Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Side 3
N t 3 A
DAOBLAÐIÖ
3
NÝJA DAGBLAÐIÐ
Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“
Ritstjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson.
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
áusturstræti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri:
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura cint.
Prentsmiðjan Acta.
Flokksþingið
Flokksþingi Framsóknar-
manna — hinu fjórða í röðinni
— lauk í gær.
Um margt hefir því svipað
til hinna fyrri flokksþinga.
Áhugi hefir verið mikill og
eindrægni fundarmanna í bezta
lagi.
Á flokksþinginu hafa átt
sæti um 180 löglega kjömir
fulltrúar, samkvæmt skipulags-
lögum flokksins. Verða nöfn
þeirra birt hið fyrsta hér í
blaðinu og jafnframt þeirra fé-
laga, sem þeir hafa mætt fyrir.
Fyrir þinginu lágu mörg
þýðingarmikil mál, bæði við-
komandi stefnu flokksins og
starfsháttum. Gerði það nokk-
urar breytingar á skipulagslög-
um flokksins og lagði grund-
völl að því fyrirkomulagi, sem
verða mun á störfum flokks-
mannanna í kosningabarátt-
unni.
Langmerkasta málið, sem
þingið afgreiddi er þó kosn-
ingaávarpið. Þar eru fram tek-
in þau höfuðmál, sem flokkur-
inn mun berjast fyrir á næstu
árum. Voru flokksþingsmenn-
irnir allir sem einn samhuga
um efni þess. Verður það fljót-
lega birt hér í blaðinu og hin-
um flokksblöðunum.
Af hinu nýlokna flokksþingi
má margt læra. Framsóknar-
flokkurinn hefir nú fyrst eftir
margra ára baráttu fengið heil-
steypt og fastmótað skipulag.
Samtök flokksmannanna og
starfshættir munu tryggjahon-
um það, að vera í framtíðinni
stór og þó vaxandi stjórnmála-
flokkur.
Hann er nú eini stjórnmála-
flokkur landsins, sem tryggir
flokksmönnum sínum fullkom-
ið lýðræði innan sinna vé-
banda. Ihaldsflokkurinn er
skipulagslaus að mestu. For-
ingjarnir í Reykjavík eru al-
gerlega einráðir í flokknum.
Skipulag Alþýðusambandsins er
þannig, að við kosningar á sam-
bandsþing, verða menn að hafa
vissar skoðanir til þess að geta
látið atkvæðisrétt sinn koma
að notum. Um' Kommúnista-
flokkinn og „einkafyrirtækið“
vita allir.
Annað það, sem Framsókn-
armenn í Reykjavík geta lært
af flokksþinginu, er það, hversu
samhuga og áhugamiklir flokks-
mennimir eru úti á landinu.
Hin mikla sókn flokksmann-
mannanna úr dreifbýlinu talar
þar skýru máli. Og hvaðan
seml þeir koma af landinu er
andinn hinn sami. Þeir eru
Útbyggingognýbýli
Landsfundur bænda sam-
þykkti eftirfarandi tillögur frá
Jóni H. Þorbergssyni á Laxa-
mýri:
„Fundurinn skorar á ríkis-
stjórnina að leggja fyrir næsta
Alþing frumvarp til laga um
nýbýli.
Sömuleiðis frumvarp til laga
um byggingu óg ræktun ný-
býlahverfa, er ríkið kosti“.
Um fyrri tillöguna er það
eitt að segja, að þar er um
sjálfsagt mál að ræða. Sú til-
tala er algerlega samkvæm
anda og stefnu Framsóknar-
flokksins og er það vafalaust ;
fyrir yfirsjón eina, að löggjöf ;
um nýbýli skuli ekki þegar
vera til. En fyrst að svo er nú
ekki, verður að taka það mál
upp sem fyrst, og verður það
ekki betur sannað með öðru en
síðari tillögu Jón H. Þorbergs-
sonar.
Af þeirri tillögu yrði það
helzt ráðið, að Jón H. Þor-
bergsson væri að reka erindi
socialista. En ólíklega er það
viljandi gert. Jón vill vera móti
öllum socialisma, og hefir kvatt
dyra og beðizt pólitiskrar gist-
ingar hjá Nazistum og „Bænda-
flokknum“. Mun og mega finna
aðrar ástæður til að þessi til-
laga er fram komin.
