Nýja dagblaðið - 05.01.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 05.01.1934, Blaðsíða 4
4 |T> N Ý J A DAGBLAÐIÐ Kisniigistiilsloli er á Langaveg ÍO. — landsins, er sú, að Framsókn- arflokkurinn ætlar sér að lyfta allri þjóðinni, gera þjóðina frjálsa, ekki aðeins pólitískt, heldur líka fjárhagslega og menningarlega. íhaldið vill að Reykjavík sé stærsta sjóþorp landsins, þar sem allir eru í vandræðum, og sjómennirnir, sem framleiða fyrir bæinn, allra verst settir. Framsóknarflokkurinn ætlar að gera Reykjavík að fallegum bæ og höfuðstað, þar sem öllum getur liðið vel, einkum þeim, sem mest reyna á sig og mestu hætta við að vinna fyrir bæinn. J. J. Kvikinyudirnar og börnin. Framh. af 2. síðu. inu mest um það bil, er börnin hafa náð 16—17 ára aldri. 6. Af því að þess þótti eng- inn kostur að rannsaka áhrif kvikmyndanna á heilbrigði barna, var sá kostur tekinn að rannsaka áhrifin, sem þær hefðu á svefn þeirra. Það var gert með því að telja hreifing- ar barnanna í svefni (með svefnmæli: hypnograf). Þær mælingar sýndu, að hreifingar drengjanna voru 26% meiri í svefni eftir að þeir höfðu horft á sýningar en endranær, en stúlknanna aðeins 14% meiri. Áhrifin eru svipuð og af því að færa háttatímann frá kl. 9 til kl. 12. 7. Um það, hvernig hægt væri að gera börnin kvikmynd- unum vaxin, svo að þær verði þeim ekki hefndargjöf, þau valdi þeim, að þær mali þau ekki í mjöl og duft, hafa ver- ið ýmsar skoðanir. Tvær koma þó helzt til greina. a. Almenn fræðsla um kvik- myndir. b. Nákvæmt val kvikmynda eftir þroska barnanna og við hæfi þeirra á allan hátt. Hið fyrra er í raun réttri miðað við það, að kvikmynd- irnar séu bamseðlinu fjand- samlegar, en bamið geti þó ef til vill lært að taka þær í þjón- ustu sína líkt og Sæmundur kölska. Hið síðara er hinsvegar við það miðað, að kvikmyndimar megi taka í þjónustu uppeldis- ins, og það virðist því meiri ástæða til þess, sem þær eru mikilvirkari í þeim efnum. En ef það er rétt af því opinbera að taka skólana í sín- ar hendur, þá er miklu meiri ástæða til þess um kvikmynd- imar. A. Anuáll. Guðspekilélagið. Reykjavíkur- N stúkan, íundur í kvöld kl. 8^2- — Efni: Grundvöllur dulfræða. Glúnuíélagið Ármann. íþrótta- æfingar hefjast aftur mánudag- inn 8. þ. m. Skipaíréttir. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn í dag áleiðis til Leitli. Goðafoss, Brúarfoss og Lag- arfoss eru í Kaupmannahöfn. Sel- foss er í Reykjavik. Dettifoss er í Hamborg. Frá höfninni. Kári kom frá Eng- landi í gœr. Enskur togari kom til ’þess að taka lóðs. Tvö fisk- tökuskip komu og eitt fór héðan fullfermt. Max Pemperton kom af veiðum með 1100 körfur og fór til Englands. Cavalcade heitir myndin, sem sýnd hefir verið nú síðan á 2. í jólum í Nýja Bió. Er það mjög merkileg mynd, er sýnir sögu Englendinga i fáum dráttum frá 1900 til 1933. Tilgangurinn með myndinni virðist að nokkru leyti vera að sýna þau áhrif striðsins á þjóðirnar, hver harmkvæli ,og sorg það bakar öllum almenningi. En einstaklingarnir virðast þó ekkert læra og ekki þjóðin i heild. Myndin er mjög áhrifarík og merkileg. Byggingarkostnaður í Reykja- vík. Eftir útreikningi