Nýja dagblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 22.12.1933, Blaðsíða 3
V ♦ J A DABBLABIB 3 NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgéfan h/f‘ Ritstjóri: Dr. phil. porkell lóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr, og- auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint Prentsmiöjan Acta. ■ Inn vígðí. Innlend þýðing af hinni frægu bók ■ »The Initiate«, sem margir kannast við. ---------- Fiskverzlunin Ftokksfundurinn I Borgarnesi. Eins og annarsstaðar er skýrt frá hér í blaðinu, héldu margir af leiðandi mönnum Framsóknarflokksins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fund í Borgarnesi 20. þ. m. Ályktanir fundarins sýna hug flokks- manna í þessu héraði. Og það þarf ekki að taka það fram að 1 þessir flokksmenn eru lang- 1 flestir búandi menn 1 sveit. 1 Ályktanir fundarins bera j með sér að ílokksmenn vilja ekki hafa neitt pólitískt sam- neyti við íhaldið. Þeir telja að þingflokkurinn hafi verið á réttri leið að leita samvinnu um landstjórn og málefna- samstarf við Álþýðuflokkinn. Það má líta svo á, að þessi íundur sé góður spegill af því hvemig samvinnubændur líta á fráhvarf nokkurra manna úr ílokknum. Þeir taka burtför þeirra með festu og stillingu. Þeir ámæla ekki sínum fyrver- andi samherjum, en þeir ákveða jafnframt að láta burt- för þeirra ekki hafa áhrif á stefnu eða starf flokksins í héraðinu. Og alhr fundarmenn lýstu yfir mjög eindregnu fylgi við Bjarna alþm. Ás- geirsson. Það var ekki óskað breytingar um fulltrúa fremur en um stefnu. Einn af þekktustu atorku- og efnabændum í héraðinu hélt mjög eftirtektarverða ræðu um samstarf bænda og verka- manna í landsmálum. Hann hélt því fram, að milli þessara stóru og þýðingarmiklu stétta í þjóðfélaginu yrði að vera skynsamlegt samstarf um marga hluti. Hann vék að af- urðasölunni á hinn sama frjáls- mannlega hátt. Hann sagði að hið nýja skipulag um afurða- söluna innanlands, sem bændur þyrftu að koma á, yrði fyrst og fremst að miða að því að draga úr milliliðakostnaðinum, en ekki að því að gera vöruna dýrari fyrir neyteftdur við sjóvarsíðuna. Verðið, sem neyt- endur yrðu að borga nú, væri oft mjög hátt, en þó bóndinn bæri skarðan hlut frá borði. Þannig líta frjálslyndir og stórhuga bændur á. Þeir vita, að með endalokum kjör- dæmamálsins er úrskurðar- valdið um landsmál flutt úr sveitunum til strandar. En þeir ætla að halda svo á málum, að mikill hluti bæjamanna sýni bændastéttinni réttlæti og drengskap við lausn hinna stóru atvinnumála. *** H. Islenzki fiskurimi er aðal- lega seldur saltaðm’ og þurrk- aður eða ísvarinn. Saltfisk- markaðui’inn er eins og kunn- ugt er, algerlega bundinn við Miðjarðarhafslöndin. Þar er saltfiskurinn neyzluvara fá- tæks fólks. ísfiskurinn er aftur á móti aðallega seldur í Englandi, og verður að selja hann, meðan togararnir liggja í höfn. Hvorki saltfiskurinn né ísfiskurinn er því mark- aðsvara af beztu gerð. En ef Islendingar gætu komið fiski sínum nýjum eða jafngóðum og nýjum á markaðinn, mundi ísland verða fiskiforðabúr allr- ár Evrópu og útgerð lands- manna borgið um langa fram- tíð. Ofl þessi leiö stendur nú op- in með því að hraðfrysta fiskinn. Ekki er fagurt frá að segja, að það eru Svíar, sem opnað hafa þessa leið, en ekki íslend- ingar sjálfir. Sænska frysti- hússfélagið hefir að þessu haft forgöngu þessara mála. Þau eru að vísu ekki langt komin ennþá. Fyrstu tilraun- imar misheppnuðust eins og oft vill verða. Það var fyrst í fyrra, sem sænska frystihúsið býrjaði að senda liraðfrystan flakaðan fisk til Englands með sæmilega góðum árangri. Seldi það þá 300 tonn af fiski þang- að. I ár hafa verið pöntuð 1400 tonn hjá félaginu, en það hefir ekki fengið svo mikinn fisk til frystingar, að þeirri eftirspurn hafi verið fullnægt. önnur hraðfrystistöð, miklu smærri, er að koma upp hér í bænum um þessar mundir. Það er hraðfrystistöð Ingólfs G. S. Esphólin. Espholin átti frumkvæði að sænska frystihúsfélaginu, en var þar bolað frá, löngu áður en frystihúsið tók til starfa. Hraðfrystingin í Sænska frystihúsinu er eftir svokall aðri Ottesens aðferð, og er fiskurinn samkvæmt henni hraðfrystur í pæklinum, sem til hraðfrystingarinar er not- aður. Espholin hraðfrystir hinsvegar eftir sinni eigin að- ferð, og er hún að því leyti frábrugðin Ottesensaðferðinni, að fiskurinn er hraðfrystur í skúffum úr þunnum málmi, er pækillinn leikur um án þess að snerta vöruna. Enn er ó- reynt, hvort sá fiskur, sem þannig er hraðfrystur, hefir