Nýja dagblaðið - 23.01.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.01.1934, Blaðsíða 1
NYJA DA6BLAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 23. janúar 1934. 19. blað / DAG Sólamppkoma kl. 9.40. Sólarlag kJ. 3.40. Flóð árdegis kl. 11.10. Flóð siðdegis kl. 11.45. Veðurspá: Vestan eða norðvestan köldi. Dálítil snjóél. ICaldara. I.jósatimi hjóla og bifreiða kl. 3,40 —9,35. SKin, skrlÍBtotur o. IL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 pjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Nóttúi'ugripasafnið .... opið 2-3 Alþýðubókasafnið..opið 10-10 Landsbankinn .......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ........ opinn 10-3 IJtvegsbankinn ........ opinn 10-4 l.'tbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsíminn ............. opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12ogl-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. isl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið...........opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bœjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12ogl-4 Tryggingarstofnanir ríkisins opnar kl. 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Lögregl u varðstof an opin allan sólarhringinn. Baðhús Reykjavikur .... opið 8-8 Heimsóknartimi sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 l.andakotsspitttlinn ......... 3-5 Laugarnesspítaii ..... kl. 12%-2 Vifilstaðahœlið 12y2-l% og 3y2-4y2 Kleppur .................. kl. 1-5 Fæðingarheimilið, Eiríksgötu 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar.........kl. 11-12 og 3-5 Næturvörður í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturiæknir: Bergsveinn Ólafsson Suðurg. 4, sími 3677. Skemmtanir eg samkomnr: Nýja Bíó: Verjandi hinna ákærðu kl. 9. Gamla Bíó: þrír skálkar kl. 9. Fundur Framsóknarfél. Reykjavík- ur i Sambandshúsinu kl. 8%. Samgöngur og póstierðir: Suðurlandspóstur kemur. Lyra frá Bergen. Dagskró útrarpatns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregn- ir. 19,20 Tilkynningnr. - Tónleik- ar. 19,30 Erindi Iðnsambandsins: Um steinsteypu. III (Steinn Stein- sen verkfræðingur). 19,55 Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Um leiklist (Harald- ur Björnsson). 21,05 Tónleikár: Cello-sóló (þórhaliur Árnason). Grnmmófónn: Haydn: Symphonia nr. 2 í D-dúr (London Symhoni- an). — Danslög. Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík íhaldið nær 8 fulltrúum í bsejarstjórnina með tilstyrk nazista, en fær þó ekki fullan helm- ing greiddra atkvæða. Bjarni Benediktss Jakob Möller . . Guðrún Jónasson Guðm. Eiríksson Jóhann Ólafsson Sig. Jónsson . . Pétur Halldórss. Listi Framsóknarmanna, D- listinn fékk 1015 gild atkvæði og kom að einum manni. Atkv.: Herm. Jónasson .. hlaut 1004 Listi nazista, E-listinn, fékk 399 atkv. og kom engum að. Atkvæðatalan sem fellur á hvern fulltrúa er þannig fund- in út, að fyrsti maður á lista fær öll atkvæði listans, sé hann hvergi strikaður út, eða færð- ur til. 2. maður öll atkvæði listans að frádregnum V30 allra þeirra atlcvæða er listinn fær. 3. maður V30 atkvæða minna en 2. maður o. s. frv. Hvernig sætin skiftast á milli listanna fer eftir hlutfalli þannig, að 1. maður fær öll at- kvæðin, 