Nýja dagblaðið - 27.02.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A
3
NÝJA DAGBLAÐIÐ f
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson.
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuöi.
í lausasölu 10 aura eint.
Prentsmiöjan Actá.
Bankahneykslin.
Hneykslismálin í bönkunum
núna í vetur eru farin að
ganga fram af öllum almenn-
ingi. 1 Landsbankanum dregur
starfsmaður sér á sviksamleg-
an hátt 60 þús. kr. í Útvegs-
bankanum hér í Rvík er tekið
við fölskum ávísunum og þær
færðar inn sem góðar og gildar
væru, þó að ekkert sé til fyrir
þeim. Afleiðingin sú, þegar
upp kemst, að einn starfsmað-
ur er rekinn úr bankanum, en
sá, sem ávísanirnar gaf, slepp-
ur alveg. Ofan á þetta bætist
svo 60 þúsund króna þjófnað-
urinn í útibúinu í Vestmanna-
eyjum.
Hvað ætlar ríkisstjórnin að
gera til þess að gefa almenn-
ingi tryggingu fyrir því, að
svona atburðir hætti að geta
komið fyrir í bönkum þjóðar-
innar?
Hér er sérstakur bankaeftir-
litsmaður, Jakob Möller, á há-
um launum frá ríki og bönk-
um. Sá maður virðist aldrei
finna neitt aflaga eða yfirleitt
vita um nokkurn skapaðan
hlut, sem bönkunum viðkemur,
enda er engin von til þess, því
að hann vinnur þar aldrei
neitt. En ríkisstjórnin og í-
haldsflokkurinn heldur hlífi-
skildi yfir þessu gersamlega
gagnslausa hálaunaembætti,
sem er verra en ekki neitt, af
því að einhverjir kunna að
standa í þeirri trú að það sé
til einhvers gagns.
Þarf nú nokkurn að undra,
þó að ekki fari allt með felldu
um viðskiptasiðferði hvers ein-
asta starfsmanns í bönkunum
hér á íslandi?
Við hverju er að búast, þeg-
ar sjálfur dómsmálaráðherr-
ann hefir bannað, að rannsókn
mætti fram fara út af miljóna-
fjárglæfrunum í íslandsbanka ?
Við hverju er að búast þar
sem dómsmálaráðherrann hefir
sjálfur verið dæmdur í fangelsi
fyrir aðstoð við fjárglæfra og
fengið sig sýknaðan af yfir-
dómara, sem hann sjálfur skip-
aði?
Við hverju er að búast, þar
sem stórafbrotamaður í fjár-
málum eins og Bjöm Gíslason,
leikur lausum hala, af því að
æðsti vörður réttvísinnar held-
ur hlífiskildi yfir honum?
Við hverju er að búast, þar
sem sá af rannsóknardómur-
um landsins, sem röggsamleg-
ast hefir gengið fram í því að
hafa hendur í hári fjárglæfra-
manna, er ofsóttur með ljúg-
vitnum ?
Snlini 11-EnW
Forseti Alþjóðasambands samvinnu-
manna, Finnlendingurinn Váinö
Tanner, skýrir frá.
Norska samvinnublaðið, Ko-
operatören, birtir eftirfarandi
grein fyrir skömmu:
„Eftir heimkomu sína af
fundi stjórnar Alþjóðasam-
bands samvinnumanna hefir
forseti þess, Váinö Tanner,
sagt áht sitt um samvinnuna í
Mið-Evrópu í samtali við
finnskt samvinnublað.
í pýzkalandi er oplnberum
starfsmönnum bannað að
vera í samvinnufélögum.
Hann dvaldi m. a. nokkra
daga í Hamborg og hitti þar
bæði hina nýju leiðtoga sam- |
vinnufélaganna og nokkra af ;
þeim gömlu. Það er enganveg-
inn hægt að vera bjartsýnn
um framtíð samvinnuhreyf-
ingarinnar i Þýzkalandi. Starf-
semi hennar á við mikla erfið-
leika að etja. Ekki aðeins fjár-
hagslega, heldur aðallega
vegna þess, að stjórnin hefir
bannað öllum opinberum starfs-
mönnum að vera í félögunum.
Aðrir hafa gert það, vegna
þess að þeir geta ekki viður-
kennt hin nýju steínumið fé-
laganna. Viðsldpti við félögin
hafa því minnkað stórkostlega.
Kaupmenn áttu að fé sam-
vinnubúðirnar.
Fyrirætlunin um að leigja búð-
ir samvinnufélaganna kaup-
mönnum hefir enn ekki verið
framkvæmt, sökum þess að
hinir nýju stjórnendur eru hálf
vantrúaðir á það skipulag.
