Nýja dagblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 2
2 II Ý 3 A DAGBLASIB Hlatreidslukemisla. Hraðritunarskólinn Bókmenntir — íþróttir — listir 1. marz hefst næsta námskeíð. Kennslan fer fram frá kl. 3—7 e. h. — Nemendurnir vinna sjálfir aö mat- reiðslunni, — Til viðtals frá kl. 5—9 e. h. Kristín Thoroddsen Fríkirkjuveg 3. Sími 3227 K AI altaf til I gott drjúgt og ódýrt T7" Leskjað J 1% óleskjað 1 TRÉSMIÐJAN | S'rsVe°FJÖLNIR GEFJURT hefir ávalt fyrirliggj andi allskonar fata- og frakkaefni. OEFJUN AR-TAUIN eru hentugustu og ódýrustu efnin í hverskon- ar fatnað handa konum og körlurn. A hinni aýju saumastofu vorri saumura vér nú drengjaföt (rennilásblússur, pokabuxur o. fl.) og kvenkápur. Afgreiðum drengjafötin með mjög stuttum fyrirvara. Verzlið við GEFJUN, með því móti fáið þér mest fyrir peninga yðar og þér fáið þá beztu innlendu dúka, sem völ er á. GEFJUN-sölubúð og samastofa. Laugavegi 10. — Sírni 2838. Blaða> og bókaútgála i Þýzkalandi. Árið 1932 voru gefnar út 30 þús. bækur j 120 milj. eint. — Árið 1933 aðeins 12 þús. bækur I 60 milj. eint. Bókabrennurnar. Bókabrennurnar í Þýzka- landi eru enn sem komið er ein- stætt dæmi í sögu tuttugustu aldarinnar. Þær eru að mörgu leyti hryggilegri vegna þess, að það voru ungir menntamenn, sem stóðu að sumum þeirra. Þegar nazisminn hefir svo sterk og spillandi áhrif á þá, er ekki undarlegt, þó áhrif hans 4 þjóðina í heild, séu sízt minni. Hér skal það ekki rætt að sinni, hversu langt ofsóknar- brjálæðið hefir gengið, gegn allri frjálsri hugsun og hvaða meðferð ýmsir merkustu vís- indamenn Þýzkalands hafa orð- ið að þola. Verða aðeins nefnd- ar nokkrar tölur, sém sýna hnignunina á sviði bókmenraa og lista, sem orðið nefír í Þýzkalandi á hinu eina stjóm- arári nazistanna. Minnkandi bókaútgáfa. Árið 1932 seldu Þjóðverjar bækur úr landi fyrir 39,3 milj. marka og var það 28,1 milj. marka meira en verðmæti inn- fluttra bóka. Síðastliðið ár nam bókaútflutningurinn 7 milj. i marka og var 600 þús. mörk- 1 um lægra en verðhæð inn- I íluttra bóka. I Þessi minnkun útflutnings er mjög auðskilin. Bókaútgáf- an í Þýzkalandi hefir stórkost- 1 lega minnkað. Árið 1932 komu út 30 þús. bækur í Þýzkalandi í 120 milj. eintökum saman- lagt. Síðastliðið ár voru gefnar úr 12 þús. bækur og eintaka- fjöldi þeirra alls 60 milj. ! 65 þús. manns hafa misst atvinnu. Á samkomu iðnaðarmanna og verzlunarmanna í Leipzig hafa verið lagðar fram skýrsl- ur um 200 tímarit, sem ræddu ýms sérmál þesssara stétta, er hætt hafa að koma út síðast- liðið ár. Fjöldi manns hefir ! misst atvinnu af þeim orsok- I um. I Lesendatala blaða hefir stór- kostlega lækkað. Sum hafa hætt að koma út, en önnur komin á heljarþrömina. Er hér ekki átt við andstæðingablöð nazistanna, því þau hafa verið bönnuð af yfirvöldunum. Þessi hnignun bóka- og* blaða- útgáfunnar hefir skiljanlega Get tekið 9 menn nú þegar. Helgi Tryggvason Sími 2930 Dettifoss fer á Bunnudagskvöld (28. tebr.) í hraðterö vestur og nordur. Niðursoðnar: Asiur, Agurkur, Rauðbiður, I’erur, Ferskjur, Ananas. P I C K L E S. Epli Delicious kg. á 1.70 Epli Winesop kg. á 1.50 Appelsínur: Stk. á 10, 25 og 30 aura. Góðar vörur. Sanngjarnt verð. Kaupfélag Rvikur Bankastræti 2. Sími 1245. orðið til þess, að auka atvinnu- leysið. Nákvæmar skýrslur um það eru ekki til. Telja þeir, sem kunnugastir eru, að ekki innan við 65 þús. manns hafi misst atvinnuna af þessum völdum. 