Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAOBLAÐIÐ Verðmæti útfluttrar vöru var í fyrra á öllu árinu nær því 10 millj. kr. meira en verðmæti innflutnings. Þessi mikli út- flutningur framyfir innflutn- inginn var nægilegur til þess að greiða afborganir og vexti af skuldum í útlöndum og til greiðslu á ýmsum liðum, sem ekki koma fram í verzlunar- skýrslum. Verðmæti innfluttrar vöru 1. des. í ár er sem fyrr segir, 41. 264.000 kr., en verðmæti út- fluttrar vöru sama dag 43.168. 980 kr. Verðmæti útfluttrar vöru framyfir innflutning verð- ur því í ár (hlutföllin munu ekki breytast neitt verulega þó desember komi til) ekki fullar 2 millj. króna. Af þessu verður ljóst, að þar sem nær því 10 millj. kr. þurfti í fyrra til þess að greiða afborganir af skuldum, vexti og aðra þá liði, sem ekki koma fram á verzlunarskýrslum, muni tæpar 2 milljónir hrökkva skammt nú. Viðskiptajöfnuðurinn á þessu ári verður því óhjá- kvæmilega mjög óhagstæður. Gengið. Islenzka krónan hefir allt ár- ið verið látin fylgja sterlings- pundinu og verið skráð í 22.15. GuUgildi krónunnar, saman- borið við franska frankann hefir lengst af verið frá 52,72 —54,85 gullaurar og verið heldur hækkandi 3 síðustu mánuði ársins. Bankavextir. Landsbankinn lækkaði í sept- embermánuði vexti af öllum lánum. Innlánsvextir lækkuðu úr 41/2% niður í 4%. Útláns- vextir lækkuðu á venjulegum víxillánum úr 6/2% í 6%, á vöruvíxlum úr 6V2 í 5Vi>% og á innlánsskírteinum úr 5 í 4/2 %. Útvegsbankinn hefir enn þá sömu vexti og áður og hefir þannig töluvert hærri vexti en Landsbankinn. Sala landbúnaðarafurða. Ullarsalan. Um síðastliðin áramót var mjög mikið óselt af fyrra árs ull. Sambandið geymdi mest af sinni ull sök- um þess hve verðið var lágt árið áður. Ullin seldist þó lítið fyrr en kom fram á vor, og var verð á henni hækkandi fram að áramótum, en Mtlar verðbreytingar urðu 4 síðustu mánuði ársins. Ullin var aðal- lega seld til Bandaríkjanna og nokkuð til Englands og Norð- urlanda. Til Mið-Evrópu seldist mjög lítið. Samkv. skýrslu gengisnefnd- ar hefir útflutningur ullar 1. des. numið 1.184.770 kg. fyrir kr. 1.268.020, og er nú öll árs- framleiðslan seld. Ullarverðið 1933 hefir verið um 40% hærra en 1932. Verð það sem bændur hafa fengið fyrir I. fl. ull mun hafa verið frá kr. 1,25 til kr. 1,50 pr. kg., eftir því hvaðan af land- inu ullin hefir verið. Kjötsalan. Samkv. útflutn- ingsskýrslu gengisnefndar hafa verið fluttar út á árinu til 1. dw. 6.263 tunnur af saltkjöti fyrir kr. 445.950, því nær allt þessa árs framleiðsla. Saltkjöt- ið hefir hérumbil allt verið selt til Noregs og hefir verðið verið um 20% hærra en í fyrra. Hér um bil allt salt- kjötið er nú selt. Af freðkjöti hefir verið flutt út fram að 1. des. 1.040. 