Með því skipulagi, sem gildir
um eignarhald á jörðum, er
miklum hluta unga fólksins,
sem vex upp 1 sveitinni, byggt
út þaðan, eða það verður að
sætta sig við hina aumlegustu
kosti — útsköfur einar. Heim-
ili verður nú trauðlega reist í
sveit, nema með sérstöðu
fengna við erfð eða fullar
hendur fjár. Til þess þarf að
eiga bæði bústofn og jörð. En
í hvert sinn, er hagur landbún-
aðarins verður sæmilegur, fer
jarðarverð í geip, langt yfir
matsverð, sem mun þó vera
nógu hátt. Þeir sem hafa gerzt
svo djarfir, að kaupa jörð og
bú í skuld, haf'a sumir orðið svo
hart leiknir af verðsveiflum
síðustu ára, að þeir hafa tapað
eign sinni allri á einu eða
tveimur árum. En sjaldgæft er
að aðrar jarðir fáist keyptar
en þær, sem erfitt er við að
taka fyrir einhverjar sakir.
1 bæjunum getur unga fólk-
ið hinsvegar stofnað heimili,
sem hvílir á atgerfi þess einu
saman. Á þann hátt gefst því
kostur á að leggja alúð við
þroska sinn, meðan skilyrðin
til vaxtar eru bezt. Síðan getur
það stofnað eigin heimili að
fengnum fullum þroska, og
þarf ekki til þess að draga
saman fé árum saman, eins og
það þyrfti að gera, ef það ætl-
aði að kaupa jörð og bústofn.
Þetta eru aðalrökin til „flótta"
unga fólksins úr sveitinni, sem
er þó enginn flótti, því að í
reyndinni er því byggt út
þaðan.
En nú vilja bændurnir gera
hvorttveggja: halda í pað skipu
lag um eignarhald á jörðum,
er byggir unga fólkinu út úr
sveitinni og verjast því þó, að
unga fólkið fari úr sveitunum.
Þegar þeir sjá auðnina, sem er
að verða, kalla þeir á ríkið, til
að byggja upp sveitaþorp. Þau
sveitaþorp á ríkið að eiga og
þar á unga fólkið að búa, en
sjálfir ætla þeir að „eiga“ sín-
ar gömlu jarðir, af því að sá
eignarréttur er heiiagur, að því
er þeir segja.
Þannig á að koma upp tvenns
konar byggð í sveitinni, ann-
ari, sem hvílir á „heilagri",
gamalli og þröngsýnni einstaki-
ingshyggju, hinni, sem reist er
á „ríkis-socialisma". Og með
tillögu Jóns H. Þoi’bergssonar
er það óbeint og óvart viður-
kennt, að það síðara sé betra
og sé gert fyrir vöxtinn og
gróðurinn í þjóðlífinu. En þá
hlýtur að verða í hitt haldið af
svo þröngsýnni eigingimi, að
menn sjái ekki sinn eigin hag,
nema fyrir næsta dag.
Því að tvennskonar byggð í
sveitinni, skipulagslaus og ó-
samræm, hlýtur að leiða til
ófarnaðar. Það eru til fram-
bærilegar ástæður fyrir því, að
byggðin eigi að vaxa upp eins
og villigróður, því að lífsskil-
yrðin verði fremur fundin en
séð eða til þeirra reiknað. En
slíkur villigróður er þó því að
eins góður, að hann sé nokk-
urn veginn frjáls. En sveit,
sem að mestu er í einkaeign,
en með ríkisþorpum fyrír ný-
græðinginn, yrði bezt lýst með
því, að þar væri villimennsk-
an skipulögð af handa hófi.
En á þessu öllu er til einföld
og eðlileg lausn: að ríkið eign-
ist allt land. Landið sjálft er
frumleg náttúrugæði og í eðli
sínu almenningseign, sem eng-
ákveðnir í að láta flokkinn
■ vinna glæsilegan sigur í næstu
kosningum.
j Brottganga nokkurra manna
| úr Framsóknarfloklmum og liin
lævísa klofningstilraun hefir
i fcví haft alveg öfug áhrif.
