Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 05.01.1934, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 05.01.1934, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Happdrætti Háskola Islands Umboðsmenn í Reykjavík: Anna Ásmundsdóttir, frú, Suðurgötu 22, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm. Vesturgötu 45, sími 2414. Einar Eyjólfsson, kaupm., Týsgötu 1, sími 3586. EIÍS Jónsson, kaupm., Reykjavíkurvegi 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 10 (Braunsverslun), heimasími 3312. Jörgen I. Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484 Maren Pétursdóttir, frú, Laugaveg 66. sími 4010. Sigurbjörn Armann og Stefán Pálsson, Varðarhúsinu, sími 3244- í Hafnarfirði: Verslun Þorvalds Bjarnasonar. Sími 9310. Valdimar S. Long, kaupm. Sími 9288. Tilbod óskast um sölu á kolum til ríkisskip- anna fyrir árið 1934, og miðist tilboðin við Best South Yorkshire Hard Sch^ee' ned kol, eða önnur jafn góð kol, komin um borð í skipin og löguð í koIarún> um þeirra. Tilboðunum óskast skilað á skrif- stofu vora fyrir hádegi n. k. mánudag. Skipaútgerð ríkísins. Gle ðilegt nýár! 1934 GErjUN hefir ávalt fyrirliggjandi allskonar fata- og frakkaefni. GEFJUN AR-TAUIN eru hentugustu og ódýrustu efnin í hverskon- ar fatnað handa konum og körlum. A hinni aýju saumastofu vorri saumum vér nú drengjaföt (rennilásblússur, pokabuxur o. fl.) og kvenkápur. Afgreiðum drengjafötin með mjög stuttum fyrirvara. Verzlið við GEFJUN, með því móti fáið þér meöt fyrir peninga yðar og þér fáið þá beztu innlendu dúka, sem völ er á. GEFJUN-sðlubúð og saumastofa. Laugavegi 10. —- Simi 2338. „Stormur og moldviðrið“. Eftir Pétur Sigurðsson. Framhald. Einhvem hræddan og grímu- klæddan lætur „Stormur“ fjalla um ferð mína vestur á Snæfeflsnes í haust sem leið. Því bulli ætla ég að svara að- | eins á þessa leið: Það er ó- 1 satt, sem þar er sagt um á- | rangurinn af þeirri ferð minni. l Hann varð góður og ég endur- i reisti stúkur bæði í Ólafsvík og 1 á Hellissandi. Það er ósatt, að j ég hafi ekki fengið fundar- j frið á Hellissandi. Ég flutti þar til dæmis tvö erindi sama daginn fyrir fullu húsi í bæði > skiftin, og fékk ágæta áheym. ' Hitt er satt, að ég er kröfu- i harður og góðu vanur, og líð því mönnum aldrei neina ó- > kurteislega framkomu á sam- 1 komum sem ég stjórna. Ann- ars hefi ég lítið haft af slíku i að segja, þótt það geti komið fyrir, að menn verði á vegi manns, er ekki hirða um al- menna kurteisi, en slíkt ásótti mig alls ekki á Helflssandi. | Það er líka ósatt, að bmgg- arinn, sem varð okkur sam- ferða suður, hafi verið „yfir- i lætislaus og óframfærinn", því hann talaði allra manna mest og hafði jafnan orðið. Honum var það líka áhugamál að halda huga okkar að einhverju öðru en kassanum, sem hann hafði meðferðis. Það er ósatt, sem frásögumaður segir um samtal j okkar séra Magnúsar Guð- mundssonar í ólafsvík. Það er i ósatt, að ég hafi símað sýslu- i manni. Honum var símað af , öðrum úr Borgarnesi og um það vissi ég ekkert fyrr en ég kom til Stykkishólms. Ég sá . ekki neinar líkur til þess að ég i gæti tekið þennan bruggara j né vöru hans, og hafði því gaman af að hræða hann, og það tókst. Ekki vissi ég heldur að það var sýslumaðurinn í Stykkishólmi, sem átti að líta eftir þessu svæði. Það er ósatt, að bruggarinn hafi farið úr bílnum á undan mér, því ég gat ekki orðið honum sam- ferða lengra en ferð minni var heitið. Það er líka ósatt, að kassinn hafi fundist með öðru innihaldi. Það er undravert, að menn skuli geta gert sig svo mikla ódrengi, að sjóði saman í heila blaðagrein eintómar lygar um menn. En þetta er nú samt eina ráðið fyrir þá menn, er vilja níða starf okkar. Ég réði engu um för þessara manna um Borgarfjörðinn og ekki heldur um leitina að kassan- um, og gat því ekki orðið að neinu „athlægi" þar. Svo hafi j Stormsmenn aldrei lent í verri hrakningi, þá geta þeir borið höfuðið hátt upp úr öllum storminum. Meira. Iþið viljið að tekið sé vel eftir auglýsingnm ykk- ar, þá skuluð þið helzt auglýsa í Nýja dstgblaðinu. ^Sófmcnntir - íþróttir - íietir Kvikmyndirnar og börnin. Fyrir nokkrum árum var í Bandaríkjum Ameríku skipuð nefnd manna til að rannsaka áhrif kvikmynda á böm. í nefndinni áttu háskólakennar- ar einir sæti. Þessi nefnd hefir nú skilað áliti og skal hér laus- lega frá því sagt. Þetta var aðallega rannsak- að: 2. Hversu oft horfa börn á kvikmyndir? 