Nýja dagblaðið - 13.01.1934, Blaðsíða 2
t
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3 erindi
um Xndla,nd.
með skuggamyndum flytur frú Kristín Matthíasson í húsi
Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, sunnudagana 14, 22. og
og 28. þ. m., kl. 8^/2 síðd.
Efni 1. erindis: Lýst landi og þjóð.
— 2. — Lifskjör þjóðarinnar.
' — 3. — Lífsviðhorf þjóðarinnar.
Aðgöngumiðar fyrir almenning, á 50 aura, seldir við
innganginn.
SailtkjHt
Eigum enn óselt útflutningssaltkjöt af dilkum og rosknu
fé. Þeir, sem kunna að vilja tryþgja sér eitthvað af þessu
kjöti, geri svo vel og sendi pantanir sem fyrst, því eftir-
stöðvarnar verða seldar til útlanda í síðasta lagi fyrir miðj-
an febrúar n. k.
Samband tsl. samvínnufélaga
Hraðfryst nordlenzkt
dilka- og' sanðakföt
meðal annars frá Kópaskeri, Hvammstanga og Borðeyri. —
Ennfremur: ’
Nauta-buff-kjöt af ungu, 8vína- og lambakotelettur (vel
skornar), Nýrnamör og margt annað.
Kfötverzl. Herðubreið
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
Takid eftir!
Hraðfryst norðlenzkt dilka- og sauðakjöt, frá úrvals sauð-
fjárhéruðum, svo sem:
Kópaskeri, Hvammstanga, Borðeyri.
Ennfremur:
Rjúpur, Gæsir, Kjúklingar og Svínakjöt. — Nautakjöt
af ungu. — Hangikjöt 0. m. fl.
Kiötbúð Reykjavikur
Vesturgötu 16. Sími 4769.
Hverjir taka við völd-
um í Noregi?
Framh. af 1. síðu.
hættar. Hinsvegar er enn tal-
að um samstarf borgaralegu
flokkanna og — að því er virð-
ist með það fyrir augum, að
vinstri menn fari ðfram með
völd.
En líklega er það rétt, sem
höfuðmálgagn bændaflokksins
norska segir 28. f. m., að hægri
flokkamir geti ekki sætt sig
við völd vinstrimanna, nema
þeir líti a. m. k. eitthvað nokk-
uð á hagsmuni borgarlegu
flokkanna yfirleitt og ekki á
sina sérstöku flokkshagsmuni
eingöngu. Eða eins og það er
reyndar orðað: að þeir meti
meira þjóðarheill en að tryggja
sína flokkslegu sérstöðu og að-
stöðu. Einn fær vinstriflokk-
urinn aldrei að ráða öllu um
stefnu borgaralegra stjórn-
mála.
Og þegar einhverju þarf að
fóma hvort sem er, kemur til
úrslitanna um það, hvort þá
fóm eigi að færa hægri flokk-
uíium eða verkamannaflokkn-
um. Og um þetta eru skiftar
skoðanir meðal vinstrimanna,
og sá er nú vandi flokksins
mestur sem stendur. Sum blöð
hans hafa jafnvel gefið í skyn,
að engin samtök mundu verða
með flokkunum um forseta-
kosningu. En afleiðingin af
slíku hlýtur að verða sú, að
verkamannaflokkurinn ræður
öllum forsetunum. Aðalblað
bændaflokksins, Nationen, ger-
ir ráð fyrir því öðru hvoru,
; að vinstri flokkurinn muni
! klofna, og muni þá nokkui hluti
hans ganga til stjórnarmynd-
unar með verkamannaflokkn-
um.
■Víst er að vinstri flokkurinn
á við mikla erfiðleika að berj-
ast bæði inn á við og út á við.
En takist honum að setja upp
viturlega starísskrá fyrir kjör-
tímabilið, sem hann stendur ó-
skiftur um, þegar mest á ríð-
ur, á hann það víst að vaxa
af erfiðleikunum og ráða
mestu um norsk stjórnmál
þrjú hin næstu ár. Það er fyrst
og fremst hans próf, sem nú
er að byrja, þegar norska
Stórþingið sezt á rökstólana.
Er það satt
aö M&gnús G-uð-
mundsson hafí greitt
7000 kr. fyrir aö
rannsaka tvö mái?
