Nýja dagblaðið - 04.01.1934, Side 4
4
N Ý J A
D A O B L A Ð
I
Ð
Ann&LL.
Bæjarstjóinarkosningin á Akur-
eyri. Kjörstjórnin á Akureyri hei-
ir nú úrskurðar bæjarstjórnarlist-
ana 6 að tölu. par aí eru D-Iisti
og F-listi nýlega komnir iram.
Fimm iyrstu sæti á D-lista, jsaö er
iista Framsóknarmanna, eru
Fannig skipuð: Brynleiíur 'l'obias-
son k.ennari, Vilhjálmur pór kaup-
iélagsstjóri, Jóhannes Jónasson
yíiríiskimatsmaður, Snorri Sig-
iússon skóiastjóri og Óiaíur Magn-
ússon sundkennari. F’imm eístu
menn á F-lista, hað er listi iðn-
aðarmanna, eru þessir: Jóhann
F’rimann skólastjóri, Steíán Árna-
son kaupm,, Steindór Jóhannes-
son járnsmiður, Jóhann Steinsson
trésmiður og Friðjón Axíjörð múr-
ari. — F.Ú.
Jólatrésskemmtunm, sem F'ram-
sóknarílokkskonur gengust íyrir í
Oddíellowhúsinu í iyrrakvöld var
hin íjölsóttasta og bezta. Um 150
börn tóku þátt í henni. Að jóla-
trésskemmtuninni lokinni og langt
íram eitir nóttu skemmti íuliorðna
íólkið sér við dans. Var húsið
allan timann þéttskipað og menn
í hátiðaskapi og kom saman um,
að þessi skemmtun heíði verið
sérstaklega ánægjuleg. — Konur
þær, sem gengust íyrir samkomu
þessari og sáu um undirbúning
hennar eiga skilið beztu þakkir
íyrir. Ágóði varð aí skemmtun-
inni og verður honum varið til
næsta jólatrésíagnaðar.
Ótrúlegt en satt. Á jóladaginn
var heimilisíólkið i Æðey i ísa-
fjarðardjúpi á gangi um eyna, og
týndi þá fífil og sóleyjar í túninu.
Hefir slikt aldrei komið fyrir, svo
elztu nienn muni.
Frá Siglufirði. Söngskemmtun
var haldin á gamlárskvöld i kirkj-
unni. 54 manna blandaður kór
söng lög úr kantötum Björgvins
Guðmundssonar og Bjarna þor-
steinssonar, og „Nú árið er liðið"
og fleiri lög. Ásgeir Bjarnason raf-
fræðingur lék undir á orgel og
frú Elsa Blöndal á píanó. Karla-
kórinn „Visir“ söng 5 lög — Dan-
íel Þorkelsson og Sigurður Birkis
sungu einsöng. Söngstjóri beggja
kóranna er pormóður Eyjólfsson
konsúll. Aðgangur var ókeypis og
sóttu skemmtunina um 900 manns.
Frakkar og pjóðverjar. Franski
sendiherrann í Berlín, sem nýlega
var kvaddur heim til þess að ræða
við frönsku stjórnina um afvopn-
unarmálin og þýzkaland, kom aft-
ur til Berlinar í fyrradag.
Fisksalan. Júpiter seldi aíla sinn
i Grimsby, 3000 körfur, fyrir 1623
sterlingspund og Walpole seidi í
llull 1300 kröfur fynr 911 ster-
lingspund.
Frá höíninni. British Puck fór
iiéðan i íyrrakvöld til útlanda.
þórólíur og Skallagrímur fóru á
veiðar í fyrrakvöld. Garðar úr
Hafnarfirði kom í gær til þess að
taka ís og fór strax á veiðar.
Væntanlegt skip með kol til gas-
stöóvarinnar i nótt.
Bylgjalengd útvarpsstöðvarinn-
ar breytist 15. janúar og v.erður
þá 1639 m. Breyting þessi mun
kosta um 50 þús. kr.
Egill Skallagrimsson kom frá
Austíjörðum í fyrrakvöld. Fór
hann þangað til þess að taka síld
og fara með hana út, en fékk ekk-
ert, þvi veiðin er nú sáralitil.
Skipafréttir. Gullfoss, Goðafoss,
Brúarfoss og Lagarfoss eru í
Kaupmannahöfn. Dettifoss er ,
Hamborg. Selfoss er í Reykjavik.
