Nýja dagblaðið - 05.01.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 05.01.1934, Blaðsíða 1
2. ár. ÍDAG Sólaruppkoma kl. 10,21 Súiarlag kl. 2,45. Flóð árd. kl. 8,00. Flóð síðd. ki. 8,20. Veðurspá: Stmningskaldi á vest- an. Nokkur snjóél. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3 —10. Söfn, skrifstofur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðminjasafnið ...... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ..... opið 2-3 pjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 Alþýðubókasafnið......opið 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ....... opinn 10-3 Útvegsbankinn ........ opinn 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsiminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél....Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið kl. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélag ísland .... opið 9-4 Sölusamb. ísl. fiskframieiðenda opið 10-12 og 1-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opnar 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Lögregluvarðstofan opin allan sólarhringinn. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-6 Laugarnesspítali ...... kl. 12^4-2 Vífilstaðahælið 12V2-1Ú2 og 3i/2-4y2 Kleppur ................... kl. l-ö Fæðingarheimilið, Eiríksgötu 37, 1-3 og 8-9 Sólheimar 3-5, sunnud. 11-12 og 3-5 Næturvörður í Reykjavikur apó- teki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4, sími 2234. Samgöngur og póstferðir: Suðurland frá Borgarnesi. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Cavalcade, kl. 9. Gamla Bíó: Monsieur Baby, kl. 9. Hæstiréttur .............. kl. 10 Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15, Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. 19,25 Óákveðið. 20,00 Kiukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöld- vaka. Lesið um vatnsveitumólið á 3. síðul Reykjavík, föstudaginn 5. janúar 1934. 3. blað. Kjallaraíbúðirnar í Reykjavíkurbæ stofna heilsufari almennings í voða. Ræða Foosewelts á þingi Bandaríkja- manna í gær. London kl. 17 4/1 F.Ú. í einni slíkri íbúð voru fimm liraust böru orð- in berklaveik eftir þrjú ár. »• Nóg og gott liús- uæði í bæuum, segir forseti bæjarstjórnarinnar. Húsvilltar ijölskyldur. I sumar átti tíðindamaður blaðsins tal við Guðm. Ásbjörns- son forseti bæjarstjórnar um húsnæðismái. Var það um sam- vinnubyggingarnar, sem Guð- mundur hefir verið ákaflega mótfallinn, og tafið eftir getu að komizt gætu í framkvæmd. Fullyrti þá bæjarfulltrúinn, að nóg væri hér af íbúðum í Reykjavík. og enginn þyrfti að kvarta um húsnæðisleysi, það væri því algjör óþarfi að byggja hér á næstunni. Guðmundur Ásbjörnsson er efsti maður á lista íhalds- manna og má hiklaust gera ráð fyrir að hann tali í þess- um málum fyrir munn íhalds- flokksins. Það sýndi sig þó 1. október að það var ekki rétt hjá Guð- mundi, að húsnæði væri nóg, því þá voru fjölda margar fjöl- skyldur húsvilltar. Nokkrar af þessum fjölskyldum fengu fyrst húsnæði, þegar kom langt fram á vetur og sú síðasta fyrir nokkrum dögum. Allar hafa þá þessar húsvilltu fjöl- skyldur fengið húsnæði, en hvemig er það? Rannsókn heil- brigðisneíndar. fcj-' " .53® grjóti eða snjó inn um glugg- ana, ef þeir eru nokkra stund opnir. Þannig er ástandið í fjölda- mörgum íbúðum í bænum, og flestum þeim íbúðum, sem heilbrigðisstjómin hefir látið skoða og dæmt óhæfar eða lítt hæfar. Þrátt fyrir þetta er ennþá búið í þessum íbúðum, sökum húsnæðisskorts. 10 dæmi af víg- sföðvum berkla- veikinnar. Hér fer á eftir umsögn heil- brigðisnefndar um 10 íbúðir, tekin upp úr skýrsiu nefndar- innar. 1. íbúð: Grafin í jörð 55 cm., hæð glugga frá jörð 55 cm., sólar- laus, rök, mjög léleg. 2. íbúð: Bær, vasklaus, vatnslaus, rottur, óhæf til íbúðar. 3. íbúð: Grafin í jörð 80 cm., hæð glugga frá jörð 20 cm., rök, köld, léleg, rottur. 