Nýja dagblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 2
2
M Ý J A
BASBLAÐI9
Eruð þið í vafa
um hvaða bækur þér eigið að gefa í jólagjöf?
SÖGUR EFTIR SHAKESPEARE, I. bindi af 5. —
Þar verður ralcið efnið úr miklum hluta hinna
ódauðlegu skáldverka þessa göfuga snillings. —
Þýðingin hefir hlotið einróma lof.
KONSTANSA, æfintýri fyrir börn með litmyndum.
GRlSHIIiDlJR GÓÐA og fleiri sögur. Falleg æfin-
týri með mörgum myndum.
Hér fer saman gott efni — góður frágangur, — og
síðast en ekki sízt gjafverð.
„Ú1 f a b 1 ó ð“
ný ljóðabók, eftir Álf frá Klettstíu, er nú kotnin út.
Bókin er sérlega vönduð að öllum frágangi.
l’ilvalin jólagjöf.
(Jmsóknír
um styrk
tíl skáída og listamanna
(kr. 5000,00), sem veittur er á fjárlögum
ársins 1934, sendist ritara Menntamálaráðs
Barða Guðmundssyni, Seljaveg 29, fyrir
20. febrúar 1934.
Rakarastofnrnar
verða opnar fyrir og um hátíðina, sem hér segír:
Föstudaginn 22. des. til kl. 9 síðd.
Laugardaginn (Þorláksmessu) til kl. 11 síðd.
Sunnudaginn (aðfangadag) kl. 1—4 síðd.
Næst verður opið á þriðja í jólum.
Úrvalslednrvörnr:
Kventöskur, feikna úrval, einnig seðlaveski, seðla-
buddur, ferðaáhöld, skjala-, skóla- og músíkmöpp-
ur. Eindæma miklu úr að velja af allskonar falieg-
um og ódýrum buddum handa kvenfólki, karlmönn-
um, drengjum og telpum. Cigarettuveski úr leðri frá
1,50. Lyklabuddur frá 1 kr. Vasagreiður og speglar,
sjálfblekungar með gullpenna, 2 kr., blýantar, spil
frá 35 aurum og spilapeningar. Barnatöskur, mjög
fallegar, margar gerðir, og fleira.
Ódýr KVENVESKI TEKIN UPP I DAG, t. d. með
hanka og millihólfi, frá kr. 5,85, svört og mislit. —
Hlfóðfærahúsið
Atlabúð
I.augavegi 38.
M
Mynda- og rammaverzlun
Sig. Þorsteinssonar.
♦K Freyjugötu 11
H(
I
Islenzk málverk.
Sporöskjurammar
af rnörgum stærðum.
Veggmyndir
í stóru úrvaii.
m
)*■
&
&
Svar
til ólafs Þorsteinssonar,
frá Jóh. F. Guðmundssyni.
Fyrir nokkru skrifaði Ólafur
Þórðarson skipstjóri í Hafnar-
firði grein í Morgunblaðið, er
hann nefndi: „Þörfin á nýrri
síldarverksmiðju".
Þegar rætt er um jafnmikið
nauðsynjamál eins og bygg-
ingu nýrrar síldarverksmiðju,
þá má ekki flétta þar inn í á-
deilum á einstaklinga eða
flokka. Það verður aldrei til
bóta, en getur í mörgum til-
fellum spillt fyrir. Þetta hefir
þó Ólafur Þórðarson gert.
Þeim hluta nefndrar grein-
ar, sem ólafur beinir til mín,
sem verkstjóra ríkisverksmiðj-
unnar vil ég svara hér að
nokkru.
Honum farast svo orð:
„Loks þann 12. júli byrjaði
starfneksla síldarverksmiðju rík-
isins og þangað sóttu nú um 60
skip. Hægt er að afgreiða 8 skip
í einu samanlagt ii j á báðum
verksmiðjunum. En í sumar var
verkstjórinn hjá dkisbræðslunni
svo nærgætinn að hann hafði allt
sumarið gálga á einni bryggju í
ólagi, svo að losun kom þar ekki
til greina. Verkstjórinn hafði tvær
verzlanir uppi í bæ jafnhliða
verkstjórastariinu. Auk ólags, sem
viiiist vera á verkstjórninni, hafði
verksmiðjan allt of mörg skip til
afgreiðslu fram að söltunartíma."
Það breytir ekki miklu þótt
verksmiðjan byrjaði síldarmót-
töku 10. júlí en ekki 12. Það
getur heldur ekki verið neitt
aðalatriði þótt hægt sé að af-
greiða 10 skip í einu, í stað 8,
hjá Ólafi. Þetta má þó skoða
sem mælikvarða á það hve
fimur hann er að meðhöndla
staðreyndir.
Um gálgann er það að segja,
að þar gerir Ólafur „Úlfalda
úr mýflugunni.“
Ríkisverksmiðjan hefir 3 af-
greiðslu-bryggjur og 2 gálga
á hverri. Nokkru eftir að þrær
voru orðnar fullar í sumar,
bilaði gálgi öðrumegin á einni
bryggjunni. Ástæðan til þess,
að hann var ekki settur upp
aftur var sú, að eftir þann
tíma var ekki hægt að af-
greiða 6 skip í einu. Um þetta
var Ólafi vel kunnugt, enda
viðurkenndi hann, að þetta
væri rétt, þegar við áttum tal
um það í sumar. .
