Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Side 2

Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Side 2
2 N Ý 3 A DAGBLAÐIÐ Hvítt band einfalt kr. 2,90 pr. V. kg. — tvinnað — 3,75 71 71 11 Blágrátt band þrinnað — 3,90 71 71 71 — — tvinnað — 3,75 71 71 71 Rauðk. — — — 3,75 71 71 71 Grátt — þrinnað — 3,55 71 71 71 Mórautt — — — 3,55 71 71 71 Sauðsv. — — — 3,55 71 71 71 Svart, litað band — — 4,65 71 71 71 líærfatalopar . — 1,65 71 71 1) Sokkalopar . . • 1,50 71 71 71 Sjóvettlingalopar , — 1,25 71 71 71 * Klæðaverksmiðjan GEFJUN Akureyri framleiðir*beztu innlendu fataefni, sem völ er á. A saumastofu Gefjun- ar í Reykjavík er saumaður allskonar karlmannafatnaður og frakkar eftir nýjustu tízku. Drengjaföt og telpukápur eru afgreiddar með mjög stuttum fyrirvara. Avallt fyrirliggjandi allar stærðir af drengjafötum og pokabuxum. Geíjunar band og lopar er unnið úr valinni fyrsta flokks norð- lenzkri vorull. Allar tegundir fyrirliggjandi. Verðið hvergi lægra. Verzlið við Gefjuni, með því gerið þér beztu og hagkvæmustu inn- kaupin um leið og þér styrkið innl. iðnað. Tökum ull í skiptum fyrir vörur. Vörur sendar gegn póstkröfu um land allt, beint frá verksmiðjunni eða útsölunni í Reykjavík. G E F J U N , Laugaveg 10, sími 2838. Nú í mánuðinum voru menn orðnir um eitt skeið hræddir um, að mesta flugmanni Frakka, Costes, hefði hlekkzt á, í flugi milli Parísar og Kaup- mannahafnar og var haldið, að hann hefði orðið að setjast á Norðursjónum. Var þegar haf- in leit að honum á mörgum flugvélum, en von bráðar kom sú frétt, að hann hefði verið í borginni Munster á Vestur- Þýzkalandi og honum ekkert verið að farartálma. ótti sá, er hafði gripið menn, var byggður á misskilningi. En í sambandi við þetta at- vik, hafa blöðin rifjað upp ýms flugafrek Costes, en hann er af mörgum talinn ekki aðeins standa jafnfætis Lindbergh heldur framar, en Lindbergh mun nú vinsælasti fluggarpur veraldar. Þekktasta flugafrek Costes var flugið yfir Atlants- hafið frá París til New York, sem hann fór ásamt öðrum manni í september 1930. Var honum tekið með kostum og kynjum í Bandaríkjunum, veitt móttaka af sjálfum forsetan- um og kvöldið, sem hann kom Hljómsveit Reykjavíkur. Meyjaskemman verður sýnd í k v ö 1 d (föstudag) kl. 8. Síðasta sinn fyrir páska. Aðgöngumiðar seldir í lðnó (sími 3191) í dag | eftir kl. 1. IAV. Munið að kaupa leikskrá og kynna yður söngvana. til Ameríku flutti hann kveðju í útvarpið, er var varpað á það sterkri bylgjulengd, að hún heyrðist víða um lönd. Áður hafði hann unnið mörg stór flugafrek. 1927 flaug hann. umhverfis jörðina, ásamt ein- um manni til, með örfáum við- komustöðum á 420 klukku- stundum. Vegalengdin, sem þeir fóru vor 65 þús. km. Árið 1929 setti hann ásamt félaga sínum í Ameríkufluginu, met í langflugi. Flugu þeir viðstöðu- laust frá París til Fsitsikar í Mansjúríu, eða 8100 km. langa leið. Nú seinustu árin hefir Cos- tes verið í þjónustu ýmsra flugfélaga og jafnvel ríkisins. Er hann í miklu afhaldi hjá Frökkum, eins og Lindbergh er hjá Bandaríkjamönnum, og telja þeir hann sinn bezta flug- mann. Costes fluQmaður (til vinstri). Bókmenntir — íþróttir Friðrik Friðriksson: Undirbúningsárin — Starfsárin. Það er óþarfi að kynna síra Friðrik Friðriksson fyrir ís- lenzkum lesendum. Starf hans í þágu æskulýðsins er svo al- kunnugt að fornu og nýju, að vart mun fyrirfinnast sá maður, sem ekki hefir heyrt hans getið og þekkir hann meira eða minna. Með óþreyt- andi elju hefir hann unnið að því frá því á skólaárum sín- um, að safna saman ungling- um bæjarins, fræða þá og leið- beina þeim og draga hug þeirra frá því, sem miður má fara. Hann stofnaði Kristilegt félag ungra manna fyrir áratugum síðan og hefir jafnan verið starfandi fyrir þennan félags- skap. Auk þess hefir hann skrifað allmikið, bæði í bundnu og óbundnu máli, og ekld hvað síst í blöð barna og unglinga. Fyrir nokkrum árum tók hann að skrifa æfisögu