Nýja dagblaðið - 13.01.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 13.01.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGB L ABIS NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefendi: „BlnOaútgáfan h/f‘ Ritstjóri: Dr. phil. þorkell Jóhanue»aon. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og2S53. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœt: 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfvis Guömundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Aeta. 3 af D-listanum. Bæ j arst j órnarkosningarnar geta eins og útlitið er nú, far- ið á þrennan hátt: 1. Að íhaldsflokkarnir, Naz- istarnir og „Sjálfstæðið“, komi báðir til samans að 8 fulltrú- um. 2. Að kommúnistarnir komi að einum manni og íhalds- flokkurinn 7. 3. Að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn komi til samans að 8 bæjarfulltrúum. I fyrsta tilfellinu myndu nazistarnir, E-listinn fá 1—2 íulltrúa. Þá gætu þeir vegma aðstöðu sinnar, ef þeir eru dá- lítið harðsnúnii-, ráðið flestu því, sem þeir vilja. Þeir geta alltaf sett Sjálfstæðinu kost- ina. Þá verður óstjórnin að vísu í sama horfinu, en fram- kvæmd með meira „sprelli“ og yfirlæti og allri umbótavið- léitni sýnd ennþá ósvífnari yfirgangur. Móti slíku ófremd- arástandi verða allir frjáls- huga menn að berjast til hins ítrasta. Samkvæmt yfirlýsingum kommúnista, hljóta þeir að vera á móti öllum umbótum þess „borgaralega þjóðfélags“, sem þeir svo kalla. Þeir eru því í reyndinni stuðningsmenn íhaldsins. Alþýðuflokkurinn getur ekki komið að nema fimm fulltrú- um. Hann kom ekki að nema fimm fulltrúum síðast og sú fylgisaukning, sem fíokkurinn hefir fengið síðau, sem sjáií- sagt er þó einhver, gerir ekki meira en að vega upp á móti því, sem síðan er horfið þaðan til kommúnista. Þeir sem vilja umbætur á hag bæjarbúa og stjórn bæjar- ins gera því hyggilegast í því að kjósa D-listann, lista Fram- sóknarmanna, og stuðla að því, að hann komi þrem mönnum inn í bæjarstjórnina. Með aðstoð Alþýðuflokksins, ef bæjarstjórnin yrði svona skipuð, myndi Framsóknar- flokkurinn vafalaust geta gert stórmiklar umbætur á stjórn bæjarins án þess að þær þyrftu að vera bundnar við þær sérkreddur Alþýðuflokks- ins, sem margir umbótamenn eru mótfallnir. Meirihlutavald íhaldsflokks- ins er að hrynja. Munið það, bæjarbúar, að Framsóknarflokkurinn kom að tveim mönnum 1930, þegar andstæðingarnir sögðu, að hann fengi ekki nema 350 atkv. og kæmi engum að. Nú er tak- markið:. Þrlr menn af D-listanum. Fáfækraframfærið Umbótatillögur Framsóknarfulltrúanna, Aðalbjargar Siguröardóttur og Hermanns Jónassonar, sem bornar voru fram tyrir tveim árum og svæídar at íhaldsmeiri- hlutanum 1 bæjarstjórninni. Fátækraframfarið eykst jafnt oq þétt. Það er nú víst orðið öllum ljóst hér í bænum, nema Jóni Þorlákssyni og allra þrengstu íhaldsklíkunni, að hnignun framleiðslunnar og þar af leið- andi hraðfara vöxtur framlaga til fátækraframfæris og óarð- gæfrar atvinnubótavinnu, stefn ir að bráðu hruni fyrir allt bæjarfélagið. Menn sjá þetta fljótt með því að líta á línuritið, sem birt- er með þessari grein. Fátækra- lramfærið hefir hækkað jafnt og þétt um á annað hundrað þúsund krónur á hverju ári. Og seinni árin bætist svo at- vinnubótavinnan ofan á. Ái-ið 1925 er fátækrafram- færi, ásamt sjúkrastyrkjum, auk berklavarna kr. 410.079.82, en árið 1932 er þessi sami lið- ur orðinn kr. 870.091.60. Og nú milli jóla og nýjárs var þessi liður orðinn kr. 916.020.08 íhaldið lætur þetta danka svona og aðhefst ekki neitt. Tlllögur ASalbjargar Slgurð- ardóttur og Hermanns Jón- assonar. Fyrir tveimur árum var fá- tækrastyrkurinn til þurfamanna lækkaður um 20%. í stað þess að greiða þurfamönnum 1 kr. á dag á hvern mann á heimil- inu, var þetta fært niður í 80 aura. Þetta er eina ráðið, sem íhaldið hefir fundið til lækk- unar, en það hefir eklri dugað eins og skýrslurnar sýna. I tilefni af þessu Komu þau A. S. og H. J. fram með eftir- farandi tillögur: 1. Að fátækralækni, land- lækni, lærðri hjúkrunarkonu og hagstofustjóra verði falið að ransaka hve háan fátækrastyrk þurfi að veita þurfalingum til matar, ljóss, hita og fata, til þess að þurfalingarnir hafi sæmilegt lífsframfæri, og styrkjum sé síðan útbýtt eft- ir föstum reglum samkvæmt niðurstöðum þeirrar rann- sóknar. 2. Að gert sé útboð á öllum matvælum og eldsneyti handa þurfamönnum og samið við þann, er býður bezt kjör, fyrir tiltekið tímabil. Á þennan kaupmann gefi svo fátækra- stjórnin út ávísanir til þurfa- manna. 3. Að gert sé útboð í öll hús- næði, sem bærinn þarf að leigja fyrir þurfamenn. 