Mbl. getur þess, að það hafi
spurt M. G. um hvort ríkið
þyrfti að greiða setudómurum
hér í Reykjavík mikið fé.
Átti M. G. að hafa svarað
því að fyrir tvö mál, óeirðirn-
ar milli kommúnista og bæjar-
stjórnar, hafi orðið að greiða
7000 kr.
Nú er margt við þetta að
athuga. í þesum málum sem
Mbl. talar um, gat II. J. ekki
dæmt, af því að hann sem yf-
irmaður lögreglunnar, var aðili
sem hafði stjórnað lögreglulið-
inu móti óeirðarmönnunum. Og
í landi, þar sem á að vera
snefill af réttlæti varð að fá
setudómara í þau mál.
Hitt er annað mál, að ef
satt er sagt frá, þá er fjár-
austur M. G. í þessi mál hrein
og bein vitleysa.
Setudómarar í þessum mál-
um eru embættismenn hjá
landinu og þar á fullum 1 aun-
um. Ef stjómin vildi gæti
hún falið þeim að gera þetta í
sínum vinnutíma. Eða ef þeir
gera þessa rannsókn í eftir-
vinnu, þá verður að vera eitt-
hvert hóf á kaupgreiðslunni.
Ihaldið er misviturt. Annað
þetta óeirðarmál bjó það til,
með því að ætla að setja at-
vinnulausa menn á hungurlaun.
Og þegar svo kemur til óeirða,
sem íhaldið virðist hafa pant-
að, þá borgar það margföld
laun fyrir rannsóknina.
Annars ætti íhaldið að vita
það, að frátafir Herm. Jónas-
sonar eru litlar, hjá því sem
gerst hefir um fyrirrennara
hans í dómaraembættinu, Jó-
hannes Jóhannesson bæjarfó-
geta. Hann sat á þingi %
hluta árs, var stundum mánuð-
um saman utanlands í nefnd-
arstarfi, og á meðan varð að
fá dómara á dómara ofan.
Jóh. Jóh. heimtaði setudóm-
ara hvenær sem honum sýnd-
ist, aðeins ef honum leiddust
málin eða þóttist hafa of mik-
ið að gera. Þannig heimtaði
hann og fékk hjá íhaldinu
setudómara í hvíta þrælahald-
ið, sjóðþurð í búð hér í bæn-
um 0. s. frv. En langskemmti-
legast var þó er landið varð að
kosta setudómara, af því að
Lárus, sonur Jóh. var lögfræði-
legur ráðunautur í einhverju
sakamáli við undirréttinn hjá
föður sínum! Hvað segir Mbl.
um það, að ríkið leggur til
setudómara af því einhverjum
sökudólg býður svo við að
horfa, að fá son dómarans til
að vasast við mál fyrir undir-
rétti. Og allt þetta kostaði
ríkið, þó að Jóh. Jóh. hefði
sum árin 40 þús. kr. í tekjur.
Fátt sýnir betur aumingja-
skap íhaldsmanna, en að borga
7000 kr. fyrir rannsókn þess-
ara smámála, og þá ekki síð-
ur fyrir að reyna ekki að
þegja um afglöp sín eins lengi
og þeir geta.
Bókmenntir — iþróttir — listir
Islenzk fyndni.
Safnað og samið hefir
Gunnar Sigurðsson frá
Selalæk.
Þetta er víst í fyrsta sinn,
sem gefið er út safn smá-
sagna, er sýna eiga íslenzka
fyndni. En þessu safni verð-
ur varla annað sagt til veru-
legra málsbóta en að það er
frumsmíð.
Því verður að vísu ekki
neitað, að til er í lcverinu ýms
fyndni góð. Margt af því eru
sögur, sem eru á hvers manns
vörum, og er ekki annars um
þær að gæta, en að spilla
þeim ekki En jafnvel sumar
þær sögur eru í þessu kveri
gerðar undra daufar á bragðið.
Til dæmis um það má nefna
sögu, sem er þjóðkunn. í „Is-
lenzkri fyndni“ er hún sögð á
þenna veg:
„Kunnur maður mætti sr.
Bjarna.
Ég var að skíra hjá þér í
gær‘, sagði sr. Bjarni.