240 leikhúsum lokað. Nokkuð sama má segja um leikhúsin og blaðaútgáfuna. Ár- ið 1932 voru 400 leikhús í Þýzkalandi. Af þeim hafa 241 verið lokað. Við þau störfuðu um 7 þús. fastráðnir leikarar, en nú 4 þús. þeirra atvinnu- lausir. Auk þess voru ráðnir við þau 28 þús. aðrir starfs- menn. 12 þús. þeirra hafa misst atvinnuna. Þau leikhús, sem enn starfa, eiga mörg örðugt með að halda starfseminni áfram. Þau hafa lækkað að- gangseyririnn, en það virðist ekki hafa áhrif. Fólkið vill ekki sækja leikhúsin. Kvikmyndahúsin. Sama sagan er með kvik- myndaiðnaðinn. Árið 1930 yoru við hann 12 þús. starfsmenn, en nú eru þeir ekki nema 8 þús. Síðastliðið ár minnkuðu tekj ur kvikmyndahúsanna um 39%. Skautahlaup. Nú um miðjan veturinn fer fram margsháttar keppni í skaupahlaupi. Er keppt á mörg- um stöðum og um margskonar tign. Hafa Norðmenn getið sér mesta frægð í þeirri íþrótt. Myndin sem hér fylgir, er af fjórum skautamönnum þeirra, er gátu sér beztan orðstír við alþjóðakeppnina um mánaðá- mótin síðustu er sagt var frá í Nýja dagblaðinu 10. þ. m. Er heimsmeistarinn Bernt Even- sen í neðri röðinni til vinstri en Mathisen er næstur honum j gekk, til hægri í sömu röð. f efri röð eru Harry Haraldsen (til vinstri), sem var 5. maður , í keppninni og Haukon Peder- , sem, sem var 6. maður. En eins j og menn ef til vill muna, áttu . Finnar 3. og 4. menn í keppn- ! inni. En svo einkennilega vill til, að enginn þessara manna er Noregsmeistari eða Evrópu- meistari í skautahlaupi, heldur ; heitir sá Charles Staksrud, er vann hvorttveggja þá tign. Staksrud tók ekki þátt í al- þj óðakeppninni, en aftur tók Evensen ekki þátt í Noregs- j keppninni eða Evrópukeppn- inni, svo að þessir tveir meist- arar hafa ekki reynt sig á op- inberum vettvangi í vetur. Aft- ur hefir Mathisen keppt við báða og tapað fyrir báðum. í Noregskeppninni varð hann annar maður eins og í alþjóða- keppninni, en í Evrópukeppn- inni ekki nema 5. maður. Á öllum þessum mótum er keppt í 500, 1500, 5000 og 10000 metra hlaupi, og er eng- inn jafnvígur í þeim hlaupum öllum. Þeir Evensen og Staks- rud eru sérstaklega sigursælir í 1500 metra hlaupi og Staksrud er auk þess mjög framarlega í löngu hlaupunum. í þeim hlaupum kepptu þeir Mathisen um 1. sæti í Noregskeppninni og vann sitt hlaupið hvor. En í Evrópukeppninni voru báðir sigraðir í þeim hlaupum báðum af Austurríkismanni, Stiepl, sem er ný stjarna meðal skautamanna, og þykir frábær. Setti hann nýtt heimsmet í 5000 metra hlaupinu, rann skeiðið á 8,18,9 mínútu. Staks- rud var 8,30 og er það allmiklu betra en bezti hraði á alþjóða- keppnínni. Mathisen, sem það hlaup vann á alþjóðakeppn- inni náði betri hraða í Evrópu- keppninni og varð þó ekki nema 4. maður. Evrópukeppnin í skauta- blaupi fór fram 4. og 5. þ. m. og er það síðasta keppnin í skautahlaupi, sem veitt verður almenn athygli á þessum vetri. Þó að Staksrud tækist að halda þar uppi heiðri Noregs og verða Evrópumeistari, þótti Norðmönnum þar horfa óvæn- legar fyrir þá en alþjóðakeppn- in. Austurríkismenn komu rétt á hæla þeim og áttu bæði 2. og 3. manninn í röðinni og þá mennina báða, er mesta at- hygli vöktu — af því líka að þeir komu þarna óvænt, nýir menn frá þjóð, sem ekki hefir haít sig mikið frammi í skautaíþróttinni að undan- förnu, en sýnir nú allt í einu frábær afrek, ekki aðeins þar sem keppt er um met í hraða, heldur líka í listhlaupi á skaut- um. Yfirleitt voru afrekin betri í Evrópukeppninni en alþjóða- keppninni. Fer hér á eftir hraði fyrstu mannanna í Ev- rópukeppninni og — í svigum — bezti hraði við alþjóða- keppnina: 500 metra hlaup: 1. H. En- gnestangen, Noregi 43,1 sek., 2. Thunberg, Finnlandi, 3. Staksrud (Chrog 45,2). 1500 metrar: 1. Staksrud 2.21.4 mín. 2. Thunberg 2,22. 3. Ballangrud Noregi 2,22,1 (1. Evensen 24,23,8. 2. Thun- berg 2,23,9). 5000 metrar: 1. Stiepl 8,18,9. 2. Staksrud 8,30, 3. Warzulsch, Austurríki 8,31,6, 4. Mathisen 8.33.4 (Mathisen 8,58,7). 10000 metrar: 1. Stiepl 17, 29,5, 2. Wazulek 17,35,3, 3. Staksrud 17,35,3 (Stenbeck 17,54,9). Hraðinn fer auðvitað tals- vert eftir ís og veðri, og er því alls ekki hægt að marka samanburðinn til hlítar. A. Hrap mjög eftirtektarvert hefir orðið í verðlagi á gúmmí- stígvélum og skófatnaði yfirleitt í vei zlun undirrit- aðs. Komið og sannfærist. Valdimar Long Hafnarfirði.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.