2. maður helming, 3. maður þriðjung o. s. frv. Allir efstu menn listanna hafa eitthvað verið strikaðir út, eða fluttir til. Stefán Jóhann Stefánsson hafa 2 strikað út. Talning atkvæða var lokið ; um ld. 11 á sunnudagsmorgun. En þá var eftir að ganga frá j vafaatkvæðum og reikna út at- kvæðatölu hvers fulltrúa af þeim, sem komust að. Var það gert í gær. Úrslit kosninganna urðu, sem hér segir: Listi Alþýðuflokksins, A- listinn, fékk 4675 gild atkvæði og kom að 5 mönnum: Atkv.: Stefán Jóh. Stef. . . hlaut 4673 Jón Á. Pétursson .. — 4516 Ólafur Friðriksson . — 4361 Guðm. R. Oddsson — 4205 Jóhanna Egilsd. . . — 4050 Listi kommúnista, B-listinn, fékk 1147 gild atkvæði og kom að einum manni: Atkv.: Bjöm Björnsson . . hlaut 1144 Listi íhaldsmanna, C-listinn, fékk 7043 gild atkvæði og kom að 8 mönnum. Atkv.: Guðm. Ásbjörnsson hlaut 7025 — 6786 — 6431 — 5409 — 6099 — 5864 — 5631 — 5469 Björn Bjarnason hafa 2 strikað út. Guðmund Ásbjörnsson hafa 19 strikað út. Hermann Jónasson hafa 10 ; strikað út. Margir voru strikaðir út eða færðir til á C-lista, en Jakob Möller þó langmest. Höfðu 141 j strikað hann út eða fært hann niður. Atkvæði hafa skiftst milli I listanna í hundraðshlutum, sem ; hér segir: A-listinn....... 32,57 % B-listinn....... 7,99— C-listinn . . . . 49,05— D-listinn....... 7,07— E-listinn....... 2,78— Auðir voru 56 seðlar en 22 ógildir. Á kjörskrá voru 17.841 en 14.335 kusu, þar af 527 utan kjörstaðar, eða rúml. 80% af öllum er atkvæðisrétt höfðu. Samkvæmt gjörðabókum und- irkjörstjómanna höfðu 14.335 kosið, en við talningu koma fram 14.357 atkvæði eða 22 atkvæðum fleira en samkv. gjörðabókunum. Umboðsmaður D-listans óskaði eftir að rann- sakað yrði hvemig á þessum 22 atkvæðum stæði, en kjör- stjómin neitaði því. Umboðs- maðurinn óskaði >á eftir að fá athugasemd þessa bókaða, en því neitaði kjörstjórnin einnig. Gleymt mál fundið Nýlega telur ítalskur mað- ur, Francesco Pironti, sig hafa leyst þraut, sem reyndir mál- fræðingar hafa fengizt við í tvær aldir, en það er að þýða rúnir, sem skrifaðar eru á et- rúsku. Þetta mál, sem nú er gleymt fyrir löngu, var talað af íbúunum þar sem Róm er nú og þar í nánd, mörgum öld- um fyrir Krist. Vegna þess, að mikið er til af rúnum og rit- verkum ýmsum á máli þessu, hefir það orðið málfræðingum hin mesta dægradvöl. Eru þekkt um 8500 slík verk og má gera ráð fyrir, að af því mætti fá mikinn fróðleik um for- tíðina, ef hægt væri að lesa málið. Fram til þessa tíma telja málfræðingar sig hafa fundið um 300 orð úr máli þessu, sem þekkzt hafa á skyldleika við orð í öðrum málum. En nú telur Pironti sig hafa samið tæmandi orðlista og fundið nægilega málfræði til þess að lesa megi texta á etrúsku. Mussolini hefir tjáð Pironti þakkir sínar fyrir þetta afrek. En svo hlálega vill til, að hann gerði sama við mann, sem þóttist hafa leyst sömu raun fyrir nokkrum árum og gaf honum auk þess 30 þús. lírur sem verðlaun. Þá reyndust vera svik á- ferðum. Og yfirleitt eru mólfræðingar, sem við þessa. hluti hafa fdngizt, ekki sterktrúaðir á þessa uppgötvun Vígbúnadnr Japana í OTanclmriu. Berlín kl. 11.45 22/1. FÚ. Ritari kommúnistaflokksins í Austur-Síberíu, Lavrentin, hélt ræðu í gær í Khabarovsk, og sagði frá undirbúningi