Nýja dagblaðið - 17.12.1933, Page 1
NyJA DAGBIAÐIÐ
1. ár. Reykjavík, sunnudaginn 17. desbr. 1933. 44. blað
Ný skipulagning
síldarsölunnar?
Frá strandínu
ÍDAG
Sólaruppkoma kl. 10.23
Sólarlag kl. 2.25
Háflóö árdegis kl. 5.20
Háflóð síðdegis kl. 5.50
Ljósatimi hjóia og bifreiða kl. 2.55
e. m. til 9.50 árd.
Söfn, skriistoíur o. IL:
pjóðminjasafnið .......... kl. 1-3
NáttúrugripasafniÖ ...... opið 2-3
Alþýðubókasafniö ....... opið 4-10
Pósthúsið Brófapóstst. .. opin 10-11
Landsíminn ............ opinn 10-8
Heimsóknartimi sjúkrahúsa:
Landspítalinn ............ kl. 2-4
Landukotsspitalinn ........... 3-5
Laugarnesspítali ...... kl. 12VÍ-2
Vifilstaðahæiið .. 12Vá-2 og 3V*-4V2
Kleppur ................... kl. 1-6
Næturvörður í Reykjavíkurapóteki
og Lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Bergsveinn Ólafsson
Suðurgötu 4. Simi 3077.
Skemmtanir og samkomtu:
Nýja bíó: Tilboð merkt 202 kl. 9.
Gamla bíó: kl. 5 Konungur ljón-
anna, kl. 7: Riddaralið í bænum,
kl. 9: Ógift, amerísk kvikmynd.
Listsýning Magnúsar Ámasonar
í Oddfellowhúsinu kl. 1—10.
Pétur Sigurðsson heldur fyrirlest-
ur i Varðarhúsinu kl. 8Vá-
Málverkusýning Ólafs Túbals i
Goodtemplarahúsinu, opin 10—8.
Málverkasýning Freymóðs Jó-
hannssonar í Braunsverzlun
uppi, opin 10—9.
Messur i dómkirkjunni: kl. 11
sr. Fr. Hallgrímsson, kl. 5 sr.
Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl.
2 sr. Ámi Sigurðsson.
Samgöngur og póstferðlr:
Goðafoss frá útlöndum. Columbia
vestur og norður um land oftir
hádegið.
Dagskrá útvarpsina.
Kl. 10 fréttaerindi (Vilhj. p. Gísla-
son) og endurtekning frétta. 10.40
veðurfregnir. 11.00 messa í dóm-
kirkjunni (sr. Fr. Hallgrímsson).
15.00 miðdegisútvarp. 15.30 erindi:
Bernhard Shaw og svertingjastúlk-
an (Ragnar E. Kvaran. 18.45
bamatími (frú Ragnh. Jónsd.).
19.10 veðurfregnir. 1920 tilkynning-
ar. 1925 grammófóntónleikar: lög
úr Othello. 19.50 tilkynningar. 20.00
klukkusláttur, fréttir. 20.30 erindi:
Uppruni og þróun tónlistar, I.
(Páll ísólfsson). 21.00 tónleikar:
(Lúðrasveit Reykjavíkur). Grammó
fón: Haydn: Kvartett í G-dúr.
(Budapester strengjakvartettinn).
Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun:
Kl. 10.00 veðurfregnir. 12.15 há-
degisútvarp 15.00 veðurfregnir,
endurtekning frétta o. fl. 19.00
tónleikar. 19.10 veðurfregnir. 19.20
tilkynningar. 19.25 óákveðið. 1950
tilkynningar. 20.00 klukkusláttur,
fréttir. 20.30 erindi frá útlöndum,
(sr. Sig. Einarsson). 21.00 fellur
niður vegna skeytasendinga frá
Danmörku til Grænlands.
Sem kunnugt er fór Jóhann
Jósefsson útgerðarmaður frá
Vestmannaeyjum til Þýzka-
lands í sumar til þess að kynna
sér eitthvað möguleika á sölu
á fiski og síld þar í landi. Ekki
mun Jóhanni hafa litist á síld-
armarkaðinn þar, og ekki hafa
haft góða sögu að segja, er
hann kom aftur. Enda munu
nú liggja milli 80 og 40 þús-
und tunnur af sfld óseldar í
Þýzkalandi.