4. Að komið verði á fót saumastofu, þar sem konur, er þess eru mest þurfandi, fái vinnu. Saumastofa þessi saumi fatnað, aðalllega úr íslenzku efni, fyrst og fremst handa þurfamönnum. 5. Að stefnt sé að því að j koma á fót föstu mötuneyti, fyrst og fremst fyrir þá þurfa- menn, sem kjósa fremur að borða í slíku mötuneyti, en að matreiða fyrir sig sjálfstætt og ennfremur fyrir aðra þá þurfamenn, sem fátækrastjórn- in telur hentara að þar borði. í sambandi við mötuneytið skal komið á fót matreiðslunáms- j skeiðum, þar sem húsmæður geti ókeypis lært að búa til ódýran, hollan og óbreyttan j mat. j 6. Að byrjað sé að vinna að því, að bærinn eignist jarðir | og lönd á hentugustu stöðum hér austanfjalls, helzt nálægt jarðhita, þar sem þeir þurfa- menn er þess óska og fátækra- stjórn þykir henta, geti fengið jarðnæði, enda leggi bærinn ! þeim til bústofn og hjálpi þeim j til að byrja búskap á jarð- næðinu. Misrétti í styrkveitingum tii þurfamanna. Það er mjög mikils virði, að fá úr því skorið af sérfróðum mönnum, hve mikið styrkþeg- bætist aliur atvinnubótastyrkurinn. Jv 00 * £ ' VK j - J l ji» - L j . -n arnir þarfnast til þess að geta lifað viðunandi lífi. Nú leikur það orð á, að fátækfingunum sé mismunað, og það stórkost- lega. Þeir sem eru aðgangs- harðastir og ná persónulegri aðstöðu hjá fátækrafulltrúun- um og borgarstjóra, bera mest úr býtum og hafa það gott. Aðrir, sem eru óframfærnari, búa við mjög þröngan kost. Með því að nota þá aðferð, sem A. S. og H. J. stungu upp á, var fundin regla, sem hægt var að fara eftir, og með henni var allt misrétti og öll mis- munun útilokuð. Útboð — Saumastofa. Þær tillögur, að bjóða út op- 1 ! inberlega útvegun á matvæl- I um, eldsneyti og húsnæði handa . þurfamönnunum, er svo sjálf- sagður hlutur, að undarlegt er, 1 að bænum skuli hafa haldizt uppi að gera það ekki. ! Saumastofan og mötuneytið myndi og hafa orðið til mjög mikils gagns, enda hafa hvað eftir annað komið fram tillög- ur í bæjarstjórninni síðau, í sömu átt. i I a i lili Jarðnæðl handa þurlamönn- um. Margir af þurfamönnum bæj- i arins eru hingað fluttir úr ; sveit, í þeirri von að verða ofaná í lífsbaráttunni. En þetta I hefir mistekizt og nú búa þeir hér við þröngan kost, sjálfir . með sína fjölskyldu. Margir j þessara manna hafa lamaða Síðan 1925 hefír fátækraframfærið i Reykjavík aukizt um 126°o og þar við Fátækrairamtæri og atvinnubotavinna 1924—'32 Strykuðu súlupartarnir morkja atvinnubótavinnu. Höfum til: Eggjakassa og eggjaumbúðir 8amb. ísl. samyinnuféi. starfskrafta og komast því ekki í almenna vinnu, þar sem samkeppnin er mikil. Marga af þessum mönnum langar til að flytja aftur í sveit og stunda búskap; þeir geta það ekki, þn vantar veltufé; þeir eiga ekki kost á jarðnæði; þeir eru bundnir hér eins og fangar. Erlendis hefir fjölda manna verið hjálpað til þess að flytja aftur í sveitina og hefir það reynst ágætlega. Andvaraleyslð heldur áfram. Síðan þessar tillögur komu fram og voru svæfðar af i- haldinu, hefir fátækraframfær- x ið hækkað á þriðja hundrað þúsund krónur. Með því að setja sérstaka stjórn yfir þessi mál bæjarins, sem nú gleypa á aðra miljón af tekjum bæjar- sjóðs, má tvímælalaust koraa á þau því skipulagi, að fátækra framfærið lækki stórkostlega og fátæklingarnir hafi þó betri lífskjör en þeir hafa nú. En vitanlega verður þetta aldrei gert, meðan íhaldið er við völd því það hefir fdfit hverja ein- ustu umbótatillóg-j, sem hefir komið frm. í þessa átt. Atriði, sem ekkl má gleyma. En þótt fátækraframfærið væri lækkað með nýrri yfir- stjórn og bættu sktpulagi, má ekki gleyma því, að rnjög mik- ið af hækkun fátækrafram- færzlunnar stafar af rýmun framleiðslunnar og þar af í.;ið- andi auknu atvinnuleysi í bæn- um. Sést þetta bezt á því, að fátækraframfærið til fullorð- inna manna (þ. e. yfir 16 ára) fer alltaf mest fram úr áætl- un og er komið um 100 þús. kr. fram úr áætlun á fyrra ári. Grái hluti súlunnar með ská- strikunum — atvinnubótavinn- an — er líka í raun og veru styrkur lagður fram úr bæjar- sjóði, án þess að við það skap- izt sambærileg verðmæti. Því meira, sem framkvæmdirnar í bænum ganga saman, því hærri verður þessi súla, en það þýð- ir að því minni sem gjaldgeta borgaranna verður, þvi þyngri verða byrðarnar, sem bærinn verður að leggja þeim á herðar. Það getur hver og einn sagt sér það sjálfur á hvem hátt svona fjármálastefna endar. Eina lausnin, sem til er á þessu máli, er að hrinda íhaldinu frá völd- um, breyta um stefnu í atvinnumálum bæjarins og auka framleiðsluna. Kjósið D-littann

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.