húsameist- ara ríkisins hefir byggingarkostn- aður dálítið lækkað síðastiiðið ár. Byggingarkostnaður er miðaður við steinsteypuhús, að stærð 8,5X 7,2, liyggt í Reykjavík. í ár er kostnaðurinn áætlaður 18.614 kr., en í fyrra var hann áætlaður 19.597. Leiðslur í húsið eru ekki reiknaðar með. Byggingarkostnað- urinn er því um 5% lægri en í fyrra. Lækkunin er mest á timbri og sementi. MinnlngarsjóSur Knud Rasmus- sen. Stauning forsætisráðherra hefir tilkynnt að í ráði sé að skipa nefnd til þess að undirbúa sjóð- stofnun til minningar um Knud Rasmussen. Er tilætlunin að safna fé í hann í Danmörku, íslandi og Færeyjum og meðal Dana, sem búsettir eru í öðrum löndum. Eldur mikill kom upp í París á miðvikud. var, á svæði því, þar sem nýlendusýningin mikla var haldin, en þar eru nú dýragarðar. í eldinum fórust 5 fílar. — FÚ. Danski þjóðbankinn hefir birt skýrslu sína fyrir síðastliðið ár. í skýrslunni segir, að viðskiptalífið á árinu hafi batnað talsvert mik- ið, og afkoma yfirleitt betri en áður. Velta bankans var mun meiri en áður, og seðlar í umferð 21. milj. kr. meiri en árinu áður. Til kreppuráðstafana hefir bank- inn alls lánað 14 milj. kr. Að lok- nm hvetur bankastjómin kaup- sýslumenn og hlutafélög til áfram- haldandi gætni í ráðstöfunum um fjármál. — F.Ú. fliKHllÉllÍÉS Símar 3 8 8 4 og 2 3 5 3. 0 Ódýru 0 , auglýsingarnar. Kaup og 8ala „Komi ríki þitt“ fæst hjá öllum bóksölum. Kostar aðeins 4 kr. bundin, en 3 kr. óbundin. Sir John Simon og Mussoliai. Framh. af 1. síðu. með þá skoðun sína, að Þjóða- bandalagið væri óhæft í nú- verandi mynd sinni. Endur- skipulagning sú, sem rætt er um í skeytinu, mun helzt fara í þá átt, að stórveldin ráði öllu, sem þau vilja í Þjóða- bandalaginu. En áhrif hinna smærri ríkja þverri að sama skapi. Verða þau þá að gerast skjólstæðingar stærri ríkjanna um framgang þeirra mála, sem nú eru útkljáð á fundum Þjóðabandalagsins með jafn- gildum atkvæðum fulltrúanna, hvort sem þeir mæta fyrir hönd smárrar eða stórrar þjóðar. Nazístalistinn. Á honum eru: Helgi S. Jónsson verzlunarmaður, Magnús Guðmundsson skipasmið- ur, Stefán Bjamason verzlunar- maður, Benedikt Jakobsson leik- fimiskennari, Gísli Bjarnason full- trúi og Jón Aðils símamaður. Hirðir blaðið ekki að telja fleiri af lista þessum, enda er áfram- haldið álíka merkiiegt og byrjun- in. í næstu hefti Dvalar skrifa ýms- ir af merkustu mönnum bæjarins um unga fólkið í Reykjavík. — Ritið flytur smásögur, sagnafróð- ieik, skrítlur og margt skemmti- legt. það verður stór og eiguleg bók, um 800 bls. yfir árið. Ættu menn, sem unna góðum bókum að halda því saman. — Nýir kaupendur að Nýja dagblaðinu fá Dvöl frá byrjun í kaupbæti, með- an upplagið endist. Danska lögreglan er þessa dag- ana að rannsaka mál hjónabands- braskara eins, sem á skömmum tíma hefir tekið saman við, eða lofað eiginorði, 10 konum, flestum í Kaupmannahöfn, en skilið síðan við þær, eftir að hafa haft út úr þeim stórfé. Hann komst í sam- band við konumar með hjóna- bandsauglýsingum blaðanna. FÚ. Stærsti togari heimsins hljóp af stokkunum á danskri skipasmíða- stöð á miðvikudaginn var. Hann er smiðaður fyrir franskt