Nýja dagblaðið - 28.12.1933, Qupperneq 3
* Ý J ▲
SAftBLABIB
S
NYJA DAGrBLAÐIÐ
Útgefendi: „Blaöaútgáfan h/f‘
Ritstjóri:
Di'. phil. þorkell Jóhannesson.
Ritstjómarsk rifstofur:
I augav. 10. Símai': 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskiáfstofa:
Austurstræti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundason.
Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eint
Prentsmiðjan Aeta.
——...... ..............—
Listinn
Þegar Framsóknarflokkurinn
í árslokin 1929 ákvað að !
hafa frambjóðendur í kjöri í I
fyrsta sinn við bæjarstjórnar- j
kosningar í Reykjavík, var af :
mörgum illa spáð fyrir þeirri
tilraun. Sérstaklega skorti •
ekki hrakspárnar hjá and-
stæðingunum. Einn af þekkt-
ustu íhaldsmönnum bæjarins,
fyrverandi þingmaður og ráð-
herra, spáði því þá í sinn hóp
og í fullri alvöru, að listi
Framsóknarmanna myndi ekki
fá nema 350 atkvæði og eng-
um jnanni koma inn í bæjar-
stjórnina.
En þegar á leið kosningabar-
áttuna þá, fór að koma upp
skelkur mikill í liði andstæð-
inganna. Það sýndi sig, að
fylgi Framsóknarmanna hafði
vaxið í kyrþey og að þeir voru
orðnir fjölmennur og sterkur
flokkur í bænum. Spá íhalds-
foringjans um 350 atkvæði
reyndist óvitahjal. Listi Fram-
sóknarmanna fékk hvorki
meira né minna en nærri
hálft fjórtánda hundrað at-
kvæða og kom tveim fulltrú-
um inn í bæjarstjórnina.
Síðan hefir flolckurinn einu
sinni gengið til almennra þing-
kosninga hér í bænum. Það
var vorið 1931. Það var gert
til að reyna á ný fylgi flokks-
ins. Það reyndist fast og vax-
andi og eins þó baráttan í það
sinn væri vonlítil.
Aukakosningunni haustið
1932 og almennu þingkosning-
unni í sumar tók flokkurinn
ekki þátt í.
En nú — eftir fjögur' ár —
gengur Framsóknarflokkurinn
til bæjarstjórnarkosninga í
Reykjavík í annað sinn. Listi
flokksins er birtur hér í blað-
inu í dag.
Um þá þrjátíu manna sveit,
sem þar er í framboði af
ílokksins hálfu, þarf ekki að
fara mörgum orðum nú. Fram-
bjóðendurnir eru flestir al-
kunnir í bænum og margir
þjóðkunnir.
í tveim efstu sætum listans
eru núverandi bæjarfulltrúar
flokksins, þau Hermann Jónas-
son lögreglustjóri og frú Aðal-
björg Sigurðardóttir. Bæði
njóta þau með réttu almennrar
viðurkenningar í bænum fyrir
gáfur og dugnað og störf sín
í þágu almennings. Báðum er
þeim kosning vís.
En í þetta sinn mun ekki
látið þar við sitja. 1930 kom-
ust tveir Framsóknarmenn að,
þegar andstæðingarnir spáðu,
að enginn næði kosningu. í
þetta siim komast þrír að.
Allur bæriiiu heimtar:
Meira vatn, hreint vatn
Borgarstjóri reynir að friða bæjarbúa
með þýðingarlausum fyrirheitum um
skólpsíu í Elliðaánum og laugavatn
úr miðstöðvum.
Vatnsveitan hér í Reykjavík
er sjálfsagt einhver sú allra
hneykslanlegasta af opinberum
framkvæmdum bæjarins undir
stjórn íhaldsmanna. Fyrsta
vatnsæðin var lögð árið 1908,
en 1923 var sú æð orðin alltof
lítil. Þá var vatnsveitan aukin
og lögð önnur ný æð í viðbót.
Jón Þorláksson, núv. borgar-
stjóri, reiknaði út aukninguna,
og samkvæmt útreikningum
hans átti hún að fullnægja bæn-
um í 40—50 ár. Fyrir þennan
útreikning og eftirlit með verk-
inu tók Jón 18 þús. kr. úr
bæjarsjóði. En aukningin sem
hann reiknaði út að endast
mundi í 40—50 ár, var orðin
ónóg eftir 7 ár og fjöldi húsa
vatnslaus. Vatnsskatturinn var
þá hækkaður um 25% til að
fá peninga í nýja aukningu.