Út af þessu hafa nokkrir út-
gerðarmenn haldið fund með
fjármálaráðherra um málið og
rætt stofnun samtaka um sfld-
arsölu. Nefnd hefir þó ekki
Vernharður Eggertsson, sem
sagt var frá í blaðinu fyrir
skömmu að hefði verið dæmdur
fýrir bifreiðarstuld og of hrað-
an akstur, var látinn laus eftir
að dómurinn var uppkveðinn,
þar eð dómnum var áfrýjað til
hæstaréttar, en tveim dögum
síðar hvarf Vernharður úr
bænum.
1 gær kom svo tilkynning
frá sýslumanninum í Ámes-
sýslu um að Vemharður Egg-
ertsson hefði verið tekinn þar
fastur, eftir beiðni bæjarfóget-
ans í Vestmannaeyjum, og var
Landhelgisbrot
á Vestfjörðum.
Isafirði 16/12. FÚ.
Ægir kom í gærkvöld með
tvo togara, Ladennia og Derby
County, báða frá Grímsby, sem
hann hafði staðið að ólögleg-
um veiðum framundan Bol-
ungarvík. Dómur hefir ekki
verið kveðinn upp í máli tog-
aranna, en báðir skipstjórarn-
ir hafa játað sekt sína.
Isvestia skrifar
um friðarmálin.
London 16/12. kl. 17. FÚ.
Vegna þess að Sovétsam-
bandið og Ítalía skrifuðu í gær
undir hlutleysissanxninga sín á
milli, birtir rússneska blaðið
lsvestia í dag grein um utan-
ríkisafstöðu Rússa og friðar-
málin, og segir þar, að Sovét-
sambandið hafi nú gert sams-
verið skipuð af hálfu þess opin-
bera.
Þeir, sem rætt hafa aðallega
um þetta, eru útgerðarmenn-
irnir Ingvar Guðjónsson, Finn-
ur Jónsson frá ísafirði, Halldór
Guðmundsson frá Siglufirði og
Hafsteinn Bergþórsson úr
Reykjavík. Starfa þeir sem
nefnd í málinu og hafa kosið
sér Finn Jónsson sem formann.
Hversu mikið ágengt þeim hef-
ir orðið um myndun félags-
skapar þessu viðvíkjandi, er
ekki kunnugt um, en nokkur
! ágreiningur mun þó vera um
fyrirkomulagið ennþá.
hann því sendur þaðan og hing-
að til Reykjavíkur.
Hafði maðurinn farið héðan
með Esju síðast og þóttist
ætla norður í land, en fór af
skipinu í Vestmannaeyjum.
Þaðan fór hann svo með mótor-
bát til Eyrarbakka, en var tek-
inn þar, eins og fyr segir, eft-
ir beiðni bæjarfógetans. Var
hann sakaður um að hafa
framið tvö innbrot í Eyjum.
I gærkvöldi var lögreglu-
þjónn sendur með Vemharð til
Vestmannaeyja með Islandinu,
til yfirheyrzlu og rannsóknar.
konar samninga við öll mikil-
megandi ríki í Evrópu, nema
Stóra Bretland. Sovétsamband-
ið getur nú átt venjuleg ríkja-
viðskifti við öll kapitalistisk
ríki, að því tilskyldu, að þao
blandi sér ekki í innanríkismál,
segir blaðið.
Lerroux reynir að
mynda stjórn
á Spání.
London 16/12. kl. 17. FÚ.
Eftir spænsku þingkosning-
arnar, þótti það auðséð, að erf-
itt mundi verða um myndun
nýrrar stjórnar. Eftir að ráðu-
neyti Barrios hafði sagt af sér
í morgun, hefir Zamora forseti
í dag átt tal við ýmsa stjóm-
málaleiðtoga í landinu, og er
nú síðast gert ráð fyrir því,
að Lerroux, leiðtogi róttæka
flokksins, muni reyna að
mynda nýja stjóm.
Mál Torglers varið
i Leipzig í gær.
London 16/12. kl. 17. FÚ.
Dr. Sack, verjandi Torglers,
flutti í dag varnarræðu sína fyr
ir hann í ríkisréttinum í Leip-
zig. Hann sagði, að málsrann-
sóknin væri stórviðburður, ekki
einungis í sögu Þýzkalands,
heldur í allri mannkynssögunni
og kvaðst ennfremur vona, að
hún mætti teljast viðburður í
réttarsögunni, sem dæmi þess,
að réttlætið fái að ráða. Hann
fór fram á það, að Torgler yrði
náðaður og benti því til stuðn-
ings á það, að jafnvel hinn op-
inberi ákærandi hefði sagt, að
ekki væri unnt að sanna neitt
um það, á hvern hátt Torgler
hefði verið viðriðinn brunann.