082 kg. fyrir 612.940 kr. Af þ. á. framleiðslu er búið að flytja út um 700 smál. af freð- kjöti til Englands. Verðið á þessu kjöti var um 60% hærra en það var í fyrra, enda var kjötverð þá lægra en það hef- ir nokkuru sinni verið undan- farna áratugi. Sökum innflutn- ingshamla í Englandi hefir ekki verið hægt að selja þang- að meira en gert hefir verið. Um helmingurinn af kjötfram- leiðslunni, sem fryst hefir ver- ið, er ennþá óseldur í landinu. Verðið á frysta kjötinu í Eng- landi hefir nokkuð lækkað seinasta mánuðinn. Þrátt fyrir það má þó gera ráð fyrir, að sæmilegt verð fáist fyrir það kjöt, sem enn er óselt, ef eng- in ófyrirsjáanleg atvik koma fyrir, er valdið geta lækkun markaðsverðsins. sem viljið fá klæðnað yðar viðgerðan, bletthreins- aðan, gufupressaðan, eða hatta yðar hreinsaða og mótaða og samkvæmiskjóla „dampaða“, að við höfum einungis fullkomlega iðnlært fólk við press- un og viðgerðir og notum aðeins 1. flokks vökva Ef þór viljið gera svo vel og senda herðatró með fötum yðar, fáið þér þau send heim í mel- og rykþéttum poka, og fáið pokann ókeypis. Hvítir dömuhattar hreinsaðir. Sœkjum tatnað og sendum eftir óskum. Ouíiipressan „Stjarna“ Kirkjustræti 10 Síini 4 8 8 0. Oskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýárs með þökk tyrir það liðna. Þ. Magnússon, Innanlandssalan á kjöti. Sök- um þess að engar birgðir voru fyrir af fyrra árs kjöti 1 sum- ar, og kjöt hér um bil uppselt snemma á sumri, byrjaði slátr- un snemma og var sumar- slátrunin með mesta móti. Verðið var allhátt framan af sumri, en lækkaði fljótt og var mjög óstöðugt fram að haust- kauptíð, vegna óreglulegs framboðs og skipulagsleysis á sölunni. Heildsöluverðið á kjöti í bæjunum var mjög mismun- andi í haustkauptíðinni. I. fl. kjöt var í heildsölu frá 80—90 aura kg. í heilum skrokkum. 90 aura verðið Var þó miðað við sölu til almennings þegar seldur var einn og einn skrokk- ur. Á Akureyri var söluverðið framan af kauptíð 70 aura kg., en hækkaði er á leið upp. í 80 aura. Gærur. Samkv. skýrslu geng- isnefndar var 1. des. búið að flytja út 315.099 st. saltaðar gærur fyrir 695.540 kr. Verðið ,á gærunum var um 60% hærra en í fyrra. Um 100 þús. gær- ur hafa verið afullaðar í gæru- verksmiðjunni á Akureyri. Gærurnar voru aðallega seldar til Þýzkalands, Englands og Norðurlanda. Hestar. Út hafa á þessu ári verið flutt 600 hross til Dan- merkur og Englands fyrir kr. 56.450. Er það 156 hrossum færra en flutt voru út í fyrra, og hefir verðið verið svipað. Útflutningur á hrossum minnk- ar alltaf árlega, sökum aukinn- ar vélanotkunar, bæði við land- búnað, akstur í bæjum og í námum. Garnir. Gamahreinsunar- stöð í Reykjavík starfaði nú og var meiri eftirspum eftir gömum en að undanförnu. Mestur hluti af gömunum var því hreinsaður. Kaupverð á görnunum var frá 25—30 aur- ar st. Samkv. útflutnings- ■kýrslu gengisnefndar hafa gamir verið fluttar út í ár til 1. des. fyrir 29 þús. kr. Fiskverzlunin. Fisksalan var með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra. Sölu- samband isí. fiskframleiðanda annaðist um söluna. Fiskverð- ið var stöðugt allt árið og út- flutningurinn greiður. óþurrk- arnir á Suðurlandi töfðu þó nokkuð fyrir fiskverkuninni. Engir sérstakir örðugleikar voru á fisksölunni, nema hvað innflutningurinn til Grikklands var tepptur sökum innflutn- hamla, en þangað seldi sölu- | sambandið töluvert árið sem , leið. Fiskverðið hefir verið heldur , hærra en í fyrra. Verð á I. fl. stórfiski, komnum á skips- fjöl, var kr. 74—88 skpd., eftir því hvaðan af landinu fiskurinn var. Verð á sams- konar fiski í fyrra var kr. 70—85. Verð á Labradorfiski, þvegnum og pressuðum, var ' frá 57—58 kr. pr. skpd. Á