Þeim finnst það æði vafasamt,
að sú framkvæmd leiði til góðs
árangurs. Dvölin í Hamborg
sannfærði Tanner um, að þýzk
samvinna á í baráttu við mikla
örðugleika. En hann vonar, að
þessari voldugu hreyfingu muni
takast að vinna bug á þeim
erfiðleikum og ganga fljótlega
aftur í Alþjóðasamband sam-
vinnumanna á heilbrigðum
samvinnugrundvelh.
Samvinna í Austurriki.
1 Austurríki er ástandið líka
allt annað en gott, segir Tann-
er. Atvinnuleysið er ískyggi-
lega mikið og þó dýrtíðin hafi
aukizt, þá hafa vinnulaunin
lækkað. Sumir stjórnmála-
flokkamir í Austurríki hafa
barizt með mikilli ósvífni gegn
samvinnufélögunum og jafnvel
notið til þess styrks frá
stj órnarvöldunum.
Einnig í hinum Mið-Evrópu-
löndunum, að undanteknu
: Sviss, hefir samvinnan átt við
Vöinö Tanner
núverandi forseti
Alþjóðasambands
samvinnumanna,
er einnig kunnur
stj órnmálamaður
og fyrverandi for-
sætisráðh. Finn-
lands. Hann er
nú forstjóri kaup-
félagsins Elanto í
Helsingfors, sem
er hlutfallslega
stærsta sam
vinnufélag Norð-
urlanda, miðað
við ibúatölu borg-
arinnar. Sam-
vinnufélög Finna
eru mjög öflug,
bæði í borgum og
sveitum. þau
halda samvinnu-
skóla og gefa út
tímarit um sam-
vinnumál,
marga sömu örðugleika að
etja, en, segir Tanner, sam-
vinnan hefir áður mætt hörð-
um árásum og tekizt að
standa þær að sér“.
Skipt um starísmenn.
Þegar nazistar komust til
valda í Þýzkalandi, voru tvö
sambönd neytendasamvinnufé-
laga í landinu, annað fyrir
Suður-Þýzkaland, með aðsetri í
Köln, hitt fyrir Norður-Þýzka-
land, með aðsetri í Hamborg.
Eitt af verkum Hitlersstjórnar-
innar var að setja af helztu
mennina, sem samvinnumenn
sjálfir höfðu kosið sér til for-
ystu, setja inn nazista í staðinn
og steypa samböndunum sam-
an í eitt. Þetta ráðslag var
mestum hluta samvinnumanna
bæði ógeðfellt og óhagstætt.
„Samband“ nazista fær ekki
lnntöku í Alþjóðasambandið.
Nýja sambandið hefir leitað
inntöku í Alþjóðasamband
samvinnumanna, en fengið af-
svar með þeim forsendum, að
fyrst yrði að rannsakast, hvort
starfsemin væri rekin á hrein-
um samvinnugrundvelli. Það
hafði verið ákveðið af Hitlers-
VSinö Tanner.
stjóminni, að leigja kaupmönn-
um, samvinnubúðirnar, en hef-
ir að mestu verið látið ógert
enn, eins og segir í frásögn
Tanners. Um samvinnufélögin
þýzku, sem um margt voru öðr-
um þjóðum til fyrirmyndar,
en nú eru aðeins leifar af því,
sem áður var, verður skrifað
síðar hér í blaðið.
Skin og skúrir
Flokkskúgun íhaldsins.
Ihaldsmenn og vinir þeirra í
„frelsishemum“ segja, að
Framsóknarmenn hafi flokks-
kúgun. Svo nefna þeir það, að
meirihluti ráði, en ekki minni-
hluti. Eftir skipulagi Fram-
sóknarmanna ráða flokksmenn í
héraði, hver er frambjóðandi.
Og þingflokkur og miðstjói’n
getur gert bindandi ákvæði fyr-
ir flokkinn, ef meirihlutinn
vill svo vera láta. Reglur Fram-
sóknarflokksins eru að öllu
leyti byggðar á fullkomnu lýð-
ræði. En þær eru stílaðar á
móti persónulegum spekula-
tionum og eigingjarnri hags-
munabaráttu einstakra manna.
thaldið og frelsishersmenn
tala um meirihlutakúgun Fram-
sóknarmanna, og ásaka flokk-
inn fyrir að reka tvo þing-
menn, sem unnu móti flokkn-
um og hugðu að láta 2 menn
ráða yfir öllum flokknum.
En athugum „frelsisherinn11.
