Nýja dagblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.02.1934, Blaðsíða 4
i M t J A DAGBLAÐIO Annáil. Skipaíréttir, Gullfoss var á Svalbarðseyri í gœr. Goðafoss kom til Hull 1 gœr. Brúarfoss er á leið til Leitli frá Kaupmannahöfn. Lagaríoss kom tii Kaupm.hafnar í gær. Dettifoss fer vestur og norður á sunnudag. Selfoss er í Rvik. Nýir kaupendur fá blaðið ó- keypis til mánaðarmóta. Franskur toaari kom í gær til þessað sækja hingað fiskiskip- stjóra, og annar spánskur togari kom til þess að sækja fjóra háseta og fiskiskipstjóra. Varoy, fisktökuskip, var væntan- iegt hingað í gærkvöldi. Árshátið samvinnumanna verður i kvöld að Hótel Borg. Hátíðin hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7Yz. Undir borðum verða haldn- ar ræður og ungfrú María Markan syngur nokkur lög. Á eftir verður dansað langt i'rani á nótt. Jtátt- taka er mikii, svo ekki er að eía, að þetta verður hin bezta skemmt- un. — Aðgöngumiðar eru seldir í Kaupfélagi Reykjavikur i Bankastræti og á Hótei Borg. Meyj askemman verður sýnd í kvöld. Aðsókn er alltaf mikil, svo aðgöngumiðar eru jafnan seldir löngu fyrirfram. Hóraðslæknir hefir verið veikur undanfarna daga, en er nú aftur tekinn til starfa. Ísíiskssalan. Ver seldi bátafisk í Grimsby í fyrradag fyrir 1429 sterlingspund. Er það síðasti tog- arinn, sem fer til Englands á þessari vertíð með ísfisk. Nú fara allir togamir að veiða í salt. Fiskiveiðamar. Margir togarar eru nú farnir út á veiðar til þess að veiða til söltunar. Hafa þeir verið í Jökuldjúpinu, en afli hefir verið mjög tregur, enda hefir veðrið verið slæmt. Bátar samvinnuútgerðarinnar á Eskiíirði eru fjórir. — þrír undir 20 tonn en einn er um 40 tonn. Stunda þeir nú allir veiðar frá Homafirði. Skemmdir í óveðrinu. Tveir enskir togarar komu hingað i fyrradag til þess að leita sér við- gerðar. Hafði björgunarbátur ann- ars þeirra brotnað. Franskur tog- ari kom einnig í sömu erinda- gerðum. Tveir útlendir togarar komu í gær til viðgerða. Skákþingið. Níunda umferð í Skákþingi íslendinga fór þannig: Jóel Hjálmarsson gerði jafntefli við Pál Einarsson, Ásmundur Ás- geirsson gerði jafntefli við þráinn Sigurðsson, Jónas Jónsson vann Stefán Sveinsson, Guðmundur Guðlaugsson vann Eið Jónsson, Sigurður Lárusson vann Guðbjart Vigfússon og Sveinn þorvaldsson vann Aðalstein þorsteinsson. — Tíunda umferð fór þannig: Páll Einarsson gerði jafntefli við Svein þorvaidsson, Guðbjartur Vigfússon vann Aðalstein þorsteinsson, Eiður Jónsson gerði jafntefli við Sigurð Lárusson, Guðmundur Guðlaugs- son gerði jafntefli við Stefán Sveinsson, þráirin Sigurðsson vann Jónas Jónsson, Ásmundur Ás- geirsson vann Jóel Hjálmarsson. — Úrslit í Skákþingi 2. flokks urðu þessi: Efstur varð þórhallur Hallgrímsson með 6V2 vinning, 2. og 3. urðu þeir Bjöm Axfjörð og Amljótur Ólafsson hvor með 6 vinninga, og 4. varð þorsteinn Gíslason með 5]/2 vinning. — Ell- efta og siðasta umferð í meist- ara- og 1. flokki var háð í fyrra- dag og fór svo, að Ásmundur Ás- geirsson vann Pál Einarsson, Guð- bjartur Vigfússon vann Svein þorvaldsson, þráinn Sigurðsson vann Guðmund Guðlaugsson, Jóel Hjálmarsson vann Jónas .Jónsson, Eiður Jónsson vann Aðaistein þorsteinsson og Sigurður Lárusson vann Steián Sveinsson. — í fyrra- kvöld afhenti forseti Skáksam- bands ísiands, Ari Guðmundsson, verðiaunin, en þau hlutu Ás- mundur Ásgeirsson 1. verðlaun, hafði hann 10y2 vinning ai ellefu, sem mest var hægt að fá. práinn Sigurðsson 2. verðlaun, hafði 9 vinuinga. Jóel Hjálmarsson 3. verðlaun, haíði ?y2 vinning, og 4. verðlaunum skiftu þeir með sér Sigurður JArusson og Guðmundur Guðlaugsson, hvor með 6 vinninga. —■ Jafnframt þessu skákþingi var haldinn aðalfundur Skáksam- bands ísiands. Var stjóm þess endurkosin, og hana skipa Ari Guðmundsson forseti, Elís Guð- mundsson og Garðar þorsteins- son. — FÚ. Frá Grindavík. 