Nýja dagblaðið - 14.03.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 14.03.1934, Blaðsíða 2
2 V Ý J A DA6BLABIB Happdvæíii Háskóla Islands Endurnýjun til 2. flokks hefst 17. marz. Við end- urnýjun verður að afhenda miðana frá 1. flokki. Vinningar verða greiddir á skrifstofu happdrætt- isins í Vonarstræti 4, eftir 15. marz, kl. 2—3. Munið að geyma 1. flokks miðana. Vorkápurnar k o m u a r. Gott úrval. Verziun Kristfnar Sigurðardóttur Laugavegi 20 A. — Sími: 3571. Róf nafræ „Gauta“ gulrófur eru mikið ræktaðar í Sviþjóð, Nor- egi og Finnlandi og eru taldar eitt hið bezta rófnaaf- brigði sem þar þekkist. Fræ af „Gauta“ gulrófum fæst hjá kaupfélög- unum um land allt. Bændur og garðyrkjumenn, trygg- ið ykkur fræ af þessari tegund í tæka tíð fyrir vorið. Samband ísl. samvinnufélaga Blindrakennsla Framh, af 1. síðu. skömmum tíma og geta þegar þeir æfast lesið jafnhratt og sjáandi niaður les upphátt á bók. Þá er kennt að reikna, klippa úr myndir og þesshátt- ar. í sambandi við skólann er vinnustofa. Þar er nemun- um kennt að búa til bursta. Furðu miklum hraða getur þetta blinda fólk náð. Þeir sem leiknir eru orðnir í burstagerð- inni, geta búið til 12—15 bursta á dag, eftir stærð burst- anna og leikni þeirra, sem verkið vinna. Áður en skólinn byrjaði, hafði Þorsteinn Bjamason kennt mörgum blindum mönn- um bæði að búa til bursta og körfur, og annaðist hann síðan um söluna á hlutum þessum. 1932 seldist blindraiðn fyrir 4000 kr., en 1933 var selt fyrir 6300 kr. Auk þess hefir út- söludeildin selt húsgögn, sem blindur maður hér í bænum hefir smíðað, fyrir 1500 kr. á síðastliðnu ári. Á síðastliðnu ári hefir Blindravinafélagið greitt 1200 kr. í vinnulaun. Kostnaður við skólann er áætlaður 6022.50 aura, en fé- lagið fær ríkissjóðsstyrk að upphæð 3900 kr. Hinn kostnað- inn greiðir félagið af félags- gjöldunum. 1 Blindravinafélag- inu eru nú uffl 1000 manns og er ársgjaldið 2 kr., en margir borga hærri árstillög. Bókmenntir — iþróttir ■ Alþjóða skíðamót í Svíþjóð. í síðastliðnum mánuði var haldið alþjóða skíðamót í Sol- lefteá í Svíþjóð. Var það á vegum félagsins ISF — alþjóða skíðamannafélagsins — sem stofnað var á Olympisku leikj- unum í St. Moritz árið 1924. Félagið hefir efnt árlega til kappmóta á ýmsum stöðum, í Sviss, Póllandi, Finnlandi, Sví- þjóð, Noregi og víðar. Hafa þar jafnan komið fram ýmsir helztu skíðagarpar heimsins og oltið á ýmsu um sigurinn. Oft- ast hafa þó Norðmenn, Finnar og Svíar staðið fremstir. Norðmenn hafa jafnan átt mestu stökk-garpana, en Finn- ar og Svíar haldið til jafns við þá í gönguhraða. Hefir löngum verið hin harðasta keppni milli þessara þriggja þjóða um meistaratign í skíðaíþróttum, en þó fyllilega drengileg. Jafnan hefir sú þjóðin, sem haft hefir skíðamótið hjá sér, þótt hafa bezta aðstöðu til sig- urs. Veldur því einkum, að heimamennirnir eru kunnugast- ir vettvanginum og geta því bezt hagað seglum eftir vindi. Svíar gerðu sér líka glæsi- legar vonir um sigur í þetta sinn, enda höfðu þeir ýmsum ágætum mönnum á að skipa. En grannar þeirra reyndust engin lömb að leika sér við, frekar en fyrri daginn og úr- listir slitin urðu Svíum ekki eins mikill frægðarauki og þeir höfðu gert sér vonir um. — Úrslitin urðu sem hér segir: 18 km. ganga: 1. S. Nurmela (Finnland) . 