Hann rekur ritstjóra sinn,
heilsulítinn mann með stóra
fjölskyldu, alveg fyrirvaralaust
út á gaddinn, aðeins af því að
hann vildi ekki bræðing við í-
haldið. Og sama flokki finnst
að það eigi að reka ritstjóra
sem starfar fyrir annan flokk,
aðeins af því að hann vill ekki
mæla bót öllu sem núver-
andi stjóm gerir. Eða tökum
sjálft íhaldið. Það hefir eflt
nazisma hér til skrílslegra at-
hafna. En þegar partur af
„hreyfingunni" stillir upp lista
við kosningar hér, eru foringj-
arnir sviftir atvinnu hjá í-
haldsatvinnurekendum. Þegar
Hjalti skipstjóri ætlaði að
vinna með Framsóknarmönn-
um og verkamönnum að því að
virkja Sogið á hagkvæman
hátt, þá ofsótti íhaldið hann á
alla vegu, hringdi m. a. þangað
sem hans var von og spurði
hvort „Júdas skipstjóri“ væri
þar. 1 félagssamkvæmum aft-
urhaldsins var hann eins og út-
lagi, meðan málið var óút-
kljáð. Loks var mótstaða hans
brotin eingöngu með persónu-
legu harðræði flokksbræðranna.
Þegar kjósa skyldi í stað Ein-
arsArnórssonar þm. fyrir Rvík
var miðstjómin búin að lofa
Sig. Eggerz skiprúmi þessu. En
Jón Þorl. var illa við hann
frá því 1924, er S. E. hindraði
Jón frá að verða forsætisráð-
herra. Sig. Kristjánsson rit-
stjóri Heimdalls var þá með
nokkurt fylgi hjá ungum í-
haldsmönnum. En klíka Jóns
Þorl. bx-aut báða Sigurðana á
bak aftur. Jón Þorl. lét þá
smala íhaldsmanneskjum í
Varðarfélagið og gaf hver
þeirra með sér 2 krónur um
leið og þær kusu Pétur Hall-
dórsson. Með ofríki og eins-
konar löglausu skipulagi, vann
Jón Þorl. það mál. Margir
muna er íhaldið kúgaði Jónas
Kristjánsson 1927 til að greiða
ekki atkv. í áfengismáli þvert
ofan í fyrri yfirlýsingar. Er
þetta frelsi?
Fylgi hinna fylgislausu.
Allsstaðar þar sem til spyrst
hefir tiltæki Tr. Þ. þótt sorg-
leg tíðindi hjá Framsóknar-
mönnum. IJafa nú í vetur bor-
ist tillögur úr nálega öllum
kjördæmum flokksins, sem
einum rómi standa með honum
en rnóti sprengimönnum. Alls
engin fundartillaga hefir komið
frarn þeim í vil. 1 Skagafirði
er talið að þeir fái ekkert atkv.
1 Eyjafirði eru fáeinir sérvitr-
ingar sem látast fylgja þessari
hreyfingu embættismanna, og
nálega eingöngu menn, sem
ekki hafa getað unnið af
alúð með kaupfélaginu og
mjólkurbúinu. Helztur maður í
þessum leik er bóndi sem reynt
hefir sér til skaða og skap-
raunar að hafa mjólkursölu á
Siglufirði til að þurfa ekki að
vera með öðrum stéttarbræðr-
um sínum í Samlaginu. — í
Þingeyjarsýslum hefir ekki
spurst til eins einasta manns,
sem mælti þeim bót. — í Norð-
ur-Múlasýslu á Halldór fáeina
persónulega kunningja, sem
halda tryggð við hann, en meg-
inhluti kjósenda stendur fast
með Páli Hermannssyni og
FramsóknaiTlokknum. — 1 Suð-
ur-Múlasýslu er talið, að einn
eða tveir bændur séu að hugsa
um að vera í kjöri fyrir
sprengimenn, en ólíklegt þykir,
að þeir fái meðmælendur. — 1-
haldsmenn hafa gert sig seka
í þeirri ósvinnu, að skrökva
því upp á Svein í Firði, að
hann ætlaði að bjóða sig fram
sem sprengimaður í félagi við
Magnús Gíslason. öll sú saga
er tilhæfulaus uppspuni. — I
Skaftafellssýslum og Rangár-
vallasýslu er ekki vitað að
„hreyfingin“ hafi nokkurn
stuðning. Einn þekktur bóndi í
Rangárvallasýslu var að hugsa
um að vera með, en sá við
nánari athugun, að þessi flokk-
ur er eins og spegilmynd
„frelsishers“ Sig. Eggerz, og
hætti þess vegna við stuðning-
inn. — 1 Kjósarsýslu, Borgar-
firði, Mýrum, Snæfellsnesi,
Barðastrandarsýslu og Vestur-
ísafjarðarsýslu á sprengihreyf-
ingin yfiiTeitt engu gengi að
fagna. Þ. Briem hefir reynt
að lokka gömul sóknarböm sín
í Grímsnesi út á hálkuna, og
hefir von um 2—3 íhalds-
heimili. Sölumaður, með sýnis-
horn af Álafossdúkum, var ný-
lega á ferð í Dölum og mælti
líka með kirkjumálaráðhexran-
um. Einhvern ofurlítinn árang-
ur hafði sú ferð borið, en þó
aðallega með dúkana. Enn
sem komið er nær „hreyfingin“
tæplega nema til embættis-
manna.
Aill meö islenskiim skipum!