26 bátar reru til liskjar þaðan i gær í fyrsta sinni ú vertíðinni. Fiskur var tregur, 2 iil 5 skpd. á bát. — FÚi Guðspeklfélagið heldur iund í Septímu í kvöld kl. 814. Fundar- efni; Erindi um öldukvik, o. fl. Yfirkjörstjóm Norður-ísafjarðar- sýslu hefir samþykkt tvær nýjar kjördeildir, aðra í Vestur-Aðalvík, er heitir Sæliólskjördeild, en hin í ytii hluta Nauteyrarhrepps, er heitir Melgraseyrarkjördeild. FÚ. Brottvísun Hendriks Ottósonar. Verklýðsblaðið á mánudaginn seg- ir nánara frá brottrekstri Hend- riks Ottósonar úr Kommúnista- fiokknum. Telur það einkum fram tvær ástæður. Önnur að H. Ó. hafi ekki tekið þátt í hinni „þjóðernis- legu frelsisbaráttu" Kommúnista- flokksins í þingrofsvikunni og hin, að H. Ó. hafi stundum gerzt mál- svari „foringja allra verklýðssvik- ara", en svo nefnir blaðið Trotsky, en hann og Lenin vom fmm- kvöðlar rússnesku byltingarinnar. Kaffi og sykur. Árin 1881—85 var kaffineyzlan á mann hér á landi 5,4 kg. Árið 1931 var hún 6,9 kg. Mest hefir hún verið um og eftii heimsstyrjöldina, árin 1916—20. þá var hún 7,3 kg. á mann. Sykur- neyzlan var á ámnum 1881—85 7,6 kg. á mann, en hún henr allt- af í'arið vaxandi og var 1931 40 kg. Fjöldi verzlana. Samkvæmt verzlunarskýrslunum 1931 var tala fastra verzlana þá 1085 og hafði þeim l'jölgað um 42 á árinu. Skipt- ust kaupmenn þannig, að í sveit voru 61, i kauptúnum og kaup- stöðum 947 og heildsalar voru 77. Erlendar eru verzlanir taldar, þegar eigandinn er búsettur í öðru landi. 1 byrjun aldarinnar voru þessar verzlanir 50, I striðs- byrjun (1914) 43, eftir stríðslok (1919) 36 og 7 árið 1931. Morð í þýzkum fangelsum. Með- al þeirra, sem þýzku nazistarnir hnepptu í varðhald, var ritari friðarfélagsins þýzka, Gerhard Se- ger, sem I mörg ár var þingmaður jafnaðarmanna. Nýlega tókst hon- um að flýja þaðan og komast til Tékkó-Slóvakíu. Hefir hann nú skrifað bók um dvöl sína í fanga- búðunum og segir þar frá morð- um og kvalafullum limlestingum, sem hafa verið framdar af yfir- mönnum fangastöðvanna. Bókin er nú komin út. Handritið að henni sendi hann dómsmálastjóminni í Berlín og gaf upp nöfn þeirra manna, sem glæpina höfðu framið og gerði þá fcröfu, að þeim vrði refsað, samkvæmt ákvæðum hegn- ingarlaganna. En ekkert hefir heyrzt um, að þær kröfur hafi verið teknar til greina. Esperanto skyldunámsgreln við enskan skóla. f gagnfræðaskóla í Bishop Auckland (Englandi) var esperanto kennt sem skyldunáms- grein, sem undirstaða undir frönskunám. Að dómi ailra kenn- aranna voru þeir nemendur, sem lærðu esperanto í 1 vetur og frönsku í einn, betri í frönsku en þeir, sem lærðu írönsku í 2 vetur. Esperanto er einfaldur inngangur að námi útlendra tungumála. Næsta útlent mál læra nemend- urnir með meira áræði, meiri reynslu, meira valdi yfir viðfangs- efninu og meiri málfræðilegum skilningi, ef þeir hafa tileinkað sér hið einfalda esperanto, sem felur i sér aðalatriðin í málfræði allra tungamála, segja esperantistar. Landílótta vísindamaður látinn. Nýlega er látihn i Sviss einn af merkustu vísindamönnum þjóð- verja, Fritz