Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Side 1
NVJA DAGBIAÐIÐ
2* ár. Reykjavík, fimmtudaginn 15. febrúar 1934. 39. blað
1500 fallnir í Austurríki.
Herréttir stiórnarinnar ern teknir til
starfa. — Fyrsti líilátsdómnrinn var
kveðinn npp í gærdag og- aftakan fór
tafarlanst fram.
Fréttariiarar eriendra blaða lýsa binu hroðaiega blóðbaði.
í DAG
Sól^ruppkoma kJ. 8.28.
Sólarlag kl. 4.57.
Flóð árdegis kl. 6.20.
Flóð siðdegis ki. 6.40.
Veðurspá: Suðvestan eða vestan-
átt með snörpum hryðjum og'
éijum.
Ljósatimi lijóla og biireiða kl. 5.20
til kl. 8.05.
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
Jfjóðskjalasafnið ....... opið 1-4
Pjóðminjasafnið ......... opið 1-3
Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3
AlJjýðubókasafnið .. . .opið 10-10
Landsbankinn ......... opinn 10-3
Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3
Utvegsbanl’inn opinn 10—12 og 1—4
Utbú Landsb., Klapparst. opið 2-7
Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7VÍ
Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan ...... opin 10-5
Landssiminn ............ opinn 8-9
Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6
Búnaðaríélagið .. opið 10-12 og 1-4
Fiskiíél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6
Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda
opið 10—12 og 1—6
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipafélagið .......... opið 9-6
Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4
Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4
Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Lögregluvarðst. opin allan sólarhr.
Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
Bæjarstjórnarfundur í Kaupþings-
salnum kl. 5.
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............ kl. 3-4
Landakotsspítalinn ........ kl. 3-5
Laugarnesspítali .... kl kl. 12%-2
Vífilstaðahælið 12^-1% og 3%-4%
Kleppur .................. kl. 1-5
Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9
Næturvörður í Reykjavíkurapóteki
og lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Jón Norland Lauga-
veg 17. Sími 4348.
Skemmtanlr og samkomur:
Nýja Bíó: Við sem vinnum eld-
hússtörfin, kl. 9.
Gamla Bíó: Fimm kátar stelpur,
dönsk tal- og söngvamynd kl. 9.
Oddfellowhúsið: Dansskemmtun
Kvennad. Slysavarnafél. kl. 9.
Varðarhúsið: Skemmtun kl. 9.
Samgöngur og póstferðlr:
Suðurland til Borgarness.
ísland til Færeyja, Leith og Kbh.
Dagskrá útvarpslns:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15.00 Miðdegisútvarp.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir.
19.20 Lesin dagskrá næstu viku.
Tilkynningar. 19.30 Enskukennsla.
19.55 Auglýsingar. 20.00 Klukku-
sláttur. Fréttir. 20.30 Erindi: pjóð-
leg myndlist (Guðmundur Einars-
son). 21.00 Tónleikar: a. Útvarps-
liljómsveitin. b. Einsöngur (Pétur
Á. Jónsson). c. Danslög.
London kl. 21,15 13/2. FÚ.
Fregnirnar frá Austurríki
eru aðalfréttir þessa kvölds.
Ástancfyið er mjög alvarlegt,
sem meðal annars sést á því,
að mjög er nú orðið erfitt að fá
fregnir um það, sem raunveru-
lega er að gerast í Vín.
Frettaritari BJaðsins Daily
Telegraph, mr. Geddes, sendir
blaði sínu svohljóðandi fregn-
skeyti í kvöld.
„Ég hefi verið vottur allra
þessara hryllilegu atburða, sem
verið hafa að gerast í Vín und-
anfarna þrjá daga. Orustunum
hél áfram alla nóttina og mér
er óhætt að segja, að það var
barist því grimmara, sem nær
dró morgninum. Eftir að her-
lið stjórnarinnar hafði hrakið
jafnaðarmenn úr stöðvum sín-
um í miðliluta borgarinnar,
bjuggust þeir til varnar í út-
hverfum borgarinnar í hinum
nýju verkamannabústöðum. Kl.
