Nýja dagblaðið - 15.12.1933, Síða 3

Nýja dagblaðið - 15.12.1933, Síða 3
N Ý J A DAGrBLAÐIS s NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgéfan h/f‘ Ritstjóri: Di’. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjóniarskriístofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2853. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœt: 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guömundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Saarhéraðið. Samkvæmt friðarsamningun- um hafa Frakkar haft Saar- héraðið undir „vernd“ sinni í umboði Þjóðabandalagsins, og er svo fyrir mælt, að sú skip- un skuli haldast til 10. janúar 1935. En Saarhéraðið er náma- og iðnhérað vestast í Þýzka- landi. Ibúarnir eru því nær all- ir þýzkir, og var héraðið af Þýzkalandi sneitt vegna þess eins, hversu auðugt það er af náttúrugæðum og til þess að standa Þjóðverjum á hálsi. Frakkar létu blámenn sunnan úr Afríku gæta héraðsins fyrstu árin eftir stríðiðj og vakti það óhemju hatur gegn þeim um gervalt Þýzkaland. Sáu Frakkar sóma sinn í því að setja þar hvíta menn eina á vörðinn, er stundir liðu fram. Eftir friðarsamningunum á að fara fram atkvæðagreiðsla um það 10. janúar 1935, hvort Saar eigi aftur að hverfa til Þýzkalands. Allt þangað til Nazistar tóku völd 1 Þýzka- landi, var í Saar — eins og í Austurríki — mikill meiri hluti fólksins ráðinn í, að greiða því atkvæði að sameinast Þýzka- landi. En eins og í Austurríki hefir orðið mikil breyting á viðhorfi íbúa Saarhéraðsins um þessi efni, síðan harðstjórn Nazista hófst. 1 stað þess að talið hefir verið, að allt að 95% íbúanna mundu hafa greitt atkvæði með sameiningu við þýzka lýðveldið, eru úrslit atkvæðagreiðslunnar nú talin með öllu óviss. Hinum nýju valdhöfum Þýzkalands eru þetta vitan- lega viðkvæm mál, alveg á sama hátt og þeim er klaksárt, hvernig Austurríki hefir snú- izt gegn „hreyfingunni“. Eins og eðlilegt er, leggja þeir allt kapp á að ná Saarhéraðinu á sitt vald. Hitler hefir látið svo um mælt við franskan blaða- mann, að ef Frakkar afhentu Þjóðverjum Saar, mundi verða auðvelt að semja um öll önn- ur mál milli þessara fomu and- stæðinga. Er það og kunnugt að Hitler hefir átt viðræður við sendiherra Frakka í Þýzka- landi um málið, en ókunnugt er um niðurstöður af þeim við- ræðum. Hinsvegar taka frönsk blöð því fjarri, að Þjóðverjum sé afhent Saarhéraðið, enda er það ekki heimilt, nema sam- þykki Þjóðabandalagsins komi til, og minni líkur eru nú til þess samþykkis eftir að Þjóð- verjar hafa gengið úr Þjóða- bandalaginu. Fískverzlunín i Utyarpið í þjónustu nazisinans. Framh. af 2. síðu. Fræræktin á Sámsstööum. ; i. Eins og kunnugt er, hefir fiskverzlunin íslenzka verið rekin með furðu litlu skipulagi. Tilraunir hafa þó verið gerð- ar til stofnunar „fiskhringa" j og er mönnum enn í minni | Coplands-hringurinn eftir stríðslokin. Bak við þann hring var í raun og veru ekkert í félagslegri þróun þjóðarinnar, heldur bara nafn og andlit er- lends gróðabrallsmanns, er ís- lenzkum bankastjórum þótti fallegt og tóku hátíðlega. 