Nýja dagblaðið - 13.01.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.01.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, laugardaginn 13. janúar 1934. 10. blað ÍDAG Sólaruppkoma kl. 10.04. Sólarlag kl. 3.09. Flóð árdegis kl. 3.25. Flóð síðd. kl. 3.55. Veðurspá: Minnkandi norðanótt. Úrkomulaust. Kaldara. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3.20 —9.50 Söfii, skriístofur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 Alþýðubókasafnið.......opið 10-10 Landsbankinn .... opinn kl. 10-1 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-1 Útvegsbankinn .... opinn kl. 10-1 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg .................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréíapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðaríélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél...Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið kl. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-4 Eimskipafélag ísland .... opið 9-4 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10-12 og 1-4 Stjórnarróðsskrifstofurnar opnar 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Lögregluvarðstofan opin allan sólarhringinn. Baðhús lleykjavíkur .... opið 8-8 Helmsóknartimi sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 3-4 Landakotsspítalinn ........... 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ................... kl. 1-5 Fæðingarheimilið, Eiríksgötu 37, 1-3 og 8-9 Sólheimar ................. kl. 3-5 Næturvörður í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir: Jón Noxdand Laugav. 17. Sími 4348. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Húsið á öðrum endan- um kl. 9. Gamla Bíó: Útvarpskvöldið mikla, amerísk mynd, kl. 9. 66 nýja kaupendur fékk Nýja dagblaðið í gær. - Innan skamms verður það útbreiddasta og víðlesnasta blað landsins. Útbreiðsla Nýja dagblaðsins hefir gengið mjög greiðlega frá upphafi og er nú þegar orðin miklu meiri en nokkur maður hafði búizt við áður en útgáfa blaðsins hófst. Blaðið hefir nú kaupendur, fleiri og færri, í öllum héröðum lands- ins, en sérstaklega er það út- breitt í Reykjavík og ná- grannaþorpum hennar. örust hefir þó útbreiðslan orðið síðan um áramót. Er það meðal ann- ars af því tvennu, að tímarit- ið „Dvöl“, sem kemur út á hverjum sunnudegi og áskrif- endur fá ókeypis, hefir þegar náð miklum vinsældum, og svo af hinu, að blaðið hefir, að al- manna dómi, rætt bæjarmálin miklu ítarlegar og af meiri vandvirlmi en Reykvíkingar hafa áður átt að venjast í gömlu dagblöðunum. Auk þess er svipur blaðsins, niðurskipun efnis, fjölbreytni og ritháttur með meira nútíma sniði en áður hefir þekkst í íslenzkum blöðum. 1 gær gerðust 66 menn á- skrifendur að blaðinu. Blaðið þakkar hinar góðu viðtökur almennings og mun gera allt sitt að vera þeirra verðugt. Enda eru því meiri möguleikar til að gera blaðið vel og glæsilega úr garði, sem útbreiðslan er meiri. r Utvarpsumræðurnar sem Framsóknarflokkurinn hefir genffizt fyrir, um bæjarmál Reykjavíkur, hefjast á mánudagskvöld og enda á miðvikudagskvöld. Dagskrá útvarpalns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Iindurtekning frétta o. fl. 18,45 Bamatími (Bjanii Bjai’nason kennari). 19.10 Veðurfi’egnir. 19,20 Tilkynningai’. 19,25 Tónleikar (Út- vai’pstríóið). 19,50 Tilkynningar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Leiki'it: „Bi’úðuheimili" Ibsens (Soffía Guðlaugsdóttir, Gestur Pálsson, Hjörleifur Hjói’leifsson, Nína Jónsdóttir, Tómas Hallgrims- son), 22,00 Danslög til ki. 24,00. Framsóltnarfélögin í Reykja- vík gengust fyrir því í fyrra- vetur, að hafðar væru um- ræður í útvarpið um bæjarmál Reykjavíkur. Ihaldsflokkurinn var mjög á móti því, og sagði Jón Þorláksson, að hann væri mótfallinn því að ræða mál- efni „einstakra hreppsfélaga“ í útvarpið fyrir öllum lands- lýð. Fyrir atbeina Framsóknar- manna er þetta þó orðin sið- venja, að ræða bæði landsmál og bæjarmál Reykjavíkur í út- varpið. Má það og telja nauð- syn, þar sem ekkert fundar- hús er hér til, þar sem allir I þeir, er óska að hlusta á um- ræður um þessi mál, geta rúm- ast í, og útifundir ómöguleg- ir, bæði sökum veðráttu og háreysti, er hópar óróaseggja gera á slíkum fundum, þegar þeir þola ekki að hlusta á rök. Fulltrúaráð Framsóknarfélag- anna í Reykjavík gekkst einn- ig fyrir því nú, að umræður um bæjarmál færu fram í út- varpið, fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar. Ritaði stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna í Reykjavík hinum flokk- unum bréf strax þegar listi flokksins var ákveðinn, og óskaði eftir, að þeir tækju þátt í útvarpsumræðum þessum. Ákveðið er nú, að umræður þessar fari fram næstkomandi mánudag, þriðjudag