9 í morgun var svo komið, að
aðalvígi jafnaðarmanna voru
hinir geysimiklu verkamanna-
bústaðir -—- Karl Marx-húsin
svonefndu, sem eru um hálfa
en^ka mílu á lengd. Mér tókst
að komast alla leið þangað, en
var hvað eftir annað stöðvaður
af lögreglu og hermönnum og
leitað á mér að vopnum. Þeg-
ar ég kom, voru fjölmennar her
sveitir að síga að, búnar hríð-
skotabyssum og sprengjum og
fóru þær með mikilli varúð og
leituðu skjóls hvar sem þess
var auðið, því öðru hvoru féllu
skot út úr húsunum. Svo hófst
ógurleg skothríð. öll glugga
tjöld voru dregin niður í hús-
unum, en hersveitimar skutu
látlaust á glugga, og einkum
þar sem eitthvað kvikt sýndist
inni fyrir. Þessu hélt áfram
þangað til íbúarnir gáfust upp.
Alstaðar þar sem bardag-
ar hafa staðið, er hroðalegt um
að litast. Svo að segja hver
einasta rúða í ráðhúsinu er
brotin og kúlur og sprengju-
brot eru um allt eins og hrá-
viði. 1 allan dag hefir mátt sjá
fanga, sem .reknir eru eins og
fénaður í fangelsin og ganga
með uppréttum höndum milli
hermannaraða.
Enn er barist á ýmsum stöð-
um í Vín. En endirinn er auð-
sær. Stjómin mun bera sigur
úr býtum. En jafnaðarmenn
verjast eins og víkingar, hörfa
úr einu vígi þegar allar varnir
eru þrotnar, til þess að taka
upp baráttuna í því næsta, al-
Táðnir í að selja líf sitt eins
dýrt eins og vera má“.
London kl. 17 14/2. FÚ.
Samkvæmt fréttum, sem bor-
izt hafa frá Vínarborg, eftir
fréttariturum erlendra blaða,
linnir ekki bardögunum í Aust-
urríki enn. Aftur á móti hefir
stjórnin gefið út yfirlýsingu í
dag og tilkynnt, að hún hafi
hvarvetna náð yfirhöndinni.
Danskar útvarpsfregnir segja
mannfall til þessa hafa verið
1500.
Jafnaðarmenn hafa verið
hraktir með skothríð úr bæki-
stöðvum sínum í Florisdorf, en
þeir hafa tekið sér bækistöðv-
ar annarsstaðar, og þegar síð-
ast fréttist, var stjórnarliðið
búið að hefja skothríð á þær
stcðvar, og stóð bardagi yfir.
Skothríðin heyrðist um alla
borgina.
Fyrirskipanir hafa verið
gefnar út af stjórninni, um að
uppleyst skuli ýms félög jafn-
aðarmanna og eru tilnefnd 34.
Sérstakir herréttir hafa verið
settir á fót, og voru leiðtogar
jafnaðarmanna teknir fyrir þá
í dag. Einn líflátsdómur var
kveðinn upp og honum fram-
fylgt, en ekki er þess getið
hver hafi þannig verið tekinn
af lífi.
Vínarbúar, sem áttui fé sitt
í aðal sparibanka borgarinnar,
er verið hafði undir stjórn bæj-
arstjórnarinnar, þyrptust þang-
að í dag til þess að taka út
innieignir sínar, þar sem þeir
óttuðust að stjórnin myndi
gera allt fé bankans upptækt,
vegna þess að honum hafði
verið stjórnað af jafnaðar-
mönnum.
Ályktanir
írá tulltrúaráði Fram-
BÓkuarmanna í Norður-
Þingeyjarsýslu.
I. Fundur fulltrúaráðs og
félagsstjórnar Framsólmarfé-
lags Norðursýslu, haldinn að
Garði í Núpasveit 29. janúar
1934, lýsir yfir því áliti sínu,
að hann telur brottvikningu al-
þingismannanna Hannesar
Jónssonar og Jóns Jónssonar úr
Framsóknarfloldcnum í des. s.
1. hafa verið óumflýjanlega
vegna starfsemi flokksins í
framtíðinni.