4. íbúð: Grafin í jörð 1 m., gluggar við jörð, rök, afleit, rottur. Heilbrigðisnefndin hefir dæmt 39 kjallaraíbúðir, sem nú er þó búið í, ófærar til íbúðar, og álíka margar lítt nothæfar. Tíð- indam. bl. hefir í gær skoð- að nokkrar af þessum íbúðum. Flestar eru þær mikið niður- grafnar, rakar og dimmar. Sól- ar nýtur næstum aldrei og flestar eru íbúðirnar fullar af i rottum. Það má nærri geta hvernig loftið er og líðan fólks- ins í þessum kjallaraholum. Þó kosta þær um og yfir 50 kr. á mánuði. I einni af þessum íbúðum — á Bjargarstígnum — býr t. d. gömul ekltja með tvær litlar telpur, sem hún er að basla við að vinna fyrir. Hún hefir tvær litlar herbergisholur, þar sem aldrei sér sólina’, lítið óvistlegt eldhús með öðrum og með hálf- ónýtri eldavél, hálfa svolitla geymslu, sem bæði er fyrir kol og mat. Á nóttunni er lítill friður fyrir rottum. Á daginn og kvöldin skemmta óknytta- ki’akkar sér við að kasta for, 5. íbúð: Grafin í jörð 70 cm., hæð glugga frá jörð 40 cm., sólar- láus, mjög léleg. 6. íbúðs j öll í jörð, eitt herbergi og i eldhús, óhæf. 7. íbúð: Öll í jörð, rök, mjög léleg. 8. íbúð: öll í jörð, sólarlaus, rök, lé- leg, ónýtt gólf. 9. íbúð: öll í jörð og meira til, rök, mjög léleg, rottur. 10. íbúð: Grafin í jörð 70 cm., hæð glugga frá jörð, 40 cm., sólar- laus, mjög léleg. Það skal tekið fram, að orð- ið „sólarlaus" er hér sett þar sem í skýrsluformi nefndarinn- ar stendur: „Eru gluggar í rétta átt? Nei“. En í raun og veru eru fleiri af íbúðunum sólarlausar eins og gefur að skilja, þegar um niðurgrafna kjallara er að ræða. Nógu góðar samt. Þetta eru nógu góðar íbúðir fyrir fátæka fólkið, finnst íhaldsmönnunum. Það er nóg og gott húsnæði til í bænum, segja þeir líka. Þeim er kapps- mál að ekki verði byggð ódýr hús, til þess að leigan lækki ekki og tekjur þeirra sjálfra rýrni ekki. Kjallaraholur þessar, sem fátækasta fólkið býr í, eru vit- anlega stórlega heilsuspillandi. Vel þekktur læknir hér í bæn- um hefir t. d. sagt frá einni 9 manna fjölskyldu, sem fyrir fáum árum flutti í kjallara- íbúð inni á Grettisgötu. Þegar fólkið flutti þar inn, voru allir heilbrigðir. 3 árum síðar eru 5 af bömunum orðin tæringar- veik. En er þeim stjómmálaflokki | trúandi til að fara með völd, ! sem berst móti því að byggð séu í bænum hús, sem séu ódýr og boðlegir mannabústað- ir, einungis til þess, að þessar stórhættulegu kjallaraíbúðir leigist út til fátæklinganna? Roosewelt, Bandaríkjafor- j seti, hélt aðra ræðu sína í dag fyrir þingi Bandaríkjanna, og ræddi að þ'essu sinni um fjár- ' málaástand landsins' í sam- bandi við fjárlögin. Iiann komst svo að orði, að viðreisn- arstarfið mundi um næstu 2 ár, valda áætluðum tekjuhalla, ’ er næmi 9 þús. milj. dollara. Þó að þetta yki ríkisskuldirn- ar fram yfir það, sem nokkra sinni hefði verið áður, kvaðst hann vona, að sér yrði auðið að jafna tekjuhallann á fjár- lögunum, áður en viðreisnar- starfseminni væri lokið og eft- ir það mundi hann af alefli stefna að sífelldri minnkun rík- isskuldanna, því næst fór for- setinn fram á mikla fjárupp- hæð, til þess að halda viðreisn- arstarfinu áfram, og skýrði jafnframt frá því, að í þessari i upphæð væri einnig fólgið það I fé, sem ætlað væri til atvinnu- leysishjálpar. Þá benti hann á, að fjárlög þau, er hann hafði lagt fyrir þingið, táknuðu raunverulega 684 milj. dollara lækkun á reglulegum og venju- legum útgjöldum, miðað við síðustu fjárlög, sem fyrri stjóm hefði lagt fram. Nýlega var sagt frá því að Woodin fjármálaráðh. Roose- velts hefði sagt af sér, og fleiri stuðningsmenn forsetans hafa látið bugast af andróðri þeim, sem stefna Roosevelt hefir sætt. En sjálfur er hann ótrauður og hinn vígreifasti. Utanrikisráðherra Breta og Mussolini ræðast yið. Sir John Simon. Benito Mussolini. London kl. 17 4/1 F.Ú. ! Opinber tilkynning, sem gef- j in var út í morgun, um við- ræður þeirra Sir John Simon I og Mussolini í Róm, hermir að rækilega hafi verið fjallað um afvopnunarmálin, á fundi þeirra í gær. Það er gert ráð fyrir, að á fundi þeirra í dag, muni Mussolini ætla að skýra fyrir Sir John Simon skoðanir sínar á því, hvernig farið skuli að því að endurskipuleggja þj óðabandalagið. Svo sem kunnugt er orðið, hefir Mussolini ekki farið dult Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.