„Nú, var það í austur- eða
vesturbænum?“ spurði maður-
inn.
„Nei, það var í miðbænum“,
svaraði sr. Bjarni“.
Þegar sagan er sögð á þenna
veg, er ekki til snefill af
fyndni í henni, nema ef það á
að teljast fyndni, að eiga ó-
skírð börn á þremur stöðum í
Reykjavík. Hér fellur hvert
orð eins og það mundi falla hjá
einfeldningum, og ekki til
glott, sem gægist að baki ein-
feldninni. En eins og sagan ei1
sögð manna á milli . er hún
góð:
„Ég var að skíra hjá þér í
gær‘, sagði sr. Bjarni.
„Var það í Vesturbænum?“
spurði maðurinn.
„Nei“, sagði sr. Bjarni.
j „Var það í Þingholtunum?“
j spurði maðurinn.
„Nei, það var í Skuggahverf-
inu“, sagði sr. Bjarni.
Ef- til vill hefir sagan ekki
verið svona í upphafi. En á
þenna veg er hún þá orðin „ís-
lenzk fyndni“, með þessu ein-
kennilega meinfýsna glotti,
sem gægist á bak við einfeldn-
ina, í leiknum með tvíræð orð.
Fleiri kunnar sögur má
1 nefna, sem hafa tapað blæ-
i brigðum 0g fínleik við að vera
: skrásettar í þetta kver, frá því
sem þær hafa á alþýðuvörum.
: Og það virðist stafa af því, að
sá er þeim hefir safnað,
kunni ekki skil á fyndni og
einfeldni. Að minnsta kosti er
! víst, að í fjölmörgum sögun-
! um er ekkert að finna, nema
i galtóma einfeldnina. Og um
i sumar þeirra virðist það ekki
vera af því einu, að safnand-
inn hafi verið óheppinn að
færa þær í stílinn. Því verður
að vísu ekki neitað, að færa
má nokkur rök að því, að sum-
j ar skrítlur um flón má telja til
fyndni, ef þær eru vel sagðar.
En það er dapurlegt, hvað þær
j eru margar og dauflega sagð-
! ar í þessu fyrsta safni ís-
: lenzkrar fyndni.
Vel má vera, að Gunnar
! Sigurðsson geti sagt kunningj-
, um sínum þessar sögur vel,
j þegar vel liggur á honum.
Sumir ná við slíkar frásagnir
því í málróm sinn, sem eklci
verður náð í stílinn, þegar
sögurnar eru ritaðar. En ef
þetta er rétt til getið, þá haldi
| hann áfram að segja sögurnar,
en láti það alveg liggja hjá
I garði, að rita þær. Með því, að
rita þær, gefur hann ranga
mynd og allt of fátæklega af
íslenzkri fyndni. A.
Framsótnarfélögin
í Reykjavík
halda fund í Kaupþíngssalnum
ki. 4 á sunnudag.
Nánar anglýst síðar.
Reykvíkingar! Munið að ]
þessar 7000 kr. eru spegil-
mynd af framkomu íhaidsins.
Það níðist á atvinnulausu
fólki, lætur mann eins og Jak-
ob Möíler, sem fær 16 þús. kr.
fyrir að gera ekki neitt, halda
æsingaræður gegnum hátalara
til að spotta fátæklingana,
sem úti standa og gera þá
hamstola. Og þegar íhaldið er
svo búið að koma óeirðunum
af stað, þá eys það út pening-
um eins og- drukkinli maður,
fyrir rannsókn, sem þeir gátu
látið starfslið lögmanns gera
fyrir lítið.
7000 krónur fyrir tvö óeirða-
mál! Á skrifstofu lögreglu-
stjóra eru rannsökuð og af- |
greidd hundruð mála á ári. —
Hvað ætti það að kosta, eftir
þessum taxta!
Iþróttamenn!
Hverjum treystið þið bezt
til að flýta því, að sundhöllin
verði fullgerð?
Viljið þið fá góða íþrótta-
og leikvelli? Hverjir eru líkleg-
astir tii að styðja ykkur til
þeirra mála?
Viljið þið fá fullkomin í-
þróttahús ?
Hvaða manni á C-listanum
getið þið trúað eins vel fyrir
ykkar málum og Guðm. Kr.
Guðmundssyni ?