1 fyrrasumar, þegar verst horfði með fisksöluna, var stofnað Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda. Þessi nýja stofnun er að því leyti frá- brugðin fyrri fiskhringum, að henni verður ekki um það neitað. að eiga sína átyllu í fé- lagslegri byggingu þjóðarinnar. Aðalstolninn í þessurn hring eru Fisksölusamlögin við Faxallóa og tvö stærstu út- gerðarfélögin, Kveldúlfur og Alliance, er áður höfðu haft allmikið af fiski í umboðssölu. Bak við samtökin stóðu báðir aðalbank- ar þjóðarinnar, og mun það ekki hafa ráðið minnstu um samtökin. Stjórn þessa nýja hrings var þannig skipuð, að hvert þeirra þriggja félaga, er til hans stofnuðu, skyldi eiga sinn fulltrúa í framkvæmda- stjórninni, og svo eru aðal- bankastjórar Landsbankans og Útvegsbankans meðstjórnend- ur. „Síðan bættust allflestir fiskframleiðendur landsins í hópinn og var megnið af fisk- framleiðslunni 1932 selt af stjórn þessara samtaka" (skýrsla stjórnar Sölusamlags- ins). Aðferðin við byggingu þess- ara fisksölusamtaka er að vísu á þann hátt, að byrjað hefir verið á þakinu. Má þess vegna við því búast, áð hún standi ekki lengi, nema vel verði að því unnið, að leggja undir- stöðu og hlaða veggi. En ým- islegt bendir til, að hitt muni vera forystumönnunum nær skapi, að láta þetta verða tjald til einnar nætur aðeins, og muni svo hver fara í sína átt með þau „sambönd" innlend og útlend, er þeir ná. Má t. d. það til nefna, að Sölusamband- ið hefir ekkert hirt um að koma sér upp tryggingarsjóð- um. Fleira verður og nefnt, ef þurfa þykir, því til sönnunar, að hér er um vopnaðan frið að ræða milli fiskseljenda, en ekki einingu. En eitt hefir við þessi sam- tök unnizt, sem er mjög merkilegt. pað hefir sannazt, að fisk- verðið hefir stórum hækkað við að færa fisksöluua sem mest á eina hönd. Samtök og skipulag á fisk- sölunni er því þjóðarnauðsyn. Því er ekki nema um tvennt að ræða: Annaðhvort verður að gera Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda að lífrænni fé- lagsgerð allra fiskframleiðenda — grafa þar fyrir grunni og hlaða veggi, sem þakið er þeg- ar komið — eða byrja á nýju húsi og reisa það og verja gegn eyðimerkurbúum sam- keppninnar. Hið fyrra er miklu ódýrara — og betra, ef þess er kostur. En það er ekki tækur kost- ur nema fiskframleiðendur fái að ganga inn í Sölu- sambandið sem lifandi þátt- takendur og geti átt cðlilega hlutdeild í skipulaginu. Þetta hafa fiskframleiðend- ur nú þegar fundið. Þess vegna hafa Austfirðingar gert það að kröfu sinni og skilyrði fyrir þátttöku í og viðskiptum við Sölusambandið, að þeir fái að kjósa fulltrúa fyrir sig í fisk- sölunefndina — í stað þess að framkvæmdastjórn Fisksölu- sambandsins hefir kosið sér Árna frá Múla til að vera full- trúi Austfirðinga. Enginn efi er á, að fiskframleiðendur í öðrum landshlutum koma allir á eftir Austfirðingum með sömu kröfuna. Það er af þeirri einföldu ástæðu, að krafan er sjálfsögð. Það skal hér viðurkennt, að talsvert erfitt er að skipu- leggja fisksölumálin á lífræn- an hátt. Útgerðin er eins og allir vita með ýmsum og ólík- um hætti, og á það verður auðvitað að líta um allt skipu- lagið. Eðlilegt er, að stórút- gerðin eigi þar sína hlutdeild og smáútgerðin sína. Það er og eðlilegt að hvert fisksölu- svæði sé að einhverju leyti sér um hlutdeild. Og þótt