Og nú er verið að leggja vatns-
veituna í þriðja sinn. Þetta
eru afleiðingarnar af mistök-
um þeirra, sem ráðin hafa. Fé
bæjarbúa er kastað í sjóinn,
bilunarhætta þriggja vatnsæða
er þrisvar sinnum meiri en á
einni.
% #
Aukningin átti öll að koma
í ár.
Efsti hluti vatnsleiðslunnar
frá Gvendarbrunnum og niður
í Rauðhóla, um 1,7 km. leið,
er víð trépípa. Úr þessari tré-
pípu liggja svo leiðslurnar frá
1908 og 1923 niður í bæinn og
þaðan á nýja leiðslan einnig að
liggja. Lagning þessarar nýju
leiðslu átti auðvitað að hraða
svo í sumar sem leið, að henni
væri lokið nú, en í stað þess
er nú eftir að leggja 3 km.
Jafnframt þurfti að setja niður
rafmagnsdælu við Gvendar-
brunnana, til þess að auka
vatnshraðann í efsta hluta
leiðslunnar, sem er hallalítill.
Það er nieira að segja hæpið
að ný leiðsla úr trépípunum
komi að nokkru haldi, ef dælan
verður ekki sett upp. Ef þetta
hefði verið gert í sumar, gæti
nú verið nóg af Gvendarbrunna
vatni í öllum húsum í bæn-
um.
En í stað þess eiga nú bæj-
arbúai að fá skólpið úr Ell-
iðaánum og líklega ósíað.
Nú er framkvæmdin það á
veg komin, að í ráði er að
veita vatni úr Elliðaánum inr.
í bæinn. Þetta Elliðaárvatn
eiga bæjarbúar að sætta sig
við fyrst um sinn. Borgarstjór-
inn var núna nýlega að láta
taka sýnishom af þessu vatni
til rannsóknar, en svo hittist
á, að sýnishornið var tekið
þegar árnar voru ekki í vexti
og tiltölulega mjög hreinar.
Þessi rannsókn er því þýðing-
! arlítil. 1923 var Elliðaárvatnið
| notað um tíma, eins og Jón
Þorláksson getur um í Morgun-
blaðinu. Þá var leirleðjan í
vantsgeyminum komin í mjóa-
legg, þegar Gvendarbrunna-
vatninu var hleypt á. Þess hef-
ir líka áður vcrið getið hér í
blaðinu, að aL'ennsli í árnar frá
bæjum, sumarbústöðum og pen-
ingshúsum í nágrenni þeirra
hljóti út af fyrir sig að gera
notkun vatns úr þeim ákaflega
varhugaverða og jafnvel
hættulega. Og nú er helzt að
skilja á Jóni Þorlákssyni að
skólpsían muni ekki koma í
bráðina og bersýnilegt er það,
að hún getur ekki komið fyr
en einhverntíma í vor eða sum-
ar, þar sem allan undirbúning
vatnar.
Nú hefir borgarstjórinn til
viðbótar upplýst nýtt regin-
hneyksli i þessu máli.
Hann skýrir sem sagt frá
því, að gömlu vatnsæðarnar frá
1908 og 1923 séu lagðar undir
vatnsuppistöðu rafveitunnar.
„Uppistöður rafmagnsveitunn-
ar gera það ómögulegt um
langan tíma“, segir borgar-
stjórinn, „allt að níu mánuðum
á hverju ári að komast að efri
hluta vatnsæðarinnar frá
Gvendarbrunnum og niður und-
ir Skyggni ca. 3J/2 km.
Hvað segja nú bæjarbúarum
svona framkvæmdir?
Þegar fyrsta vatnsæðin var
lögð 1908 var hún sett niður
þar sem nú er látið standa
vatn níu mánuði ársins, vegna
rafveitunnar.
Af hverju var þetta gert þá?
Það var af því að Jón Þor-
láksson þóttist hafa reiknað út,
að aldrei kæmi til mála að
byggja rafstöð við Elliðaámar.
En 1923, þegar ný vatnsæð
er lögð, er hún enn sett niður
á sama stað. Þó búið sé að
byggja rafstöðina og enn á að
leggja nýju leiðsluna, sem ver-
ið er að gera á sama stað.
Þessvegna verður að bíða með
hana fram á sumar.
Ef hitt ráðið væri upp tekið,
sem liggur alveg beint við, að
setja leiðsluna, sem nú er verið
að leggja á öðrum stað, þar
sem hún ekki væri á kafi í
vatni níu mánuði ársins, þá
væri nú hægt að halda verkinu
áfram í vetur og það því frem-
ur, sem talsvert af pípum er
fyrirliggjandi, sem búið er að
kaupa.
