Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
1. ár.
Reykjavík, laugardaginn 23. des. 1933.
49. blað.
í DAG
Sólaruppkoma kl. 10,30.
Sólarlag kl. 2,23.
Háílóð árdegis kl. 10,00.
Háflóð síðdegis kl. 22,30.
Veðurspá: Minnkandi suðvestan-
átt. Nokkur snjóél.
Sötn, skrilstotui o. £L:
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4
pjóðminjasafnið lokað.
Náttúrugripasafnið lokað.
Alpýðu])ókasafnið .... opið 10-10
Landsbankinn ......... opinn 10-1
Búnaðarbankinn ........ opinn 10-1
IJtvegsbankinn ........ opinn 10-1
Útibú Landsbankans á Klappar-
stíg .................. opið 2-7
Sparisjóður Rvíkur og nágrennis
opinn kl. 10-12 og 5-7^t
Pósthúsið: BréfapóstsL .. opin 10-6
Bögglapóststofan .... opin 105
Landsiminn ............. opinn 8-9
Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4
Fi&kifél....Skrifstt. 10-12 og 1-5
Samband ísL' samvinnufélaga
opið kl. 9-12 og 1-6
Skipaútg, ríkisins opin 9-12 og 1-4
Eimskipafélag íslands .... opið 9-4
Sölusamband ísl. fiskframleiðenda
opið 10-12
Stjómarráðsskrifstofumar
opnar 10-12
Skrifst. bœjarins .... opnar 9-12
Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
Skriíst. lögmanns opin 10 12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Hafnarskrifstofan opin 912 og 1-6
Tryggingarstofnanir ríkisinj
opnar 10-12
Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6
Baðhús Reykjavíkur opið kl. 8-8
Lögregluvarðstofan
opin allan sólarhringinn.
Heimsóknartími sjúkrahúaa:
Landsspítalinn ........... kl. 3-4
Landakotsspitalinn ........... 3-5
Laugarnesspítali ...... kl. 12^-2
Vífilstaðahœlið 12y2-iy2 og 3y2-4y2
Kleppur ................... kl. 1-6
Næturvöröur í Reykjavíkurapóteki
og lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Ólafur Helgason,
Ingólfsstræti 6. Sími 2128.
Skemmtanir og samkomnr:
Nýja Bíó: Hvíti Indíanahöfðing-
inn, kl. 9.
Gamla Bíó: Ógift, kl. 9.
Málverkasýning Freymóðs Jó-
hannssonar i Braunsverzlun
uppi, opin 10—9.
Listsýning Magnúsar Árnasonar í
Oddfellowhúsinu opin 11—7.
Samgðngur og póstlezttr:
Esja væntanleg að vestan.
Dagskrú útvarpsins.
Kl. 10.00 veðurfregnir. 12.15 há-
degisútvarp 15.00 veðurfregnir,
Endurtekning frétta o. fl. 18,45
Barnatími (Ólína Andrésdóttir).
19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynn-
inkar. 19,25 Tónleikar. (Útvarps-
tríóið). 19,50 Tilkynningar. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er-
indi: Jól og jólahald. (Guðbr.
Jónsson). Danslög til kl. 24,00.
Ríkisútvarpið þriggja ára.
Utvarpsnotendur á landinu eru nú
7367; þar af aðeins 1900 í sveitum.
Þann 20. þ. m. voru þrjú ár
liðin síðan Ríkisútvarpið tók til
starfa. Útvarpsstión og for-
maður útvarpsráðs gerðu þann
dag nokkra grein fyrir rekstri
útvarpsins á síðasta ári.
Nýja dagblaðið liefir haft
tal af útvarpsstjóra og fengið
hjá honum r.okl-crar upplýsing-
ar um þróun útvarpsstarf-
rækslunnar.