Haber. Sína stærstu uppgötvun gerði hann a striðsár- unum. lnnflutningur var mjög lít- ill til þýzkalandsins vegna hafnar- bannsins. þýzkur landbúnaður var því að sjá þjóðinni íyrir miklu meiri neyzluvörum en á venju- legum tima. paö var þá, sem Fritz Haber tókst að finna upp nýja, fljóívirka aðferð til þess að vinna áburð úr loftinu. Er talið, að fátt hafi hjálpað landbúnaðinum öllu meira á þeim árum en sú upp- götvun. pegar nazistar komust til valda voru samstarfsmenn hans reknir úr embættum. Sjálfur fékk hann að halda sinni stöðu, en hann lagði hana niður í mótmæla- skyni Nú var hann staddur er- lendis. Slíkar þakkir hafa nazist- ar veitt mörgum löndum sínum, er þjóðinni hafa reynzt þarfastir á undangengnum árum. Stolið frá lögreglunni. Nýlega var haldin sýning í Chicago á vopnum þeim, sem iögreglan not- ar í baráttu sinni við glæpa- mannaflokka borgarinnar. Einn dag, þegar margt fólk var statt á sýningunni, ruddist hópur vopn- aðra manna inn í sýningarskál- ann, skipaði þeim, sem fyrir voru, að rétta upp hendurnar, tóku þar næst öll vopnin og flýttu sér í burt. 1200 prófessorar. Fyrir slcömmu var haldinn fundur í London, sem hafði til meðferðar, hvað gera ætti fyrir þýzka flóttamenn. Voru mættir á fundinum fulltrúar frá 12 ríkisstjórnum og 14 alþjóðleg- um hjálparstofnunum. Á fundin- um upplýsti svissneski pröiessor- inn, Rappard, að skýrslur lægju fyrir hendi um 1200 prófessora, sem ýmist hefðu flúið eða verið reknir úr landi, síðan Hitler komst til valda. NIRA. 20. þ. m. flutti stjórnarfull- trúi sá, er umsjón hefir með við- reisnainnálum iðnaðarins i Banda- rlkjunum, ræðu í útvarpið, og lýsti þvi hver árangur hefði orðið til þessa af viðreisnarstarfinu, og baráttunni á móti atvinnuleysinu. Hann kvað 3 miíjónir manna nú vera komnar í virinu, að tilhlutun viðreisnarráðsins, og að gjaldeyr- ir sá, sem komizt hefði í umferð meðal almennings vegna þessara ráðstafana, næmi nú orðið 3 mil- jörðum dollara. Gjaldeyrismál Dana. Hert hefir verið á ýmsum ákvæðum dönsku gjaldeyrisreglugerðarinnar, svo að nú þarf gjaldeyrisleyfi til inn- flutnings vissra vörutegunda, sem ekki hefir áður þurft, t. d. vissra véla, skipa, eimvagna o. fl. Fransk-enska viðskiptastríðlð. — Talið er, að svar frönsku stjómar-’ inn til þeirrar brezku, um inn- flutningshöft, sem afh. var í fyrra- dag, fari fram á að byrjað verði á undirbúningi nýrra viðskipta- samninga svo fljótt sem því verð- ur við komið. Hafa menn fyrir Dollfuss uppleysir söngféíög Berlín kl. 8 22/2 FÚ. í Wien voru enn uppleyst 9 jafnaðarmannafélög í gær, þar á meðal knattsp.vrnufélag, söngfélag o. s. frv. Eru félög- in sem bönnuð hafa verið orð- in samtals 82. Eitt af blöðum Iieimwehr- manna í Wien segir að tiltölu- lega fáir af foringjum jafnað- armanna hafi verið teknir höndum, og það sé eftirtektar- vert, að meðal þeirra sem náð- ust, hafi ekki verið einn ein- asti Gyðingur, þeim hafi öllum tekizt að bjarga sér yfir landa- mærin. Vinahót Morgunbl., Vísir, Heimdallur, Stormur, Isl. Endurreisn, Þórs- hamar og yfirleitt öll íhalds- blaðahersingin, gefa Nýja dag- blaðinu ýms heiti, þegar þau minnast þess. Stundum kalla þau það Grímsbyblað og er það auðfundin vinsemd, að kenna það við þá borg í Englandi, sem íhaldsmenn halda mest upp á, enda fá þeir þar mest af peningum fyrir fisk sinn. Stundum kenna þau það við æðarkollu og er það líklega gert til dýrðar „kollumáls11- höfundunum, þeim Birni Gísla- syni og Sigurði