Nýja dagblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 1
Bæjarstjórnarfundur í gær Fyrri umræða um fjárhagsáætlun bæjarius 1934 Utsyörin hækka um 30 þúsund krónur. Raunverulegur tekjuhalli 500-800 þús. krónur. ídag Sólaruppkoma kl. 10,30. Sólarlag kl. 2,23. — Sólhvörf. — í Reykjavík er sól á lofti 3 stund- ir og 57 mínútur. Háflóð árdegis kl. 9,15. Háflóð síðdegis kl. 21,35. Veðurspá: Allhvass vestan eða norðvestan, og snjólítið. Veðurspá: Hvass sunnan og rign- ing. Söfn, skrifstofur o. tL: Landshókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalasaínið ....... opið 1-4 pjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Náttúrugripasafnið ........ U. 2-3 Alþýðubókasafnið .... opið 10-10 Landsbankiun .......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ........ opinn 10-3 Útvegsbankinn .. opinn kl. 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn kl. 1012 og 5-7^ Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opiu 10-6 Bögglapóststofan .... opiu 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4 Fiskifól....Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband isi. samvinuufélnga opið kl. 9-12 og 1-6 Skipaútg. rikisins opin 9-12 og 1-6 Limskipafél. íslands .... opið 9-6 Sölusamband ísl. fiskframleiðenda opið 10-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofumar opnar 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 1012 ogl-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9 12 og 1-6 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Lögregluvarðstofan opin allan daginn. Heinunóknartími sjókrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspitallnn ............ 5-6 Laugarnesspítali ....... kl. 12^j-2 Vífilstaðahselið 12%-lVi og 3^-4^ Kleppur .................... kl. 1-6 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Hannes Guðmunds- son, Hverfisgötu 12. Sími 3105. gkemmtanlr og samkomni: Nýja Bíó: Hvíti Indíanahöfðing- inn, kl. 9. Gamla Bíó: Ógift, kl. 9. Málverkasýning Freymóðs Jó- hannssonar i Braunsverzlun uppi, opin 10—9. Listsýning Magnúsar Árnasonar í Oddfellowhúsínu opin 11—7. SamgSngux og póstfexttr: Suðurlandspóstur. Esja væntanleg síðari hluta dags. Dagskxá útvaxpslns. Kl. 10.00 veðurfregnir. 12.15 há- degisútvarp 15.00 veðurfregnir, endurtekning frétta o. fl. 19.00 tónleikar. 19.10 veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar. 19,25 Erindi Fiski- félagsins (Kristján Bergsson). 19,50 Tilkynningar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöldvaka. Bæjarstjórnarfundur hófst í gær kl. 5 síðd. í Kaupþings- salnum. 13 mól voru á dagskrá. Flest þeirra voru fundargerðir frá nefndum, er samþykktar voru umræðulaust. Kosin kjörstjórn■ Kosning fór fram á þrem mönnum í kjörstjórn við bæjarstjórnarkosningarnar og tveim mönnum til vara. Þessir hlutu kosningu sem aðalmenn: Pétur Magnússon bankastjóri, Geir Zoega vegamálastjóri, Ágúst Jósefsson, bæjarfulltrúi, og sem varamenn: Tómas Jónsson lögfræðingur og Kjart- an Ólafsson bæjarfulltrúi. Bókarastaða við Rafveituna. Þetta mál var til annarar umræðu. Er hér um nýtt em- bætti að ræða, því áður hefir sami maður gegnt bæði skrif- ara- og gjaldkerastörfum við rafveituna. Stefán Jóhann and- mælti