Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Síða 2
t
n t j a
DAS BLABI0
g)sRum öílum gCeði og far^ceCðar
d U)?ja drtuu
^oíeí ^Sorg
Gleðilegt nýár!
•tfr-'*- Jt' Jt-
Sláturfélag Suðurlands $4
»♦
j|4
'jfi 'jfZ ~J\J 'Íjí^
Gleðilegt nýár!
Þökkum viðskiptin á gamla árinu.
KJÖTVERZL. HERÐUBREIÐ
Fríkirkjuveg 7.
Gunnlaugsstaðir
1 Borgarfjörð hefi ég ekki
komið í tuttugu og tvö ár,
þangað til nú rétt fyrir
skömmu. Ég ætla ekki að
skrifa ferðasögu, eða neitt
þesskonar, en mig langar til
að minnast ofurlítið á eitt af
þeim heimilum, sem ég sá þar.
Vakti það eftirtekt mína, en ég
hygg hinsvegar, að fáum
muni það mikið kunnugt. Bær
sá, sem ég á við, er Gunnlaugs-
staðir í Stafholtstungum.
Ég fór þar hjá fyrir tuttugu
og tveimur árum, og virtist
mér þá, að hér væri um reglu-
legan kotbæ að ræða. Bæjar-
hús voru óálitlegir moldai’kof-
ar og óvistlegir sem mest mátti
verða, að því er mér virtist
til að sjá, en innanhúss var
mér sagt, að jafnan hefði ver-
ið stakur þrifnaður. Sama var
að segja um útihúsin. Ofur-
lítill túnbleðill var kring um
bæjarhúsin, en hann var ekki
aðeins lítill heldur líka grýttur
og þýfður og á allan hátt mjög
óálitlegur. Fannst mér þama
óvistlegt í meira lagi. Það
bætti heldur ekki um álit mitt
á heimilinu, að rétt fyrir neð-
an bæinn lenti ég í forarfeni
0g vár hræddur um, að þar
mundi ég hleypa hestinum á
kaf. Sem betur fór, varð það
þó ekki, 0 g einhvemveginn
slarkaðist hann þama yfir
þessa ófæru. í stuttu máli
fannst mér þá Gunnlaugsstaðir
eitthvert óálitlegasta býlið, sem
ég hafði séð í hinu fagra og
vistlega Borgarfjarðarhéraði.
Ég hafði þá heldur raun af að
sjá þennan bæ. Ég hefi jafnan
haft ánægju af öllu, sem fag-
urt er og gott í íslenzku
sveitalífi, en raun af hinu, sem
því er gagnstætt. Sjálfur er ég
uppalinn á íslenzkum sveita-
bæ, og enn í dag sakna ég
sveitalífsins, þótt ég hafi dval-
ið mikinn hluta æfinnar í stór-
borg, sem er „fjarri fóstur-
jarðarströndum".
Nú er bærinn Gunnlaugs-
staðir svo breyttur, að hann
er alveg óþekkjanlegur frá því
sem áður var. Þar er nú allt
öðruvísi umhvorfs heldur en
var fyrir tuttugu og tveimur
árum. Fyrir neðan bæinn er
kominn góður akvegur og mað-
ur verður ekkert var við for-
arfenið, sem ég lenti þar í forð-
um. Einnig er nú kominn góð-
ur akvegur heim að bænum og
moldarkofarnir, sem fólkið bjó
í áður, eru horfnir, og í þeirra
stað er komið mjög laglegt hús
úr steinsteypu, og virtist þar
vel frá öllu gengið. Fjárhúsin
eru líka nýlega byggð, öll í
einu lagi, góðan spöl frá bæn-
um, og við þau jámvarin hey-
hlaða. Fjós og hesthús, hvort-
tveggja í einu lagi, er skammt
frá bænum, og er það hrörleg
bygging og skyldi mig ekki
furða þó þar yrðu góðar um-
bætur gerðar áður en langt
líður. Þar er þó vel stæðileg
heyhlaða fyrir töðuna.
Gamla túnið er nú orðið glétt
að mestu, en jarðfast grjótið
stendur þar víða upp úr og
verður ekki við gert. En ný-
rækt er mikil og falleg og er
nú túnið orðið allstórt og gaf
af sér 250 hesta í sumar. Fyr-
ir fáum ámm fengust ekki af
því nema 35 hestar og sum ár-
in jafnvel enn minna. Nú er
það stækkað og bætt á hverju
ári og fullar líkur til, að inn-
an fárra ára verði það orðið
svo stórt og gott, að af því
fáist svo mikil taða, að fóðra
megi á henni svo margar
skepnur, að kallast megi gott
meðalbú, eða kannske fram yf-
ir það. Einhvemtíma í ung-
dæmi mínu las ég það, eða þá
heyrði haft eftir einhverjum
vitrum manni, að sá væri nýt-
ur bóndi, sem léti tvö strá
gróa, þar sem eitt hefði gróið
áður. Ekki þarf að efa, að mik-
ið er til í þessu, en ef sá
bóndi gerir vel, sem tvöfaldar
töðufallið á ábýhsjörð sinni, þá
gerir hinn miklu betur, sem
sjöfaldar það og kannske miklu
meir, áður en lýkur.