Japana undir stríð í Austur-Asíu. 1 Manchuríu hefðu þeir byggt 50 flugvelli, auk þess sem þeir hefðu lagt 2000 kilometra af vegum til hergagnaflutninga og- 1000 kilometra af járn- brautarteinum. Hann kvað Rússa nú vera að undirbúa aukningu á flutningamöguleik- um sínum í Austur-Siberíu, því að úrslit væntanlegs stríðs væru að mestu komin undir því, að flutningar tækjust vel. Mesta erfiðleikann kvað hann þó vera þann, að Trans-Siberíu járnbrautin lægi aðeins á ein- földum teinum, og væri því í ráði, að koma upp herbúðum þar eystra, og verksmiðjum til framleiðslu hergagna þar á staðnum. Gj aldeyrisf r um- varp Roosevelts. London kl. 19.50 21/1. FÚ. Fulltrúadeild Bandaríkja- þingsins samþykkti í gær frv. Uoosevelts um gjaldeyrismálin, með 360 atkvæðum gegn 40. Republikar gevðu nokkrar breytingartillögur við frum- varpið, en þær voru skyndilega felldai*. Við atkvæðagreiðsluna slriftust flokkarnir nokkuð; tveir Demokratar — þ. e. flokksmenn Roosevelts — greiddu atkvæði á móti frum- varpinu, en 68 Republikanar með því. Frumvarpið fer nú til öld- ungadeildarinnar, og er gert ráð fyrir, að hún geri nokkrar breytingar á því, einkanlega að því leyti er snertir ákvæði þess um silfurgjaldeyri. Þessi skýrsla ej- mjög at- hyglisverð. Af henni má sjá, að í raun og veru er það að- eins tímaspursmál hvenær ó- friður brýzt út þarna eysti'a. Þótt Japanar í-eyndar neiti því, að þeir hafi nokkuð slíkt í huga, þá er þeim ekki trúað, og sízríaf þeim er til þekkja. Landskjálftarnir í Indlandi. London kl. 17 22/1. Ftí. Tvær skýrslur hafa verið birtar í dag af stjómarskrif- stofu Indlandsmála í London um afleiðingar jarðskjálftanna 15. jan. Eru skýrslur þessar byggðai- á skýrslum stjórnar- valdanna í Bihar og Orissa. Jafnvel nú, viku eftir jarð- skjálftana, hafa ekki náðst enn fullkomnar skýrslur, held- ur eru þær byggðar á lausleg- um áætlunum og fregnum frá ýmsum stöðum. Eins og nú standa sakir er vitað um 2000 manns er farizt hafa, samt sem áður er búist við, að miklu fleiri hafi farist. Það er nokk- ui’nveginn fullvitað, að aðeins 2 Evrópumenn hafa farist, hvorttveggja konur, en 4, tvær konur og tveir karlar, særst, og er allt þetta fólk brezkir þegnar. I skýrslunum er lögð áherzla á, að þegar í stað sé þörf á, að veita þeim, sem heimilislausir hafa orðið, húsa- skjól og hlý klæði, enda sé þetta kaldasti tími árs. önnur þörf, sem brýna nauðsyn beri til að bæta úr hið skjótasta, sé hreinsun vatnsbóla, í sveita- héröðum, þar sem vatnsbirgð- ír séu litlar. Héraðsstjórnin hefir tekið að séi', að láta boi’a 50 brunna, þar sem vatns- þöi'fin e r mest. I einni borg sluppu allir fangar úr fangelsi borgarinnar. Mjög er óttast, að konur þær, sem blæju bex-a, hafi yfir höfuð ekki komist af. Miklar skemmdir hafa oi’ðið á uppskeru, og það er einnig ótt- azt, að mikill hluti þeirrar uppskeru, sem ekki hefir beðið tjón af jai’ðskjálftunum, rnuni konxa að engum notum, vegna þess, að meii’i hlutinn, af myll- um í héraðinu er óstarfhæf- ui', eða þá, að vegir að myllun- um eru óhæfir til allrar um- l'erðar. Rauði kross héi'aðsins gei’ii’ sitt ítrasta til þess, að sjá hinum bágstöddu mönnum fyrir nothæfum klæðum og sængurfatnaði.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.