j samskonar fiski var verðið í fyrra kr. 57—58 pr. skpd. Skuldir bankanna. í árslok 1932 voru skuldir bankanna við útlönd 9 milj. kr. Nú eru þær líka 9 milj. Þess ber þó að gæta, þegar , þessar tölur eru bomar saman, að ríkið tók í fyrra bráða- ^ birgalán hjá bönkunum, j svo að nokkuð af þessu fé, eða j hátt á aðra miljón kr. lánaði j bankinn ríkinu, en nú hefir ríkið tekið um 60.000 sterl- ingspunda bráðabirgðalán beint j frá útlöndum, svo að í raunog veru er skuldaaukningin við útlönd á þessu ári um 60.000 sterlingspund, eða um 1.330 þús. krónur. Ríkisbúskapurinn. Um afkomu ríkisbúsins er ekki mikið hægt að segja að svo stöddu, þar eð mikið er óinnkomið af tekjum ríkisins Þér byrjið nýja árið vel, ef þér líftryggið yður hjá ♦ S V E A ♦ Aðalumboð fyrir ísland: C. A. BROBERG. Læbjartorgi 1. S í m i 81 2 3. og heldur ekki vitað endanlega um útgjöldin. Endanlegt upp- gjör getur ekki farið fram fyrr en í febrúar eða marz. Tekjur ríkisins hafa þó reynzt meiri en gert var ráð fyrir og stafar það vitanlega að nokkru af auknum innflutn- ingi og þar af leiðandi meiri tollum, og yfirleitt líflegra at- vinnu- og viðskiptalífi. — Út- gjöldin hafa líka orðið mun meiri en áætlað var, sem staf- ar af aukinni vinnu fyrir ríkið (vegalagningar), kreppuráð- stöfunum og varalögreglunni. Þeír ríkustu. Bandaríkin eru merkilegt land. Þau eiga flesta atvinnu- ; leysingja og flesta auðkýfinga. Þeir síðarnefndu hafa þó æði- mikið týnt tölunni, síðan krepp- an byrjaði og á þrem seinustu árum er talið að miljónamær- ingum hafi fækkað þar úr 43 þús. niður í 19 þús. Og margir þeirra, sem ennþá hanga í töl- unni hafa tapað geysimiklu. Ríkustu menn Bandaríkjanna eru taldir Rockefeller, Mellon og Ford. Sem dæmi um auðæfi Rockefeller má nefna það, að hann hefir gefið um 515 milj. dollara til ýmiskonar velgerð- arstarfsemi. Bræðumir Mellon, sem eru frumkvöðlar hins mikla aluminiumiðnaðar í Bandaríkjunum, áttu í byrjun kreppunnar um 200 milj. doll- ara. Þá var Ford álitinn vera i ríkasti maður landsins, en hann hefir tapað miklu meira í kreppunni en þeir, sem áður eru nefndir. í Englandi og Frakklahdi hefir kreppan ekki komið eins hart við auðkýfingana og fyrir vestan hafið. í Englandi eru allir mestu auðmennirnir í að- alsstéttinni. Ríkastur mun vera hertoginn af Westminster. Einu sinni var hann álitinn auðugasti maður veraldar. Skattskyldar eignir hans nú eru 40 milj. sterlingspunda. — Meðal Frakka mun barón Edonard de Rotchild vera einna ríkastur. Hann er frægur fyrir varfæmi í fjármálum. Hann leggur aldrei fram fé, nema til þeirra fyrirtækja, sem gefa honum ábyggilega tryggingu. Ríkustu menn heimsins eru þó hvorki Bandaríkjamenn, Englendingar eða Frakkar. Það eru indversku furstarnir. Um ríkidæmi þeirra ailra vita menn ekki til fullnustu. Rík- astur þeirra er þó talinn vera furstinn Aga Khan, sem bú- settur er í London. En mikill eignamunur er þó ekki milll hans og furstans af Hajdera- bad. Eignir þess síðamefnda, aðeins í gulli og gimsteinum, eru um 500 milj. dollara virði. Og á hann þó mikið í öðrum lausum munum, fyrir utan lölíd og hallir. Ritstjóri: Þorkell Jóhannesson. Prentsmiðjan Acta.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.