tillögunni, en borgar- stjóri mælti með. Var hún sam- þykkt eftir litlar umræður með 8:4 atkv. og þettn nýja em- bætti þar með stofnað. Fj árhagsaætlunin fyrir 1934. Ræða borgarstjóra. Jón Þorláksson fylgdi fjár- hagsáætluninni úr hlaði með alllangri. ræða. Gerði hann fyrst samanburð á því, að hvaða leyti tekjuhlið áætlunar- innar væri frábrugðin áætlun seinasta árs. Mætti þar fyrst nefna eftirstöðvar frá fyrra árl. sem væru áætlaðar 50 þús. kr. hærri en í fyrra. Mestur hluti eftirstöðvanna, eða 615 þús. kr. eru ógreidd bæjargjöld og leigutekjur. Þá minntist hann á það atriði, sem væri fullkomin nýj- ung í fjárhagsáætluninni, en það er að' tokjum af tveim fyrirtaakj- um bæjarins, gasstöðinni og rafmagnsveitunni skuli var- ið til útgjalda bæjarsjéðs. Hingað til hefir tekjuaf- gangur þessarar stofnana ver ið ýmist lagður fyrir eða varið til aukninga og endurbóta fyr- irtækjanna jafnóðum. En Jón liélt því fram að þar sem fyrir- tæki þessi væru skattfrjáls af hálfu bæjarins, þá væri ekki nema rétt, að þau legðu eitt- hvað í bæjarsjóðinn. Þá minntist harm á útsvörln. Á þeim er áætlað 30 þús. kr. hækkun og eiga þau alls að nema 2349 þús. kr. . Seinasti iiður tekjubálks íjárhagsáætlunarinnar er 150 þús. kr. lántaka til atvinnu- bóta, og er það þá sá tekju- halli, er fjárhagsáætlunin sýn- ir. Þá vék hann að gjaldalið fjárhagsáætlunarinnar. — Á fyrsta liðnum, stjórn bæjarins, eru áætluð ca. 50 þús. króna hækkun. Við löggæzlukostnað- inn er áætluð hækkun 142 þús. kr., þar af til varalögreglu 60 þús. kr. En ef dómsmála- ráðherra fellst á þessar ráð- stafanir, greiðir ríkissjóður Vc hluta kostnaðar við föstu lög- regluna og l/% kostnaðar af varalögreglunni. Hækkun á fá- tækraframfæri er áætluð 115 þús. kr. eða alls 822 þús. kr. Sagði borgarstjóri þetta nauð- synlegt vegna reynslu fyrra árs. Til afborgana og vaxta- greiðslu af lánum bæjarsjóðs væri áætluð sama upphæð og í fyrra, 470 þús. kr. Og að lok- um minntist hann á greiðslu á tekjuhalla ársins 1932, sem væri 150 þús. kr. Ræða Stefáns Jóh■ Stefánssonar. Eftir borgarstjóra talaði næst Stefán Jóhann. Hafði hann sitthvað við fjárhags- áætlunina að athuga. Taldi hann innheimtu bæjarins ófull- komna og skipulagslitla og sem sæist á hækkun ógreiddra útsvara frá ári til árs. Eftir- litsleysið væri svo mikið, að stundum hefði verið vanrækt að gera gröfur um slíkar skuld- ir í þrotabú. Þá átaldi hann það fyrir- komulag, að taka tekjuafgang fyrirtækja bæjarins og gera hann að eyðslueyri bæjarsjóðs- ins. Ræða Hermanns Jónassonar lög* reglustjóra. Hann sagði, að þessi fjár- Fundur Framsóknar- manna í Borgarnesi. í fyrradag var haldinn fund- ur í íulltrúaráði Framsóknar- íélaganna í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, í Borgamesi. Fundurinn var íjölsóttur og sótu hann fulltrúar úr flest- um eða öllum sveitum héraðs- ins. Var fundurinn hinn bezti og var þar rætt af .miklu fjöri um verkefni þau, er nú liggja fyrir Framsóknarflokknum. Á íundinum var mættur þingmað- ur Mýramanna, Bjami , Ás- geirsson. Jónas Jónsson alþm. var einnig mættur á fundi þessum. Samþykktar voru í einu hljóði eftirfarandi tillögur: 1. „Fundurinn lýsir yfir því, hagsáætlun væri með svipuð- um ágöllum og venja væri