Hann sagði, að Torgler hefði
hispurslaust gefið sig réttvís-
inni á vald, þar sem hann hefði
vitað sakleysi sitt. „Eins og
mig mundi hrylla við því“,
sagði hann að lokum, „að þurfs.
að hugsa til þess, aö nokkur
sannur Þjóðverji væri sekur
um þann verknað, sem skjól-
stæðingur minn er sakaður um,
svo þakka ég guði fyrir það,
að öll rannsókn málsins hefir
ekki gefið minnstu ástæðu til
þess, að álíta hann samsekan
þeim, sem brunanum valda.
Þessvegna krefst ég sýknunar
hans“.
Fundur i Vik
í Mýrdal-
Á fjölmennum fundi Fram-
sóknarbænda í Vestur-Skapta-
fellssýslu, sem haldinn var í
Vík í Mýrdal 12. þ. m. og
boðaður hafði verið af Lárusi
bónda Helgasyni í Kirkjubæj-
arklaustri, voru einum rómi
samþ. eftirfarandi tillögur:
1. „Fundurinn ályktar, vegna
klofnings þess, sem nú er í
Framsóknarflokknum, að
standa saman einhuga nú sem
fyr í flokknum og gera allt
sem hægt er til að klofning-
urinn geri flokknum sem
minnstan óskunda í héraðinu".
2. „Fundurinn álítur það
réttlætismál, að unnið sé að
því, að jafna þann mismun sem
átt hefir sér stað í kaup-
greiðslu í opinberri vinnu í
hinum ýmsu héruðum lands-
ins“.
Auk þessara tillagna voru
margar aðrar samþykktar.
Samhugur og áhugi fundar-
manna var eindreginn um það,
að vinna að eflingu Framsókn-
arflokksins í kjördæminu og
stuðla að sigri fulltrúa hans í
næstu kosningum.
Lík Þjoðverjanna sem
tórust eru jöröuð i dag
að Hofí i Örœfum.
Fagurhólsmýri 16/12.
Strandmennirnir af togaran-
um Margarete Clark frá Aber-
deen fóru út í skipið í gær,
vegna þess að þeir áttu von á
björgunarskipi frá Englandi,
en skip þetta hafði ekkert gert
vart við sig um hádegi í dag.
En síðdegis í dag hefir verið
svo vont skygni, að ekki hefir
sést til sjávar.
Þjóðverjamir fjórir, sem
björguðust frá togaranum Con-
ul Döbbers, höfðu farið út í
skipið með Englendingunum,
og ætluðu með þeim í björg-
unarskipinu til Englands. Þeir
komu aftur hingað heim að
Fagurhólsmýri síðdegis í dag,
þar sem skipið var enn ókomið.
Lík sjötta mannsins af
þýzka bátnum rak upp í fjöru
í fyrra dag og verður, ásamt
líki Þjóðverjans, sem fannst ör-
endur í bátnum, jarðað á morg-
un frá Hofskirkju.
Vegna þess hve mikið brim
er, er ekki gert ráð fyrir að
enska björgunarskipið geti tek-
ið strandmennina, sem nú eru
úti í strandaða togaranum, og
verða þeir sóttir út í skipið á
morgun og fluttir aftur til
bæja. Er svo gert ráð fyrir að
þeir fari við fyrsta tækifæri
annaðhvort til Reykjavíkur eða
til Vopnafjarðar.
Enginn sjór er enn kominn
í enska togarann, en hann hefir
hefir í rokinu síðastliðinn sól-
arhring færst um hálfa aðra
skipslengd. Talið er sennilegt
að hann geymist þarna á sönd-
unum til vors án þess að sjór
komi í hann.
Eldsvoði
í nótt.
Klukkan rúmlega 2 í nótt
var slökkviliðið kvatt inn í
Sogamýri. Var kominn upp eld-
ur í timburhúsinu á Sogabletti
9. Það er lítið hús, byggt 1928
og mun þar hafa búið fátt af
fólki. Tókst að slökkva eldinn,
en gat brann á loft yfir eld-
húsi og var eldurinn kominn í
hey, sem geymt var uppi á
loftinu. — Blaðið hafði tal af
mönnum úr slökkviliðinu, þeg-
ar þeir komu í bæinn aftur
laust fyrir kl. 3 '/2, og álitu þeir,
að eldurinn hefði komið upp
á tveim stöðum í húsinu.
Innbrot i Vestmannaeyjum
Sökudólgurinn handsamaður a Eyr-
arbakka og sendur héðan af lögregl-
unni með Islandi í gœrkveldi til
Vestmannaeyja.