Þá segir Ólafur, að ég hafi
tvær verzlanir jafnhliða verk-
stjórastarfinu, og minnist svo
á ólag á verkstjórninni. Þetta
„jafnhliða“ verður að skiljast
þannig, að ég starfi að hvoru-
tveggju jöfnum höndum. Ef
svo væri hlyti ég að vanrækja
starf mitt við ríkisverksmiðj-
una.
Hér gerist Ólafur sekur um
atvinnuróg.
Það er rétt að ég hefi tvær
verzlanir, en hitt er jafnvíst,
að ég starfa sjálfur við hvor-
uga þeirra. Þetta hafði ólafur
aðstöðu til að vita.
Ég geng þess ekki dulinn,
að þau 4 ár, sem ég hefi verið
starfsmaður ríkisverksmiðj-
unnar, hefir margt farið ver
úr hendi en skyldi. Þess vegna
undrast ég það, að Ólafur skuli
hafa kosið að búa sjálfur til
^Sofmenutir - íþróttir - íi&txz
Knattspy r nutélag ið
Fram
„Fram“ er stofnað snemma
á árinu 1908 af nokkrum
drengjum í Reykjavík, sem
höfðu áhuga fyrir því að „spila
fótbolta“, eins og þá var sagt.
„Fram“-menn telja afmæli
félagsins þann 1. maí, því að
þann dag. 1908 hafi drengirnir
Kappllðlð 1924.
samþykkt að stofna „Fótbolta-
félagið „Kári, en svo var það
nefnt fyrst. Hin ritaða saga
félagsins hefst þann 15. marz
1909, þá er félaginu gefið nafn,
og þá er nefnd kosin
til þess að setja fé-
laginu lög. Á þeim
fundi er samþykkt,
að félagsgjaldið skuli
vei-a 10 a,ura á mán-
uði, eða kr. 1,20 um
árið, einnig er þá
samþykkt, að hver
sá félagsmaður, sem
ekki mæti á æfingu,
skuli sæta sektum,
og var sektarféð
ákveðið 5 aurar fyr-
ir æfingu, sem ekki
væri sótt. Á þessum
fyrst bókaða fundi félagsins, er
Ííka samþykkt að halda hluta-
veltu og myndasýningu, til
þess að afla félaginu tekna.
Ágóðinn af hlutaveltunni varð
kr. 4,00, en 85 aurar af mynda-
sýningunni.
Þetta, sem nú hefir verið
sagt af upphafsstarfsemi fé-
lagsins, sýnir að þarna hafa
verið að verki áhugasamir og
úrræðagóðir unglingar, menn,
sem vildu taka föstum tökum
á viðfangsefninu, enda átti
það að liggja fyrir þessu fé-
lagi, að marka tímamót í sögu
knattspyrnunnar hér á landi, og
þó að megi ef til vill segja að
það hafi verið heppni félagsins
að þakka, þá er það nú svo, að
alla heppni má venjulega rekja
til eðlilegra orsaka.
Fram varð svo heppið að fá
þá beztu knattspyrnumenn,
sem hér var kostur á, en það
voru þeir Thorsteinssonsbræð-
ur, sérstaklega er það Friðþjóf-
ur, sem ber hér af, og má hik-
laust telja hann þann bezta
knattspymumann íslenzkan,
sem enn þá hefir komið fram
á ' völlinn, enda verður það
varla talin hending, að dreng-
imir í Fram vinna sig-
ur í knattspyrnu á
fyrsta íþróttamóti ís-
lands 1911, þó að við
væri að etja fullorðna
menn í Knattspyrnufé-
lagi Reykjavíkur, fé-
lagi, sem var mikið
eldra.
Um langt skeið var
Fram bezta knatt-
spyrnufélag landsins;
en því fór eins og svo
mörgum öðrum, að
það hugsaði ekki nóg
um það, að ala upp
menn, til þess að taka
við, þegar þeir eldri
falla frá; og því fór
sem fór, að Fram
varð aftur á tímabili
ekki megnugt til þess
að taka þátt í kapp-
mótum. Eins og eðlilegt var,
áttu Frammenn bágt með að
bera þessar raunir, og þeir
byrjuðu aftur á upphafinu;
unglingarnir fóru að æfa af
Kappliðið 1931—1933.
miklu kappi og hafa nú þegar
náð góðum árangri, því í fyrra
vann Fram þriðja flokks
haustmótið, og í sumar bæði
vor- og haustmótið í þriðja
flokki. Þá er það og talið, að
leikur sá, er Frammenn háðu
Við K. F. U. M. Boldklub frá
Danmörku hér í sumar, hafi
verið bezt leikni knattspymu-
kappleikur sumarsins.
Hin glæsilega saga félagsins
mun verða hinum ungu Fram-
mönnum hvatning til þess að
vinna svo vel, að félag þeirra
skipi á ný virðulegt sæti á bekk
íslenzkra íþróttafélaga, — fé-
lag, sem í framtíðinni verði
þess megnugt, að vekja at-
hygli manna á naúðsyn og
gildi líkamsmenningar þjóðar
mnar.
M.
ádeiluatriðin, því hann mátti
vita, að það myndi ekki duga
til langframa.
1
Það sýnir bezt hver dreng-
skaparmaður hann er.
Frá byrjun hefi ég reynt að
sýna sjómönnum fyllsta rétt-
læti. Þetta mun ólafi Þórðar-
syni hafa mislíkað, því enginn
skipstjóri hefir gert jafnmarg-
ar og ákveðnar tilraunir til að
fá sitt skip tekið framyfir,
eins og hann.
Sé andúð Ólafs í minn garð
afleiðing þessara misheppnuðu
tilrauna, get ég vel við unað.