þeir átu farminn. það þótti
miklum tíðendum sæta í Dan-
mörku á annan í nýári, að vél-
skip, Martha, sem lagði úr höfn
í Kaupmannahöfn, áleiðis til
Stege 16. desember og hefir verið
horfið síðan, kom fram á Stege-
höfn 2. jan. öllum að óvörum, og
voru allir heilir innanborðs. Var
skipið löngu talið af. Skipstjórinn
skýrir svo frá, að vélarbilun og
óhagstæð veður, hafi valdið þess-
um rniklu töfum. Hafi þeir hrak-
izt viðsvegar á seglum, og með
herkjum forðað sér frá strandi, en
engin loftskeytatæki haft, eða
neitt annað, til að gera vart við
sig; en það hafi orðið þeim til lifs,
að farmur skipsins hafi að nokkru
leyti verið matvæli, og sé hann
viðbúinn að svara til saka um
það, þótt þeim verði ekki öllum
skilað samkvæmt farmskirteinum.
Vígbúnaður í Indlandi. Stjórnin
í Indlandi ráðgerir að víggirða
höfuðborgina í Kasmír, og mynda
þar nýja heranðarmiðstöð við
iandamærin, til þess að verjast
innrásum, Aðalástæðan til þess-
arar ráðstöfunar er sú, að menn
eru hræddir um að óeirðir kunni
að brjótast út í Turkestan, því að
ástandið er þar mjög órólegt eftir
dauða Dalai Lama i Tibet. — FÚ.
Lögreglan í Barcelona letni í
gær i bardaga við fimm ræningja,
sem réðust á banka. Féll einn af
ræningjunum í viðureigninni, en
annar særðist, og átti lögreglan
íullt í fangi með að vemda hann
fyrir mannfjölda, sem vildi taka
hann af án dóms og laga. — F.Ú.
Hersýning fór fram í Poona i
Indlandi á nýársdag með mjög
einkennilegum hætti. þrjú þúsund
hermenn hlýddu, sem einn maður
lyrirskipunum, sem geínar voru í
fjarska, en bárust til þeirra um
hijómlúðra, sem komið hafði vei’-
ið fyrir með vissu millibili, og
tengdir voru með neðanjarðar-
leiðslum. þótti þessi sýning á her-
æfingum mjög merkileg skemmt-
un. — F.Ú.
Kvikmyndahús brennur. Eldur
kom upp í gær i kvikmyndahúsi
í útjaðri Parísar á meðan á bama-
sýningu stóð. Eldurinn var i sýn-
ingarklefanum, og tókst fljótlega
að slökkva hann, en þó greip svo
mikill ótti börnin, að þau tróðust
að útgöngunum og meiddust mörg
þeirra, og 3 þeirra hættulega.
Svartaþoka var um mest allt
England á nýársdag, og hlutust
mörg slys af, bæði á strætum úti,
og vegum. Verðir gengu með blys
á undan strætisvögnum sumstaðar
í London, til þess að vama
árekstrum. Skipagöngur tepptust,
og flugferðir féilu með öllu niður.
Nýtt langilug. Frönsk sjóflugvél,
sem lagði af stað kl. 1,12 siðdegis
í fyrradag frá París, í þeim til-
gangi að setja nýtt met í lang-
flugií beina línu, var komin suður
fyrir Carthage kl. 6 í fyrradag.
Viðskiptasamningur milli þýzka-
lands. og Póllands, sem var út-
runninn um nýárið, var fram-
lengdur í Warschau í fyrradag.
Samningur þessi tryggir báðum
þjóðunum ýmiskonar tollalækkan-
ir. — F.Ú.
Atvinnuleysl í Frakklandi. í iðn-
aðarhéruðunum í norður-Frakk-
landi hefir atvinunleysi aukizt all-
mikið síðustu mánuðina. Sérílagi
hafa hafa vefarar og smiðir orðið
hart úti. í borginni Roubai jókst
þannig tala atvinnuleysingja á
þremur mánðuum úr 8300 i 13000.
í annari smáborg- bættust 360 at-
vinnuleysingjar i hópinn í desem-
ber. — F.Ú.
Mynd ai Dimitroff. í fyrrakvöld
bar það við i Sofia í Búlgariu, að
komið var inn með stóra mynd
af Dimitroff, þar sem verið var
að halda dansleik, og varð það til
þess að lögreglan skipaði þeim
sem á dansleiknum voru að slita
skemmtaninni. þátttakendur ó-
hlýðnuðust þessari skipun, og varð
úr alvarlegur bardagi. Beið einn
maður bana, þrír særðust, en 260
voru settir í fangelsi næturlangt.