Útvarpsnotendum í landinu
hefir fjölgað örar en ráð var
fyrir gert, þrátt fyrir fjár-
hagsörðugleikana og einkum
hefir fjölgunin verið mikil á
þessu síðasta ári. Skipuleg
sala útvarpsviðtækja og gott
val þeirra mun mjög hafa
stuðlað að auknum útvarps-
notum. Auk tiltölulega góðrar
dagskrár, þegar litið er á örð-
ugleika fámennisins, hefir út-
varpið gert ýmislegt til þess
að auka útvarpsnotin og greiða
fyrir þeim með skipulegum úr-
ræðum. Útvarpsnotendur eru
þann 15. des. síðastl. orðnir
6,69 af hverju hundraði lands-
búa og eru Islendingar í þessu
efni komnir framarlega í röð
meðal Norðurálfuþjóða.
En þegar litið er á þessa til-
tölulega öru fjölgun verður
það sérstaklega athugunarvert,
að í sveitum eru aðeins tæp-
lega 4 af hundraði útvarps-
notendur á móti rúmlega 9 af
Undirréttardómur
í máli Kristjáns Jóhannssonar.
Hann var sýknaður.
Mál þetta var, samkvæmt
kæru frá Mjólkurfélagi Reykja-
víkur, höfðað af valdstjómar-
innar hálfu gegn Kristjáni Jó-
hannssyni kaupmanni, Laugar-
holti við Laugarnesveg hér í
bænum, fyrir brot á ákvæðum
laga nr. 97 frá 19. júní 1933
um heilbrigðisráðstafanir um
sölu á mjólk og rjóma.
Málavextir voru í aðalatrið-
um þeir er hér greinir:
I fyrstu málsgrein ofan-
greindra laga er ákvæði um, að
í öllum þeim kaupstöðum og
kauptúnum hér á landi, þar
sem mjólk eða rjómi er selt
frá fullkomnum mjólkurbúum,
er viðurkennt hafi verið af at-
vinnumálaráðherra, skuli ó-
heimilt að selja þessar vörur
ógerilsneyddar. Undanþegin
þessu skuli þó mjólkurbú, sem
að dómi atvinnumálaráðherra
hafa aðstöðu til þess að hreinsa
mjólkina og koma henni
óskemmdri á markaðinn. En í
síðari málsgrein fyrstu grein-
ar er það tekið fram að ákvæði
þetta nái þó ekki til svonefndr-
ar barnamjólkur, og ekki held-
ur til þeirrar mjólkur, sem
framleidd er innan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur og flutt
er beint til neytanda, enda
skuli bæjarstjóm eða hrepps-
nefnd semja um þetta reglu-
gerð er atvinnumálaráðherra
staðfestir. Brot gegn þessum
ákvæðum varða sektum allt að
kr. 500,00.
Kærði kannaðist við það að
hafa 4 mjólkurbúir hér í bæn-
um, þar sem hann seldi ó-
hreinsaða og ógerilsneydda
mjólk austan úr sveitum. Bar
hann það fyrir sig, að mjólk
sú, er hann seldi, mætti kallast
barnamjólk samkv. 2. málsgr.
1. gr. nefndra laga. En það er
hlutverk bæjarstjómar og at-
Frh. á 4. síðu.
hundraði í kaupstöðum og
kauptúnum. Þannig hefir hin
harða landbúnaðarkreppa haml-
að því, að bændastéttin gæti
notið þessarar menningarum-
bótar, sem var þó ekki hvað
sízt ætluð henni. En auk krepp-
unnar kemur þá fleira til
greina að dómi útvarpsstjóra.
Gerði hann í erindi sínu grein
fyrir þeim aðstöðumun, sem
ríkti í þessu efni milli sveita
og kaupstaða og þeim sérstöku
| örðugleikum, sem sveitabúar
ættu við að búa.
Telur útvarpsstjóri að
nokkru af ágóða Viðtækja-
verzlunarinnar eigi að verja,
til þess að greiða fyrir út- 1
j varpsnotum almennings í land- 1
inu og sérstakléga til þess að
jafna þennan mikla aðstöðu- !
mismun.