1 Sömuleiðis hið stöðuga rógs-
hjal andstæðinganna um upp-
lausn og sundrungu í Fram-
sóknarflokknum. Það hefir
þrýst flokksmönnunum saman
til enn nánara samstarfs. Það
hefir gert þeim enn ljósari þá
nauðsyn, að til sé sterkur og
heilhuga umbótaflokkur í land-
inu. Við öðru var heldur ekki
að búast. Bændastéttinni ís-
lenzku var illa trúandi til þess
að láta liðhlaupa og klofnings-
menn teyma sig út á villigötur.
Flokksþing Framsóknar-
manna, sem lauk í gær, talar
skýrt því máli, að enginn ís-
lenzkur stjórnmálaflokkur á
stærri sveit dugandi áhuga-
manna en Framsóknarflokkur-
inn. Með flokksþinginu hefir
hann byrjað nýtt starf, nýja
sókn fyrir hagkvæmum úr-
lausnum í vandamálum þjóðar-
innar. Þessvegna markar það
ný tímamót, hefur nýja starfs-
öld í sögu flokksins.
Betri bónvélar en
Pm ÍMP W R cc
getið þér ekki fenáið
Fallegar, vinna verk sitt
xnjúklega og kávaöalaust,
ódýrar, endast árum saman
Fást i raitækjaverzlun
Eiríks Hjartarsonar
Laugaveg 20 — Sími 4690
Happdrætti
Háskóla Islands
Muníð að endurnýja
íyrír 2. tlokk.
Róf naf ræ
„Gauta“ gulrófur eru mikið ræktaðar í Sviþjóð, Nor-
egi og Finnlandi og eru taldar eitt hið bezta rófnaaf-
brigði sem þar þekkist.
Fræ af „Gauta“ gulrófum fæst hjá kaupfélög-
unum um land allt. Bændur og garðyrkjumenn, trygg-
ið ykkur fræ af þessari tegund í tæka tíð fyrir vorið.
Samband ísl. samvinnufélaga
við Kaupfélag Borgfirðinga í Borgarnesi,
er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist fyrir 1. apríl til úti-
bús. félagsins á Laugavegi 20 Reykjavík,
eða til
Kaupfélags Borgfirðlnga
Borg arn.es L
inn ætti að þurfa að kaupa.
Eignarhald á landi er ekkert
annað en leifar af fornri ómenn
ingu, þeirri, að þjóðfélagið hef-
ir látið það leyfast, að einn
væri annars drottinn með því
að sölsa undir sig jafn rétt-
mæt skilyrði þeirra beggja til
að geta lifað. En af því að svo
er komið, að það drottinvald er
ekki lengur í samræmi við ann-
að í skipulagi okkar og menn-
ingu, er það hefndargjöf ein,
og oftast verst fyrir þá, sem
með það vilja fara.
Ef landið sjálft verður allt
ríkiseign, verðúr hvorttveggja
auðveldara, eðlileg skipulagning
byggðarinnar og einkaeign á
mannvirkjum og bústofni og
einkarekstur landbúnaðarins.
Aðgangur að landi verður miklu
fleirum opinn og um leið frjáls-
arí, landokrinu verður af land-
búnaðinum létt. En mestu varð-
ar það þó, að með því gæti
landbúnaðurinn alltaf orðið
tímaborinn að öllu sldpulagi og
í samræmi við aðra atvinnuvegi
og þjóðfélagið í heild sinni, en
ekki eins og forneskj ulegur
nökkvi, sem morar í hálfu kafi.
Arnór Sigurjónsson.
I dag og næstu daga
sel ég aluminium potta
fyrir hálfvirði.
3 bollapör................. 1,00
3 vatnsglös................ 1,00
5 herðatré................. 1,00
3 gólfklútar, góðir . . . . 1,00
3 klósettrúllur........... 1,00
4 búnt eldspýtur . . . . 1,00
Þvottabretti, gler..... 2,50
4 matskeiðar, alum. . .. 1,00
4 matgafflar, alum. ... 1,00
Emaill. fötur.............. 2,00
Teppabankarar.............. 1,00
2 diskar m. bl. rönd . .. 1,00
2 lítra mjólkurbrúsa . . . 2,50
Hitaflöskur................ 1,35
20 m. snúrusnæri . . . . 1,00
50 gormklemmur ... .. 1,00
Sig. Kjartansson
Laugavegi 41. Sími 3830.