Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Síða 3

Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Síða 3
M Ý J A DAðBLABIB S NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefendi: „BlaOaútgáfan h/f‘ Ritstjóri: Di'. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjómarsk rifstof ur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús GuCmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. PrentsmiOjan Acta. Greiðslufrestur bátaútvegsmanna. Þrír Framsóknarþingmenn, Björn Kristjánsson, Ingvar Pálmason og Jónas Jónsson fluttu á aukaþinginu tillögu út ] af skuldum bátaútvegsmanna. ? Er hún sem hér segir: Efri deild Alþingis ályktar j að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að þeir bátaút- j vegsmenn, sem það miklar skuldir hvíla á, að þær eru út- vegi þeirra til verulegs hnekk- is, fái nú þegar fyrir næstu viertíð greiðslufrest á skuldun- um. Flutningsmenn benda á í greinargerð sinni, að V3 hlutar af öllu fiskmagni landsins veið- ist í báta. En á hinn bóginn sé vitanlegt, að mjög margir af leigjendum bátanna eigi nú við mikla erfiðleika að stríða, sökum eldri skulda. Á hinn bóginn er beðið eftir árangri af starfi þeirrar nefndar, sem nú er að rannsaka skuldamál útvegsmanna. En tillögur þeirra koma ekki fyr en í fyrsta lagi einhverntíma á næsta ári. Þessari tillögu var vel tekið og hún samþykkt. Með sam- þykkt hennar er skuldugum bátaútvegsmönnum veitt sú eina hjálp, sem aukaþingið gat veitt. Ríkisstjórnin var gerð að millilið þeirra, sem skulda og lánardrottnanna. I framkvæmdinni myndi heppilegast, að bátaeigendur í hverri verstöð, eða í fleiri ver- stöðvum saman, myndi með sér bráðabirgðafélagsskap, til að vinna að þessum greiðslufrests- málum. Slíkur félagsskapur þyrfti að kjósa nefnd til að standa fyrir málum þeirra út á við, leita til ríkisstjórnar- innar, og koma fram gagnvart lánardrottnum, bæði bönkum og verzlunum. Það er leiðinlegt, að ýmsir af samverkamönnum Mbl. hafa gert sitt til að draga úr báta- eigendum að nota sér þessa hjálp. Er lítill vafi á, að þeir menn hugsi meir um hag ann- ara, heldur en hinna aðþrengdu útvegsmanna. En hver er sjálf- um sér næstur, og mun svo enn fara, að þeir bátaeigendur, sem skórinn kreppir fast að, munu finna hvar opnuð er leið þeim til bjargar. Fer vel á því að þetta blað, sem er mikið keypt og lesið í ýmsum heiztu verstöðum sunnaplands, getinú um jólin flutt lesendum sínum vitneskju um þetta bjargræði. ■ Inn vígði. íslenzk þýðing af hinni frægu bók ■ »The Initiate«, sem margir kannast við. ------------ Mjólkurlögin gengin í gildi. Hin lögboðna opinbera tilkynning um að lögin gengi i gildi, birt almenningi i Lögbirtingablaðtnu i gœr. Eins og kunnugt er, hefir lögreglustjórinn í Reykjavík skýrt svo frá, að ekki hafi verið hægt að framkvæma mjólkurlögin hingað til, vegna ]iess, að engin tilkynning hafi legið fyrir um það frá atvinnu- málaráðherra, hvaða mjólkur- bú væru „viðurkemixT til að annast sölu mjólkur í bæmn.. En þessi „viðurkenning" at- vinnumálaráðherra er áskilin í mjólkurlögunum. Atvinnumálaráðneytið mun nú hafa áttað sig á því, að til þess að injólkurlögin gengi í gildi þurfti að koma frá því opinber tilkynning til almenn- ings um það að einhver mjólk- urbú væri viðurkennd nægi- lega fullkomin til þess að koma mjólk á markaðinn. Þessi til- kynning kom í Lögbirtinga- blaðinu í gær: „Að gefnu tilefni birtist hér með hlutaðeigendum til leið- 1 beiningar, að viðurkennd eru sem fullkomin mjólkurbú sam- kvæmt lögum nr. 97, 19. júní 1983, eftirgreind bú: Mjólkurbú Flóamanna við Ölfusárbrú. Mjólkurbú ölfusinga í Hvera- gerði, Mj ólkurbú Mj ólkurf élags Reykjavíkur í Reykjavík, Mjólkurbú Mjólkurfélags K. E. A. á Akureyri, Mjólkurbú Mjólkursamlags Kaupfélags Borgfirðinga, Borg- arnesi, Mjólkurbú Thor Jensens á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit. Mjólkurbúið á Korpúlfsstöð- um telzt fullnægja skilyrðum þeim, er getur í 2. málslið 1. mgr. 1. gr. nefndra laga“. Nú mun því hafa verið hald- ið fram áður af atvinnumála- ráðherra að sérstakrar tilkynn- ingar um viðurkenningu væri ekki þörf, og að styrkveiting hins opinbera til mjólkurbúa ætti að skoðast sem viðurkenn- ing. Ef þessi skilningur