betri skilyrði til að vera mark- aðsvara en hinn, sem er hrað- frystur samkvæmt Ottesensað- ferðinni. Hvorttveggja er mjög falleg vara. Hraðfrystur fiskur heldur alveg nýja bragðinu og er jafn góður sem nýr fiskur, a. m. k. 2—3 mánuðina eftir að hann kemur til hraðfrystingarinnar. Hann er því hvorki bund- inn við einstök lönd sem markaðsvara eins og salt- fiskurinn, né við það að vera seldur á stuttum tíina eins og ísíiskurinn. Á síðari árum hefir gerzt fullkomin bylting á kjötverkun okkar íslendinga til útflutn- ings og þar með á kjötverzlun- inni. f stað þess að kjötið var áður allt flutt út saltað, er nú megin þess flutt út fryst. Með því hefir ketinu skapast miklu rýmri og betri markaður. pessi sama bylting hlýtur að verða á fiskverkuninni og iiskverzluninni á næstu árum, og því betur sem það verður fyrr og á styttri tíma. En til þess verð- ur að koma upp nokkrum hrað- frystihúsum víðsvegar um landið, og er þá auðvitað æski- legt, að unnið verði að því að sameina sem mest frystingu á fiski og kjöti. Frysting fiskj- arins verður að vera í nánu sambandi bæði við framleiðslu hans og sölu. Styður það enn að því, að hvert fiskiveiðahverfi hafi sitt fisksölusamlag, og að samlögin öll séu i einu „fisksölusambandi“. Þau skip, sem flytja út frysta fiskinn, verða að koma á hverja útflutningshöfn nokkrum sinnum á ári, en hvert skip á fleira en eina höfn. Frysting fiskjarins mundi hafa marga hluti góða í för með sér. Eitt er það, að með því að flytja fiskinn flakaðan til Englands, er 1 reyndinni hægt að flytja meiri vöru þangað að óbreyttum öllum samningum. í verzlunarsamn- ingnum við England er miðað við magn fiskjarins að þyngd en ekki tölu eða verðmæti. En við að flaka fiskinn gengur 50—60% af þyngd hans frá. Því fer þó fjarri, að sá úrgang- ur þurfi að verða ónýtur, heldur eru einmitt þá betri kostir til að gera hann að nýtri vöru. Þegar húsmæður kaupa heilan fisk, þá fleygja þær jafnan úrganginum. En ef fiskurinn er flakað- ur i frystinguna, er gert fiskimjöl úr úrganginum, og er þannig í honum mikið verðmæti. Athugið jólainakaupin Epli, 3 tegundir, frá 75 aurum Vi kg. (ódýrari í heilum kössum). Appelsínur, 10, 15, 20 og 30 aura stk. Vínber, bezta tegund, Bananar, Hnetur, Krakmöndlur, Konfekt í lausri vikt, KONFEKTKASSAR, margar tegundir. Átsúkkulagi. .Tó.lavindldar og aðrar tóbaks- vörur í miklu úrvali. Spil, margar tegundir. Jólakerti, Hálvötn og ilmvötn. Brauðgerð kaupfélagsins selur allskonar kökur og brauð- vörur, með lægsta verði bæj- arins. Tertur þarf að panta með nokkrum fyrirvara. Gefið börnunum yðar marsi- pan-dýr og marsipan, sem þar er á boðstólum í smekk- legu úrvali Sími brauðgerðarinnar er 4562. Góðar vörur. Sanngjarnt verð. Kaupfélag Reykjavíkur Bankastræti 2. Sími 1246 (tvær línur). Hitt er þó merkilegra, að með því að koma upp fyrsta flokks hraðfrystingu á fiski, mundum við Islendingar ekki aðeins bæta okkar aðal mark- aðsvöru stórlega og gera hana miklu verðmætari en hún er nú, heldur eru einnig miklar líkur til, að við gætum, ef við vildum, fengið til verkunar mikinn hluta þess fiskjar, sem veiddur er af útlendum fiski- skipum á íslenzkum fiskimið- um. Af því að íslenzku fiski- miðin eru svo fjarri öllum öðrum löndum, er erfitt að koma fiskinum til annara landa til þvílíkrar verkunar, sem er sambærileg við hraðfrysting- una. á þenna hátt gæti þjóðin notið sinna ágætu miða því því nær til fullnustu, og fjarlægð landsins frá öðrum löndum orðið henni vopn í hendi, sem að gagni má koma: Hún fengi fisk hinna erlendu fiskimanna bæði til iðnaðar og ef til vill verzlunar. Nokkur ný og vöndud Eikar- skrifborð til sölu á 125 krónnr stk. Sárstaklega góð til jölagjafa. Leirskálasett tekin upp í dag, fallegri en nokkru sinni fyr. Sigurður Kjartansson Laugaveg 41. 4 bollapör 4 smádiskar, 1 sykurkar, 1 rjómakanna, hvítt með giltri rönd. Aðeins kr. 6,95. Sigurður Kjartansson Laugaveg 41. Jóla-ávexiir Epli, Delicious fancy, % kg. 0,70 Kassinn á kr. 19,00. Epli, extra fancy Vi kg. 0,85. Kassinn á kr. 20,00. Appelsínur, Jaffa á 0,25 stk. Vínber og Bananar. Spil (allsk.), Kerti, stór og smá Páll Hallbjörns. Laugaveg 55. Sími 3448. Jólatré þau, sem eftir eru, verða seld í Austurstræti 6 (Amatörverzl) Sími 4683. Trén eru mjög þétt og eftirsótt. Þorl. Þorleifsson. Opinberið um jólin Kaupið hringana hjá mér. Jón Sigmundsson gullsmiður. Laugavegi 8. til sölu. Verð frá kr. 1000,00. PÁLMAR ÍSÓLFSSON. Sími 4926.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.