vitan- lega verði einkum að líta til mannanna, sem útgerðina stunda og að fiskframleiðsl- unni vinna, verður líklega trauðlega komizt hjá að hafa nokkra hliðsjón af, hvernig fjármagnið er í útveginn lagt. Hitt nær auðvitað ekki nokk- urri átt, að fiskframleiðendur þoli það til lengdar, að ein tvö stórútgerðarfélög, sem sjálí telja, að þau reki útgerð sína með stórtapi, haíi fisksöluna á hendi ó- skorað og eftirlitslítið, nema hvað bankastjórar, sem eiga að bera ábyrgð á gegnd- arlausum og tryggingarlausum lánum til þessara sömu stórút- gerðarfélaga, hafa eitthvað hönd í bagga með, til þess að tryggja hlut bankanna. Og það verður enn síður þolað, af því að stórútgerðin íslenzka og bankarnir hafa á síðustu tutt- ugu árum rekið fjármála- pólitík, er með þvílíkum ein- dæmum hefir verið, að slíkt þekkist ekki í nálægum lönd- um. Ilitt er aftur eðlilegt, að þeir, sem skyldastra hagsmuna hafa að gæta um fisksöluna, teflt í tvísýnu, má fullyrða, að nú hafi verið mun lengra gengið í þá átt að hylla ein- hliða einræðisstefnu, sem með athöfnum forráðamanna henn- ar í stjórnarfars-, réttarfars- og menningarmálum, hefir vakið hjá fremstu menntaþjóð- um álfunnar þann beiskasta viðbjóð, er kviknað hefir öld- um saman upp af verkum giftulausrar grimmdar. Morgunblaðið kallaði útvarp- ið nýlega andlega sorprennu. Sannarlega eru málaflutningar nazistans, sorp af verstu teg- und og ætti útvarpsráðið að sjá betur við slíku eftirleiðis. H. hafi með sér félagsgerð og sambönd, fisksölusamlög. Þessi fisksölusamlög eiga svo á lýð- ræðislegan hátt að skipa fisk- sölusambandinu stjórn, er vel- ur framkvæmdastjóra til að annast fisksöluna. Inn á við — meðal fisk- framleiðenda — á bæði fisk- salan og önnur sameiginleg mál fisksölusambandsins að vera rekin fyrir opnum tjöld- um. A. Grasfræ var ræktað til fram- leiðslu á þessu sumri á rúm- lega 6 dagsláttum lands. Þrátt fyrir votviðrin þroskaðist fræ með fyrra móti, enda var sum- arið fremur hlýtt. Ágústmán- uður var þó kaldari en í fyrra en septembermánuður var aft- ur hlýrri, en úrkomumagnið yfir sumarið um helmingi meira en þá. Allt hefir þetta mikil áhrif á fræræktina. Vegna votviðranna var fræ- staðan gísin, en fræið var vel þroskað, er það var skorið 1.—20. ágúst. Aðallega var ræktað fræ af túnvingli og vallarfoxgrasi, sem eru aðal túngrös hér á íslandi, en einn- ig var ræktað allmikið fræ af háliðagrasi, sem að vísu hefir verið talin útlend grastegund, en er nú mjög að ryðja séi til rúms í íslenzkum túnum með fræsléttunum nýju. Þurk- un uppskerunnar af fræekrun- um gekk treglega. Þó náðist háliðagrasið allt 23. á^úst en hinar grasteg. ekki fy£V en eftir mánaðarmót ág.- ?ept. Ofviðrið aðfaranótt 27. ágúst skemmdi og ódrýgði fræupp- skeruna um þriðjung. IMIiixftid nýju fískverzlunína víð Tryggvagötu, þar táið þið bezta og ódýrasta tisk- inn í dag. — Sími 1410 (tvær línurj). LáMð útvarpið lífga upp heimili yðar Víðlæki á hvert heimili. Mikill fjðldi útv»pps- stöðva senda bylalur slnsr út yfin löndin. Lelðið þaer inn á heim- ili yðarog njötið þeirr- ar ðmeglu, er gðð músfk, fríttir og frðð- leikur útvarpsins fsr- ir yður.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.