rafvirkja, sem njóta sérstakrar verndar og á- lits hjá íhaldsblöðunum. En langöftast kalla íhaldsblöðin þetta blað „snepil“ eða „bleðil“ og þykir þeim auðsjáanlega vænst um það nafnið. Er það kannske af því, að það minni mest á ástand þeirra sjálfra? I ýmsu kemur það fram, hvað þeim þykir vænt um Nýja dagblaðið, enda er t. d. Mbl. farið að reyna að laga á sér út- ganginn eftir fyrirmynd þess, þó báglega gangi og tregt, sem vonlegt er. En bezt lýsir þessi hlýleikur sér í þessum nafn- giftum öllum og sannast hér það sem danskurinn kvað um óskabömin, sem jafnan eiga sér mörg heiti. satt, að svarið sé vinsamlegt, og það gefið í skyri, að ef að samn- ingaumleitunum verði horfið muni Frakkland ekki framkvæma gagn- ráðstafanir þær, sem áformaðar höfðu verið, eftir að Bretar tóku að leggja 20% viðbótartoll á franskar vörur. Hinsvegar er gert ráð fyrir í svarinu, að Frakkar muni draga úr innflutningsleyfum fyrir brezkan varning, ef viðbótar- tollurinn verði framvegis krafinn inn af hálfu Breta, og hafi franska stjórnin gert kolainnflytjendum aðvart um það, að þeir megi vænta mikiila skerðjnga á inn- ílutningsleyfum, ef samningar ekki takist. — F.Ú. Frá Pólverjum. Formaður utan- ríkisnefndar' pólska þingsins, Radzivill, hélt ræðu í Krakow í fyrrad. um afstöðu Pólverjatil ann- ara þjóða. Hann kvað það oft vera erfiðleikum bundið fyrir Pólverja að haida sér frá afskiptasemi gagnvart Rússlandi, þvi þar byggj unú hálfönnur miljón Pól- verja við mjög örðug kjör. Friður- inn við þýzkaland væri nú tryggð- ur með þýzk-pólska samningnum, • Ódýru % auglýsmgarnar. Til sölu byggingarlóð í mið- bænum. Sími 2149. Grammófónn til sölu á Rán- argötu 29 A. Sími 4808. Munið lága vöruverðið á TÝSGÖTU 3 Ctungunarvél fæst með tæki- færisverði. Sími 4326. Kjarnabrauðin. Hafið þið reynt hið holla og Ijúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfélags Reykja- víkur ? Tilkyimingar Sá sem auglýsti húsnæði um daginn í blaðinu og lét merkja tilboð „140“, vitji tilboða sem borizt hafa á afgreiðsluna. Gísh Ólafsson skáld frá Ei- ríksstöðum tekur að sér að yrkja eftirmæli og margskonar tækifæriskvæði. Til viðtals á Njarðargötu 7 ld. 10—12 f. h. Sími 4863. Munið gullsmíðavinnustof- una Þingholtsstræti 3. Guðl. Magnússon. Tek að mér vélritun og fjöl- ritun skjala, einnig allskonar lögfræðilega skjalagerð. Pétur Jakobsson Kárastíg 12. Gott ódýrt fæði fæst í K.-R- húsinu. Einnig einstakar mál- tíðir. Hef síma 2497. Sigurvin Einarsson kennari, Egilsg. 18. I Húsnæði 3 herbergi og eldhús óskast strax. Ábyggileg greiðsla. Til- boð merkt „100“ leggist inn á afgr. þessa blaðs. Herbergi óskast til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 2385 kl. 1—5 e. h. Kennsla Kennum að taka mál og sníða eftir nýjustu tízlcu. Nán- ari uppl. í síma 2211. Kenni á píanó. Árni Bjöms- son, íngólfsstræti 9, sími 2442. i Tek að mér að spila á dans- i leikjum og samkvæmum. og hefði hann haft þær afleiðing- ar, að ófriðarhættan sem stafaði af „pólska rananum" væri úr sög- unni fyrst um sinn. Nú væri það Dónárdalurinn og vandamál hjnypa öllu í bál og brand. Ástæðulaust væri því fyrir Frakka nú, að ásaka Pólverja um starf- semi andvíga friðnum og þjóða- bandalaginu. Aðalbankastjóri austurríska þjóð- bankans liefir verið hnepptur í varðhald i Wien. Hann er jafnað- armaður og hefir um langan aldur verið ráðunautur jafnaðarmanna- flokksins í fjármálum. — F.Ú.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.