atvinnu- málaráðherra hefði verið rétt- ur, hefði útkoman verið þessi: Mjólkurbúin tvö austanfjalls og mjólkurbú Mjólkurfélags Reykjavíkur höfðu leyfi til að selja mjólk í bænum. En Korp- úlfsstaðabúið mátti enga mjólk selja, því að það hafði engan opinberan styrk fengið, og þar með enga viðurkenningu frá at- vinnumálaráðherra. Ef styrkveitingin ein hefði átt að skoðast sem viðurkenn- ing, hefði orðið að framfylgja sektarákvæðum mjölkurlaganna gagnvart Korpúlfsstaðabúinu. En hvað gerir atvinnumála- ráðherra nú, þegar hann loks- ins í gær gefur út tilkynning- una um, hvaða mjólkurmú séu ,,viðurkennd“? Hann viðurkennir mjólkur- búið á Korpúlfsstöðum líka! Það er hverjum manni aug- ljóst nú, að framkvæmd mjólk- urlaganna gagnvart Korpúlfs- staðabúinu, er önnur, sam- kvæmt ,,tilkynningunni“, en hún hefði verið samkvæmt því, sem ráðuneytið hafði áður sagt um þetta mál. Hvað meinar ráðuneytið? Er hugsunarleysi einu um að kenna, skorti á athugun í þessu mikilvæga máli bænd- anna og neytendanna í Reykja- vík? Eða hefir ráðuneytið breytt áliti sínu viðvíkjandi Korpúlfs- staðabúinu og veitt því rétt- indi, sem því áður voru ekki ætluð ? Mbl. ræðst á lögregj^istjóra fyrir það, að hann skuli ekki hafa framfylgt mjólkurlögun- um, t. d. með því að dæma Kristján Jóhannsson fyrir brot á þessum lögum, er sam- kvæmt tilkynningu atvinnu- málaráðuneytisins gengu í gildi seint í gær, þ. e. mörgum dög- um eftir að Kristján var kærður! Bak við þessa kæru á Kristján og þessar árásir á lög- reglustjóra stendur Ólafur Thors og hagsmunir Korpúlfs- staða. En ef einhver, t. d. Kristján, hefði verið sekur um brot á mjólkurlögunum, þá var eigandi Korpúlfsstaða ekki síð- ur, því hann fékk fyrst viður- kenningu til mjólkursölu í gær! Þetta mun Morgunblaðið kalla heiðarlega bardagaaðferð. Hau k sbúð hefir ávalt mikið úrval &f sæl- gæti. Epli (Dilicious). Banana. Appelsínur, Jaffa. Vínber, bezta teg. I jólapokana: Hnetur, margar teg. Konfektrúsínur. Konfekt í lausri vigt. Gráfíkjur í pökkum og 1. v. Döðlur í pökkum og 1. v. Marsipan konfekt. Fylltur brjóstsykur. Karamellur. Konfektkassa, margar teg. Átsúkkulaði, margar teg. Litla blómabúdin Tóbaksvörur í miklu úrvali. — Eitt er víst! Að sá, sem gerir jólainnkaupin í Hauksbúð verð- ur ánægður. Skólavörðustíg 2, Sími 4957 liefir fjölbreytt úrval af keramik- skálum og vösum og allskonar ódýr ílát undir túlípana. Körfur smekklega skreyttar af ýmsu verði. I dag 20 er síðasta I a/s/áffur tækifærið I afborðlömpum Eiriknr Hjartarson Laugaveg 20 B. Blaðasölndreng'ir Samkv. reglugerð um barnavernd frá 15. nóv. 1938 4 gr„ aðvarast hérmeð aðstandendur þeirra bama eða unglinga innan 16 ára aldurs, sem fá vilja handa þeim leyfi barna- vemdarnefndar Reykjavíkur til blaðasölu og bóka, að snúa sér til nefndarinnar með umsókn um blaðasöluleyfi. — Fylgi umsókn hverri nákvæmar upplýsingar um aldur unglingsins, nafn og heimilisfang og ennfremur um ástæð- ur fyrir því að sótt er um leyfið. Umsóknir séu komnar til undirritaðs formanns nefndarinnar fyrir 27. þ. m. Blaðasölumerki á 25 aura verða afgreidd í Miðbæjarskól- anum dagana 28.—30. þ. m. kl. 1—3 síðdegis. — Börn- um innan 10 ára aldurs verður ekki veitt leyfi, nema sér- stakar ástæður séu fyrir hendi. Jón Pálsson Reykjavík, Laufásveg 59, 20. desember 1933. Pósthólf 242. Sími 1925. 'Ú'rvalsledurvörnr: Kventöskur, feikna úrval, einnig seðlaveski, seðla- buddur, ferðaáhöld, skjala-, skóla- og músíkmöpp- ur. Eindæma miklu úr að velja af allskonar falleg- um og ódýrum buddum handa kvenfólki, karlmönn- um, drengjum og telpum. Cigarettuveski úr leðri frá 1,50. Lyklabuddur frá 1 kr. Vasagreiður og speglar, sjálfblekungar með gullpenna, 2 kr., blýantar, spil frá 35 aurum og spilapeningar. Barnatöskur, mjög fallegar, margar gerðir, og fleira. Ódýr KVENVESKI TEKIN UPP í DAG, t. d. með hanka og millihólfi, frá kr. 5,85, svört og mislit. — LEÐURVÖRUDEILDIN. Hljóðfæraliúsið Bankastræti 7 (við hliðina á skóbúð Lárusai'). Atlabúð Laugavegi 38. Nýlenduvóojver^iun - Nonnuqala 16 • iimi 4o63 Nönnugötu 16. Sími 4063. Sendid viðskiftavinum ykkar jólakveðjur í Nýja dagblaðinu á morgun. Gróð bót er bezta jólagjöfln

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.