Um engjarnar á Gunnlaugs-
stöðum er ekkert að segja,
þær eru engar. Jörðin er land-
lítil 0g landið ekkert nema
klettar og flóar. Það má að
visu slá eitthvað dálítið í fló-
anum hér og þar, en þeir eru
þýfðir og ógreiðfærir og frá-
leitt grasgóðir. En útbeit mun
þar vera nokkur fyrir sauðfé
og hesta.
Bóndinn á Gunnlaugsstöðum
heitir Jón Þ. Jónsson, en kona
hans Jófríður Ásmundsdóttir.
Þau byrjuðu þar búskap fyrir
rúmum þrjátíu árum með litl-
um efnum. Hygg ég þó að þau
hafi átt jörðina og er Jón þar
fæddur og upp alinn og hefir
verið þar mestan hluta æfinn-
ar. Konan er úr Þverárhlíð. Á
þessum árum hafa þau eign-
ast sextán börn, níu pilta og
sjö dætur. Er það elzta þrjá-
tíu ára og það yngsta fimm
j ára. Munu fjögur þeirra enn
j innan fermingaraldurs. öll eru
þau mannvænleg og vel gefin
og hraust og dugleg og at-
orkusöm, þau sem til aldurs
eru komin.
Svo að segja allar þær miklu
umbætur, sem gerðar hafa ver-
ið á Gunnlaugsstöðum, hafa
verið gerðar á síðastliðnum 5
1 —6 árum, eða síðan elztu
' drengimir urðu vinnufærir.
‘ Eins og nærri má geta gat
! bóndinn ekki mikið sinnt
jarðabótum eða húsabótum
meðan hann var einyrki. Hjón-
in höfðu víst fram yfir það
.nóg að gera, að hafa ofan af
fyrir sér og sínum stóra bama-
hóp. En þessu hefir verið
sinnt með miklum dugnaði og
forsjá, síðan eldri drengimir
urðu vinnufærir. Var mér sagt
að engin jörð í því nágrenni
hefði tekið slíkum stakkaskipt-
um síðustu 5—6 árin.
Ég get ekki sagt, að ég sé
kunnugur á Gunnlaugsstöðum
eða fólkinu þar. En ég hefi
komið þar, og var mér mikið
ánægjuefni að kynnast hjónun-
um þar, Jóni og Jófríði og
bömum þeirra, er heima voru.
Bóndinn er nú kominn yfir sex-
<33óíra£nntix - íþróttir - tietir
Pistlar Þorbergs.
Margir munu hafa beðið eft-
ir þessari bók með nokkurri
eftirvæntingu. Hvort, sem
menn eru hneigðir til að tala
vel eða illa um Þorberg, lesa
þeir oftast það, sem hann
skrifar og hafa stundum gam-
an af, hvort sem þeir kannast
við það eða ekki.
En þessi bók mun verða
ýmsum þeim vonbrigði, er
mestar mætur hafa á Þorbergi.
Þeir pistlarnir, sem beztir eru,
bæði á bragð og í raun, eru áð
ur kunnir. Víst er gott að
eiga þá í snoturri bók. En þó
er sá galli á gjöf Njarðar, að
sumt af því, sem gerði þá ljúf-
fengasta á bragðið, er tíma-
bundið. Þó má gera ráð fyrir,
að opna bréfið til sr. Árna
Sigurðssonar og Eldvígslan
verði „klassisk“ bréf. Ekki er
það vegna þess, að þau séu
svo hnituð í öllum dómum, að
nákvæmlega falli við það, sem
réttast verður fundið, heldur
er það vegna þess, að þar er
Þorbergur allur. Þar eru skaps-
munir hans sannir, og þó að
hans eigin stíll kitli hann líka
þar, þá er það allt náttúrlegt
og upprunalegt. 1 það skiptið
hefir Þorbergi vorum hitnað
vel í hamsi, og það fer honum
alltaf prýðilega, og þá er
okkur hinum meira en ljúft,
að hann hafi ofurlitla ánægju
af því sjálfur.