II. Fundurinn ákveður að
halda fast við stefnu og starfs-
reglur þær, er samþykktar
voru á síðasta flokksþingi
Framsóknarmanna og lýsir
fullri andstöðu við hinn ný-
stofnaða Bændaflokk. I tilefni
af því, felur fundurinn deildar-
stjórum sínum að safna með-
limum í félagið.
III. Fundurinn lýsir ánægju
sinni á íramkomu þingmanns-
ins og viðhorfi til stefnumála
Framsóknarflokksins og felst
algerlega á þann samstarfs-
grundvöll sem ráðgerður var
af Framsóknar- og Jafnaðar-
mönnum í sambandi við sam-
komulagstilraunir um stjórnar-
myndun á s. 1. Alþingi.
Allar tillögumar voru samþ.
með samhljóða atkv.
Fundarstjóri var Pétur Sig-
geirsson á Oddsstöðum, en
fundarskrifari Sigurður Bjöms-
son á Grjótnesi.
Framsóknarfélag Norður-
sýslu nær yfir Norður-Þing-
eyjasýslu vestan öxarfjarðar-
heiðar, þ. e. Presthólahrepp,
öxarfjarðarhrepp, Fjallahrepp
og Kelduneshrepp.
Leon Blum
foringi franskra jafn-
aðarmanna heimtar
þingrof og nýjar kosn-
ingar.
London kl. 17 14/2. FÚ.
Franski jafnaðarmannaflokk-
urinn ákvað á fundi í dag að
styðja ekki Doumergue-stjórn-
ina á þingi á morgun. Leon
Blum var falið að tilkynna
Doumergue þetta og sömuleið-
is að krefjast þess, að hann
léti tafarlaust fara fram al-
mennar lcosningar.
Símar Nýja dagblaSsins:
Ritstjóri: 4373.
Fréttaritari: 2353.
Afgr. og augl.: 2323.
Útbrelðsla kyhsjúkdóma.
Nýja sjúkrahúsið á Landsspítalalóðinni.
Kynsjúkdómar hafa á síðari
árum töluvert aukizt hér á
landi. Auk þess hefir syfilis,
sem es skæðastur allra kyn-
sjúkdóma, orðið hér landlægur
síðan 1932. Hinar tíðu sam-
göngur við útlönd eiga sinn
þátt í þessu.
Það helzta, sem gert hefir
verið til þess að vinna gegn
veikinni, er að veita sjúkling-
um ókeypis læluiishjálp. All-
ströng lög um það, hvernig
þeir er veikjast skuli haga sér
hafa verið gefin út. Skulu
sjúklingar tafarlaust vitja
læknis og hlýða hans fyrir-
skipunum. Jafnvel hefir komið
fyrir að menn hafi verið dæmd-
ir eftir lögum þessum í fang-
elsi. í mörgum löndum eru lög
um varnir gegn kynsjúkdómum
mjög strong, og hefir sýnt sig
að það hefir verið eitt bezta
ráðið til þess að útrýma þeim,
Allmikil hjálp hefir hér ver-
ið að því að sjúklingar hafa
! fengið ókeypis læknishjálp. Á
síðastl. ári komu t. d. um 300
| sjúklingar til Hannesar Guð-
i mundssonar læknis. En sökum
vöntunar á sjúkrahúsi fyrir
! þá, er sýkzt hafa af kynsjúk-
dómum, hefir verið mjög erfitt
að hefta útbreiðslu veikinnar.
Nú er verið að ljúka við
sjúkrahús, sem ætlað er ein-
1 göngu fyrir þessa sjúklinga.
. Mun það geta tekið á móti 15
sjúklingum. Rúm verða þar
| fyrir 10 manns, sem ætlast er
j til að fái ókeypis sjúkrahús-
; vist. Slíkt er nauðsynlegt, því
illt er það að skipa t. d. fólki,
: sem enga möguleilva hefir til
þess að greiða fyrir sig, að
( dvelja á svona sjúkrahúsi, og
| láta það fara á sveitina.
j Vonandi verður hið nýja
sjúkrahús að miklu gagni í bar-
I áttunni gegn kynsjúkdómun-
| um.