekki meira en svo gefið um þetta skraf um klúbbtröppurnar, en honum fannst hann verða að segja það, að nógu gaman væri að vita hvað tröppumar væri margar. — Það er gott, sagði Antony. Ég skal reikna það út. Hann lokaði augunum. — Ég kem eftir St. James Street, sagði hann, og dró við sig orðin. Nú er ég kominn á móts við klúbbinn og fer framhjá glugganum á reykingaher- berginu — ein — tvær — þrjár — fjórar. Nú er ég við tröppurnar. Ég byrja að ganga upp. Ein — tvær — þrjár — fjórar — fimm — sex. Svo kemur breið trappa. Sex — sjö — átta — níu, aftur breið trappa. Níu — tíu — ellefu. Ellefu — og nú er ég kominn alla leið. Góðan daginn, Rogers. Gott er veðrið í dag. Hann opnaði augun og leit brosandi á Bill. Ellefu, sagði hann. Teldu þær næst þegar þú kemur. Ellefu — og nú vona ég að ég gleymi því aftur. Bill varð hrifinn. — Þetta var laglega gert, sagði hann. Segðu mér nú hvernig þú ferð að þessu. — Tja, það get ég ekki sagt, hvort það er eitt- hvað í augunum eða í heilanum, eða hvað það er, en ég hefi þann einkennilega vana, að setja á mig allskonar hluti, án þess að vei’a mér þess meðvit- andi. Þú kannast við leikinn, þegar maður er látinn horfa á borð með ýmsa smáhluti í þrjár mínútur, snúa sér svo undan og reyna að telja upp, það sem maður hefir séð. Það þarf fjandans mikinn ein- beitingarhæfileika hjá fólki eins og gerist til þess að geta talið allt upp, og gleyma engu, en á ein- hvem undanrlegan hátt tekst mér þetta án þess að einbeita huganum nokkuð. Ég á við það, að augu ,mín virðast geta þetta án þess að heilinn starfi nokkurn hlut. Ég myndi geta horft á borðið með öllu dótinu og talað við þig um golfleik á meðan, og þó myndi ég geta talið upp alla hlutina á eftir. — Þetta hugsa ég að sé þarflegur eiginleiki fyrir áhugaspæjara. Þú hefðir átt að slá þér á það starf fyrir löngu síðan. — Já, það e r ekki ónýtt og þeir, sem ekki þekkja svona lagað, verða alveg undrandi. Eigum við að reyna við Cayley? — Hvernig þá ? — Við skulum spyrja hann . . . Antony rétti úr sér og’ leit lxvasst á Bill. Látum okkur spyrja hann. hvað hann ætli að gera við lykilinn að vinnuher- berginu! Fyrst botnaði Bill ekki í neinu. — Lykilinn að vinnuherberginu ? sagði hann hik-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.