og mið- vikudag. Umræðurnar byrja j kl. 8l/2 og verður ræðutími hvers flokks 35 mínútur. Fyi-sta kvöldið verður ein 35 mínútna ræða frá hverjum flokki. Annað kvöldið 35 mín- útur, tvískipt og ræður hver flokkur hvernig hann skiftir tímanum. Þriðja kvöldið verða umferðir flokkanna tvær, 20 mínútur fyrri umferðin en 15 mín. sú síðari, en frjálst er flokknum að skifta tíma þess- j um eftir vild og láta eins marga tala og þeir óska. Röð flokkanna í umræðunum verður þannig: 1. Alþýðu- flokkurinn, 2. Framsóknarfl., 3. þjóðernissinnar, 4. kommún- istar og 5. Sjálfstæðisfl. — Verður röðin eins öll kvöldin. Æsíngar í franska þinginu út af Staviski- hneykslinu. Normandie kl. 0.05 12/1. FÚ. Þegar franska þingið kom saman í gær til þess að ræða um Staviski fjársvikin í Bay- onne, var meiri mannfjöldi við- staddur á áheyrendasvölunum en nokkru sinni í síðastliðin 4—5 ár, og fyrir utan þing- húsið hafði einnig safnast sam- an múgur manns. Forsetinn hélt fyrstur ræðu, og lofaði Frh. á 4. síðu. Nazistar neita að afhenda iík van der Lubbe. Kalundborg kl. 17 12/1. FÚ. Þýzk yfirvöld hafa neitað um, að lík van der Lubbe yrði flutt úi’ landi og jarðað í Hol- landi, en um það hafði beiðni komið fram. Brezkt orustuskíp strandar. Kalundborg kl. 17 12/1. FÚ. Ofsarok var á Ermarsundi síðdegis í gær, og varð skipið „Mauritania", meðal margra annara, er tafir hlutu af veðr- inu. Eitt af stærstu orustu- skipum brezka flotans, Nelson, strandaði við Portsmouth í veðrinu, og bar skipið svo hátt á land upp að björgun er talin óhugsandi. Nelson er eitt af stærstu herskipum í heimi, hljóp af stokkunum í sept. 1925. Áhöfn skipsins var 1300 manns. Hverjir taka við völdum í Noregi? Hið nýkjörna Stórþing kom saman í fyrra- dag. Vinstrimannaflokkurinn ræður úrslitum. Við kosningarnar í haust vann verkamannaflokkurinn þar í landi stórfelldan sigur. Hann jók þingmannatölu sína ! um 22 og fékk 69 þingsæti af j 150. Borgaralegu flokkarnir hafa því alls 81 fulltrúa. Verkamannaflokkurinn krafð ist þess í fyrstu að taka við : völdunum strax. En slíkt er ; móti gildandi venju í norskum ! stjórnmálum. Stjórnarskifti ; hafa aldrei farið fram í Nor- ! egi nema um þingtímann. Og i Stórþingið kom ekki saman fyrr en, þetta, 11. janúar. Fyrst eftir kosningamar var það þó af flestum talið sjálf- sagt, að verkamannaflokkur- inn tæki við völdunum, er þing kæmi saman. Stjórnarflokkur- inn einn, vinstrimenn, létu lít- ið uppi um það, sögðu það eitt, að hvað biði síns tíma. Þegar frá leið og hugimir kyrrðust, fóru líka að heyrast aðrar raddir frá borgaraflokkunum en að rétt væri að sleppa völd- unum fyrirhafnarlaust til verkamannaflokksins. Þá var líka farið að gefa því gaum, að verkamannafl. norski væri mjög byltingasinnaður, stæði nærri kommúnistum. En nú er það stjórnarflokk- urinn, vinstrimenn, sem allt veltur á. Sá flokkur stendur yzt til vinstri meðal borgara- legu flokkar.na Þó að hann biði nokkurt manntjón í kosn- ingunum er hann enn nógu mannsterkur í Stórþinginu til að ráða þar úrslitum. Hann á þar 23 fulltrúa. Öðru megin við hann eru 59 fulltrúar hægri flokkanna, vinstra meg- in 69 fulltrúar verkamanna. Með hægri flokkunum hefir hann 81 fulltrúa af 150, með verkamönnum 91, í nóvember og framan af desember var allmikið rætt uns samsteypustjórn allra borgara- legu flokkanna og sameiginlega starfskrá og áætlún fyrir kjör- tímabilið. Hægri flokkaniir kenndu því um ósigurinn, að þeir hefðu aðeins hugsað um vörn en ekki sókn. Nú yrði að hefja sóknina. Og markið væri glöggt: Endurreisn hins borgaralega þjóðfélags. Með baráttu fyrir þeirri endurreisn mundu borgaralegu flokkarnir geta endurreist tiltrú sína. Hinsvegar mundi þríggja ára varnaraðstaða enn — auk þess sem orðið var — verða bana- biti allra borgaralegra stjórn- mála og þjóðarinnar. Vinstri flokkurinn á völina og kvölina. Ef hann er nógu sterkur og samstæður, er að- staða hans góð. Og það skilur hann. I blöðum sínum og alls- staðar á opinberum vettvangi setur hann dæmið, sem nú á að leysa, fram á þennan veg: Um 60% kjósendanna vill eins mikla eða meiri gætni í þjóð- félagsmálum og við vinstri- menn, um 65% kjósendanna vill eins miklar eða meiri um- bætur, breytingar eða bylting- ar en við. Einmitt við erum bezti samnefnari þjóðarinnar, og við eigum að fara með völd- in áfram. Nú setjum við upp okkar starfsskrá og stefnuskrá fyrir kjörtímabilið. Og nú fáið þið, bæði til hægri og vinstri, að velja um, samþykkja eða hafna. Vinstri menn tóku að vísu til athugunar hugmynd- ina um borgaralegu samsteypu- stjórnina. En umræðurnar um þá hugmynd eru nú með öllu Framh. á 2. síðu. Lesið kosningafrétt- irnur fró Hafnarfirði k 4. síðu. / lhaldið tapaði.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.