að því leyti, að litlu fé væri varið til nýrra framkvæmda, sem sköpuðu atvinnu og yki greiðslugetu bæjarbúa. Ástand- ið væri þannig nú, að greiðslu- geta bæjarmanna gæti hvergi nærri fullnægt útgjaldaþörfum bæjarins. Ef bærinn legði ekki sitt fram til að bæta úr þessu ástandi, þá væri ekki annað sjáanlegt framundan, en ennþá meiri vandræði. En fjárhagsáætlunin er þó að einu leyti varhugaverðari en þær fyrri. Hún sýnir að vísu, fljótlega aðgætt, ekki slæma útkomu. En líka langt- um betri útkomu en raunveru- lega er rétt. FJárhagsáætlanin sýnir 150 þús. kr. tekjuhalla. En að henni óbreyttri verður raun- vcrulsgur tekjuhalli 500—800 þús. kr. í fjárhagsáætluninni er kostnaður við varalögreglu áætlaður 60 þús. kr. Á þessu ári er hann orðinn nokkuð á f jórða hundrað þúsund krón- ur og það er alveg ábyggilegt, að varalögreglan, eins og henni er ætlað að verða, getur ekki kostað bæinn minna en 100 þús. kr. umfram það, sem er nú í fjárhagsáætluninni. Og eftir fyrri reynzlu verður fasta - lögreglan alltaf 20 þús. kr. dýrari en áætlað er í fjár- hagsáætluninni. í fjárhagsáætluninni er kostnaður við skóla áætlaður 11 þús. kr. lægri en skólanefnd hafði gert ráð fyrir, og hafði hún þó gætt fyllsta sparnaðar í tillögum sínum. Þessi lækk- un, sem gerð hefir verið á til- lögmn skólanefndar er alger- lega út í bláinn. að hann telur mjög illa farið, að samningar þeir, sem fyrir lágu um stjórnarmyndun og málefnasamband milli Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins skyldi ekki takast. Lítur hann svo á, að þar hafi verið séð svo vel fyrir mál- efnum bændanna sem unnt var, eftir ástæðum, en telur hinsvegar samband við Sjálf- stæðismenn í þessum málum, óhugsandi“. 2. „Fundur Framsóknarmaxma í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, skorar á alla flokksmenn sína að láta úrsögn tveggja þing- manna og viðleitni til myndun- ar nýs flokks ekki hafa nain áhrif á fylgi sitt við flokkinn". Fátækraframlagið er ekki áætlað nerna 822 þús. kr. En eftir reynslu síðustu ára er það allt of lágt. Það hefir numið seinustu árin eins og hér segir: 1931 .. .. 674 þús. kr. 1932 .. .. 786 —- — 1933 .. .. 832 — — Fyrir yfirstandandi ár er ekki talið nema til 15. þ. m. og verður það miklu hærra alls, líklega nál. 900 þús. kr. Þess- ar tölur sýna stórfellda hækk- un, eða vel 100 þús. kr. frá ári til árs, sem líka er eðlilegt, því atvinnan gengur saman, en fólksfjöldinn eykst. Það er því nærri sanni að ætla fátækra-- framfærið næsta ár ekki lægra en 1 milj. kr. eða 200 þús. kr. hærri en fjárhagsáætlunin gerir. Verður þá raunverulegur tekjúhalli sem næst því er hér segir: Aukinn kostn. við varalögreglu . . 100 þús. kr. Aukinn kostn. við föstu lögregluna 20 — — Aukinn kostn. við skólahald .... 11 — — Aukið fátækra- framlag.......... 200 — — Alls tekjuhalli, sem fjárhags- áætlun ekki sýnir 331 þús. kr. Tekjuhalli, sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 150 — — Alte 481 þús. kr. En tekjuhalli er raunveru- lega meiri en þetta. 170 þús. kr. er bæjarsjóði ætlað að taka frá rafveitunni og gas- stöðinni, sem í raun og veru kemur fram við bæjarbúa sem tekjuhalli, því hann verður að Frh. á 4. sWu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.