En ég verð að játa, að mér
leiðast ýms hin bréfin. Þau
hafa sum þann svip á sér, að
Þorbergur hafi „reytt úr sér“
sínar „eðlisgáfur", og eitthvað
tilsett, sem á að vera fyndið og
„veslings fólkinu“ til skemmt-
unar, komið í staðinn. Mér
dettur fyrst í hug í þessu sam-
bandi það, sem „kúnstugast“
er: Þegar Þorbergur mælir Há-
konarhöllina í Bergen með al-
inmálinu, sem er markað á
kamarsvegg Steins afa hans,
en finnur innra með sér ekkert
Islendingseðli, því að „allur
heimurinn er ættland mitt“.
Einna leiðinlegast er bréfið
til Kristínar Guðmundsdóttur.
Að vísu verður því ekki neitað,
að eitthvað í því sé satt, og
höf. muni hafa dreymt hitt.
Annars hefði það aldrei komið
á pappírinn. En staðreyndim-
ar sjálfar hafa svo íítið á Þor-
berg fengið, að hver óbreyttur
lesandi getur ekki annað fund-
ið, en að þær séu nauða ómerki-
legar og lítillar náttúru. Og
draumamir verða líka leiðin-
legir, af því að svo bersýnilegt
er, að þeir eiga að vera hlað-
búnir í skaut niður hinni
snjöllustu fyndni, en sú fyndni
er í reyndinni ekkert annað
en kálfsfætur. 0g þeir kálfs-
fætur skarta alls eklci eins og
á strák, sem kemur heitur úr
smalaferð eða fjallgöngu.
Ekki verður Þorbergi um
l?að neitað, að hann kann
óvenjumikið um meðferð ís-
lenzku stíls og máls. En það er
alltaf leiðinlegt til lengdar, að
verið sé að smjatta á stílnum.
Og enn leiðinlegra verður það,
þegar ekki er hægt að finna
virðingu á stílnum og málinu
sjálfu bak við. Við getum haft
yndi af spémynd af lélegum
stíl, eins og t. d. Appendix aft-
‘ an við eitt stofnalogiukorn,
1 jafnvel þó að við skiljum ekki
1 allt. En \dð viljum jafnframt
r óvirðingunni á því óvirðulega
finna virðingu fyrir því, sem
! virðulegt er í raun og veru —
og það ekki sízt, þegar málið
; okkar á í hlut.
Og að lokum: Það er vel
l hægt að láta sér þykja vænt
, um virðingarleysi Þorbergs
fyrir öllu því, sem óvirðulegt
j er. Það er jafnvel auðvelt og
j — a. m. k. sem snöggvast —
j nærri ljúft, að láta hann leiða
I sig til þess að þykja það
l óvirðulegt, sem er virðulegt í
raun og veru. En það er ekki
ljúft, nema meðan við getum
i trúað honum til að sjá eitt-
; hvað verulega virðulegt bak
j við allt þetta óvirðulega. Og
j það getum við ekki lengi. Það
, verður leiðinlegt til lengdaf að
sjá hann fletta sjálfan sig og
aðra þessum spélegu klæðum
j til þess eins að sýna ennþá spé-
' legri nekt, því að við skiljum
^ þá, að það ér bara ófyndin
lygi, að sú afklæðing hans
j séu „meditationir hins bless-
aða“. — Þess vegna verður
mörgu því, er hann virðist þó
vanda til eins og t. d. „Hinn
miskunnsami stjórnmálamað-
ur“ bezt lýst með þessum orð-
um H. H.: „Máttlaust sífrandi
soðvatn í sömu holuna datt“.
En þó að Þorbergur þoli
ekki, að hann sé mældur með
því alinmáli, sem andleg stór-
j menni eiga að mælast með, er
þó enganveginn rétt, að við
mælum hann með kvarðanum
afa hans. Og við getum sann-
arlega hugsað til þess með
hlýleik, að hann er einn af
oss. A.
tugt, en konan er víst nokkuð
yngri. Þrátt fyrir allt, sem þau
hafa afkastað, liggur ekki
nærri að þau séu orðin mjög
afturfaraleg eða þreytuleg. Það
lítur út fyrir, að þau muni
enn geta afkastað miklu verki.
Og eldri bömin hafa þegar
sýnt, að þau hafa erft dugnað
og vinnuþrek foreldra sinna og
hagsýni.
Gunnlaugsstaðaheimilið vakti
eftirtekt mína og mér var mik-
ið ánægjuefni að kynnast því.
Virtist mér þar óvanalega mikil
dagsverk unnin og samheldni
fjölskyldunnar með afbrigðum
góð. Það sem þar hefir. gert
verið síðari árin • finnst mér
vera meir en þess vert að því
sé á lofti haldið og það kann-
ske miklu betur og rækilegar,
en hér er kostur á.
Finnur Johnaon.