sína í tímaritið „Óðinn“. Hafa þeir kaflar síðan verið gefnir út í bókaríormi og eru tvö bindi komin út, „Undirbúningsárin“ og „Starfsárin“, hið síðara í fyrra haust. Segir hann í for- mála bókarinnar, að hann hafi í fyrstu ekki ætlazt til, að kafl- ar þessir væru gefnir út í heild, og eingöngu sniðið þá fyrir tímarit. Bóldn segir frá æsku og upp- vexti höfundarins, skólaárum og starfi. Er víða komið við og frásögnin stundum næstum því full nákvæm. En séra Friðrik er svo laginn að segja frá og stíllinn svo skemmtilega lát- laus, að tæplega er hægt að láta sér leiðast við lesturinn. Séra Friðrik er orðinn rosk- inn maður, og hefir því margt séð og mörgu kynnzt um dag- ana. Er í bókinni getið um listir fjölda manna, sem seinna hafa komið mikið við sögu þjóðar- innar. Er þar því margháttað- an fróðleik að finna, sem ég geri ráð fyrir, að ýmsa muni fýsa að kynnast. Og skemmti- legt er að lesa um svaðalfarir piltanna, þegar þeir eru að halda í skólann á haustin. Er höfundurinn því mæta vel kunnugur, því að sjálfur var hann ættaður af Norðurlandi. Lentu piltamir oft í miklu vosi og hrakningum og er fróðlegt fyrir unga fólkið að lesa um alla þá örðugleika, sem þá var við að stríða. I síðara bindinu er einkum rætt um starfsemi höfundarins í Kristilegu félagi ungra manna, og er það að vonum höfuðkjarni allrar æfisögunnar. En þó að mikið sé rætt um trúmál og skoðanir höfundar- ins í þeim efnum, þá er svo laust við alla væmni og pre- dikunartón, að enginn þarf að fráfælast bókina þess vegna. Að sjálfsögðu geta ekki allir aðhyllst skoðanir séra Friðriks fyllilega, en trú hans er svo -þrungin af óbifanlegri vissu og einlægni, að maður hlýtur ósjálfrátt að fyllast aðdáun og lotningu fyrir manninum. Og sr. Fr. Fr. hefir sýnt það í verki, að honum er alvara. Hann hef- ir unnið sleitulaust fyrir mál- efni sitt, í þeirri öruggu tru, að hann væri að vinna gott og þarf verk. Slíkt er alltaf góðra gjalda vert. Þeir eru nógu margir, sem segjast trúa og vilja trú á meðan þeir þurfa sjálfir engu að fóma fyrir trú sína. Ég vil hvetja menn til að lesa æfisögu séra Friðriks. Hún er bæði fróðleg og skemmtileg, og á bak við hana felst göfug- ur maður, sem allir verða auðugri af að kynnast. X. Islenzkir dúkar sem áklæði á húsgögn Laust eftir áramótni byrjaði smíðastofan Reynir hér í bæn- ijjn að starfrækja vefstofu. Framleiddir eru þar dúkar, sem sérstaklega eru ætlaðir til þess að klæða með húsgögn. Stúlka mjög vel fær í vefn- aði var ráðin til þess að vefa. Heitir hún Anna Stefánsdóttir, ættuð úr Bárðardal. — Lærði hún fyrst að vefa hér heima, á Akureyri, fór hún síðan utan og dvaldi um hríð í Svíþjóð. Var hún um tíma á vefnaðar- skóla í Stokkhólmi; kynti sér sömuleiðis vefnað í Dölunum og Jamtalandi. Svíar standa, sem kunnugt er mjög framarlega í heimilisiðnaði og þá sérstak- lega í vefnaði. Þegar er búið að vefa nokkra mjög smekklega dúka, með ís- lenzkum gerðum. Á Norður- löndum er töluvert mikið farið að nota svona heimaunna dúka sem áklæði á liúsgögn. Sérstak- lega fara þessir dúkar vel við þessi nýtízku húsgögn, sem nú ryðja sér svo mjög til rúms. Dúkarnir fara ^ömuleiðis vel við hvaða trjátegund, sem er. Erfiðleikar eru miklir á því ennþá, að fá hentugt garn, til þess að nægileg fjölbreytni ná- ist í dúkagerðunum. Nokkrar tegundir eru þó þegar fyrir hendi. Þeir, sem kaupa sér kaupa sér húsgögn geta og þarna fengið möguleika til þess að láta gera dúkana eftir- sínum eigin óskum. Aðrar smíðastofur, sem vildu fá íslenzka dúka geta og feng- ið þá á vefstofu þessari. Þegar fram líða stundir, má vænta þess að íslenzkir dúkar verði mikið notaðir á húsgögn, bæði söltum þess, að þeir eru smekk- legir, sterkir og tiltölulega ódýrir og svo hitt að þeir eru úr íslenzkri ull. Þama er vafa- laust leið til þess að nota ís- lenzku ullina, því sem efni í áklæði virðist hún vera mjög hentug.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.