2. V. Saarinen (Finnland). 3. M. Lappalainen (Finnland). ,4. A. Hággblad (Svíþjóð). 5. K. Karppinen (Finnland). 6. Oddbjörn Hagen (Noregur). Alls voru keppendumir 18. 1 „kombineruðu“ hlaupi urðu þessi úrslit: 1. Oddbjöm Hagen(Noregur). 2. Kolterud (Noregur). 3. Vinjarengen (Noregur). 4. Stenen (Noregur). 5. Valonen (Finnland). 6. Hoffsbakken (Noregur). Alls voru 38 keppendur. í „staffet“-hlaupinu sigraðu Finnar. Næstir urðu Þjóðverj- ar, þá Svíar, Norðmenn og Pól- verjar. 1 fimm mílna göngu urðu úr- slitin þessi: 1. Elis Wiklund (Svíþjóð). 2. Niels Englund (Svíþjóð). 3. Remes (Finnland). 4. A. tlággblad (Svíþjóð). Þátttakendur alls 38. Veðrið var lengst af gott og mikill mannfjöldi saman kominn til þess að horfa á skíðagarpana og hylla þá. Vér leggjum sérsiaka áherzlu á að selja beziu innlendu vörurnar> ,Blái borðinn' 7 ■ viiamínsmjörlíki og venjulegí »án viiamíns^ báðar tegundirnar eru „ólivineraðar" (»ólivínerað« kallar verksmiðjan smjörlíkið vegna sérstakra eiginleika til steikíngar). Kaupfél, Reykjavíkur Bankastræli * Sími 1245. Aðrar iþróttatréttir. Mikil hjólreiðakeppni hefir farið fram í Kaupmannahöfn nú undanfarið. Eru það svo- nefndar „6 daga hj ólreiðarnar" svo að sjá má á nafninu, að ekki er heiglum hent að taka þátt í þeim. Ýmsir af snjöll- ustu hjólreiðamönnum álfunn- ar voru á keppendaskránni, og leikurinn harðsóttur. Meðal hinna fræknustu þátttakenda voru Daninn Falck Hansen, Þjóðverjamir Funda og Pútz- feld o. fl. Um sama leyti hefir farið fram hnefaleikakeppni í Kaup- mannahöfn milli Dana og Norðmanna. Þá fóru fram nýlega al- þjóðakappsiglingar suður í Genua við Miðjarðarhaf. Um svipað leyti var keppt um heimsmeistaratign í list- hlaupi á skautum í Stockhólmi. Sigurvegari varð Austurríkis- maðurinn Karl Schaefer. Á sama tíma v:ar keppt í hraðhlaupi á skautum í Hels- ingfors. Heimsmeistaratignina hlaut norski skautagarpurinn Bemt Evensen. X. Hljómsveit Reykjavíkur. Meyjaskemman verður sýnd í kvöld (mið- vikudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 3191) í dag eftir kl. 1. AV. Munið að kaupa leikskrá og kynna yður söngvana. Allt með islenskmn skipuni! Norskur leikari látinn Fyrir skömmu síðan urðu Norðmenn fyrir þeirri sorg, að missa einn af beztu leikurum sínum, Odd Frogg, á voveif- legan hátt. Hrapaði hann út um glugga á 8. hæð og lézt af völdum þess skammri stundu síðar. Hafði hann undanfarinn tíma verið mjög órór og þung- lyndur. Mun það hafa verið ó- hamingja í ástum, sem skyggði á gleði hans. Odd Frogg var 33 ára gami- all og hafði fengist við leik- starfsemi síðan 1921. Hafði hann unnið við ýms leikhús og var nú fastráðinn við þjóðleik- húsið norska. Laun hans höfðu verið hækkuð alveg nýlega og honum boðin leikforysta, enda var hann orðinn einn með vin- sælustu og bezt látnu leikur- um Norðmanna.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.