Útvarpið er nú þegar orðinn
| verulegur þáttur í lífi þjóðar-
: innar og ekki sízt í sveitum,
þar sem þess er notið. Verður
því ekki komizt hjá, að taka
til greina starf þess og gera
þær kröfur, að jafnframt því
sem vandað verði til dagskrár-
innar, verði og stutt að því af
! ríkisstjóm, Alþingi og sjálfri
stjórn útvarpsins, að sem flest-
um landsmönnum gefist kost-
ur á að njóta þess, sem út-
varpið hefir gott að bjóða.
Frá brennumálinu.
Dómsniðurstöðurnar verða kunnar í dag.
Van der Lubbe fyrir róttinum.
Kalundborg kl. 17,00 22/12 FÚ
Wolfsfréttastofan skýrði frá
því í morgun, að dómsniður-
staða ríkisréttarins í Leipzig í
brunamálinu hafi þegar verið
tilkynnt Hitler og Göhring. Út
af þessu hefir fréttastofa þýzka
ríkisins sent út yfirlýsingu um
það í dag, að þetta sé með öllu
tilhæfulaust og bersýnilega
breitt út í þeim tilgangi, að
fólk festi trúnað á það, að
dómurinn sé kveðinn upp und-
ir áhrifum Hitlers og Göhrings,
en það sé alveg ósatt. Bunger
dómstjóri.hefir einnig gefið út
yfirlýsingu um það í dag, að
Wolfsfréttin sé einber upp-
spuni, því að dómsniðurstöð-
una megi ekki tilkynna fyr en
á morgun neinum manni, enda
hafi það ekki verið gert. Göb-
bels hefir látið svo um mælt,
að Wolfsfréttin sé svívirðileg
lýgi-
Dómurinn verður
upp í fyrramálið.
kveðinn
Knud Rasmussen látinn.
Hinn víðfrægi landkönnuður
Knud Rasmussen lézt í fyrri-
nótt í Kaupmannahöfn, 54 ára
gamall.
Knud Rasmunssen var fædd-
ur í Grænlandi árið 1879. Fað-
ir hans var danskur prestur
þar, en móðir hans var græn-
lenzk. Nám stundaði hún í
Kaupmannahöfn. Hafði Knud
Rasmussen mikinn áhuga á að
kynnast fólkinu 1 móðurlandi
sínu og fór fjölda marga vís-
indaleiðangra til Grænlands.
Mun hann manna bezt hafa
þekkt siði, trúarbrögð og lifn-
aðarháttu Eskimóa. Hefir hann
ritað margar merkar bækur um
þessi efni.
Knud Rasmussen kom meðal
annars hingað til lands í leið-
öngrum sínum og hélt hér eitt
sinn fyrirlestur um Grænland.
Danska stjórnin hefir á-
kveðið að jarðarför Dr. Knud
Rasmussen skuli fara fram á
ríkisins kostnað, og hefir ekkja
hans fallizt é það. Jarðarförin
fer fram í kyrþei samkvæmt
ósk hins látna.
Mowinckel, forsætisráðherra
Norðmanna, hefir sent dönsku
stjórninni samúðarkveðju
Norðmanna, vegna fráfalls Dr.
Knud Rasmussen.
Strandmennirnir.
af togaranum Margarete '
Clark koma á jóladaginn ''
til Reykjavíkur.
(Samkvæmt símtali við
Kirkjubæjarklaustur).
Strandmennirnir af togaran-
um Margarete Clark, sem
strandaði um daginn fyrir
austan, fóru í gær yfir Skeið-
arársand. Eru þeir 16 alls, 4
af þeim eru þýzkir af togar-
anum, sem ætlaði að bjarga.
í nótt ætluðu þeir að gista að
Kálfafelli í Fljótshverfi í nótt.
í ráði er að Bjarni á Hólmi
og tveir synir Lárusar í
Klaustri fari í dag á bílum
austur að Kálfafelli, til þess að
sækja þá, ef hægt verður að
kornast yfir Múlakvísl, og fari
með þá hingað til Reykjavik-
ur. Er búizt við að þeir komi
þá hingað á jóladaginn.