Voraldarsamkoma í Varðarhús-
inu í kvöld kl. 8x/á.
Ugnmennafélagið Trausti undir
Eyjafjöllum hélt nýlega samkomu
vegna Slysavarnafélags íslands.
Ágóðinn var 90 kr. Sama íélag
liélt iþróttanámskeið i desember.
Leilur Auðunsson og Ólafur
Sveinsson kenndu glimur og íim-
leika. Nemendur voru 14. Að
kvöldi 29. des. hélt kvennfélagið
Eining jóiatréssamkomu fyrir
börn að Stórólfshvoli. F'jöldi
manns var viöstaddur og skemmt-
un þótti góð. Sigfús kennari Sig-
urösson las liúslestur, Björgvin
Vigfússon sýsiumaður las upp,
Sigurður Vigiússon sagði sögur.
Að endingu var stiginn dans. FÚ.
Minnapróíi í sjómannaíræöi i
Vestmannaeyjum iuku 14 nemend-
ur 30. des. s. 1. Hæstur var Guðni
Ivarsson með 46 stig, lægsta
einkunn var 37 stig. Kennari var
Sigfús Scheving. Prófdómendur
voru þórarinn Björnssori 1. stýri-
maður á Óðni. Lúðvík Lúðviksson
skipstjóii og Páll þorbjamarson
kaupféiagsstjóri.
Blóm liafa víða sprungið út i
görðum í Vestmannaeyjum, t. d.
blómstraði næturfjóla um jólin í
garði liristjáns Liimets bæjarfó-
geta, og þó liggur garður hans
hátt. — F.Ú.
Brezkar atvinnuleysisskýrslux
sýna, að atvinnuleysi fer stöðugt
minnkandi þar í landi, og voru
atvinnuleysingjar 51.000 færri í
desember en nóvember. Mest hafði
at\inna aukizt i járn- og stáliðn-
uðinum og i vefnaðarverkstæðum.
þann 18. des. voru aðeins 1.830.000
manna taldir iðjulausir í öllum
brezku eyjuum. — F.Ú.
Állir vilja þeir friðl Japanar
haía nú lýst því yíii, að þeir vilji
írið umfram allt, og sérstaklega
við Rússa. Litvinoff hefir einnig
talað um þessi mál og sagt, að !
Rússar vildu einnig friðinn fyrst j
og fremst, en jafnframt átaldi
hann aívopunarráðstefnuna og að-
gerðir stórveldanna í þessum mál-
um, og sagði að þær ynnu raun-
verulega aö aultnum vigbúnaði en
ekki afvopnun. þessvegna sagði
hann, að Sovétsambandið væri
neytt til þess að hafa góðan og
öruggan her á landi, á sjó og í
lofti, því að með því einu gæti
það tryggt öryggi sitt gagnvart
öðrum, þótt ekki vildi það á þá
ráðast. — F.Ú.
Sjóslys. Franskt strandferðaskip
frá Bretagne, sam lagði af stað frá
Cardiff i Wales 10. desember, er
ekki enn komið fram, og er nú
talið víst að það muni hafa íarizt
með allri áhöfn. — F.Ú.
9 Ódýru 0
aug-lýsingarnar.
Kaup og sala |J
K J ARN ABRAUÐIN
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga kjamabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur?
Tilkynningar
„Verkstæðið Brýnsla*
Hverfisgötu 4
(hús Garðars Gíslasonar)
Brýnir öll eggjám.
Sími 1987.
Atvinna
Vetrarmaður óskast í sveit
til að hirða skepnur. Uppl. í
Þingholtsstræti 8 kl. 5—6.
Húsnæði
Góð stofa til leigu í nýju
húsi í austurbænum. A. v. á.
Stórt kjallaraherbergi til
leigu, hentugt fyrir verkstæði.
Sigurvin Einarsson, Egilsg. 18.
Sólríkt herbergi til leigu á
Bergstaðastræti 82.
Bílskúr til leigu. Uppl. í
síma 1895.
Tiipað-Fnndið
Karlmannsúr fundið. A. v. á.
Gylli og-
hreinsa.
Komið sem fyrst.
JÓN DALMANNSSON.
QU-LLSMIÐUR
ÞINGHOLTSSTRÆTI !
Nýia dagblaðið
birtir smáauglýsingar fyrir
eina krónu. Þær þurfa að vera
komnar á afgr. fyrir kl. 7 eða
í Acta fyrir Id. 10 e. h.