Þessi síendurtekna vitleysa,
að hafa leiðslurnar á kafi í
vatni, þar sem ekki er hægt að
ná til þeirra, nema þrjá mán-
uði á árinu, kostar hvorki
meira né minna en það, eftir
því, sem J. Þ. sjálfur segir, að
bærinn þarf að koma sér upp
skólpsíu, til að hreinsa Elliða-
árvatn, ef svo færi að leiðsl-
urnar biluðu á þeim tíma árs-
ins, sem ekki er hægt að ná
til þeirra-
Bollaleggingar Jóns JJorláks-
sonar um heitt laugavatn og
að spara Gvendarbrunna-
vatnið.
Ráðagerðir J. Þ. um að
safna saman laugavatni úr mið-
stöðvum húsa í Skólavörðuholt-
inu og veita því til íbúða sem
baðvatni, er eins og hver önn-
ur firra, sem ekki verður fram-
kvæmd, og. ekki væri vit í að
framkvæma v'egna kostnaðar.
Hinsvegar liggur beint við að
nota þetta vatn í sundlaug.
Ein bollalegging J. Þ. er sú,
að spara Gvendarbrunnavatnið
með því að veita Elliðaárvatni
til hafnarinnar. Eins og nú er,
er sérstaklega eftir því sózt af
erlendum skipum t. d. ferða-
mannaskipunum á sumrin að
taka vatn hér 1 Reykjavík, því
það þykir betra en annarsstað-
ar. En útlendingarnir rpyndu
sennilega ekkert kæra sig um
síaða skólpið úr Elliðaánum og
mætti þá segja, að íhaldsspar-
semin hefði eyðilagt eitt af því
fáa, sem þessu bæjarfélagi má
til frama verða í annara aug-
um.
Almenn óánægja i bænum.
Um allan bæinn sérstaklega á
vatnsleysissvæðinu, er vatns-
veituhneykslið búið að vekja
almenna gremju, sem vonlegt
er.
Hér í blaðinu var skýrt frá
því fyrir nokkru að húseigend-
ur á vatnsleysissvæðinu hefðu
haldið fund í Varðarhúsinu og
kosið nefnd til að bera fram
kröfur sínar við borgarstjór-
ann.
Síðan lá málið í salti í heil-
an mánuð, og ekkert virtist
hafa verið aðhafst. En skyndí-
lega éftir að farið var að rita
um þessi mál á ný hér í blaðinu
virðist borgarstjórinn hafa
vaknað við vondan di’aum.
Flokksmenn hans í vatnsleysis-
nefndinni rjúka þá til og
skrifa honum bréf þ. 14. þ. m.
eftir mánaðarumhugsun og
borgarstjórinn svarar samdæg-
urs og lætur birta svarið í
Morgunblaðinu.
Jóni Þorlákssyni er að skilj-
ast það loksins nú, að það ger-
ræði, sem hann hefir framið,
hvað eftir annað í vatnsveitu-
máli bæjarins verður eklci
lengur þolað af bæjarbúum um-
tölulaust. Menn geta sætt sig
við það um tíma, þó að fjár-
munurn sé eytt að óþörfu, en
menn munu aldrei sætta sig við
að heilbrigðismálum bæjarins
sé stofnað í voða með skaðlegu
neyzluvatni.
Bæjarbúar krefjast þess, að
haldið verði áfram að leggja
nýju vatnsæðina þegar í stað,
og að hún verði ekki lögð þar
sem hún liggur undir. vatni níu
mánuði ársins.
Að tafarlaust verði sett raf-
magnsdæla við Gvendarbrunn-
ana til þess að auka vatns-
magnið.
U.M.F. Velvakandi
Jólaskemmtun verður í Kaup-
þingssalnum í kvöld kl. 8*4
og hefst með samdrykkju. Fé-
iagar mega taka með sér gesti.
Ilúsinu er lok^að kl. 10.
Jólatrésskemmtunin
fyrir börn, í Oddfellow-húsinu 2. janúar n. k.,
hefst kl. 5 síðdegis. Fullorðið fólk fser aðgang
kl. 10. — Aðgöngumiðar fást. í Kaupfél. Reykja-
víkur Bankastræti og á afgr. Nýja dagblaðs-
ins í Austurstræti. Verð kr. 2,75 fyrir börn,
þar í innifaldar veitingar, og kr. 2,00 fyrir
fullorðna, án veitinga. Móðir.eða ein kona má
fylgja hverjum heimilishóp barna og fær ókeyp-
is aðgöngumiða. Frambvæmdanefudin.
Beztu eigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 —
•ru
Commandei'
Westminater Virginia
cigarettur
Þeeei ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildaölu hjá
Tóbakseinkasölu ríkisms
Búnar til af
lobacco Ciwll
liOndon