Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Qupperneq 2
2 N Ý 3 A DACrBIiAÐIÐ Sápuverksmiðjan SJ ÖFN * Akureyri ► ► Framleiðir allskonar hreinlætisvörur: Handsápnr: Möndlusápa. Pálmasápa. Rósarsápa. Baðsápa. Skósverta. Þvottasápur: Sólarsárpa. Blámaaápa. Eldhússápa. Kristallsápa. G-ljávax. Reynið Sjafnarvörur og þá munið þér nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti ís- lenzkrar framíeiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum kaupfélögum og kaupmönnum landsins. í heildsölu hjá oss og beínt frá verksmiðjunni á Akureyri. Samband ísl. samvinnufélaga. Alríkisstefnan eftir Ingyar Sigurðsson. „Pólitískur verður kærleikurinn ekki, nema hann gagnsýri alla heimspólitíkina, verði aðalgrundvöllur hennar, og allar aðrar stefnur, sem eigi vilja á honum byggja, verði niður bældar, með góðu eða hörðu". Skemmtikyöld Sungnar, leiknar og kveðnar verða spennandi ástar- söngvar, gamanvísui-, eftirhermusöngvar og tækifærisvísnr í kvðid 15. febr. kl. 9 í Varðarhúsínu. Aðgöngumiöar seidir þar á 1 krónu. Ný bók Bréf Jóns Sigurðssonar Nýtt safn. Gefin út af Bókadeild Menningarsjóðs. XXXVIh-334 bls. í stóru broti. Verð 10 kr. ób. þorleifur H. Bjarnason, yfirkennari, hefir geíið út þetta nýja safn af bréfum Jóns Sigurðssonar, eins og hið fyrra, er kom út á altlaraf- mæli hans. Er þetta saín eigi síður merkilegt en hið fyrra. Bréfin eru alls 130, flest til Eiríks Magnússonar í Gambridge og hafa engin þeirra hirzt áður. pað gefur og bókinni gildi, að útgef. hefir látið prenta framan við safnið nokkurar minnisgreinar, sem hann hefir átt í fórum sínum, þar sem ýmsir samtíðarmenn Jóns Sigurðssonar lýsa honum, og birta stuttorðar endurminningar um hann. Loks hefir útgefandi ritað ítarlegar skýringar við hvert bréf, alls um 100 bls., sem gefa þeim enn meira gildi fyrir nútímann. Bókin fæst hjá bóksölum. Aðalútsala hjá: IM'ltmiiH Hötum tengið afar iullkomna vél til að grafa nöin á sjálíblekunga og skrifblýanta. Bezta tryggingin fyrir því, að þér fáið sjálfblekung yðar aftur, ef hann týnist, er að hann sé merktur. Kostar aðeins kr. 1.50 að grafa fullt nafn. (Jkeypis á sjálfblekunga sem kaupast hjá oss. Öllum sem halda samkomur, er nauð- synlegt að láta Nýja dagbl. vita um >að. „í dag“-dálk blaðsins líta allir til að vita hvað helzt er til skemmtunar þann og þann daginn. 5 mínútna þingið í Berlín sem afnam sjálfstæði hinna þýzku „landa“ á ársafmæii Hitlerstjórnarinnar. Löngum hefir barátta ýmsra áhrifamikilla þýzka stjórnmála- manna snúizt um það, að gera allt Þýzkaland að einu, sterku ríki. Allt starf Bismark miðaði í þá átt. Honum tókst að áorka miklu m. a. því, að koma á keisaradæminu þýzka. En Þýzkaland hélt samt áfram að vera bútað niður í mörg smá- riki, sem hvert hafði að meira eða minna leyti sjálfstjórn, svo naumast var hægt að telja Þýzkaland sem ríki, heldur ríkjasamband. Við stofnun lýð- veldisins urðu heldur ekki á þessu neinar breytingar. Valdadraumar Hitlers hafa auk annars verið þeir, að leggja þetta ' smáríkjafyrirkomulag niður og draga öll völdin í Þýzkalandi í hendur einnar stjórnar. Eftir að hann komst til valda lá því beint við, að hann reyndi að koma þessu í iramkvæmd. Á afmæli stjórnar sinnar 30. f. m. lét hann þingið sam- þykkja lögin um hið nýja fyr- irkomulag. Þingfundurinn stóð í fimm mínútur. Hitler leyfir ekki rökræður. Það sem lögin ákveða, er að þing smáríkjanna skulu lögð niður, sömuleiðis æðsti dóm- stóll þeirra og verði vald þeirra fært í hendur ríkisstj ómarinn- ar. Ýmisleg ákvæði fleiri eru í lögunum, sem auka valdsvið rí kisst j ómarinnar. Margir höfðu búizt við að Ilitler myndi gera meiri breyt- ingar, þar sem ríkjaskiptingin heldur sér enn og niðurlagning þingræðisins er aðeins bein af- leiðing af ríkjandi stjórnarfari. En gamlar venjur eru sterkar og Hindenburg andvígur frek- ari breytingum. Fyrir þessu hefir Hitler beygt sig og því ! slegið af kröfunum. Bókmenntir — iþróttir — listir Um iþróttir. (Bi-ot úr grein úr Arsriti Laugaskóla, .eftir þorgeir Sveinbjarnarsoa, íþróttakenn- ara). — Iþróttir og andleg menn- ing stendur í nánu sambandi hvað við annað. Vakandi í- þróttalíf samíara ómenningu þekkist ekki fremur en það gagnstæða. Má nefna t. d. blómaöld Grikkja, þar sem vís- indi, listir og íþróttir héldust í hendur og sköpuðu heilli og sterkari menn en nokkur önn- ur þjóð hefir haft á að skipa. Einnig má nefna blómaöld ís- lendinga, þegar íslendingar voru hraustastir allra og báru af um íþróttir. Þá voru þeir líka sjáltum sér