KAUUA HUSIÐ.
skildi margt, sem áður hafði farið fram hjá honum.
Það var ósköp eðlilegt að Cayley vildi vera laus
við gesti sína strax og vitnaðist um það sem fyrir
hafði komið, bæði vegna sín og þeirra. En hann
hafði verið heldur ákafur að halda því að þeim og
þegar miss Morris stakk upp á því, að fara heldur
með lestinni seinna um kvöldið, hafði hann gefið
henni það kurteislega en alveg ákveðið til kynna,
að hún skyldi fara með sömu lestinni og hitt fólk-
ið. Antony hafði fundizt eðlilegt, eins og á stóð, að
hann léti sér þetta í léttu rúmi liggja, en það var
öðru nær. Af þessu dró hann þá ályktun, að Cayley
hefði verið ljós nauðsynin á því, að hún færi sína
leið. I
Hvers vegna?
Miss Morris var ýtt á brott vegna þess að hún
þekkti leynigöngin.
Og þá voru leynigöngin á einhvern hátt í sam-
bandi við leyndarmálið um dauða Roberts. Miss
Norris hafði notað þau til þess að geta leikið draug
á nógu áhrifamikinn hátt. Ef til vill hafði hún
fundið ganginn sjálf. Ef til vill hafði Mark sagt
henni frá honum í trúnaði, án þess að hann grun-
aði, að hún myndi nota sér trúnað hans svona.
Ef til vill hafði Cayley verið í ráðum með henni.
Hvað sem öllu þessu leið, þá hafði hún fengið að
vita um leynigöngin, þess vegna varð að senda
hana hið bráðasta héðan.
Hversvegna? Vegna þess, að ef hún beið og færi
eitthvað að tala um málið, þá var hætt við að hún
minntist á leynigöngin. En Cayley vildi ekki að um
þau yrði talað, auðsjáanlega af því, að sjálf göngin
eða auk heldur bara vitneskjan um að þau voru til,
gat gefið bendingu í málinu.
— Gaman hefði ég að vita hvort Mark felur sig
þarna, hugsaði Antony. Og út frá þessu sofnaði
hann.
Mr Gillingham fer með rugl.
Næsta morgun var Antony í bezta skapi, þegar
hann kom niður að borða morgunverð. Cayley var
þar fyrir. Hann leit upp frá bréfalestri sínum og
kinkaði kolli.
— Nokkuð að frétta um mr Ablett — um Mark?
sagði Antony og fékk sér kaffi.
— Nei. Lögreglufulltrúinn ætlar að slæða í vatn-
inu seinna í dag.
— Svo, j4. Er hér vatn í grenndinni? Það vott-
aði fyrir brosi í svip Cayleys en það hvarf jafn-
skjótt aftur.
— Reyndar er það bara síki, en það er kallað
„vatnið“. Firrur úr Mark, hugsaði Antony með sér.
Upphátt sagði hann: Hvað halda menn að þar sé
að finna?
— Þeir halda að Mark ... hann þagnaði og ypti
öxlum.
— Hafi drekkt sér, þegar hann sá, að hann gat
ekki komizt undan. Og vissi líka, að hann kom upp
um sig, ef hann yfirleitt reyndi að flýja.
— Já, ég hugsa það, sagði Cayley dræmt.
— Ég hefði haldið, að hann myndi reyna að
komast dálítið langt í burtu, úr því að hann hefði
nóga peninga við hendina og svo hafði hann skamm-
byssu. Gat hann ekki komizt til Lundúna áður en
lögreglan fékk nokkuð að vita?
— Honum hefði ef til vill getað heppnast það.
Það var einmitt lest á ferð um þetta leyti. Menn
hefðu kannske tekið eftir honum í Woodham, en
ekki í Stanton, þar er hann ekki eins þekktur.
Lögreglufulltrúinn hefir látið grennslast eftir þessu,
en enginn hefir orðið var við hann.
— Og það koma fljótlega einhverjir, sem þykjast
hafa séð hann. Ennþá hefir enginn horfið svo að
ekki hafi fjöldi fólks komið og svarið og sárt við
lagt að hafa séð hann á ýmsum stöðum samtímis.
Cayley brosti.
— Já. Það er áreiðanlegt. En hvað sem því líður
á nú að leita í síkinu. Hann bætti við þurrlega:
Eftir því sem mér hefir skilizt af spæjarasögum þá
eru lögreglufulltrúar alltaf vanir að slæða fyrst af
öllu í einhverju síkinu.
— Er það djúpt?