2. Hvert er aðalefni mynd- anna? 3. Hversu mikið skilja börn- in af kvikmyndunum og hversu mikið og lengi muna þau, það sem þau sjá? 4. Hvaða áhrif hafa kvik- myndirnar á skoðanir og fram- ferði barnanna? 5. Hvaða áhrif hafa kvik- myndirnar á tilfinningalíf barnanna? 6. Hvaða áhrif hafa þær á svefn þeirra? 7. Hvemig verður börnum bezt kennt að meta kvikmynd- ir skynsamlega? Hér verður lítillega sagt frá niðurstöðum nefndarinnar í sömu röð og spurningarnar benda til. Rannsókn nefndar- innar var einvörðungu bundin við Bandaríkin. En auðvitað hafa flestar niðurstöðurnar líka almennt gildi. 1. Drengir 5—8 ára sækja að meðaltali 24 kvikmynda- sýningar á ári í Bandaríkjun- um, en stúlkur á sama aldri 19 sýningar. Börn 7—14 ára sækja að meðaltali eina sýn- ingu í hverri viku. 5% af börn- unum sjá aldrei kvikmyndir. 2. Af 500 kvikmyndum, sem valdar voru af handahófi fyrir hvert áranna 1920,1925 og 1930 var aðalefnið í 29,6% ástir, 27,4 glæpamál ýmiskonar og í 15% kynferðismál. Að dómi nefndarinnar var ekkert af þeim myndum við bamahæfi. Aftur var af 500 myndum, sem komu til athugunar 1930 að- eins ein mynd, sem var sérstak- lega barnamynd, en 7 sögu- legar myndir og 9 ferðamynd- ir.. Um siðferðisleg efni lagði nefndin myndimar undir dóm sýningargesta af ýmsum stétt- um. Reyndust háskólakennarar og konur þeirra ströngust í dómum og voru 85% mynd- anna neðan við siðferðiskröfur þeirra. Aftur reyndust náma- rnenn kröfuminnstir um sið- ferðið í ■ myndunum. Þó voru 64% myndanna neðan við kröf- ur þess fjórða hluta þeirra, er strangast dæmdi. 3. Rannsóknir á skilningi og minni voru gerðar á þúsund- um barna og alls athuguð 813 þúsund atriði. Niðurstaða þeirra athugana varð sú, að 8—9 ára börn skildu að meðaltali um 60% þeirra atriða, er fullorðnir skildu, 11—12 ára börn skildu 75% og 15—16 ára börn 91%. Eftir 6 vikur mundu yngstu börnin 50—60% atriðanna, sem þau höfðu séð og skilið, en þau elztu allt að 90%. Yfirleitt mundu börnin miklu fleiri at- riði úr kvikmyndunum en úr því, sem þau höfðu lært í skól- anum. Bezt mundu börnin um íþróttir, glæpi og bardaga. í öðru iagi var prófuð gagn- rýni barnanna á myndunum. Fyrst var þekking þeirra próf- uð um viss atriði og síðan voru þeim sýndar myndir, þar sem rangt var farið með þessi sömu atriði. Flest litu bömin það trúarinnar augum, sem myndirnar sýndu í þeim efn- um. Sú þekking, sem þau höfðu | áður og var rétt, laut þar í j lægra haldi. j 4. Til að rannsaka áhrif . kvikmyndanna á framferði I barnanna voru valdir til at- hugunar hópar af börnum, sem ^ komu á kvikmyndasýningar 4—5 sinnum í viku og aðrir er aðeins komu tvisvar sinnum í j mánuði. Það kom í ljós, að þau börn, er oft komu í kvik- i myndahúsin dugðu verr við ! námið og hegðuðu sér lakar. Hinsvegar voru þau engu síð- ; ur vinsæl meðal barnanna, 1 jafnvel vinsælli en hin. j Við aðrar rannsóknir hefir komið í ljós, að giæpahneigð börn eru tíðir gestir á kvik- myndahúsum. Líklega er þar bæði um orsök og afleiðing að ræða. Ennfremur var rannsakað hvaða áhrif einstakar áhrifa- sýningar höfðu á skoðanir barnanna um viss atriði, t. d. um Kínverja, Þjóðverja, stríð, bann, dauðahegningu, svert- ingja o. fl. Fyrst voru börnin látin svara allmörgum spurn- , ingum um efnið, síðan voru þau ; látin koma á kvikmyndasýn- 1 ingu — eins og af tilviljun — þar sem þessi atriði voru sýnd í nýju Ijósi. Daginn eftir voru börnin svo látin skýra frá skoð- unum sínum á þeim að nýju og kom þá fram, að þau höfðu mjög um skoðun breytt. Við próf eftir 2, 4, 6 og 8 mánuði kom það og fram, að þær nýju skoðanir, er þau höfðu drukk- ið í sig með kvikmyndunum voru óbreyttar, nema ný sterk áhrif hefðu komið til. Og þessi var niðurstaða af mörg þús- und tilraunum: Ein einstök sýning getur ráðið um skoðun- arhátt barna um einstök atriði, svo að viðvarandi verði, endur- tekin áhrif margra sýninga gera þann skoðunarhátt að 1 sterkri sannfæringarvissu. 5. Um áhrif kvikmynda á til- finningalíf barna var einkum rannsakað, hvemig þær verk- I uðu á starf hjartans. Ef hægt er að taka fullkomið mark á I slíkum mælingum, hafa þær sýningar, sem einkum sýna I ýmislega hættu, einkum lífs- hættu mest áhrrf á börn á 9 ára aldursskeiði. Með aldrin-i um minnka áhrif þeirra sýn- inga, af því börnunum lærist að skilja, að „þetta er allt til- búningur“. Hinsvegar eru áhrif af sýningum úr ástalíf- Framh. á 4. uðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.