ráðandi, og það sem meira var, þeir voru þá margir hverjir sannorðir og heilhuga drengskaparmenn. Ég ætla mér ekki að syngja íþróttum meira lof en þær eiga skiliö. Veit ég vel, að þótt lík- amlegum þroska sé náð, þá er síður en svo víst, að andlegt samræmi sé íengið. Til þess eru ljós dæmi. íþróttamaðurinn getur verið nautheimskur og tuddamenni. „Lengi er Guð að skapa mann“. Þótt íþróttir séu iðkaðar og störf stunduð, þá getur það allt verið unnið fyr- ir gíg. Alliliða þroskun krefst alhliða æfingar. Eins og allir vöðvar líkamans verða að æf- ast jafnt eins verða hugur og hönd að vinna saman. Sagt er að þá vanti ílest, sem eiga mest. Slíkt orðtak verður að gera ósatt. Það gildii- ekki einu, hvernig íþróttir eru stundaðar og með livaða hug. Fjöldi manna æfir sig einhliða. Stundar íþrótur til kappleikja eingöngu og kepp- ir til meta. Oft næst glæsileg- ur árangur af þeirri æfingu, en að öðru leyti getur slíkt verið háskalegt. Einhver hluti líkamans er þjálfaður úr hófi fram, vöðvarnir afskræmast og íþróttin hefir ekki fengið að inna af hendi eitt æðsta hlut- verk sitt: að fegra manninn. Eins er þar skammur áfanginn til alþjálfunar. Sá sem stundar íþróttir af lítilli forsjálni, strandar á því skerinu, taug- ar hans bila fyr eða síðar. í biluðum taugum koma skírt íram veilur íþróttamannsins. Á undan kapprauninni er hann í vígahug eins og rándýrið, sem býr sig til að stökkva á bráð sína. Taugar hans spenn- ast harðar en þær hafa þol til. Hann lamast meðan leikur- inn stendur, en titrar eins og hrísla á eftir. Ilann fær í sig styrk berserksins, en um leið afleiðingar hamfara hans. Þar endurtekur sig sagan um ber- serki Víga-Styrs, sem ruddu ó- fært hraunið, tóku sér svo bað, en féllu á blautri húðinni, sem breidd var á kerbarminn. Þann- ig fer mörgum, sem iðka í- þróttir. Þeir baða sig í volgri laug sigurhróssins, en veilur í skapgerð þeirra vega að þeim og þeir falla fyrir aldur fram J1 með bilað hjarta og bilaða’r ! taugar. 1 íþróttum eigum vio ekki að keppa eftir að ala upp neina berserki, sem gera furðu- verk. Við eigum að vera menn og ekki tröll. Að hvaða gagni kæmi það þjóðinni í heild, þótt hún eignaðist nokkra afburða- menn á sviði íþrótta, ef allur fjöldinn vsgri líkamlega van- þroska. Sá, sem náð hefir al- hliða þroska, er bezt til starfs fallinn. Við eigum að verða menn með fullkomnu samræmi sálar og líkama, jaínvígir til andlegrar og lílcamlegrar iðju. Ekki ómennsk vera, sem fer hamförum, heldur maður, sem lætur íþróttina koma fram í öllu lífi sínu og starfi, maður, sem sýnir, að hann er í þrótti í samræmi við byggingu sína og' útlit, sýnir að hann hefir vöðva sína tamda til starfs og hug sinn taminrí til að stjórna þeim. Er ekki óþarft að taka þettn fram, jafn augljóst mál? Nei, ekki mun af veita. Um íþróttir er það almenn skoðun, að þær séu þeim einum nauðsynlegar, sem ekki stunda líkamlega vinnu, svo sem skrifstofumönn- um, embættismönnum og kaup- mönnum. Þær eigi að koma i stað likamlegu vinnunnar, hlut- Verk þeirra sé það og ekki ann- En þetta er rangt. Lífsbarátta þeirra, sem erfiðisvinnu stunda, er svo hörð, að þeir þurfa alls með, eigi þeir að standast hana. Starfið er sjaldan íþrótt, vegna þess að það er einhliða. Vinn- an setur ófögur merki á mann- inn. Hvernig starfa menn? Því er ílj ótsvarað: Menn starfa bognir. Smalinn gengur bog- inn. Sláttumaðurinn stendur á- lútur við orfið. Smiðurinn sag- ar og heflar með bogið bak. Menn vinna bognir og verða bognir. Er það fallegt að vera bog- inn? Það mætti spyrja stúlk- urnar: Er sveinninn, sem vak- ir í huga ykkar lotinn í baki og' krepptur í knjám. Er feg- urðarhugmynd ykkar svo illa farin, bezti draumur ykkar svo lágur orðinn? Er gott að vera boginn? Því geta þeir bezt svarað, sem borið hafa sinn bagga á lotn- um herðum langa æfi. Þeir vita hvað giktin er. Hvar kemur giktin helzt ? I bakið, svara menn. Menn starfa bognir og rétta sig sjaldan eða aldrei til fulls. í líkamanum er fjöldi vöðva. Þeir þurfa að starfa til þess að geta lifað. En þeir eru ekki eins og vélin, sem slitnar við notkunina, heldur er þeim styrkur að henni og hreyfingin nauðsynleg. Er það hollt að vera bog- inn ? Komið á spítalana og heilsuhælin og sjáið alla þá, sem eru þar með innfallin brjóst. Einhliða starf, afmynd- aður líkami, er bezti gróðrar- reiturinn fyrir berkla. En er þá nauðsynlegt að vera boginn? í fljótu bragði mætti svo virðast. Þegar litið er á alla þá menn, karla og Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.