útgerð- arfélag, og í honum er dieselvél frá Burmeister & Wain. — FÚ. í norska verzlunarflotanum eru nú um áramótin 3975 skip, alls hátt á 5. milj. reg. tonn. Rúm- lega 80 ný skip hafa bætzt í flot- ann a árinu, en fleiri hafa þó gengið úr honum, svo að raun- verulega hefir flotinn rýrnað um 48 skip. — FÚ. Furðuflugvélin í Noregi. Ennþá sjá menn furðuflugvélina hingað og þangað i Noregi, síðast á nýárs- dag segjast margir hafa séð ljós hennar. FlóSið í Kalifomíu. Menn vita nú með vissu um 55 menn, sem farizt hafa í flóöunum í Kalifom- íu, en eru hræddir um að alls muni hafa farizt um 100 manns. íhaldið sparar. Þegar íhaldið lét af stjóm, voru 70 menn í landinu, nálega allt íhaldsmenn, sem höfðu 10 þús. kr. eða meira í árslaun. íhaldið borgar Knúti Zimsen 10 þús. kr. í eftirlaun fyrir dygga þjónustu. Ihaldið lætur Richard Thors fá 24 þús. kr. laun fyrir að vinna í fisksölu- samlaginu, Ólaf Proppé önnur 24 þús. fyrir hið sama og Kristján Einarsson þriðju 24 þús. kr. fyrir að vera með hin- um tveimur. Ihaldið er ódýrt á vinnu sinna manna.Þrír menn fá 72 þús. kr. fyrir að selja fisk fá- tækra sjómanna á íslandi. Reykvíkíngar! Þið, sem eigið frændur og vini úti um sveitir og kaup- tún landsins, sendið þeim Nýja dagblaðið. Fátt verður vinum ykkar í fjarlægð jafnkærkomið í skammdeginu. Saumum drengjafö! oe teipckápur vel og ódýrt, einnig dömukáp- ur eftir nýjustu tízku. Höfum fjölbreytt úrval af unglingafötum og káputauum. 6EFJUN Laugaveg 10. Sími 2838. Ódýrastar og beztar vörur á' Vesturgötu 16. Sími 3749. VERZLUNIN BRÚARFOSS Hillupappír, mislitan og hvítan selur Kaupfélag Reykja- víkur. Sími 1245. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—;12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Sími 1245. Húsna»ði Góð stofa til leigu í nýju húsi í austurbænum. A. v. á. Stórt kjallaraherbergi til leigu, hentugt fyrir verkstæði. Sigurvin Einarsson, Egilsg. 18. Sólríkt herbergi til leigu á Bergstaðastræti 82. Bílskúr til leigu. Uppl. í síma 1895. Kennsla ÖKUKENNSLA. Steingr. Gunnarsson Bergst. stræti 65, heima. Sími 3973 eða á Litlu bílastöðinni. Sími 1380. [ Tilkynningar 1 Fr fæ Munið að sími Herðubreiðar íkirkjuveg 7 er 4565. Þar st allt í matinn. Kjötbúð Reykjavíkur, Vesturgötu 16. Sími 4769. Kennum að taka mál og sníða kjóla. Einnig að flosa, stoppa og bródera á algengar saumavélar. Ólína og Björg Hellusund 3 (uppi). Sleðaferðir barna. Á eftirtöldum svæðum og götum er heimilt að renna sér á sleðum: AUSTURBÆR: 1. Amarhóll. 2. Frakkastígur frá Hverfisgötu að Skúlagötu. 3. Barónsstígur frá Hverfisgötu að Skúlagötu. 4. Njálsgata frá Barónsstíg að Hringbraut. 5. Barónsstígur frá Egilsgötu að Flosagötu. 6. Bragagata frá Laugásvegi að Sóleyjargötu. 7. Tún Frímúrara (áður Thor Jensen) við Laufásveg og Skot- húsveg. VESTURBÆR: 1. Biskupsstofutún. 2. Vesturgata frá Seljavegi að Hringbraut. 3. Vesturvallagata frá Holtsgötu að Sellandsstíg. Bifreiðaumferð um ofangreinda götuhluta er jafnframt bönnuð. Lögreglustjórinn í Reykjavík 4. janúar 1934. ff* SMptið íið [á sem angljsa í Njja dagbiaðinu. Hermann Jónasson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.